Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 4

Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra leggur fram þingsályktunartillögu um byggðaáætlun Stefnt að 10% fólksíjölg- un á landsbyggðinni LÖGÐ hefur verið fyrii- Alþingi tillaga til þingsá- lyktunar um stefnu í byggðamálum árin 1998 til 2001 sem hefur það að markmiði að treysta bú- setu á landsbyggðinni. Er stefnt að því að fólks- fjölgun þar verði ekki undir landsmeðaltali og nemi 10% til ársins 2010. Davíð Oddsson forsætisráðherra ritaði Byggðastofnun í ágúst 1997 og fór fram á að haf- in yrði vinna við áætlun um byggðamál fyrir þennan tíma. Meðal helstu aðgerða sem lagt er til að gripið verði til eru að unnið verði að fjöl- breytni atvinnulífs á landsbyggðinni, lánastarf- semi Byggðastofnunar verði rekin á arðsemis- grundvelli og byggður upp traustur byggðasjóð- ur sem hafi sérstaklega að markmiði að efla ný- sköpun og auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækja á landsbyggðinni, stefnt verði að því að Byggða- stofnun eigi aðild að eignarhaldsfélögum á lands- byggðinni og verji til þeirra verkefna allt að 300 milijónum króna áriega, studdar verði sérstak- lega aðgerðir á afmörkuðum svæðum þar sem veruleg röskun verður á atvinnuháttum og bú- setu, nýjum stóriðjuverum verði fundinn staður utan athafnasvæða höfuðborgarinnar, menntun á háskólastigi verði tekin upp þar sem kostur er m.a. með samningum milli framhaldsskóla og há- skóla, ríkisfjölmiðlar efli starf sitt á landsbyggð- inni og áfram verði unnið að því að lækka kostn- að við hitun íbúðarhúsnæðis. Mikilvægir þættir í betra horfi í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir m.a. „Það kann að þykja bjartsýni að við þessar aðstæður sé fólksfjölgun á landsbyggðinni meginmarkmið tillögunnar, en á það ber að líta að mikilvægir þættir sem eru forsenda traustrar búsetu eru í betra horfi en verið hefur. Hér ber sérstaklega að leggja áherslu á eftirfarandi: 1. Afstaða fólks til búsetu á landsbyggðinni er á margan hátt jákvæð. Mim fleiri fýsir að flytja út á land en þaðan til höfuðborgarsvæðisins. 2. Öll almenn þjónusta er í betra horfi á lands- býggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. 3. Ymsar aðgerðir hafa haft jákvæð áhrif á út- gjöld heimilanna. 4. Efnahagsástand er um þessar mundir betra en verið hefur um langa hríð. Það gerir aðstæður einkar jákvæðar fyrir nýtingu auðlinda lands- ins og er atvinnulífi á landsbyggðinni því sér- staklega mikilvægt. 5. Með starfsemi þróunarstofa er fenginn grund- völlur að nútímaatvinnusókn á landsbyggðinni. 6. Fyrir liggur greining þeirra þátta er mestu valda um neikvæða afstöðu til búsetu á lands- byggðinni sem auðveldar að færa þá til betri vegar. 7. Tillaga sú sem hér liggur fyrir, verði hún sam- þykkt og framkvæmd í því horfi sem efni henn- ar stendur til, felur í sér ný og markviss vinnu- brögð í byggðamálum.“ Grundahverfí á Kjalarnesi Stuðningur við nýtt skipulag 116 ÍBÚAR í Grundahverfi á Kjal- amesi hafa lýst yfir stuðningi við nýsamþykkt skipulag í hverfinu og taka ekki undir óánægju þeirra íbúa, sem skrifað hafa undir mót- mæli vegna breytinga á skipulag- inu. Með bréfi til hreppsnefndar og sveitarstjóra frá íbúunum fylgja undirskriftarlistar með nöfnum 116 íbúa og kemur fram að það er hópur áhugamanna um áframhaldandi uppbyggingu á Kjalamesi, sem stendur að undirskriftasöfnuninni. í bréfinu segir að, ,Af þeim undir- tektum að dæma sem undirskriftar- söfnunin fékk þá er staðfest sú vissa okkar að þetta skipulag nýtur al- menns stuðnings íbúa hér á svæð- inu. Það er von okkar að uppbygg- ing samkvæmt hinu nýja skipulagi megi hefjast sem fyrst og viljum við skora á skipulagsyfirvöld að stað- festa skipulagið sem fyrst.“ HUNGRIÐ satt. Frá vinstri: Auður Hafsteinsdóttir með dóttur sína, þá Mona Sandström með David Anton og loks Bryndís Halla Gylfadóttir með Breka. Frjósamt tríó á faraldsfæti 10 stærstu kúabú- in fá 7,5 m.kr. í beingreiðslur TÍU stærstu kúabú á landinu fá að meðaltali 7.455 þúsund krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á ári. Tíu stærstu sauðfjárbúin fá að meðaltali 2.693 þúsund krónur í beingreiðslur. Meðaltal beingreiðslna til allra sauðfjárbænda, sem eru 2.515 tals- ins, nemur rúmum 602 þúsund krónum en meðaltal til kúabænda, sem eru 1.251, er 2.155 þúsund krónur. Þetta kemur fram í svari land- búnaðarráðherra við fyrirspum Vil- hjálms Egilssonar alþingismanns og eru tölur miðaðar við greiðslu- mark í þessum mánuði. 11-30 stærstu kúabúin fá að með- altali 5,3-5,9 milljónir króna en 11- 30 stærstu sauðfjárbúin fá að með- altali 2,1-2,3 milljónir króna. Þar kemur einnig fram að af 2.983 lögbýlum á íslandi sem hafa greiðslumark og eiga því rétt til beingreiðslna úr ríkissjóði vom 696 með minna en 100 ærgildi og alls 1.587 býli með minna en 300 ær- gildi. 475 býli voru hins vegar með meira en 600 ærgildi, þar af 28 með meira en 1.000 ærgilda greiðslu- mark. 1.218 jarðir hafa misst greiðslur frá 1991 Einnig sýna upplýsingar í svari við fyrirspuminni að frá árinu 1991 hefur beingreiðsluréttur í sauðfjár- framleiðslu verið fluttur af 1.218 jörðum í landinu og hafa nú 2.515 lögbýli beingreiðslurétt. Fram- reiðsluréttur í mjólk hefur verið fluttur af 188 jörðum frá 1992 og hafði 1.251 jörð þann rétt í lok síð- asta árs. 821 býli hefur greiðslu- mark bæði til mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu. Þá kemur fram í svari landbúnað- arráðherra að af 7.903 tonna kinda- kjötsframleiðslu á síðasta ári voru 282 tonn framleidd á lögbýlum sem ekki nutu beingreiðslna, en fram- leiðendur utan lögbýla framleiddu 33,8 tonn af kindakjöti. TRIO Nordica gerði víðreist um Mið- og Vestur-Svíþjóð nýverið. Fimm tónleikar voru haldnir á jafnmörgum stöðum, í Folkets Hus í Ulrikehamn, í Gunnebo- höll í Mölndal, í Marieholm, Mariestad, í Immanuelskirkjunni í Borás og í Lansteatern í Skövde. Var tríóinu alls staðar vel tekið og dómar í biöðum voru lofsamlegir. Meðlimir í Trio Nordica, sem fagnar fímm ára afmæli sinu um þessar mundir, eru Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Sandström píanóleikari. Efnisskráin var hin sama á öll- um tónleikunum: Metamorfoser eftir Hafliða Hallgrimsson, Píanótríó í g-moll eftir Elfridu Andrée og Píanótríó í g-moll op. 17 eftir Clöru Wieck-Schumann. En það var fleira en hlýjar við- tökur sem gerði tónleikaferð þessa eftirminnilega fyrir stöll- urnar, ekki s/st þrír ungir ferða- félagar þeirra. Hér er átt við tveggja mánaða dóttur Auðar og þriggja vikna syni Bryndísar Höllu og Monu, sem fæddir eru sama daginn. Voru börnin aldrei langt undan meðan á tónleikun- um stóð enda þurftu þau að fá trakteringar hjá mæðrum sínum í hléi, eins og sjá má af meðfylgj- andi mynd, sem tekin var í Gunnebo-höll. Bæjaryfírvöld Garðabæjar Vilja semja við Jósefs- systur BÆJARSTJÓRANUM í Garðabæ hefur verið falið að leita eftir samningum við reglu Sankti Jósefssystra um leigu á húsnæði þeirra við Holtsbúð þar í bæ. Eru þær orðnar fáar í stóru húsnæði og vilja gjarnan leigja og hafa bæjaryfirvöld haft augastað á húsnæðinu sem dvalar- og hjúkrunarheimili og sem mið- stöð fyrir þjónustu við aldraða í bænum. Húsnæði systranna í Garða- bæ er um 2.300 m2 að stærð og segir Ingimundur Sigur- pálsson bæjarstjóri að það hafi upphaflega verið hannað sem dvalar- og hjúkrunar- heimili fyrir systumar hér. Nú þegar systrunum hafi fækkað sé húsnæðið orðið of stórt og vilji þær flytja og því hafí þessari hugmynd skotið upp að bærinn leigði húsnæð- ið. Segir bæjarstjórinn yfir- völd hafa boðið systrunum að útvega þeim annað húsnæði í staðinn ef á þarf að halda en St. Jósefsreglan rekur hjúkr- unarheimili í Danmörku. Ingimundur Sigurpálsson segir að vistrými geti verið fyrir 20 til 30 manns og sé sú þörf fyrir hendi þrátt fyrir að bærinn eigi 15 herbergi hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. „Það myndi stórbæta möguleika bæjaryfirvalda til að þjóna eldri borgurum bæjarins. Þjónustan hefur ekki verið á einum stað en hér er ætlunin að hafa auk vistrýmisins, mið- stöð fyrir heimiÚshjálp, tóm- stundastarf og samastað fyrir alla öldrunarþjónustu innan bæjarins. Ef um semst er gert ráð fyrir því að bærinn taki við húsnæðinu á haustmánuð- um,“ sagði bæjarstjórinn og benti einnig á að fá yrði stað- festingu ráðuneytis á um- ræddum samningi vegna rekstrarleyfís. Varð undir tönn MAÐUR hlaut áverka á höfði og annarri hendi í vinnuslysi í Sundahöfn laust fyrir klukkan fjögur í gærdag, þegar verið var að setja tönn af snjótroð- ara inn í gám. Gámurinn stóð uppi á tengi- vagni vörubifreiðar og voru tveir lyftarar notaðir til að koma tönninni inn í gáminn. Rann tönnin til á brettinu og lenti á herðum mannsins, með þeim afleiðingum að hann féll niður. Maðurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur þar sem gert var að sár- um hans. Hann mun m.a. hafa brotnað í andliti. Bændur brenna sinu MEÐ Ieyfi sýslumanns er heim- ilt að brenna sinu fram til 1. maí eins og bændur undir Hafn- aríjalli nýttu sér í gær. Að sögn lögreglunnar á Akranesi gekk bruninn slysalaust fyrir sig og í dag er spáð rigningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.