Morgunblaðið - 30.04.1998, Side 64

Morgunblaðið - 30.04.1998, Side 64
■*64 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frá A til Ö: Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hvað er í boði - á skemmtistöðum? 1. Heiða Jónsdóttir sáum að svala þorsta þeirra sem leið áttu á Bíó- barinn. 2. Sólveig, Arnar, Þyrí, Anna og ónefndur vinur. 3. Þóra M. Birgis- dóttir, Sigurður Einarsson, Þor- steinn Einarsson og Marcus Gr- indeback. 4. Karen Bern, Cecilia Gahnström og Sif Svavarsdóttir. 5. Bíóbarinn var þéttsetinn þegar líða tók á nótt- ina. Barinn með kvikmynda- þemað Bíóbarinn hefur verið hluti næturlífs Reykjavíkur í rúm sjö ár. Guðmundur As- geirsson kom þar við eina helgina. KLAPPARSTÍGURINN er orðin ein helsta skemmtanagata borgar- innar. Við hann standa fjögur öldur- hús, veitingastaður, vídeóleiga og sjoppa. Bíóbarinn stendur á mótum Klapparstígs og Hverfisgötu, eins og hann hefur gert síðan 1991. Eins og nafnið gefur til kynna er staðurinn tileinkaður kvikmyndum, sem eru einskonar þema í skreytingum á efri hæðinni. Upphaflega stóð þar röð af básum með raunverulegum gömlum bíósætum og borðum þöktum kvik- myndaleikskrám eins og tíðkuðust í ^fyrndinni. Bíósætin hafa nú vikið ' 'fyrir hefðbundnari húsgögnum, sem sjálfsagt gefa fleirum kost á að hvíla lúin bein. Aldnar kvikmyndaauglýs- ingar prýða veggi, auk ýmissa muna sem minna á kvikmyndaheiminn. Bakgarðurinn var lokaður, eins og hann hefur verið í vetur, en fréttir hermdu að hann yrði opnaður helg- ina eftir, strax í upphafi sumars. Það var rólegt á Bíóbamum fram eftir fóstudagskvöldi. Heiða á bai-n- um ljóstraði því upp að tónleikar annars staðar í miðbænum löðuðu marga af fastagestum staðarins í burtu og bjóst við rólegri vakt. Kjall- arinn var lokaður þetta kvöld þar sem Kristinn Gunnar Blöndal, aðal plötusnúður staðarins, var einmitt staddur á þessum sömu tónleikum að gegna skyldum sínum sem hljóm- borðsleikari sveitai-innar Botnleðju. Mislitur hópur vermdi þó flest sæti á efri hæð. Greinilegt er að fólk úr ólíkum áttum sækir Bíóbai’inn, fólk á öllum aldi-i og af ýmsum gerðum. Um tvöleytið íylltist staðurinn. Það er reyndai- algengt að borgarbúar geri fjöldaáhlaup á barina rétt fyrir lokun, hvers vegna veit ég ekki. Eina stundina sveif ró yfír bjórum, tíu mín- útum seinna vai- Bíóbarinn troðfullur. Hluti hópsins reyndi að komast að bamum á meðan hinir sóttu fast að komast niður í kjallarann til að skvetta þar ærlega úr klaufunum. Það var mikið fjör í kjallara Bíó- barsins á laugardagskvöldið, þegar skífuþeytirinn var kominn til starfa á ný. Leiðin niður á dansgólfið var opnuð og þang- að streymdi fríður flokkur tón- elskra ungmenna, enda staður- inn þekktur fyrir að leika það nýjasta í tónlistinni hverju sinni. Þangað koma reglulega þekktir útlenskir plötusnúðar til að hrista upp í stemmningunni. Ekki að hún þyrfti hristingar við þetta kvöldið, því villtur dans dunaði í kjallara Bíóbarsins, langt, iangt fram eftir nóttu. Veitingar: Kranabjór kostar kr. 300-500 kr. stór, 200-300 kr. iítill. Tvöfaldur al- gengur í gosi kostar 750 kr. Boðið er upp á staðbetri veitingar í samvinnu við pizzustaðinn Eldsmiðjuna. í bak- garðinum er grill sem gestir geta notað þegar veðrið leikur við okkur á sumrin. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fimmtu- dagskvöld verða tónleikar með Bubba Morthens og hefjast þeir kl. 22. Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur Vestmannaeyjahljómsveitin Dans á rósum. Námskeið í Kjalnes- ingasögu hefst mánudag. ■ 8-VILLT leikur á Gauki á Stöng fimmtudagskvöld og í Hlöðufelli, Húsavík, föstudagskvöld. ■ BROADWAY A fimmtudagskvöld verður sýningin Rokkstjörnur ís- lands þar sem allir helstu rokkarar sögunnar eru heiðraðir. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur á dansleik að lokinni sýningu. Á laug- ardagskvöld heldur sýning á nýrri söngdagskrá ABBA áfram. Þeir sem koma fram eru Sigurður H. Ingi- marsson, Kristján Gislason, Erna Þórarinsdóttir, Rúna G. Stefáns- dóttir, Birgitta Haukdal og Hulda Gestsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Gunnar Þórðarson, um sviðsetningu sér Egill Eðvarðsson og dansstjóri er Jóhann Örn. Á eftir leika þeir Bjarni Ólafur (Daddi) og ívar Guð- mundsson og Stuðbandalagið. ■ BÚÐARKLETTUR, BORGAR- NESI Á fimmtudagskvöld leikur hljómsveitin Úlrik og á fóstudags- kvöld leikur Hörður G. Ólafsson. ■ CAFÉ MENNING, DALVÍK Á föstudagskvöld verður herra- og konukvöld þar sem heiðursgestir verða systkinin Jóhannes Kristjáns- son eftirherma og Elísabet Krist- jánsdóttir gleðipinni. Dansleikur verður á miðnætti þar sem hljóm- sveitin Tvöfóld áhrif leikur. Að- gangur er 2.000 kr. Hjón/par 3.500 kr. Miðasala hjá leikmönnum meist- araflokks UMFS. Innifalið í miða- verði er borðhald, skemmtiatriði og dansleikur. ■ CAFÉ ROMANCE Ástralski pí- anóleikarinn Robin Rose er staddur hér á landi í 3. sinn og leikur frá þriðjudagskvöldi til sunnudags- kvölds frá kl. 22 fyrir gesti veitinga- hússins. ■ CATALÍNA KÓPAVOGI Fimmtudags-, fostudags- og laugar- dagskvöld leikur dúettinn Juke Box. ■ CROISZTANS heldur sína síð- ustu tónleika hér á landi föstudaginn 1. maí. Tónleikarnir verða jafnframt útgáfutónleikar því út er komin frumraun hljómsveitarinnar Karta. Croisztans er á förum í tónleikaferð um Evrópu og er ekki væntanleg aftur fyrr en á næsta ári. Tónleik- arnir verða haldnir í Rósenberg og hefjast kl. 23. Aðgangseyrir er 200 kr. Boðið verður upp á léttar veiting- ar og skemmtiatriði. ■ DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Á laug- ardagskvöld_ leikur Hljómsveit Ara Jóns og Úlfars Sigmars. Lokað fóstudagskvöld. ■ FEITI DVERGURINN Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Einar Jónsson. ■ FJARAN Jón MöIIer leikur róm- antíska píanótónlist fyrir matar- gesti. ■ FJÖRUGARÐURINN Veislur að hætti víkinga. Víkingasveitin leikur og syngur fyrir matargesti. Hljóm- sveitin KOS og Magnús Kjartansson leika fyrir dansi fram eftir nóttu fóstudags- og laugardagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu- dagskvöld Jeikur hljómsveitin 8-vilIt til kl. 3. Á fóstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Papar og á sunnudags- og mánudagskvöld verða tónleikar með Blúsmönnum Andreu. Hljómsveitina skipa: Andrea Gylfa- dóttir, Guðmundur Pétursson, Ein- ar Rúnarsson, Haraldur Þorsteins- son og Jóhann Hjörleifsson. ■ GISTIHEIMILIÐ ÓLAFSVÍK Á fimmtudagskvöld skemmtir Hörður G. Ólafsson. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunn- ar Páll leikur og syngur perlur dæg- urlagatónlistarinnar fyrir gesti hót- elsins fóstudags- og laugardagskvöld kl. 19-23. ■ GULLÖLDIN Á fimmtudagskvöld leika Gleðigjafarnir André Bach- Frá A til Ö mann og Kjartan Baldursson til kl. 3. Á föstudags- og laugardagskvöld leika félagarnir Svensen & Hall- funkel til kl. 3. Á fimmtudagskvöld verður djass með Kvartett Þorsteins Eiríkssonar. Kvartettinn skipa auk Þorsteins þeir Sveinbjörn Jakobs- son, Siguijón Árni Eyjólfsson og Jón Þorsteinsson. Aðgangur er ókeypis. ■ H.M. KAFFI SELFOSSI Dúettinn Brilljantín leikur föstudagskvöld. Dúettinn sem skipaður er þeim Ingvari Valgeirssyni, gítarleikara og söngvara og Sigurði Anton bassa- leikara mun hefja leik um kl. 23.30 og er aðgangur ókeypis. ■ HOTEL SAGA Fimmtudags- og sunnudagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 19-1. Föstudags- og laugar- dagskvöld opið kl. 19-3. Stefán Jök- ulsson og Ragnar Bjarnason leika um helgina. í Súlnasal verður skemmtidagskráin Ferða-Saga þar sem landsfrægir skemmtikraftar spyrja gesti og gangandi „How do you like Iceland?" Dansleikur með hljómsveitinni Saga Klass til kl. 3. ■ HÓTEL ÖRK A föstudagskvöld er dansleikur með hljómsveitinni Pass og á laugardagskvöld eru spánskir tónar með Kristni H. Árnasyni, gít- arleikara og dansleikur á eftir. ■ KAFFI AKUREYRI Á fimmtu- dagskvöld verður konukvöld með tískusýningu. Kynnir er Sunna Borg. Sigga Beinteins og Grétar Ör- vars leika frá kl. 24-3 en þau leika einnig fóstudagksvöld. Á laugardags- kvöld sér Elli Erlends um danstón- list. ■ KNUDSEN STYKKISHÓLMI Hljómsveitin Stykk leikur fóstudags- og laugardagskvöld. ■ KRINGLUKRÁIN Á fimmtudags-, fóstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld leikur hljómsveitin Léttir sprettir. í Leikstofunni fimmtudags- kvöld leikur Ómar Diðriksson og á föstudags- og laugardagskvöld tek- ur Viðar Jónsson við. ■ LANGISANDUR, AKRANESI Á laugardagskvöld verður dansleikur með Bjarna Ara og Milljónamæring- unum. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Á fimmtudagskvöld þeytir Matthilding- urinn Siggi Hlö skífur og á fóstu- dagskvöld er það ívar Guðmundsson sem sér um tónlistina. Á laugardags- kvöld verður dansleikur með Sljórn- inni. ■ LUNDINN, VESTMANNA- EYJUM Dúettinn í hvítum sokkum leikur fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld en dúettinn gaf út geisladisk á síðasta ári og munu þeir eflaust leika lög af honum ásamt nýju efni í bland við annað. Dúettinn skipa þeir Guðmundur R. Lúðvíks- son og Hlöðver S. Guðnason. ■ NAUSTIÐ er opið öll kvöld frá kl. 18 fyrir matargesti. ■ NAUSTKJALLARINN Á fimmtu- dagskvöld leikur Skugga-Baldur til kl. 2. Á fóstudags- og laugardags- kvöld verður lifandi tónlist til kl. 3 bæði kvöldin. Dúettinn Þotuliðið leikur. ■ NÆTURGALINN Á fimmtudags- kvöld verður kántrýkvöld með Við- ari Jónssyni og á föstudags- og laug- ardagskvöld leikur Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms til kl. 3. Á sunnudagskvöld tekur Hljómsveit Hjördísar Geirs við og leikur gömlu og nýju dansana til kl. 1. ■ RAIN, KEFLAVÍK Hljómsveitin Hafrót leikur fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagskvöld. ■ REYKJAVÍKURSTOFAN píanó- bar við Vesturgötu. Hilmar J. Hauksson leikur á flygil. ■ RÚNAR ÞÓR og hljómsveit leika fimmtudagskvöld í Hrísey og fóstu- dags- og laugardagskvöld á Rauða ljóninu, Reykjavík. ■ RÓSENBERG Á fimmtudags- kvöld verða rokk/metal tónleikar með hljómsveitunum Bisund, Spit- sign, Krumpreður, Kuml og Krisen- íus. Tónleikarnir hefjast kl. 23. Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Croisztans; ■ SIR OLÍVER Á fimmtudagskvöld leikur trúbadorinn Ingvar Valgeirs- son, fóstudagskvöld leikur blússveit- in Barflugnr, á laugardagskvöld leikur dúettinn Trípóli' og á sunnu- dagskvöld leikur dúettinn Vilhjálm- ur Goði og Pétur Örn. ■ SIXTIES leikur fóstudagskvöld í Félagsheimilinu á Blönduósi og á laugardagskvöld á Bíókaffi, Siglu- firði. Hljómsveitin er að fara að gefa út plötu í lok maí með sínum bestu lögum auk tveggja nýrra. ■ STELPUPARTÝ MATTHILDAR verður haldið í Þórshöll, Brautar- holti, laugardagskvöld. Kynnir kvöldsins verður Heiðar Jónsson. Þeir sem koma fram eru Davíð Þór með uppistand og Páll Óskar og Casino. Einnig verður undirfatasýn- ing frá Ég og þú og happdrætti. Forsala aðgöngumiða er í Cosmo, Laugavegi, en miðafjöldi er tak- markaður. Verð 1.200 kr. ■ THE DUBLINER Á fimmtudags-, föstudags- og laúgardagskvöld leik- ur hljómsveitin Hálfköflóttir. Á sunnudagskvöld er Ceól Chun Ól. ■ ÚLRIK leikur á dansleik í Búðar- kletti Borgarnesi fimmtudagskvöld og á fóstudagskvöld leikur hljóm- sveitin á Kristjáni IX., Grundar- firði. ■ VEGAMÓT Öll fimmtudagskvöld er ,Absalout“ jasskvöld. Á föstu- dagskvöld verður salsa og á laugar- dagkvöld verður funk-kvöld þar sem fram koma tveir bongótrommuleik- arar ásamt D.j. Flux & Ýmir. ■ TILKYNNINGAR í skemmtana- rammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal til- kynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.