Morgunblaðið - 24.05.1998, Side 15

Morgunblaðið - 24.05.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 15 ÍÞRÓTTIR Baggio og Bergomi aftur í landsliðshóp ítala Cesar Maldini, landsliðsþjálfari ítala, valdi Roberto Baggio og Giuseppe Bergomi í landsliðshóp- inn fyrir HM sem hefst í Frakk- landi 10. júní. Bergomi, sem er 34 ára, hefur ekki leikið með lands- liðinu í sjö ár og Baggio ekki síðan í september í fyrra. Það var hins vegar ekki pláss í liðinu fyrir Gian- franco Zola, sem leikur með Chel- sea, eða Pierluigi Casiraghi hjá Lazio. Alessandro Del Piero, framherj- inn snjalli hjá Juventus, meiddist í úrslitaleik Evrópukeppninnar og verður að hvíla sig næstu tíu daga. Hann er í landsliðshópnum og ef hann verður ekki orðinn góður 2. júní mun Maldini velja annan í hans stað. McCoist ekki með Skotum ALLY McCoist er ekki í skoska landsliðshópnum sem Craig Brown, landsliðsþjálfari, valdi. Liðið spilar tvo vináttulandsleiki við Kolombíu og Bandaríkin í lok mánaðarins til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. McCoist, sem er 35 ára, hefur átt fast sæti í lands- liðinu undanfarin ár. 22 leikmenn eru í hópnum og er hann þannig skipaður: Markverðir: Jim Leighton (Aber- deen), Andy Goram (Rangers) og Neil Sullivan (Wimbledon). Varnarmenn: Tom Boyd (Celtic), Christian Dailly (Derby), Matt Elliott (Leicester), Colin Hendry (Blackbum), Tosh McKinlay (Celt- ic), David Weir (Hearts), Derek Whyte (Aberdeen), Colin Cald- erwood (Tottenham). MiðvallEirleikmenn: Graig Burley (Celtic), John Collins (Mónakó), Scot Gemmill (Nott. Forest), Paul Lambert (Celtic), Billy McKinlay (Blackburn) og Jackie McNamara (Celtic). Framherjar: Scott Booth (Dort- mund), Simon Donnelly (Celtic), Gordon Durie (Rangers), Darren Jackson (Celitc) og Kevin Gallacher (Blackbum). Skotar em í riðli með Brasilíu, Nor- egi og Marokkó á HM í Frakklandi. Halldór komst ekki í 8-manna úrslit á HM í þolfimi HALLDÓR B. Jóhannsson, ís- landsmeistari í þolfími, varð í 8. sæti af 40 keppendum í undankeppni HM sem fram fór í borginni Catania á Sikiley um sl. helgi. Sjö efstu úr undankeppninni kepptu til úrslita ásamt heimsmeistar- anum, sem tók ekki þátt í undankeppninni, og munaði því aðeins liársbreidd að Haildór kæmist í úrslit. Jóhanna Rósa Ágústsdóttir keppti f kvennaflokki og hafnaði í 26. sæti af 42 þátt- takendum í undankeppninni. Ungverska sveitin sem kom hingað til iands og sýndi á íslandsmótinu í vor varð heimsmeistari í liðakeppni. „Það er yndisleg tilfmning að vera kominn aftur í landsliðið," sagði Baggio sem varð þriðji markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar - gerði 22 mörk fyrir Bologna. Bergomi er eini landsÚðs- maðurinn sem enn er að og var í heimsmeistaraliðinu frá 1982. „Ég á Gigi Simoni, þjálfara Inter, það að þakka að ég skuli vera enn í góðri æfingu. Ég vona að leikreynsla mín komi til með að nýtast okkur í Frakklandi," sagði Bergomi. ítalska liðið er þannig skipað: Markverðir: Angelo Peruzzi (Juventus), Gianluca Pagliuca (Int- er Milano) og Gianluigi Buffon (Parma). Varnarmenn: Fabio Cannavaro (Parma), Alessandro Costacurta (AC Milan), Paolo Maldini (AC Mil- an), Alessandro Nesta (Lazio), Moreno Torricelli (Juventus), Giuseppe Bergomi (Inter Milan) og Gianluca Pessotto (Juventus). Miðvallarleikmenn: Demetrio Al- bertini (AC Milan), Dino Baggio (Parma), Luigi Di Biagio (AS Roma), Angelo Di Livio (Juventus), Roberto Di Matteo (Chelsea), Francesco Moriero (Inter Milan) og Sandro Cois (Fiorentina) Framherjar: Alessandro Del Piero (Juventus), Christian Vieri (Atlet- ico Madrid), Filippo Inzaghi (Juventus), Fabrizio Ravanelli (Olympique Marseille) og Roberto Baggio (Bologna). Pflukastarar til Danmerkur LANDSLIÐIÐ í pflukasti er á förum til Danmerkur, þar sem liðið mun taka þátt í Norður- landamótinu sem hefst í Vejle á Jótlandi 27. maí. Liðið er skipað tíu pflukösturum, sem hafa æft vel fyrir mótið. Anna Kristín Bjarnadóttir og Kristína Sigurðardóttir skipa A-lið kvcnna, Jóna Holm og Unnur Reynisdóttir B-Iiðið. Jóhannes Haröarson, Þorgeir Guðmundsson, Óli Sigurðsson og Kristinn Þór Kristiusson skipa A-lið karla, Hallgrfmur Egiisson, Friðrik Diego, Krist- inn Magnússon og Þröstur Ingvarsson, B-liðið. Hraðari en Pentium 11/300 Hraðari en Pentium II/Eitthvað Hve hratt er hratt? Óbreytt, er Power Macintosh G3/266 tvöfalt hraðvirkari en tölva sem notar 300 MHz Pentium II-örgjörva. Það er ekki skoðun einhverra manna úti í bæ, heldur niðurstaða prófana sem tímaritið BYTE gerði; BYTEmark benchmark program. Því er engin furða að Power Macintosh G3-tölvumar slái met í sögu Apple, hvað söluhraða varðar. Power Macintosh G3/266 mm Compaq 5100/PII 300 9.01 4.26 Hraðari á öllum hraða BYTEmark-próíúnin sannar að Power Macintosh G3/266 og Power Macintosh G3/233-tölvurnar vom næstum tvisvar sinnum hraðvirkari en Compaq 4860/PII 333 og Compaq 5100/PII300, í hliðstæðum samanburði. Og svo er PowerBook G3-fartölvan aðeins 80% hraðvirkari en nokkur önnur fartölva sem fæst. „G3-tölvumargjörsigruðu300-MHzPentium II-tölvurnar á afgerandi hátt í BYTEmark-prófununum... Þegar öllu er á botninn hvolft, eru Power Macintosh G3-tölvurnar einnig sigurvegarar í verði. “ BYTE-tímaritið, Janúar 1998 Virtar prófanir BYTE er virt og óháð tímarit í fremstu röð, sem sérhæfir sig í piófunum á mismunandi tölvuumhverfi, stýri- kerfum, áhöldum o.fl. Tímaritið hefúr þróað BYTEmark-prófið* sérstaklega til að meta umhverfi tölvukerfa. http://www.byte.com/bmark/bdoc.htm Verð frá 189-900,- kr.stgr. Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.