Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.05.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Sönnun anda og kraftar Sr. Heimir Steinsson segir m.a.: Hugvekja dagsins verður að sinni hin síðasta á þessum vettvangi úr ----------------7---- minni hendi. Eg þakka fjölda lesenda margháttuð vinsamleg viðbrögð árið um kring. Lifíð heil. í FYRRA bréfi sínu til Korintu- manna mælir Páll postuli á þessa leið við söfnuðinn: „Orðræða mín og predikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar" (1. Kor. 2.4). - Einni viku fyrir hvíta- sunnu hæfir vel að vitna til greindra orða. Fyrsta guðspjall þessa Drottinsdags kveður mjög við sama tón. - Jesús sagði: „Þeg- ar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sann- leiksandinn, er út gengur frá föð- umum, mun hann vitna um mig“ (Jóh. 15:26). Hyggjum nú að því í ljósi þessara ummæla, hvemig kristnir menn öðlast trú sína og varðveita hana. Kirlya Krists Kristinn maður sagði eitt sinn: „Ég tryði ekki guðspjöllunum, ef vitnisburður kirkjunnar ekki sannfærði mig“. - Ef vér viljum réttiíega tala um vitnisburð heilags anda, verðum vér að byija á því að ígrunda vitnisburð kristilegrar kirkju. Því að ef þú trúir í sannleika því sem felst í fagnaðarerindinu um Jesúm Krist, hverju er þetta þá fremur að þakka en því, að kirkjan kallaði þig til trúar, tók þig sem móðir í skaut sitt, meðan þú enn varst bam að aldri, ól þig upp og fræddi þig um hinn mikla leynd- ardóm guðhræðslunnar? Kirkjan fékk oss Heilaga ritn- ingu í hendur, en ritningin hefur að geyma Guðs sáluhjálplega orð til vor. Kirkjan meðtók ritning- una í árdaga frá guðspjallamönn- um og postulum, og fyrir meðal- göngu kirkjunnar er ritningin til mín komin. Kirkja Krists var stofnuð á hvítasunnudag með þeim atburði, að heilagur andi kom yfir læri- sveinana. Kirkjan er þannig far- vegur andans. Kristnir menn tryðu ekki kirkjunni, tiyðu ekki guðspjöllum ritningarinnar, ef heilagur andi sannfærði þá ekki í samvizkunni og í hjarta þeirra. En þeir búa að „sönnun anda og kraftar" og þess vegna trúa þeir. Að allir séu þeir eitt Annað guðspjall þessa Drott- insdags er að finna í 17. kapítula Jóhannesar guðspjalls, versunum 20 til 26. Guðspjallið hefúr að geyma fyrirbæn Jesú. Hann bið- ur fyrir lærisveinum sínum og segir meðal annars: „Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra, að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig.“ Eitt af máttarverkum heilags anda er að sameina kristna menn. Um vora daga hefur andinn eflt svonefnda „samkirkjulega hreyf- ingu“ víða um veröldina. Fræði- legar umræður eiga sér stað milli kirkjudeilda, og sameiginlega eiga kirkjurnar hlutdeild að guðsþjónustum hver með annarri. Fyrri alda átök þoka nú fyrir vin- semd og bróðurþeli. Samkirkjulega hreyfingin hefur styrkt stöðu kristinna manna í heiminum. I stað þess að ganga sundruð til leiks fylkir heims- kirkjan nú liði og geysist í vax- andi mæli fram með einu samþykki. Þannig hefur bæn Jesú um einingu lærisveinanna verið heyrð í ríkari mæli um vora daga en áður var öldum saman. í þessu tilliti skynjum vér því máttarverk heilags anda í kirkjusögulegri þróun samtíðar vorrar. Kristin bæn í kærleika Vér höfum í dag velt því fyrir oss, hvemig kristnir menn öðlast trú sína og varðveita hana. Návist heilags anda er undirrót þess fer- ils. Kirkjan flytur oss boðskap trúarinnar, innblásin af andanum. Eining kirkjunnar er máttugur vitnisbm-ður um lifandi trú krist- inna manna nú á dögum. Síðari ritningarlestur þessa Drottinsdags samkvæmt fyrstu textaröð flytur oss frekari fróð- leik um framangreind efni: „Verið því gætnir og algáðir til bæna. Umfram allt hafið brennandi kær- leika hver til annars, því að kær- leikur hylur fjölda synda. Verið gestrisnir hver við annan án möglunar. Þjónið hver öðrum með þeirri náðargáfu, sem yður hefur verið gefin.“ (1. Pét. 4:7-10). Bænin er uppspretta trúar í hugskoti einstaklingsins. Bænin er farvegur Guðs heilaga anda inn að hjartarótum vorum. Viljir þú eignast trú og rækta hana með þér, ráðlegg ég þér að leggja stund á bænina í einrúmi og í guðsþjónustunni í samfélagi safnaðarins. Kirkjan býr yfir margs háttar gjöfum þér til handa. En engin þeirra kemur þér að haldi, nema þú iðkir bæn- ina og bjóðir Guði með þeim hætti velkominn inn í einrúm sálar þinnar. Samfélag kristinna manna er vettvangur kærleikans. Kærleik- urinn grær við uppsprettulindir bænarinnar. Þegar vel tekst til, er söfnuðurinn heimahagi elskunnar. I guðsþjónustu safnaðarins verð- um vér eitt í Kristi. Lokaorð Nú er rétt ár liðið frá því ég hóf að skrifa sunnudagshugvekjur hér í Morgunblaðinu. Hugvekja dagsins verður að sinni hin síðasta á þessum vettvangi úr minni hendi. Ég þakka fjölda les- enda margháttuð vinsamleg viðbrögð árið um kring. Það kom mér strax í upphafi þægilega fyrir sjónir, hve margir fylgdust með skrifum þessum og létu í ljós skoðanir sínar á því, sem hér fór fram. Ritstjórum og starfsmönn- um Morgunblaðsins þakka ég fyr- ir samvinnuna og óska þeim góðs á ókomnum tíma. Að viku liðinni rennur upp þriðja stórhátíð kirkjuársins, hvítasunnan, hátíð heilags anda, fæðingardagur kristinnar kirkju. Vel fer á því, að við ljúkum sam- skiptum í sama mund og þau hófust fyrir ári, lesandi minn góð- ur, á þeim miklu tímamótum i sögu allra manna, er kirkja Krists hóf feril sinn á jörðu. Ég árna þér heilla á hvítasunnunni. Sömuleiðis bið ég þér blessunar á sumri kom- anda. Hvernig sem ástatt er fyrir þér og þínum, fel ég þig almáttug- um Guði á vald, honum sem held- ur öllum hlutum í hendi sér. Lifðu heil(l). VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lögregluaðgerð VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég var stödd á bílnum mínum, Toyotu ‘97, við Austurberg 6, 8. apríl kl. 20 um kvöldið. Búið var að loka öllu alls staðar. Þar sem ég er kemur lögreglu- maður inn og spyr hver eigi þennan bíl og biður um skráningarvottorð. Hann segir að annar bíll á stæðinu sé með sama nú- mer og minn bíll. Ég taldi það ekki mitt mál þar sem ég var á nýjum bíl og hafði ekki kíkt í skráningarskír- teinið síðan bíllinn var keyptur. Lögregluþjónn- inn var einn á ferð og vildi hann taka númerin af bíln- um og gerði það en ég stóð eftir sem strandaglópur því ég bý í Grindavík. í vandræðum mínum hringdi ég í Toyota-um- boðið og talaði þar við indælan mann, Boga að nafni. Brá hann skjótt við og kom með annan bíl handa mér svo ég kæmist heim, og tók hinn bflinn niður í umboð svo hægt væri að skipta um númer daginn eftir. Mistökin voru hjá bifreiðaeftirlitinu en enginn hafði tekið eftir því. Ég vil senda þakklæti mitt til Boga hjá Toyota-um- boðinu fyrir frábæra og lipra þjónustu og spyr jafnframt hvort lögreglu- maður sem er einn á ferð megi framkvæma svona aðgerð, þurfa ekki tveir lögregluþjónar að vera saman í svona aðgerðum? Kristín. Af hverju Blönduós? ÉG hef ekkert á móti flóttamönnum sem koma hingað til landsins, en af hverju var Blönduós valinn fyrir flóttamennina sem koma frá Jógóslavíu? Það voru um 40 manns á at- vinnuleysisskrá fyrir Þekkir einhver mennina? ÞEKKIR einhver mennina á þessari mynd? Hún er tek- in af H(allgrími) Einarssyni á Ak- ureyri. Að öllum líkindum öðru hvoru megin við síðustu aldamót. Vinsamlegast hafið samband við: Svein Jónasson í síma 551-4139, á kvöldin. stuttu og er mikið atvinnu- leysi á Norðurlandi vestra. Fróðlegt væri að vita hvað á að bjóða flóttamönnun- um upp á í atvinnumálum. Margír staðir á landinu bjóða upp á meiri atvinn- umöguleika. Fjölmiðlar mættu athuga þetta mál betur. Norðlendingur. Raunveruleg skinka óskast BRESKUM ferðamönnum sem dvöldu hjá mér sl. sumar fannst íslenska skinkan sem ég bar á morgunverðarborðið bæði torkennfleg og bragðlaus. Þeir sögðust vanir skinku sem líktist þunnum kjöt- sneiðum og raunverulegt kjötbragð væri af. En það sem ég bar á borð fannst þeim líkjast soðnu, pressuðu mauki sem gæti í raun verið hvað sem er. Þegar þeir fóru með mér út að kaupa i matinn rák- ust þeir á það sem kallast raftaskinka, en verðið var 2-3 sinnum hærra en það sem kallast brauðskinka. Ekki þarf að taka fram að útlendingunum blöskraði verðið. Eftir þetta vaknaði hjá mér spuming sem fróð- legt væri að fá svör við frá þeim sem til þekkja: Hvað er það í raun og veru sem við erum að kaupa undir heitinu „skinka“? I sumum stórmörkuðum er til ódýr- ari skinka en hjá kaup- manninum á hominu, en hún er eins og vatnsblönd- uð og eftir því allt að þvi bragðlaus. Getur einhver upplýst einfaldan neytanda hvað það er í raun sem við erum að kaupa undir heit- inu „skinka"? Geta t.d. Neytendasamtökin upplýst umþað? Neytandi. Merki ITC- samtakanna HILMAR safnari, sem vantaði merki frá ITC- samtökunum, getur haft samband við Sigurbjörgu í síma 554 3774. Ánægð með forsetafrúna ÁSTA hafði samband við Velvakanda og vfldi hún lýsa yfir ánægju sinni með forsetafrúna. Segir hún það yndislegt hversu vel hún hafi náð sér eftir veik- indin og hversu fallega hún klæði sig. Það beri enginn skautbúninginn eins vel og hún, hún sé stolt okkar allra. Ásta. Sammála „Unglingi“ ÉG vil taka undir það sem „Unglingur“ skrifaði í Vel- vakanda þriðjudaginn 19. maí og er ég innilega sam- mála honum. Vil ég að unglingar fái góða umfjöll- un hjá fjölmiðlun sem öðr- um. Þriðji unglingurinn. VELVAKANDA barst eftirfarandi: „Varðandi skrif ,Áhuga- manneskju um bútasaum“ í Velvakanda 20. mai sl. vil ég taka fram að gífurleg ánægja var með sýninguna sem verslunin Virka hélt á bútasaumsteppum 20 kvenna. Vitað er að fólk kom allt að 3 sinnum til að sjá sýninguna. Það er auð- lesið að .Áhugamanneskja um bútasaum" hefúr ekki mikið vit á bútasaumi. F.h. Virku, Helgi Axelsson. Dýrahald Kettling vantar heimili 9 VIKNA kettlingur, svaitur og brúnn, kassa- vanur, óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 5873228. Kettlingar fást gefins KETTLINGAR, kassa- vanir, fást gefins. Upplýs- ingar í síma 568 7367. Kettlingar fást gefins Kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 586 1485. Víkverji skrifar... SÍÐASTA vika maímánaðar, sem í hönd fer, geymir ýmsa sögu- lega viðburði. Sauðárkrókur, sem nú hefur gengið í eina sæng með öðrum sveitarfélögum í fögrum Skagafirði (utan einu), fékk kaup- staðarréttindi 24. maí árið 1947. Sjálfstæðisflokkurinn, sem margir telja burðarásinn og kjölfestuna í íslenzkum stjórnmálum, var stofnaður 25. maí árið 1929 með samruna íhaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins. H-dagurinn, þegar þjóðin tók upp hægri akstur en lagði af vinstri akstur, bar upp á 26. maí árið 1968, er því tvítugur í vik- unni. Fyrsti biskup kristinna manna á Islandi, Isleifur Gissurarson (hins hvíta), var vígður 26. maí árið 1056, og sat sem slíkur til ársins 1080. Þetta _er því stór dagur í kristn- isögu íslendinga. - Orðið biskup er reyndar komið úr grísku og og merkir umsjónarmaður, hirðir. Þessir maídagar geyma og hin dapurlegu tíðindin. Hinn 29. maí árið 1947 flaug farþegaflugvél á Hestfjall í Héðinsfirði rneð hörmu- legum afleiðingum. Eggert Ólafs- son drukknaði 30. maí árið 1786. BLIKKBELJAN, svonefnd af mörgum, það er heimilisbíllinn okkar, minn og þinn, gegnir býsna stóru hlutverki sem samgöngutæki í víðfeðmu og strjálbýlu landi okkar. Samt sem áður þykir ýmsum við hæfi að gera lítið úr fyrirbærinu. Og stöku sérvitringur sér hinn illa með hom og hala í ökutækjum lands- manna. Bílar menga, segja menn, rétti- lega, og setja upp aðfinnslu- og spekingssvip. Sama gildir um fjölmargt, máski flest, í heimi nútímamannsins, ekki sízt fiski- skipaflotann og fiskibræðslumar, svo stór, séríslenzk fyrirbæri séu nefnd. Gott ef að mannldndin meng- ar ekki ein og sér, sem og fleiri teg- undir lífrfkisins, umhverfi sitt. Nú er gott og blessað að berjast gegn mengun. Og blikkbeljur fram- tíðarinnar nýta efalítið rafmagn og/eða lítt mengandi vetni. En mikil væri sú framför ef hver og einn mengunarmalandi einstaklingur gerði hreint fyrir eigin durum, á lóð- um og lendum, bæði fólk og fyrir- tæki; talaði í verkum - en sparaði orðin. xxx SKRIFANDI um blikkbeljur þá borga þær, eða eigendumir, drjúgt í landssjóðinn. Víkverji las stuttan pistil eftir Jónas Þór Stein- grímsson, framkvæmdastjóra Bíl- greinasambandsins. Þar segir að ríkið fái hvorki meira né minna en rúmar 25 milljarða króna á ári úr buddum bfleigenda, umfram þá skatta sem þeir og bfllausir borga með öðram hætti. Þessir 25 milljarðar króna, sem blikkbeljur mjólka í ríkissjóðinn, sundurliðast þannig: 1) Virðisauka- skattur og vöragjöld 8 milljarðar króna, 2) Skattar í verði benzíns 10 milljarðar króna og 3) bifreiðagjöld 2 milljarðar króna. Nú er spáð 20% aukningu í innflutningi nýrra bfla og sú viðbót ein og sér, sem í kjölf- ar fylgir, gefur ríkissjóði einn millj- arð tfl viðbótar í vöragjöldum og virðisaukaskatti, sem vonandi verð- ur nýtt í eitthvað gagnlegt en ekki í braðl. Veltan í kringum bílatryggingar, bflaviðgerðir og bílatengda þjón- ustu margs konar skilar einnig drjúgum peningi í rfldssjóðinn og sveitarsjóði. ÞAÐ SEGÐI vissulega til sín ef hin mjólkandi blikkbelja i lands- sjóðinn væri skorin niður við trog sérvizkunnar. Annað mál er að tekj- ur hins opinbera, sem koma beint frá bifreiðaeigendum og umferðinni, mætti nýta betur í þágu öryggis í umferðinni; í betri vegi og fyrir- byggjandi aðgerðir, kennslu og merkingar. Ennfremur til þess að tengja betur saman landshluta og atvinnusvæði. I því sambandi má nefna göng mflli Siglufjarðar (um Héðinsfjörð) og Ólafsfjarðar, sem era forsenda sameiningar sveit- arfélaga við utanverðan Eyjafjörð - og í Eyjafirði öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.