Morgunblaðið - 24.05.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1998 5 5^
FÓLK í FRÉTTUM
SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA
Stöð 2^12.25 Kærastínn er
kominn - My Boyfriend’s Back, (‘93).
Sjónvarpsmynd eftir leikarann Bob
Balaban, sem sjá má þessa dagana á
hvíta tjaldinu í nýjustu mynd Woody
Allens, Deconstructing Harry, í
Laugarásbíó. Maltin segir hana
gamansama mynd með tónlistarívafi,
yfir meðallagi.
Stöð 2 ► 14.15 Spike Lee er um
þessar mundir athyglisverðastur
Iþeldökkra leikstjóra, bandarískra.
Crooklyn, (‘94), fjallar um tónlistar-
mann sem berst í bökkum með sína
stóru fjölskyldu á áttunda áratugn-
um. 2. Er forvitnileg þjóð-
félagsádeila, vel leikin og gerð en
ekki með bestu myndum skáldsins.
Stöð 2^16.30 Hún lítur út fyrir
að vera forvitnileg, sjónvarpsmyndin
Rudy, (‘93), sem segir af unglings-
) pilti (Sean Astin), ekki miklum fyrir
| mann að sjá, sem ætlar sér í ruðn-
Iingslið í háskóla. Leikstjóri er David
Anspaugh, sá hinn sami og gerði
Hoosiers, ágæta íþróttamynd um
körfubolta með Dennis Hopper.
Ágætir leikarar koma einnig við
sögu hér; Ned Beatty, Robert
Prosky og Charles S. Dutton. Ebert
karlinn hefur komist í sólskinsskap
og gefur hvorki meira né minna en
★ ★★‘/2, og segir myndina heiðar-
lega og ekki klisjukennda - þrátt
fyrii- allt.
Sýn ► 21.00 Franska sambandið -
The French Connection, (‘75). Sjá
umfjöllun annars staðar á síðunni.
Stöð 2 21.00 Emma, (‘96), ★★★, er
enn ein kvikmyndagerð sögu eftir
bresku skáldkonuna Jane Austen.
Þessi bók var einnig kvikmynduð
fyrir skömmu í nútímabúningi undh'
nafninu Clueless. Hér er sögu-
þræðinum fylgt óbreyttum, um-
hverfið veröld aðalsmanna á Bret-
landseyjum á öndverðri síðustu öld.
Gwyneth Paltrow fer vel með titil-
hlutverk aðalsmeyjar sem gleymir
eigin tilfinningalífi í í linnulausri
hjónabandsráðgjöf. Með Gretu
Scacchi og Toni Collette (Muricl’s
Wedding).
Sjónvarpið ► 22.40 Fnimsýning
á sérlega foi’vitnilegri pólskri sjón-
varpsmynd, Töfrar tala - Urok
wszeteczny, (‘96). Fjallar um ungan
hugsjónamann sem drýgh' lág laun
fjölskyldunnar með því að taka að
sér aukavinnu. Gerist íhlaupamaður
hjá efnuðum eldri manni sem reynist
hommi, og hugsjónirnar týna töl-
unni. Leikstjórn í öruggum höndum
Zanussis.
Sýn ► 22.40 Eins og nafnið bendir
til er Franska sambandið 2 - The
French Connection 2, (‘75), framhald
klassíkurinnar sem sýnd er fyrr um
kvöldið. Hún stenst ekki samanburð
við forverann en er engu að síður
besta skemmtun og ein síðasta
myndin sem hinn gamalkunni leik-
stjóri, John Frankenheimer, lauk
með sóma. Gene Hackman fer sem
fyrr með hlutverk New York-lögg-
unnar „Popeye“ Doyle, sem nú er
komin til Marseilles til að hafa upp á
höfuðpaur glæpagengisins sem
myndin dregur nafn sitt af. Hann er
leikinn sem fyrr af Femando Rey og
hægri hönd hans af Bernard
Fresson. Popeye lendh' í vondum
málum, er handsamaður af óvinum
sínum, íylltur af dópi en brýst úr
haldi og undan eitrinu. Lokakaflinn,
þar sem hann eltist við fjendur sína
á tveimur jafnfljótum um hafnar-
hverfi Marseille, er frumlegur og vel
gerður. ★★14
Stöð 2 ► 23.25 Gamanmyndin
Mistækir mannræningjar - Ruthless
People, (‘86), fær ★★★ í Mynd-
bandahandbók okkar Arnaldar frá
‘91. Þar segjum við m.a.: „Danny De
Vito leikur eiginmann Bette Midler,
sem hann vill feiga. Telur sig lukk-
unnai- pamfíl er hún lendir í klóm
mislukkaðra mannræningja, sem eru
á hinn bóginn ekki jafn lánsamir. Yf-
irgengileg, en uppákomumar litríkar
og fyndnar. ★★★“.
Sæbjörn Valdimarsson
Löggan sem kennd
var við Stjána bláa
Sýn 21.00 Franska sambandið -
The French Connection, (‘71)
★ ★★★, er ein af bestu löggu-
og-bófamyndum allra tíma.
Byggð á sönnum atburðum í lífi
löggunnar „Popeye“ Doyle
(Gene Hackman), sem var fræg-
ur harðnagli í liði leynilöggna
New York-borgar. Hann komst
ásamt félaga sínum (Roy
Scheider) á snoðir um stórfellt
eiturlyfjasmygl frá Marseilles til
New York en missti höfuðpaur-
inn (Fernando Rey) útúr hönd-
unum á sér. Harðsoðinn löggu-
félagareyfari, hlaðinn spennu frá
upphafi til enda með hrikaleg-
asta bílaeltingaleik kvikmynda-
sögunnar. Það atriði og myndin
sjálf hefur verið fyrirmynd ótal
lakari mynda. Hackman er ynd-
islega grófur og ruddafenginn í
hlutverki Popeye og uppskar
Óskarsverðlaunin fyrir, og
myndin hlaut ein fern önnur.
M.a. sem besta mynd ársins og
leikstjórinn og handritshöfund-
urinn, William Friedkin og
Ernest Tidyman, riðu heldur
ekki tómhentir frá garði.
Ef þú hefur góðan smekk,
þá missir þú ekki af þessu..........
í dag er síðasti dagur glæsislegrar sýningar á
gleraugnaumgjörðum frá l.a.fzyeworks
Úrvalið er stórkostlegt og litirnir glæsilegir.
Komdu og sjáðu
Verslunin er opin frá
kl. 13:00-17:00,
léttar veitingar
- SJAÐU -
Laugaveg 40, sími 561 0075
*
www.mbl.is
BACK ROW OG
CONTEMPORARYGROUP
STANDA FYRIR
II
KVOLDSTUND MEÐ JERRY SEINFELD
s /
I HASKOLABIO
Nú býðst einstakt tækifæri til að sjá og heyra
hinn kunna skemmtikraft og sjónvarpsstjörnu
Jerry Seinfeld á sviði.
8. og 9. júlí, kl. 20.00 og 22.00
Mario Joyner, sem er vel kunnur
skemmtikraftur í Bandaríkjunum er í för með
Seinfeld og kemur hann einnig fram.
Miðasala í Háskólabíó frá 25. maí eftir kl.16.30
MISSIÐ EKKIAF EINSTOKU TÆKIFÆRI