Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra um málefni Lindar hf. Skynsamlegt að vísa málinu til saksóknara Þorkell EVGENÍA Ignatíeva, dúx Verzlunarskólans, ásamt stoltum foreldrum og systur. F.v. Nikolai Ignatíev, faðir Evgeníu, Lilia Ignatíeva, móðir hennar, Evgenía og Olga, systir hennar. Rússnesk stúlka dúx í Verzlunarskólanum DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra telur þá ákvörðun bankaráðs Landsbanka íslands að vísa málefn- um Lindar hf. til saksóknara skyn- samlega. „Hefði ég séð þessa skýrslu á þeim tíma, og hefði mátt ráða, hefði ég tekið slíka ákvörðun," sagði Davíð í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi. Hann sagðist ekki telja að staða Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra hefði breyst undanfarna daga, enda hefðu ekki komið fram nýjar upplýsingar varðandi hlut- deild hans í málefnum Lindar hf. Davíð sagðist undrast það að Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, skyldi segja frá innihaldi einkabréfs Dav- íðs til hans í grein í Morgunblaðinu I Morgunblaðið/Golli Guðbjörg Hermannsdóttir. Stúlkur frá Akur- eyri í efstu sætum GUÐBJÖRG Hermannsdóttir, 19 ára Akureyrarstúlka, var kjörin fegurðardrottning Is- lands á Broadway í gærkvöldi. í öðru sæti varð Áshildur Hlín Valtýsdóttir og var hún jafn- framt kjörin vinsælust af kepp- endum. Stúlkumar tvær sem urðu í efstu sætunum eru báð- ar 19 ára gamlar frá Akureyri og nemendur í Verkmennta- skólanum þar. I þriðja sæti varð Ungfrú Reykjavík, Lilja Karitas Lár- usdóttir, 19 ára nemandi í Verzlunarskóla íslands. Ljósmyndafyrirsæta keppn- innar var valin Eirún Steins- son, 19 ára Reykvíkingur, nem- andi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. gær og með því væri Sverrir að leggjast lágt, eins og hann komst að orði. í bréfinu kemur fram að Davíð hafði upplýsingar um það, í febrúar 1996, að tap Landsbankans vegna Lindar hf. væri áætlað 900 milljón- ir. „Ég vissi það auðvitað eins og allir aðrir, og það miklu fyrr, að tap af Lind var gríðarlega mikið,“ sagði Davíð. Upplýsingar sínar á þeim tíma um það hversu mikið tapið yrði, sagðist forsætisráðherra hafa haft eftir heimildarmanni „sem gat giskað á hvar þetta gæti endað.“ Davíð benti á að meginatriði þess máls sem nú væri rætt væri ekki það að tap hefði orðið, enda hefði öllum verið það ljóst, heldur hvort refsiverð háttsemi hefði verið fram- in í tengslum við það tap. Davíð staðfesti það sem fram hef- ur komið í máli Sverris Hermanns- sonar, að hann hefði ráðið Sverri að segja af sér bankastjórastöðunni í Landsbanka íslands. „Það höfðu tveir bankastjórar sagt af sér, og hverjum datt í hug, eins og málið var vaxið, að Sverrir Hermannsson hefði einn setið áfram sem banka- stjóri." Eins og sagt hefur verið frá í fjöl- miðlum hefur Sverrir sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum en Davíð sagð- ist vonast til að sú ákvörðun væri tímabundin og að hann gengi aftur til liðs við flokkinn. Á Stöð 2 kom fram að Sverrir hefði ekki útilokað framboð og hann hefur lýst harðri andstöðu við nú- verandi fiskveiðistjómunarkerfi. Davíð var í viðtalinu spurður hvort hann teidi sig hafa eignast pólitísk- an andstæðing í Sverri. Davíð sagð- ist ekki vita hvort svo væri, en benti á að kvótakerfinu hefði verið komið á af ríkisstjóminni sem sat 1983-1987. „Ég sat ekki í þeirri ríkisstjórn sem kom því kerfi á, en STAÐFESTING Hæstaréttar frá í fýrradag á þeim úrskurði héraðs- dóms að ákvörðun Lífeyrissjóðs sjó- manna frá 1994 um að skerða lífeyri þeirra sem hófu töku hans yngri en 65 ára hafi verið ólögmæt mun að öllum líkindum hafa í för með sér á annað hundrað milljóna króna út- gjöld fýrir Lífeyrissjóð sjómanna, að sögn framkvæmdastjóra sjóðs- ins, Árna Guðmundssonar. Árni segir niðurstöðuna hafa mik- il áhrif á sjóðinn, því jafnvel þó að málið sem úrskurðað var í nú hafi verið mál eins einstaklings, hafi um ég veit hins vegar um einn ráðherra sem sat í þeirri ríkisstjórn. Hann býr vestur á Einimel." Dagur og ríkisfjölmiðill kosn- ingasneplar R-Iistans í viðtalinu var fjallað um gagn- rýni forsætisráðherra á fréttaflutn- ing Ríkisútvarpsins af nýafstöðnum borgar- og sveitarstjórnarkosning- um og viðbrögð starfsmanna Ríkis- útvarpsins við henni. „Ég hef gam- an af því að menn sem eru í hlut- verki gagnrýnandans alla daga virð- ast ekki þola að minnst sé á störf þeirra," sagði Davíð meðal annars. „Það væri nú þokkalegt fyrir frétta- menn ef við stjórnmálamenn vær- um svona innréttaðir, það mætti ekki orðinu halla, það mætti ekki að okkur finna.“ Davíð benti á að þjóðin öll hefði fylgst með fréttaflutningi Ríkisút- varpsins af kosningunum og því væri varla þörf á að hann rökstyddi gagnrýni sína frekar. Hann nefndi þó að hann hefði fengið upplýsingar, meðal annars frá ráðherrum, um það með hvaða hætti fréttir hefðu verið meðhöndlaðar hjá Sjónvarp- inu, og að þær lýsingar væru ófagr- ar. Davíð sagðist telja að fréttamenn á Sjónvarpinu, sem þekktu til máls- ins, væru margir hverjir mjög ósáttir við það hvernig „þessi vakt- stjóri síðasta hálfan mánuð fyrir kosningarnar", eins og Davið sagði orðrétt, hafi staðið að málum. „Við getum ekkert sagt varðandi Dag, sem var bara kosningasnepill R- listans, en það er ekki hægt að breyta fyrirtæki í kosningasnepil R-listans, sem rekið er af almanna- fé, en það var gert,“ sagði forsætis- ráðherra ennfremur í viðtalinu á Stöð 2. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af forsætisráðherra í gærkvöldi. 180 sjóðfélagar verið í sömu eða svipuðum sporum og sá sem leitaði réttar síns og sjóðurinn hljóti að leiðrétta þeirra mál líka. „Reyndar voru skerðingarnar mismiklar eftir því hve gamlir menn voru en á sínum tíma slógum við á að þetta væru á annað hundrað milljónir króna. Það sem breyttist í Hæstarétti nú var að ríkið var sýkn- að en það var talið meðábyrgt í und- irrétti. Þannig að nú fáum við allan skellinn en ríkið sleppur, sem í raun ber ábyrgð á málinu frá upphafi, með lagasetningunni frá 1981 þegar ÁRANGUR Evgeníu Ignatíevu sem er dúx Verzlunarskóla fs- lands þykir einstakur. Hún fluttist hingað til lands ásamt foreldrum sínum og systur fyrir sex árum. Þá talaði hún ekki stakt orð í íslensku. Meðal verð- launa sem hún hlaut nú voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku en stúdents- einkunnir hennar í íslensku voru 10 og 9,5. Evgenía fékk 9,64 í aðalein- kunn. Hún hlaut auk verðlauna fyrir hæstu aðaleinkunn verð- laun fyrir bestan árangur í við- skiptagreinum, fyrir frábæran árangur í ensku, hæstu meðal- einkunn í erlendum tungumál- um í hagfræðideild, fyrir ein- stæðan árangur í sögu og í ís- lensku. Að sögn Evgeníu þótti henni frekar erfitt að flytjast hingað á sinum tíma án þess að kunna málið. „Ég gat ekki tjáð mig eins og Islendingar, gat ekki sextíu ára reglan var sett,“ segir Gísli. Aðspurður um hvenær þeir sjóð- félagar sem málið snertir geti átt von á leiðréttingum segir hann nið- urstöðuna svo nýtilkomna að enn hafi engar ákvarðanir verið teknar um tímasetningar. „En þetta er eitthvað sem þarf að ganga í sem íýrst. Stjóm sjóðsins á eftir að hitt- ast og ræða þessa niðurstöðu og taka endanlegar ákvarðanir en það hefur legið ljóst fyrir að þessi dóm- ur myndi hafa áhrif á þennan hóp,“ segir Ami. sagt það sem mér bjó í bijósti og get það jafnvel ekki enn þrátt fyrir að ég tali íslensku eins og Islendingur. Mér þykir líka enn auðveldara að mynda tengsl við Rússa.“ Það fylgja því blendnar til- finningar að ljúka Verzlunar- skólanum, segir Evgenía. „Mér finnst svo skemmtilegt að fást við margar námsgreinar en nú er komið að því að ég þarf að sérhæfa mig.“ Stefnan er sett á nám í viðskiptagreinum í Harvard háskóla í Bandaríkj- unum haustið 1999. í sumar verður hún í Rússlandi hjá ætt- ingjum sinum í Togliatti í Rússlandi. Foreldrar Evgeníu og systir komu til íslands til að vera við útskriftina en þau eru öll flutt til Rússlands. Evgenía er ekki að flytja frá íslandi fyrir fullt og allt á næstunni og það gæti jafnvel farið svo að hún dveldi hér næsta vetur. Eldsvoði við Fiskislóð ELDSVOÐI varð í fiskvinnslu- húsi fyrirtækjanna Sæborgai’ og Silfurborgar við Fiskislóð í Reykjavík seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík kom eldurinn upp í öskutunnum sem stóðu við húsvegg, gluggi brotnaði vegna hitans og eldur- inn barst inn um hann. Vegfarandi tilkynnti um brunann úr farsíma skömmu fyrir klukkan ellefu og var slökkviliðið komið á staðinn fjórum mínútum síðar. Um hálf- tíma tók að slökkva eldinn og skemmdir urðu minni en á horfðist. Staðfesting á skaðabotaskyldu Lífeyrissjóðs sjómanna Kostar sjóðinn á annað hundrað milljónir króna A® steun Þórey Edda gaf sjálfum sér góða stúdentsgjöf/Bl Kvennalandsliðið í knattspyrnu flækt í verkfallsaðgerðir/B4 Boltinn á Netinu SoJíÍ/JíJ J ■■ www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.