Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Árangur sameinaðra framboða
borinn saman við árangur 1994
Garðabær
1998
1994 |A 11,6%
Grindavík
19981
1994
J 40,7%
A 25,0%
Akureyri
1998
F 22,6%
1994 |A 11,7%
Akranes
Austur-Hérað
1998
1994Ly
1998
1994 |A 12,1%
á Egilsstöðum 1994
Borgarbyggð
1998
L 40,1%
1994 | A 17,8%
Dalvík
S 24,4%
1998 |
19941 i 24,9% ~~|
Austur-
1998
H 30,7%
Skaftafellss. 19941 l 29,2% j á Höfn í Hornafirði 1994
Arborg
1998
1994v
1,9% I á Selfossi 1994
Sandgerði
K 52,0%
1998 L
1994 [ K 48,6%
Firðir (Austum'ki)
1998
F 52,7%
1994 Nesk.st.:G 57,4% Eskifj.:A 18,6%, G 15,5% Reyðarfj.:G 30,5%
Ölfus
1998
Þ 28,5%
1994 | í 12,5%
Vopnafjörður
1998
1994 jH
G 25,5%
S 33,0%
Stykkis- 19981_________________
hólmur 19941 H l
Snæfellsbær
1998
S 26,4%
19941 A 21,6%
Skagafjörður
19981
S 19,4%
1994 |a 10,9%
f§ áSauðárkróki 1994
Siglufjörður
1998
1994
Seyðisfjörður
1998
1994
Reykjanes- 1998
bær 1994
Mosfellsbær
1998
Kópavogur
ísafjarðarbær
Húsavík
1994 |A 9.1%
1998
1994 | A 16,0%
1998
1994 [ A 18,3%
1998
1994| A 14,3%
Bolungarvík
1998
R 46,6%
1994 |A 11,7% j
Vestmanna- 1998
eyjar 1994
V 41,1%
Seltjarnarnes
Reykjavík
Ólafsfjörður
Vesturbyggð
1998
S 39,2%
19941 A 18,3%
Félagshyggjufram-
boð og niðurstöður
kosninga 1994
Á MEÐFYLGJANDI töflu eru
teknar saman kjörtölur sam-
eiginlegra félagshyggjufram-
boða í sveitarfélögum landsins
og þær bornar saman við at-
kvæðatölur flokkanna sem að
framboðunum standa í kosn-
ingunum 1994.
I sumum sveitarfélaganna er
ekki um fyllilega sambærilegar
tölur að ræða vegna samein-
ingar sveitarfélaga frá kosn-
ingunum 1994.
Til samanburðar við at-
kvæðatölur framboðsins í Aust-
ur-Héraði eru atkvæðatölur á
Egilsstöðum 1994. Til saman-
burðar við A-Skaftafellssýslu
eru atkvæðatölur frá Höfn í
Hornafirði 1994, tölur úr Nes-
kaupstað, Eskifirði og Reyðar-
fírði eru bornar saman við
gengi félagshyggjuframboðs-
ins í sameinuðu sveitarfélagi á
fjörðunum. Á sama hátt er Ár-
borg borin saman við Selfoss
og Skagafjörður við Sauðár-
krók.
FRÉTTIR
AKRAR í Kambódíu eru víða enn með jarðsprengjum og hafa margir örkumlast
eftir að þeir stigu á sprengjur.
Guðbjörg Pálsdóttir kennari eftir ferð sína til Kambódíu
Nauðsynlegt að skoða
heiminn í heild sinni
.. Morgunblaðið/ Anna M.Þ. Ólafsdóttir
GUÐBJORG Pálsdóttir á námskeiði með kennurum í Kambódíu.
JARÐSPRENGJUR, Kambó-
día, stríð, ónothæfir akrar og
limlest fólk kemur ekki fyrst
upp í hugann þegar námskeið
fyrir kennara í grunnskólum og
framhaldsskólum eru annars vegar.
Pað er þó engu að síður umfjöllun-
arefni á námskeiðum sem Guðbjörg
Pálsdóttir, kennari í Háteigsskóla,
kemur til með að annast. Heldur
hún námskeiðin í ágúst, annars veg-
ar fyrir grunnskólakennara á veg-
um endurmenntunardeildar Kenn-
araháskóla Islands og hins vegar
fyrir framhaldsskólakennara á veg-
um Endurmenntunarstofnunar Há-
skóla Islands.
En í hvaða samhengi setur hún
þessi fjarlægu efni þegar íslenskt
skólakerfi er annars vegar?
„Mér finnst nauðsynlegt að við
hér á Islandi skoðum heiminn í
heild sinni og það hvernig allir bera
ábyrgð. Kambódía er dæmi um fjar-
lægt land en þar hefur ríkt stríð í 30
ár og allt starf þjóðfélagsins hefur
verið lamað og þarfnast uppbygg-
ingar. Það starfar meðal annars af
jarðsprengjum sem lagðar hafa ver-
ið í slíku magni að það er erfitt að
forðast þær og gera þær mönnum
erfitt fyrir um að nýta akra, byggja
hús og slíkt.
Skólar hafa ekki starfað um ára-
bil og þess vegna hafa ekki útskrif-
ast stúdentar og háskólar eru nafn-
ið eitt. Margir hafa dáið eða slasast
í stríðsátökunum og margir eru ör-
kumla eftir að hafa stigið á jarð-
sprengjur. Þjóðin þarfnast marg-
háttaðrar aðstoðar til að rétta sig
við og geta orðið starfhæf á ný.“
Koma okkur við þótt
fjarlægir séu
„Þessir hlutir koma okkur við
þótt fjarlægir séu. Heimurinn er að
skreppa saman og við þurfurn að
skyggnast á bak við þá atburði sem
leiða til svona stríðsástands. Þar
koma aðrar þjóðir við sögu, bæði
þær sem eiga í stríði, þær sem út-
vega stríðandi aðilum vopn og
þannig mætti lengi telja. Það getur
skipt máli í framtíðinni að við ger-
um okkur grein fyrir þessu sam-
hengi öllu og þess vegna koma þess-
ir hlutir okkur við. Og það er líka
svo í þessum löndum að það er ekki
nóg að menn hafi húsnæði, vegi,
skóla og annað sem þjóðfélagið
byggist uppá ef þegnunum er gert
ókleift að nýta þessi gæði. Þess
vegna er líka nauðsynlegt að
skyggnast bak við atburðina og
reyna að greina þá,“ segir Guðbjörg
en hún átti þess kost að ferðast til
Kambódíu um síðustu páska til að
kynna sér þessi efni sérstaklega.
Námsgagnastofnun gaf út bókina
Heimshorna á milli - þróunarlönd
eftir Þórdísi Sigurðardóttur árið
1996. Guðbjörg vann ásamt Þórdísi
verkefnabók fyrir 8.-10. bekk við þá
bók.
Guðbjörg bendir á að atburðir,
átök, deilur og annað sem hefur
áhrif á samskipti þjóða geti alltaf
komið upp. Hún minnir einnig á
þátttöku Islands í varnarbandalagi
og að nauðsynlegt sé að í skólakerf-
inu sé gerð grein fyrir samhengi í
samskiptum þjóða nánast um allan
hnöttinn því nánast alls staðar geti
einhver áhrif þeirra komið fram.
Þetta eigi ekki síður við um umfjöll-
un um umhverfismál sem séu vax-
andi í skólum. En í hvaða náms-
greinum eru þessi efni kennd?
Kemur við sögu í
mörgum námsgreinum
„Það er kannski vandamálið að
skólakerfíð gerir ekki ráð fyrir sér-
stökum tímum fyrir umhverfismál,
þróunarmál, stöðu norðurs og suð-
urs og svo mætti lengi telja. Þessi
efni snerta hins vegar mjög margar
námsgreinar, bæði samfélagsgrein-
ar og raungreinar. Kennarar taka
upp þessa málaflokka í húmanísku
fögunum og það eru oft tækifæri til
að ræða þá á opnum dögum, þema-
vikum og slíku starfi sem flestir
skólar bjóða uppá á hverjum vetri.
Þessi efni koma víða fyrir og gera
þarf ráð fyrir þeim í námskrá og
gera ráð fyrir heildstæðri kennslu
þessara málaflokka.“
Eiga umhverfismál og þróunar-
mál erindi við grunnskólanema?
„Já, þau eru hluti af þessu stóra
samhengi sem við búum við og ég
verð æ meira vör við áhuga bæði
barna og unglinga fyrir þessum efn-
um. Þau vita ýmislegt sjálf, hafa
farið víðar, hafa átt samskipti við
fólk frá fjarlægum slóðum og nú eru
oft nýbúar í bekkjardeildunum. Allt
þetta ýtir undir að við tökum þessi
mál skipulega upp.“
Þegar er byrjað að bóka á nám-
skeiðin áðurnefndu sem haldin
verða í ágúst. En í lokin er rétt að
spyrja Guðbjörgu hver ástæðan hafi
verið fyrir för hennar til Kambódíu?
Safnaði efni fyrir
kennaranámskeið
„Það kom þannig til að Hjálpar-
stofnun kirkjunnar bauðst að senda
fulltrúa með hjálparstofnun dönsku
kirkjunnar í námsferð til Kambódíu
og var markmiðið annars vegar að
kynna sér jarðsprengjur og áhrif
þeirra á fólkið og lífið í landinu og
hins vegar almennt ástandið þar.
Mér bauðst að fara í þessa ferð og
styrkur fékkst frá Kennarasam-
bandi íslands, Hinu íslenska kenn-
arafélagi og menntamálaráðuneyt-
inu og auk þess var Anna Margrjet
Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálpar-
stofnunar, með í för.
Markrnið ferðarinnar hjá mér var
að safna efni til að geta haldið þessi
námskeið fyrir kennara og til að
nýta sjálf í kennslunni. Á námskeið-
unum mun ég einkum segja frá því
sem ég fræddist um í ferðinni og
setja fram hugmyndir um hvernig
taka má þessi efni fyrir í skólunum.
Einnig munu koma gestafyrirlesar-
ar á námskeiðið fyrir framhalds-
skólakennara," segir Guðbjörg
Pálsdóttir að lokum.