Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Afmælishátíð á Laugalandi Morgunblaðið/Silli í KYNNINGUNNI sýndu menn sig meðal annars utan á húsi. Sjötíu ára afmælis Slysa- varnafélags- ins minnst Húsavík - Kvennadeild Slysa- vamafélagsins og björgunar- sveitin Garðar á Húsavík minntust á veglegan hátt 70 ára afmælis Slysavarnafélags- ins með kynningu og sýningu á starfsemi félaganna. Þar var sýndur tækjabúnað- ur björgunarsveitarinnar og notkun fluglínutækja, sig utan á húsi og köfun. Einnig voru bornar fram veitingar í húsi fé- laganna, Nausti. Kvennadeildin, en formaður hennar er Hrönn Káradóttir, minntist 60 ára afmælis á síð- asta ári en björgunarsveitin Garðar, formaður Jón Fr. Ein- arsson, heldur upp á 40 ára af- mæli á næsta ári. Segja má að Garðar sé afkvæmi kvenna- deildarinnar, en gott samstarf hefur verið milli þessara félaga þótt þau starfi hvort í sínu lagi. Hellu - Við lok nýliðins skólaárs var fjörutíu ára starfsafmælis Laugalandsskóla í Holtum minnst með veglegum hátíðahöldum í skól- anum. I tilefni afmælisins var hald- in sýning á verkum, starfí og námi nemenda auk þess sem verk tólf listamanna, sem allir hafa stundað nám í Laugalandsskóla, voru til sýnis. Skólanum bárust margar gjafir og kveðjur, m.a. tölvubúnað- ur og myndbandstökuvél. Að skólanum á Laugalandi standa sveitarfélögin milli Þjórsár og Ytri-Rangár, Ásahreppur og Holta- og Landsveit. Upphaf skólasetursins má rekja til Ung- mennafélagsins Ingólfs í Holta- hreppi sem formlega var stofnað 2. ágúst 1908. Félag þetta kom víða við í félags-, íþrótta-, ræktun- ar- og menningarmálum byggðar- lagsins. Meðal fyrstu verkefna var að gera sundlaug sem hlaðin var úr torflmausum og í var veitt vatni úr Nefsholtslaugum. Þessi frum- stæða torfsundlaug var notuð til kennslu og sundiðkana um langan aldur, en árið 1936 var byggð ný laug úr steinsteypu. Hún var 7 x 15 metrar að stærð og var í notk- un fram til 1993. Eftir að nýja sundlaugin komst í gagnið hófst umræða hjá ungmennafélögum og ýmsum fleirum um að æskilegt væri að reisa einnig samkomuhús á staðnum. Réðst Holtahreppur í samvinnu við Umf. Ingólf og Kvenfélagið Einingu með styrk frá Iþróttasjóði í byggingu þess og var það fullgert 1946. Þótti að því mikil framför, en í því var 9 x 13 metra salur og stórt leiksvið. Undir sviðinu var komið fyrir bún- ingsklefum og steypiböðum fyrir sundlaugargesti. Þetta hús var síðan um langan aldur notað sem samkomuhús og félagsheimili fyr- ir íbúa Holtahrepps og fleiri og síðar einnig sem leikfimihús eftir að skóli var settur á Laugalandi. Eftir miðja öldina voru að renna upp nýir tímar í skólamálum víða um land, heimavistarskólar voru að koma til sögunnar. Ráðamenn í hreppunum milli fljótanna hófu viðræður um sameiginlegan heimavistarskóla, gengið var til samninga og skólanum valinn staður á Laugalandi. Árið 1957 var ráðist í byggingu skólahúss en fyrsta skólasetning var 9. desem- ber 1958. Fyrst um sinn var 10 til 14 ára nemendum kennt til skiptis í tveim deildum, eldri og yngri og voru um 20-30 nemendur í hvorri deild. Heimavistarskóli starfaði sem slíkur í 10 ár, en fljótt kom í ljós að húsið var of lítið fyrir starf- semina sem fór vaxandi með hverju árinu. Þá var víða farið að draga úr heimavistarhaldi og í stað þess efldur skólaakstur í dreifbýli. Nýjar stórframkvæmdir Gamla samkomuhúsið á Lauga- landi fullnægði ekki kröfum tím- ans um aðstöðu til leikfimikennslu og annarra íþróttaiðkana og sama mátti segja um sundlaugina sem var orðin gömul og þótti of lítil. Samþykkti skólanefndin árið 1977 að stefna bæri að því að reisa ný íþróttamannvirki við skólann. Framkvæmdir hófust 1981, hluti var tekinn í notkun 1983, íþrótta- salur 27 x 15 metrar komst í gagn- ið 1987 og ný sundlaug 1994. Grunnskólinn á Laugalandi er nú svo vel búinn að húsnæði og allri aðstöðu að til fyrirmyndar má telja. Á það jafnt við um bóklegar og verklegar greinar sem og íþróttir. Þá er í skólanum mötu- neyti, kennaraíbúðir og fjöldi sala til fundar- og félagsstarfa auk samkomuhalds. Sl. vetur voru 79 nemendur í skólanum, 10 kennar- ar auk Sigurjóns Bjarnasonar skólastjóra, fjölda starfsmanna, bflstjóra og skólanefndarmanna. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir VÆNTANLEGIR nemendur skólans, börnin á leikskólanum á Laugalandi, færðu skólanum táknræna gjöf, eina trjáplöntu frá hverju barni. r TL L « wm • i ® So Morgunblaðið/Sig. Fannar BRAUTSKRÁÐIR nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands á vorönn 1998. Fjölbrautaskóli Suðurlands 100 nem- endur brautskráð- ust í vor Selfossi -100 nemendur braut- skráðust í vor frá Fjölbrauta- skóla Suðurlands, þar af 63 stúd- entar. 21 nemandi brautskráðist af tveimur brautum. Brautskráningin fór vel fram og að vanda var það kór skólans undir sljórn Jóns Inga Sigur- mundssonar sem skemmti gest- PÉTUR Runólfsson, stúdent af eðlisfræðibraut og náttúru- fræðibraut, náði bestum heild- arárangri stúdenta. um með söng sínum. Flestir út- skrifuðust af náttúrufræðibraut eða alls 19 nemendur, viðskipta- braut og félagsfræðibrautir koma næst á eftir. Bestum heild- arárangri náði Pétur Runólfsson, stúdent af eðlisfræðibraut og náttúrufræðibraut. Pétur fer nú í sumar í fjórða sinn til keppni í stærðfræði erlendis fyrir hönd íslands. Alls hófu 612 nám í dagskóla, 60 í öldungadeild og 27 skráðu sig til náms á Litla-Hrauni, ekki luku allir prófum en affóll voru samkvæmt venju. Það kom fram í máli Örlygs Karlssonar aðstoð- arskólameistara að í vor lauk 34. starfsönn skólans. Örlygur sagði að skólinn yrði 17 ára í haust, búinn að slíta barnsskón- um og bráðum fengi hann bíl- próf. Anægðir kennar- ar, góður skóli Hornafirði - Kennarar í Nesja- skóla í Hornafirði hafa í maímán- uði undirbúið námsferð til Banda- ríkjanna nú eftir skólaslit. Alls fara 11 kennarar í þessa ferð og er tilgangurinn að kynna sér kennsluhætti fyrir yngri börn. Ekki hefur verið mikið um að kennarar frá Hornafirði fari í starfsferðir, en að sögn kennara í Nesjaskóla eru Bandaríkjamenn framarlega í kennslu raungreina og stærðfræði og alltaf gott fyrir kennara að fara og kynna sér aðra skóla og kennsluhætti. Hyggjast þeir safna að sér náms- efni fyrir Nesjaskólann, svo sem bókum og öðru slíku. Að auki munu þeir kynna hvað Island hef- ur upp á að bjóða og þá aðallega Hornafjörður. Bæjarsjóður Homaljarðar og Vonarsjóður styrkja kennarana til fararinnar. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir GLAÐIR nemendur Nesjaskóla í Hornafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.