Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 21 ERLENT Morðið á Palme óleysan- legt? LITLAR líkur þykja á, að nokkru sinni takist að leysa morðið á Olof Plme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, eftir að hæstiréttur landsins hafnaði kröfu saksóknara um að Christer Pettersson yrði ákærður aftur. Telja sænskh- fjölmiðlar að málið allt sé mikill álitshnekkir fyrir réttarkerfíð í landinu. í Svíþjóð er unnt að ákæra fyrir morð í allt að aldar- fjórðung eftir að glæpurinn var framinn og lögreglan ætlar að halda áfram leit sinni að morð- ingjanum. Aftonbladet sagði hins vegar, að líklega væri sannleikurinn sá, að aldrei yrði neinn dæmdur fyrir morðið á Palme. Goldwater látinn BARRY Gold- water, fyrr- verandi öld- ungadeildar- þingmaður fyrir Arizona og af mörgum kallaður faðir hinnar nýju hægristefnu í Repúblikana- flokknum bandaríska, lést í gær 89 ára að aldri. Goldwater var frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum 1964 og tókst þá á við Lyndon B. John- son. Beið hann mikinn ósigur, sigraði aðeins í sex ríkjum, Arizona og fímm suðurríkjum. Hugmyndir hans um minni rík- isumsvif sigruðu hins vegar með Ronald Reagan 1980. Börn varin fyrir auglýs- ingum ÞÝSK þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu, að vernda þurfi börn fyrir auglýsingaflóð- inu, sem að þeim er beint. Hvetur hún fjölmiðla og aug- lýsingaiðnaðinn til að setja ákveðna staðla um auglýsingar af þessu tagi og bendir á, að nú reyni sumir fjölmiðlar að snið- ganga gildandi lög um þetta efni. Til dæmis sé brotið bann við auglýsingum í barnaþáttum með því að kalla þá „fjölskyldu- þætti“. Varað við þenslu í Finnlandi HÆTTAN á þenslu í fínnsku efnahagslífi jókst í gær þegar birtar voru tölur, sem sýndu, að hagvöxturinn á síðasta ári eða frá mars til mars hafði ver- ið 8%. Var hann sérstaklega mikill í byggingariðnaði eins og sést á því, að íbúðabygging- ar jukust hvorki meira né minna en um 48% á fyrsta árs- fjórðungi miðað við sama tíma fyrir ári. Vegna væntanlegs myntbandalags og minni hag- vaxtar í Þýskalandi og Frakk- landi getur fínnski seðlabank- inn ekki brugðist við með vaxtahækkun. Viðbrögðin verða því að felast í auknu að- haldi í ríkisfjármálum. Goldwater Uppistand vegna mengunar af völdum kjarnorkuúrgangs í Þýzkalandi Ráðherra í vanda Bonn. Reuters. ANGELA Merkel, umhverfismála- ráðherra Þýzkalands, gaf í gær fyr- irmæli um nýja athugun eftir nýjar fregnir um að geislavirk efni hafí lekið úr farmi af kjarnorkuúrgangi. Þýzkir fjölmiðlar hafa að undan- fórnu greint frá mengun af völdum úrgangs í Þýzkalandi, og varðar málið flutning úrgangs frá orkuver- um til endurvinnslustöðva og aftur til baka til geymslu í Þýzkalandi. Stjórnarandstaðan reyndi fyrr í vikunni að fá samþykkt vantraust á Merkel vegna mengunarmálsins, en hún slapp með skrekkinn. Hún hafði fullyrt að ráðuneyti hennar hefði engar skýrslur fengið um mengun af völdum flutnings á úr- gangi í Þýzkalandi, en tímaritið Der Spiegel segir í gi’ein, sem enn er óbirt, að Alþjóða kjarnorkumála- stofnunin í Vín hafí gefíð þýzka um- hverfisráðuneytinu upplýsingar um mengaða farma þegar árið 1985. Grænfriðungar lokuðu í gær leiðinni að kjarnorkuverinu í Brunsbuettel í Þýzkalandi með gámi og á borðum sem grænfriðungar settu upp mátti lesá: Engin lausn! Geislavirkni. Þú ert búin að vera! Reuters ÞE6A R ■ STÆRÐir ■ SKI PTI r ■ r 1Á l .1 NÝ 0G STÆRRI 204 STK. PAKKNING KEMUR Á MARKAÐ 1. JONÍ . NicotmellMint 2 '«9 nicotin. 204 tyggcgummi TAKTU Á TÓBAKINU m wgBRmBUHmm, VwMMS* TYGGÐU NICOTINELL Nicotinell tyggigúmm! er lyt sem er notað sem hjálparefni til þess að hætta reykingum. Aðeins má nota lyfið ef reykingum er hatt. Pað inniheldur nikótfn sem losnar úr því þegar tuggíð er, frásogast f munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki f einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en I 1 ár. Nicotinell fæst með ávaxta- og piparmyntubragði og I 2 styrkleikum, 2 mg og 4 mg. Nikótfnið I Nicotinell getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, hðfuðverk, ógleði og hiksta. Einnig ertingu I meltingarfærum. Bðrn yngri en 15 ára mega ekki nota Nlcotinell tyggigúmml án samráðs við lækni. Barnshafandi konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota nikðtfnlyf. Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota Nicotinell án þess að ráðfæra sig við lækni. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á fylgiseðli sem fylgir lyfinu. Varúð - Geyma skal lyfið þar sem börn ná ekki till

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.