Morgunblaðið - 30.05.1998, Page 26

Morgunblaðið - 30.05.1998, Page 26
26 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VESPAN Sniðug til að snattast á A suðlægum slóðum eru létt bifhjól eitt al- gengasta vélknúna farartækið fyrir utan bíla. Hildur Einarsdóttir fjallar um þessi farartæki sem eru til margra hluta nyt- samleg, en meðal annars er hægt að flytja á þeim heilu búslóðirnar. Ljósmynd/Hildur Einarsdóttir VESPURNAR á ítaliu eru geymdar á öruggum stað í nágrenni við heilaga guðsmóður. FYRIR rúmum fimmtíu ár- um setti ítalska fyrirtækið Pontedera á markaðinn mótorhjól sem hlaut fram- leiðsluheitið Vespa. Hönnun þess var á margan hátt sérkennileg. Líktist það hvorki reiðhjóli, hlaupahjóli, mótorhjóli, bíl né geitungi, þótt það héti í höfuðið á því skorkvikindi en var undarlegt sambland af þessu öllu hvað varðaði útlit, hljóð og eig- inleika. ítalir höfðu farið illa út úr seinni heimsstyrjöki- inni og var hjólið hann- að með fátæka alþýð- una í huga sem ekki hafði efni á að kaupa sér bíl. Þessi tegund bifhjóla er enn eitt algengasta velknúna farartækið á Ítalíu og víðar í Evrópu. Hin síðari ár hefur orðið gííúrleg sölu- aukning á bifhjólum í Evrópu og Bandaríkj- unum. Það sem hefur breyst er að fram- leiðsluheitin eru fleiri og mörg þeirra bera japönsk nöfn eins og Suzuki eða Yamaha. Japanir hafa verið fyrirferðarmiklir á þessum markaði enda salan mikil í Asíu. Þótt framleiðendurnir séu orðnir fleiri þá höfum við hér á íslandi enn tilhneigingu til að kalla létt bifhjól vespur. A ensku er þessi tegund hjóla nefnd „scooters" og hafa sumir hér viljað kalla þau skutlur. Almenna notkun hér á landi á tegundarheitinu vespa má rekja tO þess að hingað voru fluttar inn nokkrar uppruna- legar Vespur á sjötta áratugnum. Hjólið náði þó aldrei almennum vin- sældum. Það voru helst nokkrir sérvitringar sem festu kaup á þessum far- artækjum. Sáust þeir bruna um berhöfðaðir með skjalatöskurnar á „Fólk kemur til mín til að spyrjast, fyrir um gripinn," segir Jór- unn Kjartansdóttir, húsmóðir og amma í Grafarvoginum. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Asdís MÓTORSENDLAR hafa tekið vespuna í sína þjónustu. fótstiginu. Á köldum dögum lögðu þeir ullarteppi yfir fæturna til þess að þeim yrði síður kalt. Léttum bifhjólum fjölgaði aftur á götum Reykjavíkur síðastliðið sum- ar. Ástæðan er einkum sú að fyrir- tækið Mótorsendlai- sem tekur að sér að fara erinda fyrirtækja og stofnana notar þau í sendiferðum. En nú eru menn ekki berhöfðaðir lengur heldur eru allir með hjálma. Innflytjendur hér á landi greina aukinn áhugi á léttum bifhjólum en til að mega aka þeim dugir bílpróf og svo auðvitað skellinöðrupróf fyrir þá sem eru orðnir fimmtán ára. Þeir segja að enn sé það miðaldra fólk sem sé í meirihluta kaupenda. „Þótt töffurunum finnist hjólin að mörgu leyti sniðug þá er viðkvæðið hjá þeim: „Ég get ekki látið sjá mig á svona hjóli,“ segir Ingvar Bjamason hjá Merkúr, sem flytur inn hjól frá japanska fyrii-tækinu Yamaha. „Einn og einn töffari kaupir sér þó svona hjól. Erlendis er aðal mark- hópurinn ungt fólk. Það sést á bæk- lingum frá framleiðendum.“ Sparneytin og viðhald auðvelt Hvað er annars svona sniðugt við skutlurnar? Af hverju völdu til dæm- is Mótorsendlar þetta farartæki þeg- ar þeir stofnuðu Mótorsendla? Við spurðum Mumma sem vann að stofn- un fyrirtækisins þessarar spurning- ar. „Við fengum tvo mótorhausa til að kanna hvaða mótorhjól væru hent- ugust fyrir okkar rekstur og þessi hjól urðu fyrir valinu. Þau eru mjög sparneytin, eyða ekki nema 2-3 lítr- um á hundraði. Öll uppbygging hjólsins er einfóld. Það er til dæmis ekkert tölvustýringardót í þeim sem gerir það að verkum að hjóhn bila síður og viðhaldið er auðvelt. Þau eru á breiðum dekkjum svo slitflöt- urinn er stærri, dekkin endast því betur,“ segir Mummi. Kristinn Sveinsson hjá Suzuki um- boðinu tekur undir þessar röksemdir og segist vita af heimilisföður í Hafn- arfirði sem fari til vinnu sinnar í Reykjavík á skutlunni hvern einasta dag, allan ársins hring. „Hann fyllir tankinn fyrir tvö hundruð krónur og dugir bensínið út alla vikuna og sparar hann sér því umtalsverðar fjárhæðir.“ Þegar Vespan var sett á markað í fyrsta sinn var henni ætlað að þjóna Hvað dreymdi þig í nótt? DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson DRAUMSINS Hulda dylur hug. um ráðahag eða ráðleysi fylgi sinnuleysi og skil skyldra (þegar þú leist við var allt farið burt) nema tekið sé í taumana, en draumurinn er þér til aðstoðar að afstýra þeirri óáran. Draumur „Rauðbleikr- ar sólar“ Mér fannst ég liggja á stokk úti í móa og horfa á borgina úr fjarska. Allt í einu lýsist him- inninn upp með svo björtu ijósi að ég blindast um tíma. Síðan finn ég hvemig líkami minn funhitnar Tíminn líður trúðu mér taktu vara á sjálfum þér heimurinn er sem hálagler hugðu að því sem eftirfer. (Kristjln Frímann Gíslason) í NÝAFSTÖÐNUM kosningum voru oddvitar R- og D-hsta spurðir af fréttamanni á kjördag um drauma þeirra nóttina áður. Ingi- björg Sólrún svaraði að sig hefði ekki dreymt um nóttina en sagði að þegar hún fékk sér lúr á kjör- dag hefði sig dreymt mikið. Ámi sagðist sofa vel og minntist ekki drauma sinna. Hvað dreymdi þig í nótt er mjög persónuleg spuming ef grannt er skoðað því draumar geta afhjúpað kjama mannsins þeim sem draumfróður er og glöggur á fólk. Draumar eru per- sónuleg reynsla, þeir birta eðh mannsins, afhjúpa vankanta hans og veikleika en opinbera einnig bestu eiginleika viðkomandi og getu th góðra verka, þessa þætti vill hver og einn væntanlega hafa fyrir sig en geta miðlað öðrum af þörf og löngun. Draumar geta því verið vopn í pólitískri baráttu, beittir sem tunga í persónulegu llfi og til ills í meðförum óprúttinna spekinga sem eira engu nema eig- in hag. En sem persónuleg reynsla geta draumamir stutt dreymand- ann í réttum ákvörðunum, hjálpað honum að greina kjamann frá hisminu, lýst upp veg hans og vak- ið honum sýn til framtíðar á þær væntingar sem dagurinn í dag blundar um. Hann getur greitt genginn veg til skilnings á teknum ákvörðunum og svipt hulunni af röngum gerðum á grýttri leið mannsins tii manns. Hvað þig dreymdi í nótt er því spurning sem ekki er sjálfsagt að svara hveijum sem er þó saklaust sé spurt, því draumurinn frá í nótt getur varðað heill dreymandans og framtíð þar sem spumig um skilgreiningu, for- gangsröðun og skynsamlega sam- vinnu ytri og innri afla býður þess að vel sofinn maður vakni til með- vitundar og sé vel vakandi um þann vilja sem í draumi hans felst. „Nólý“ sendir draum Eg hafði fengið tvær hárauðar blússur í afmælisgjöf frá dóttur minni, ég fór í aðra þeirra og fannst þá vera með þrjá banana í hægri hendi. Einhver kona kom, tók einn bananann, kreisti hann svo hann spýttist yfir blússuna svo hún var ónýt. Þá fór ég í hina blússuna og einhver maður kom, tók bananana og ætlaði að gera sama og konan en honum tókst bara að setja tvo bletti á blússuna, þá tók ég bananana og sprautaði úr þeim út um gluggann, þegar ég leit við var allt farið í burt. Ráðning Draumurinn er hlaðinn táknum frjósemi (blússurnar og banan- arnir) en innihald hans gefur í skyn að sú frjósemi fari á ein- hvern hátt forgörðum (bananinn skemmdi blússuna) eða sá undir- búningur sem lagður er í ákveðið mál skili sér ekki (banananum sprautað út um gluggann). Draumurinn gefur í skyn að þess- þannig að sárs- aukinn er óbæri- legur, einhvers konar bruni en þó sá ekki á líkama mínum. Þá átta ég mig á því að ég var að upplifa kj arnorkusprengingu og að ég muni kafna af eiturgufum. Mér leið vel og fannst þetta ekki slæm- ur dauðdagi þangað til ég áttaði mig á að ég var hætt að anda. Þá rumskaði ég en síðan finnst mér ég enn á stokkinum og himinninn orðinn ljósblár og allt fullt af rauðbleikum sólum, misstórum en allar bjartar og svifu um rólega og mér leið vel og virtist búin að ná mér. Ráðning Við fyrstu sýn gæti draumurinn virst sem eins konar framtíðarsýn eða mynd af þeim hugsanlega möguleika sem vofði yfir á tímum kalda stríðsins en sú einföldun er drauminum ekki þóknanleg. Hann snýst um þig (horfði á borgina úr fjarska) og þínar tilfinningar (fun- hitnaði) sem blossa upp (kjarn- orkusprengjan) án sýnilegs tilefn- is (að því er virðist) en sem verð- ur stórmál í þínum augum og rumskar verulega við þér og þín- um tilfinningum, svo rækilega að þér er sem snúið á hvolf og það sem var gott og gilt fykur út í veður og vind en við tekur nýtt skeið. Hvort þessi umbylting tengist ástamálum skal ósagt látið en sólirnar vísa til mikillar ham- ingju og liturinn til kærleika. •Þeir lesendur sem vifja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fuiiu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.