Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ f AFi /MINN VAR ViTUR \ MA&UR, GRETTIR J / EINU SIKINI TÓK HANN/MIS\| HNÉ SÉR. OG SAGÐI■„VÓH-Jl „PÁB>erbí<r?\ LiTUft ór ; H<€GTAÐ/MJÖU<MFy«J« AOAF' DAOPA KCJ" / t>»NNHAFI ,—t E.KKI HA7=T OF jrf IP // AMIKIÞ'A MILU j 1 I CrVj /M7 ri n l PAVÍS 2-5 Mér finnst svo gaman þegar horna- Það er einhver ólýsanleg tilfinning Ósigur! boltakeppnistímabilið hefst! í loftinu. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til mennta- málaráðherra Frá fulltrúum námsmanna í stjórn LÍN: MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Bjöm Bjamason. Síðastliðinn þriðjudag voru sam- þykktar úhlutunarreglur fyrir skólaárið 1998-1999 í stjórn Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Þar var ákveðið í krafti meirihluta- valds fulltrúa ríkisstjórnarinnar að námsmenn fengju engar þær kjarabætur sem aðrir hópar þjóð- félagsins hafa fengið. Lánin hækk- uðu einungis í takt við verðlags- breytingar eins og þau gera raun- ar alltaf. Á fundi stjórnar sjóðsins greiddu fulltrúar námsmanna í stjórn LIN að sjálfsögðu atkvæði gegn framangreindri afgreiðslu og lýsa furðu sinni á þeirri meðferð sem kjaramál námsmanna hafa fengið. Síðastliðið vor voru gerðir kjarasamningar í landinu sem koma til með að skila töluverðum kjarabótum til launafólks allt til ársins 1999. Þar var einnig ákveðið að frá og með síðastliðnum ára- mótum væm lágmarkslaun í land- inu 70.000 kr. Umræddar kjara- bætur voru löngu tímabærar og skref í rétta átt í kjaramálum þjóð- arinnar. Ríkisstjórnin sýndi síðan í verki nauðsyn hækkananna með því að hækka allar bætur almanna- trygginga og atvinnuleysisbætur í takt við nýgerða samninga. í kringum það var haldinn blaða- mannafundur og hækkanirnar veittar með pomp og prakt! Kröfur námsmanna við endur- skoðun úthlutunarreglna í ár voru skýrar. Farið var fram á það að námsmenn fengju sömu kjara- hækkanir og aðrir hópar þjóðfé- lagsins hafa fengið. Einnig var gerð sú krafa að tekið yrði mið af lágmarkslaunum í landinu við ákvörðun frítekjumarks lánanna. Niðurstaðan liggur nú fyrir - ekki var hlustað á kröfur okkar og kjarahækkunin var engin. Þegar línurnar voru lagðar varðandi endurskoðun úthlutunar- reglna í vor var því ekki búist við að á brattann yrði að sækja með ofangreindar kröfur okkar. Að okkar mati var það nánast forms- atriði að fara fram á framan- greindar hækkanir. Það voru því mikil vonbrigði að vilji menntamálaráðheiTa til að taka undir kröfur okkar var ekki fyrir hendi. Við fórum á þinn fund þar sem gerð var grein fyrir kröf- um okkar, en allt kom fyrir ekki. Vert er að benda á að sam- kvæmt nýsamþykktum úthlutun- arreglum verða námslán fyrir ein- stakling í leiguhúsnæði 57.600 kr. á mánuði, óskertar. Það er hins vegar borin von að fá óskert náms- lán ef námsmaður vinnur í þrjá mánuði á sumrin á lágmarkslaun- um (3 x 70.000). Því það var líka samþykkt að ef námsmenn vinna Ásdís Benedikt Magnúsdóttir Magnússon Guðrún Ólafur Gestsdóttir Kristinsson fyrir meira en 185.000 kr. á ári fara lánin að skerðast. Ofangreind upphæð, kr. 57.600.- er einnig lægri en atvinnuleysis- bætur eru í dag. Eins og fólk veit eru atvinnuleysisbætur hugsaðar sem tímabundin neyðaraðstoð. I eðli sínu eru þær bætur sú upphæð sem talið er lágmark til að lifa af. Námslán eru hins vegar hugsuð fólki til framfærslu um nokkuiTa ára bil og eru greidd til baka með vöxtum og verðbótum. Auk þess sem í lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna nr. 21/1992, 3. gr., segir: „Miða skal við að námslán sam- kvæmt lögum þessum nægi hverj- um námsmanni til að standa straum af náms- og framfærslu- kostnaði meðan á námi stendur að teknu tilliti til fjölskyldustærðar námsmanns." Þau svör sem helst hafa komið frá fulltrúum þínum í stjórn Lána- sjóðsins eru þau að það hafi sýnt sig að námsmenn auki ráðstöfun- arfé sitt með um allt að 10-15 þús- und krónur á mánuði með vinnu. Fulltrúar þínir virðast sammála því að framfærslan sé of lág en það sé allt í lagi því námsmenn geti unnið með námi. Við spyrjum þig því hvort það sé álit þitt að iðnnám og nám á háskólastigi sé ekki full virina? Námsmenn vona að mennta- málaráðherra gefi skýr svör um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefn- um framfærslusjóðs íslenskra námsmanna, LIN. ÁSDÍS MAGNÚSDÓTTIR, stúdentaráði HÍ, BENEDIKT MAGNÚSSON, Bandalagi íslenskra sérskólanema, GUÐRÚN GESTSDÓTTIR, Iðnnemasambandi íslands, ÓLAFUR KRISTINSSON, Sambandi ísl. námsmanna erlendis. Alit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.