Morgunblaðið - 30.05.1998, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 59
FÓLK í FRÉTTUM
Ekkert mál að skíra
SJÓNVARPÁ
LAUGARDEGI
ÚRSLIT í borgar- og sveitar-
stjórnarkosningum reyndu nokk-
uð á fréttastofur um síðustu
helgi og lítið um aðrar fréttir en
þær sem snertu úrslit í helstu
byggðarlögum. Unnið hefur ver-
ið að því undanfarið að sameina
byggðarlög og skíra upp á nýtt
og hefur verið gengið fram í
þessum skírnarmálum meira af
dugnaði en viti, svo að við liggur
að enginn viti lengur með neinni
vissu hvernig landinu hefur verið
skipt í héruð. Ber þar allt að
sama brunni, að nöfn sem hafa
gilt um staði í þúsund ár og
skemur eru nú lögð niður eftir að
hafa þróast og mótast í aldanna
rás, en í staðinn
tekinn upp ein-
hver ónefni, sem
eiga sér litla
stoð í landshátt-
um, eins og ekk-
ert mál sé að skíra. Staður hét
Böggvisstaðasandur og er mikill
ættbogi kominn þaðan. En nafnið
var langt og smám saman tók
Dalvík við án þess að nokkur
skipaði svo fyrir. Nú eru komnir
nýir herrar, sem hamast við að
sameina byggðir af því þeir ráða
ekki við að halda landinu í byggð.
Og þessa sameiningarsúpu sína
þurfa þeir að skíra. Ein útkoman
var Árdalsvík. Enga stund tók að
ákveða þetta nafn. Pað var eins
og Ríó-tríóið væri að yrkja. Og
svo er fólk að hlusta á niðurstöð-
ur úr kosningum til sveitar-
stjórna. Það gæti í sumum tilfell-
um verið statt í Finnmörk ef
snarvitlaus og drýgindaleg
nýöldin er ekki búin að breyta
því nafni. Á endanum gæti nýöld-
in átt það til að breyta nafninu á
íslandi, af því það stendur óþarf-
lega þvert á enska lágmenningu.
Ekkert óvænt kom í ljós þegar
talið var upp úr kjörkössunum, ef
tekið er mið af stærstum hluta
skólakerfís landsmanna og þeirri
linnulausu innrætingu, sem þar á
sér stað. Gleggsta dæmið um
hana mátti sjá á niðurstöðunni á
Húsavík og í ríki Lúðvíks heitins
Jósepssonar. Suður-Þingeyingar
eru vel gerðir menn og báru
áberandi af öðrum Islendingum
um síðustu aldamót. Síðan hefur
margt gerst í heiminum og m.a.
kenna franskir fræðimenn að
vinstra æðið á öldinni beri
ábyrgð á dauða hátt í hundrað
milljóna manna
utan styrjalda.
Að sama skapi
hefur atgervinu
hnignað eitthvað
á Húsavík ef tek-
ið er mið af úrslitum kosninga.
Þar kemur tvennt til. Fjörutíu
ára uppeldi í skóla og löngun til
að vera áfram taldir gáfaðastir
manna. Úrslitin í Reykjavík
sættu engum tíðindum. Menn-
ingin tröllrfður flestum opinber-
um byggingum og dansflokkar
frá Afríku skeiða um leikhússvið-
in í samræmi og samhljóma við
hin frægu Tansaníufræði. Það
fer enginn að gera þann fjanda-
fagnað að sigra í kosningum í
menningarborg eins og Reykja-
vík, sem ætlar að auki að verða
háborg Evrópu. Og þótt eitthvað
sé verið að hrella vinstri menn
með útstrikunum hefur það ekk-
ert að segja, enda hefur hinn
pólitíski mórall verið settur í
Bandaríkjunum, þar sem Clinton
og Hillary hafa verið orðuð við
svokallað Whitewater-mál.
Hverju eru menn þá eiginlega að
fárast yfir hér í sjálfu kotríkinu?
Nei, vinstri menn eru sko í full-
um rétti með öll sín mál sam-
kvæmt tískunni.
Merkilegt var að heyra í for-
ustufólki flokkanna að loknum
kosningum. Kannski ekki vegna
þess að það upplýsti hvað það ætl-
aði að gera. En það drap á ýmsa
athyglisverða hluti. Forustukona
kvennalistans, sem lýsti því yfir í
sjónvarpi á dögunum, að hún væri
svo svakalega menntuð að helstu
liljur á kommavellinum fölnuðu,
fagnaði sigri R-listans ákaflega,
eins var með Sighvat, sem veit
ekki hvað varð af Alþýðuflokkn-
um. Margrét var róleg og kurteis
enda veit hún hverja hún þarf að
höggva. Halldór, sem hefur næst-
um bjargað flokki sínum heilum
frá villum fyrrverandi fonnanns,
gat þó ekki stillt sig um að benda
á að lítið færi fyrir sigii R-listans
ef Framsókn hefði ekki verið
með. Þetta er að vísu misskilning-
ur vegna þess að R-listinn sagði
sig frá öllum flokkum fyrir kosn-
ingar. Þeir Valdi K. og Alli eru
því einir á báti, en vonandi kemur
Sigrún aftur. Forsætisráðherra
gaf svo ríkisfréttastofunum inn í
lokin. Það var þarfur lestur. Hann
sagði einfaldlega sem satt var að
þær hefðu talað síðasta kjörtíma-
bil eins og aðeins einn aðili kæmi
að borgarmálum. En þær hrista
þetta af sér með þögninni. Mann-
skæður rógur og undirmál geta
haldið öfgamönnum við völd ein-
hvern tíma vegna þess að menn
eru hræddir. Það er augljóst að
þeir sem eru yfirmenn á ríkisfjöl-
miðlum eru hræddir við eitthvað.
Ný plata
með tónlist
úr Titanic
► í BYRJUN ágúst kemur út ný
geislaplata með tónlist úr stór-
myndinni Titanic. Þar verða
írsku lögin sem spiluð voru neð-
anþilja á skipinu, lagið „Nearer
My God to Thee“ eða Hærra
minn Guð til þín sem skipshljóm-
sveitin lék þegar skipið var um
það bil að sökkva og „Titanic
Suite“ sem leikið verður af
stórri sinfóníuhljómsveit.
Fyrri geislaplatan sem kom út
um leið og myndin hefur selst í
rúmum 20 milljónum eintaka um
allan heim og í 6 þúsund eintök-
um hérlendis. Vinsældir plöt-
unnar eru ekki síst vegna flutn-
ings Celine Dion á laginu „My
Heart Will Go On“ og er það
einnig að finna á sólóplötu söng-
konunnar „Let’s Talk About
SONGKONAN Celine Dion á
ekki lítinn þátt í vinsældum
fyrri plötunnar úr myndinni
Titanic.
Love“. Hefur hún selst í rúm-
lega 10 þúsund eintökum hér-
lendis.
Kenneth Branagh Embeth Davidtz
Robert DoDaryl Hannah
Robert Duvs
Tom Berenger
■Wms-
Akureyr-
ingar á höfuð-
borgar-
svæðinu
AKUREYRINGAKVÖLD var haldið í
félagsheimili Kópavogs á dögunum en
eins og titillinn gefur til kynna voru
það Akureyringar búsettir á höfuð-
borgarsvæðinu sem hittust og gerðu
sér glaðan dag. Kvöidið hófst með for-
drykk og forrétt en aðalréttur kvölds-
ins var heilgrillað lamb sem
kokkar kvöldsins, þeir Jakob
Om Haraldsson og Matthías
Þórarinsson, sáu um að mat-
reiða utan dyra.
Skemmtiatriði voru af ýms-
um toga, farið var með gam-
anmál, karlmenn í bleikum
kjólum sungu rokkaðar útgáf-
ur af vinsælum vögguvísum
auk þess sem heiðursgestur
kvöldsins, fréttahaukurinn
Sigmundur Ernir Rúnarsson,
skilgreindi hinn dæmigerða Akureyr-
ing sem greinilega er enginn
venjulegur Islendingur.
Það kom svo í hlut hljóm-
sveitarinnar Hunangs að
halda uppi stuðinu fram eft-
ir nóttu og tók „gamli“
söngvari sveitarinnar, Karl
Orvarsson, nokkur lög. Það
voru því dansþreyttir og
sælir norðanmenn sem yf-
irgáfu kaupstaðinn Kópa-
vog síðla nætur.
PIPARKOKIJKALLINN
MYND EFTIR ROBERT ALTMAN
'"“***• Sv!í -
BYGGTÁSÖGU EFTIR JOHN GRISUAM
Mskólabíó
Einstæður viðburður 1 íslensku tonlistar- og kirkjulifi
i \KOB Örn Haraldsson og
lambið fagmannlega.
FORRÉTTURINNsem bor-
•nnvarframvarrækju-
oflnÍm eryiífle^rann
oiam mannskapinn.
DAVÍÐ Jóhannsson og Áin'^
heiðursgestumkvolds! ^und.
Elínu Svemsdóttur og » B
Erni Rúnarssyni sendiheir
Akureyrar.
v Voces Thules flutja Þorlákstíðir
é' í Kristskirkju Landakoti á fornum eyktartímum
Hvítasunnudag kl. 18 og 24.
Annan í hvítasunnu kl. 12,18 og 20.
Flytjendur: Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson,
séra jakob Rolland, séra Kristján Valur Ingólfsson, Sigurdur Halldórsson og Sverrir Guójónsson.
Þorlákstíóir voru sungnar heilögum Þorláki til dýróar frá ca. 1300-1550. f
Handritin voru síóar geymd í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfri, / ] A n
en komu nýlega heim og varóveitast nú í Stofnun Árna Magnússonar í rey kjaíík
Reykjavík, þar sem þau verða sýnd frá 1. júní. , ■ ■_■ A O
16.MAI-7. JUNI ÍDDO