Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 62

Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 62
-<* 62 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM „Legg mikla áherslu á hráefmð44 Sigríður Sunneva fatahönnuður rekur fyrirtæki á Akureyri þar sem föt hennar eru bæði hönnuð og framleidd. Birna Anna Björnsdóttir hitti hana í herrafata- versluninni GK í Reykjavík sem hún er að hefja samstarf við. HÚN ER lærð í Flórens á ítab'u en hefur starfað hér á landi frá árinu 1994 og sérhæfir sig í hönnun á fötum úr íslensku hráefni. Um þessar mundir er hún að hefja samstarf við þau Gunnar Kristins- son og Kolbrúnu Petreu Gunnars- dóttur í herrafataversluninni GK og munu föt hennar nú verða fáan- leg þar. íslensk föt, íslenskt hráefni Hvernig flíkur hannar þú og út fi-á hverju gengurðu í starfi þínu? „Eg legg mikla áherslu á hráefn- ið og ég nota efni sem er sprottið úr jarðvegi okkar og er það kraftmikið og hánorrænt hrá- , efni. I vinnu minni legg ég mikið upp úr því að ræturnar séu íslenskar því við erum Islending- ar og hvert sem við förum er mikilvægt að ganga út frá þeirri forsendu.“ Hún segir að vilji íslenskur fatahönn- uður hasla sér völl á alþjóðlegum vett- vangi sé einmitt mjög mikilvægt að hann vinni út frá norrænum uppruna sínum og noti sér þá sérstöðu sem honum fyígir. „Við erum fámenn og allt hér er mörgum sinnum smærra í sniðum en í öðrum löndum en við höfum þó viss séreinkenni og ákveðna sér- stöðu og ef unnið er út frá henni geta íslendingar vakið á sér at- hygli og náð miklu betri árangri en ella.“ Hún segir að vinna með hrá- efni, sem er okkur svona nærtækt eins og skinn og fiskroð, sé eitt af því sem geti og hafi vakið á okkur athygb. Víða erlendis er mikill áhugi á fiskroði sem nýju og spennandi efni í föt, en hér á Is- landi hefur það verið notað í þó nokkur ár og erum við Islendingar því mjög framarlega á því sviði. I hverju felst samstarf þitt við verslunina GK? „Eg mun hanna flíkur sem seldar verða í verslun- inni. Eg hef mjög góðar væntingar til þessa samstarfs, ég er hönnuður og þau eru miklir hugmyndasmiðir og saman getum við gert margt sniðugt." Hún segir að með þessu samstarfi muni hún nú reyna að höfða meira til þess hóps sem er nýjungagjarn og áhugasamur um tísku. Hún telur það mjög spenn- andi viðfangsefni því hér á Islandi sé mikil gerjun á sviði fatnaðar og tísku. Hún segir fólk sýna mikla djörfung í klæðaburði og þeir straumar sem sjáist hér séu oft langt á undan þeim sem sjást á götum úti erlendis. Ertu að hugsa um að koma fram með einhverjar nýj- ungar og þá jafnvel eitthvað sem hefur ekki sést áður? „Ég ætla að prófa margar hugmyndir og gera tilraunir með að blanda saman ólíkum hug- myndum og efnum. Það er t.d. mjög spennandi að blanda saman náttúralegum efnum og gerviefn- um. Þá er hægt að hafa skinn og endurunnið plast hlið við hlið í sömu flík eða mokkaskinn og flís eða jafnvel mokkaskinn og vatter- að álefni. En það verður þó að gæta þess að óvirða aldrei náttúru- lega efnið þannig að útkoman verði afkáraleg, en ég tel að það sé hægt að gera þetta þannig að það komi mjög skemmtilega út.“ LAXAROÐ er dæmi um frumlegt íslenskt hráefni. Morgunblaðið/Golli SIGRIÐUR Sunneva ásamt Gunnari Kristinssyni í versluninni GK. ÞESSI jakki er saumaður úr snöggklipptu SKYRTAN er úr laxaroði og geitaskinni. lambsskinni. Tískusýning í Iðnó Hvar verður hægt að sjá þessar nýju flíkur? „Við munum halda tískusýningu í Iðnó nú í lok júní þar sem við kynn- um þessa nýju línu. Þetta era metn- aðarfullar vörur, flíkumar eru sér- stakar og ég legg mikið upp úr per- sónulegum stíl, að flíkumar verði hluti af sjálfum þér. Þetta era ís- lenskar ílíkur þar sem merkja má hið sterka, kalda, norræna en jafn- framt era þær með nútímalegu ívafi þar sem allt gengur og finnst mér þánnig verið að leggja grunn að hinni frjálsu en jafnframt dularfullu framtíð." Stendur til að markaðssetja vör- ur þínar erlendis? „Já, ég er með markaðssérfræð- ing sem byrjaði að vinna í því snemma á þessu ári að kynna fötin mín í Bretlandi og stendur til að kynna þau í fleiri löndum. Þetta er svona rétt að byrja og hef ég fengið jákvæð viðbrögð.“ Hún segir ísland þykja spennandi land því það hafi ímynd sem mjög þróað og nútíma- legt samfélag sem sé jafnframt hrátt, náttúralegt og framandi. „Þetta eigum við Islendingar að not- LAMBSSKINNIÐ er unnið þannig að áferðin verður mjög sérstök og glansandi. færa okkur við nýsköpun og útflutn- ing á afurðum okkar því áhuginn er- lendis er svo sannarlega til staðar.“ AuLiii þiónusta Opið: Mán.-fös. 8-21 Lau. 8-19 SUZL 10-19 Húsasmiðj Fossaleyni 2 Grafarvogi S: 586 2000 an HÚSASMIÐJAN Velkomin i Morkma ii arrtré HjartastemDqotur Opnunartímar: • Virkadagakl. 9-21 • Um helgar kl. 9-18 mm Himalajabláeinir GRÓÐRARSTÖÐIN Hansarós STJÖltNVGRÓF 18, SÍMISHI 4288. FAX SHl 2. Sækið sumarið til okkar Tvö ný fræðslurit komin: „Gróðursetning“ og „Ræktaðu garðinn þinn“ Hótaði forset- um og Stern 43 ÁRA maður, sem hefur af- plánað dóm fyrir að hafa í hótun- um við Bandaríkjaforsetana Ron- ald Reagan og Gerald Ford og varaforsetann Nelson Rockefell- er, hefur verið dæmdur í vist á geðsjúkrahúsi eftir að hafa sent Howard Stern morðhótanir. Michael Lance Carvin var handtekinn í síðasta mánuði og dúsir núna á geðsjúkrahúsi í Suð- ur-Karólínu. Carvin var dæmdur fyrr í þessum mánuði eftir að hafa gerst sekur um að senda Stern sjö hótunarbréf og eina bréfsprengju. Hann var handtekinn árið 1975 fyrir að ráðast að Ronald Reagan með leikfangabyssu og var um sex ár í fangelsi eftir að hafa einnig verið sakfelldur fyrir að hafa í hótunum við Ford og Rockefeller.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.