Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 152. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mikil óvissa í nígerískum stjórnmálum eftir fráfall Abiolas Abubakar biður þjóð- ina að gæta stillingar Lagos, Abuja, Washinglon, Vín. Reuters. ABDUSALAM Abubakar, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Nígeríu, leysti í gær upp stjórn sína og boð- aði frekari breytingar. Aðgerðir Abubakars koma í kjölfar andláts Moshoods Abiolas, helsta stjórnar- andstæðingsins í landinu, og átaka sem brutust út eftir að fréttist um fráfall Abiolas. I sjónvarpsávai'pi í gærkvöldi hvatti Abubakar Nígeríumenn til að sýna stillingu og sagði að Abiola hefði verið „í þann veginn að losna úr varðhaldi" er hann lést. í ávarp- inu nefndi Abubakar ekki að aðrir pólitískir fangar yrðu látnir lausir, né heldur talaði hann um aðgerðir er miðuðu að því að auka lýðréttindi í landinu. Mikil óvissa ríkir í stjórnmálum í Nígeríu eftir dauða Abiolas, enda er ekki nema mánuður síðan Sani Abacha, einræðisherra í landinu, lést sjálfur úr hjartaáfalli. I gær skoraði Bandaríkjastjóm á stjórn- völd í Nígeríu að standa við fyrir- heit um að borgarleg stjórn taki við í október nk. Sérfræðingar í málefn- um Nígeríu sögðu hins vegar að mjög ólíklegt væri að Abubakar gæti staðið við þá áætlun. Að minnsta kosti nítján manns féllu í átökum er mótmælendur gengu í fyrrinótt fylktu liði í gegn- um miðborg Lagos, höfuðborgar Nígeríu, og sökuðu herforingja- stjórnina í landinu um að hafa myrt Abiola. Því er haldið fram að Abiola hafí fengið hjai-taáfall og látist á miðjum fundi með Thomas Pickering, for- manni bandarískrar sendinefndar, sem ræða átti við hann um mögu- lega lausn hans úr fangelsi. Sagðist Pickering í gær enga ástæðu hafa til að draga þessar fregnir í efa. Töluverð vantrú ríkir hins vegar meðal stuðningsmanna Abiolas á ABDUSALAM Abubakar flytur sjónvarpsávarp sitt í gær. Reuters þessa atburðarás og fór fjölskylda hans fram á krufningu í gær sem framkvæmd yrði af kanadískum, breskum og bandarískum læknum. ■ Algert uppnám/20 Sáttadrög í Kosovo Bonn. Reuters. SAMSTARFSRÍKIN svokölluðu komu sér í gær saman um drög að friðarsamkomulagi, sem lagt verður fyrir deiluaðila í Kosovo. Atökin þar hafa kostað meira en 300 manns líf- ið á þessu ári og flæmt allt að 80.000 manns frá heimilum sínum. Kiaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að binda yrði enda á ofbeldið í Kosovo en íbúarnir þar, sem eru langflestir af albönsk- um uppruna, krefjast fulls sjálf- stæðis frá Serbíu. Samstarfsríkin vilja ekki fallast á það. Samstarfsríkin skora á Frelsis- her Kosovo að leggja niður vopn og hvetja til, að upprættur verði allur stuðningur við hann. A móti komi, að hugsanlegt sé, að leiðtogar hans taki þátt í friðarviðræðum. Samstarfsríkin, Bandaríkin, Rússland, Frakkland, Þýskaland, Bretland og Ítalía, taka þó skýrt fram, að Ibrahim Rugova sé óum- deildur leiðtogi Kosovo-Albana en hann er maður hófsamur. -------♦♦♦------ Norður-Irland Reuters HEITTRUAÐIR gyðingar hafa að undanfornu efnt til mótmæla og reynt að koma í veg fyrir vegarlagningu Vegagerð mótmælt yfir fornar grafir í Jerúsalem. Hefur komið til nokkurra rysk- inga milli þeirra og lög- reglumanna, sem hér eru að flytja einn mótmælend- anna nauðugan á brott. Frekar bók en fjöl- skylduna Washington. Reuters. ÞEIR Bandaríkjamenn sem vilja helst koma sér þægilega fyrir með bók eða fyrir fram- an sjónvarpið eru fleiri en þeir sem vilja helst eiga stund með fjölskyldunni, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem greint var frá í gær. Kannað var hvernig fólk kysi helst að verja tómstund- um sínum. Flestir, eða 30%, kusu bóklestur; 21% kaus að horfa á sjónvarpið; 14% garðrækt og 13% vildu helst eyða tómstundum sínum í faðmi fjölskyldunnar. Niður- stöður kannana sem þessarar hafa verið svipaðar undan- farin ár. Stangveiðar komu fast á liæla fjölskyldunnar, og kváðust 11% aðspurðra helst vilja fara í veiðitúr. Níu prósent nefndu hópíþróttir; og átta saumaskap. Þrír af hundraði nefndu hvorir um sig líkamsrækt og verslunar- ferðir. Könnunin leiddi í ljós að tómstundir Banda- ríkjamanna eru að meðaltali um tuttugu á viku, sem er svipað og verið hefur undan- farin ár. Evrópusambandið samþykkir bandalag British Airways og American Airlines Harðar deilur um skilyrðin Trimble þungorður Belfast. Reuters. DAVID Trimble, fyrsti ráðherra Norður-írlands, gaf í gær út af- dráttarlausa viðvörun um að ein- ungis gæfust fáeinir dagar til þess að leysa hina hörðu deilu sem risið hefur í héraðinu um þá kröfu mót- mælenda að fá að fara hefðbundna göngu um götu sem kaþólikkar búa við í Portadown. Trimble sagði að lítið hefði þokast í tilraunum sínum og aðstoðar- manns síns, Seamus Mallons, til að komast að málamiðlun í deilunni um fyrirhugaða göngu Óraníumanna, sem eru mótmælendur, um Gar- vaghy-veg, sem kaþólikkar byggja. Gangan átti að fara fram sl. sunnu- dag, en bresk yfírvöld bönnuðu hana af ótta við að átök brytust út. ■ Óeirðir í Belfast/22 EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hefur lagt blessun sína yfír banda- lag flugfélaganna British Airways (BA) og American Airways (AA), að því tilskldu að félögin afsali sér allt að 267 komuleyfum á tveim flugvöll- um við London og láti þau sam- keppnisaðilum í té. Með tilkynningunni hafa sam- keppnisyfirvöld ESB lokið tveggja ára rannsókn á væntanlegu_ sam- starfí flugfélaganna tveggja. í frétt BBC segir að Karel Van Miert, sem fer með samkeppnismál í fram- kvæmdastjóm ESB, virtist hafa dregið í land með þann fjölda komu- leyfa sem félögin yrðu að láta af hendi. Hann hefði upphaílega viljað að þau yrðu 350 en hefði látið undan til þess að samkomulagið færi ekki út um þúfur. Van Miert sagði að bandalagið setti það skilyrði að flugfélögin létu af hendi allt að 267 leyfí til flugferða til og frá Heathrow-flugvelli og Gatwick-flugvelli á viku. Þar af yrðu 230 til Heathrow. Van Miert sagði í samtali við BBC að BA mætti ekki selja banda- rískum flugfélögum komuleyfi sín og að ekki kæmi til greina að BA og AA fengju greiddar bætur vegna komuleyfanna sem þau þyrftu að af- sala sér. Búist er við að það gæti tekið allt að tveim árum fyrir flugfé- lögin að losa sig við umrædd komu- leyfi. Framkvæmdastjóri BA, Robert Ayling, sagði í yfirlýsingu að sum þeirra skilyrða sem ESB setti virt- ust heldur harkaleg. Hvert einasta komuleyfí sem BA yrði að láta af hendi tæki með sér 30 störf sem fé- lagið gæti ekki skapað annars stað- ar. Einn aðstoðarframkvæmda- stjóra AA sagði í samtali við Sky sjónvarpsstöðina í gær að félagið teldi skilyrði ESB of ströng, og komuleyfin, sem gefa yrði eftir, of mörg. Samkeppnisaðilar félaganna hafa gagnrýnt ákvörðun ESB harkalega. Flugfélagið Virgin Atlantic hefur haldið uppi skipulagðri gagm-ýni á bandalagshugmynd BA og AA frá því tilkynnt var um hana. I tilkynn- ingu frá Virgin segir að skilyrði ESB séu fjarri því að vera nægilega ströng. „Þetta einokunarbandalag kemur viðskiptavinum á engan hátt til góða og veitir flugfélögunum, sem eru líklega þau öflugustu í heimi, yf- irráð yfir 60% markaðarins fyrir flug milli Bretlands og Bandaríkj- anna,“ segir í yfirlýsingunni frá Virgin. Samkvæmt úttekt breska flug- tímaritsins Flight International fyrr í þessum mánuði skilaði AA mestum hagnaði allra flugfélaga í heiminum á síðasta ári, og BA var númer fjögur á sama lista. Bæði fé- lögin eru á lista tímaritsins yfir tíu stærstu félög í heimi miðað við far- þegafjölda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.