Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 33 í > > I > > I I > . I u I I # I I : o g nú anna sem börðust um verslunar- hafnir á 15. og 16. öld hafí verið salt: „Þegar þeir komu til Grindavík- ur, voru þeir sviknir og kúgað af þeim allt, sem var í skipinu: klæði, léreft og salt, en skip frá Lybiku varð að leysa þá með lest af öli, lest af mjöli og lest af smjöri,“ má lesa i bók Jóns Þórs um „Sögu Grindavík- ur“, um skip frá Lundúnum sem kom fyrst 1484 til Vestmannaeyja og þaðan til Grindavíkur. En aftur til Brouage, þar sem saltframleiðslan var á þeim tíma grundvöllur efnahagslífsins: saltið var hæst skattlagður söluvarningur þess tíma, og konungsveldið fyllti ríkiskassana með tekjum þess. Skatturinn, nefndur „gabelle", var óbeinn skattur á neyslu og inn- heimtur af tollmönnum sem kallaðir voru „gabelous" - heiti sem er enn þann dag í dag við lýði um tollmenn á afskekktum svæðum. Þessi óbeini skattur á saltneyslu fól í sér dreifikerfi sem stjómað var af ríkinu. Ríkið ákvað síðan verð á salti og seldi það með álögðum skatti. Charles d’Anjou var fyrstur til að innheimta saltskatt og gerðist þannig einráður um sölu salts sem framleitt var í saltnámum Suður- Frakklands. Samkvæmt söluskrám frá 1263 til 1274 var álagningin fimmfóld miðað við verð til fram- leiðenda. Gróðinn hefur því verið um 300% eftir að búið var að draga frá kostnað. Þessu fyrirkomulagi er komið á 1343 og saltverslun varð einokunarverslun konungs. Til að tryggja þetta fyrirkomulag vom settar upp í hverju héraði salt- geymslur sem vom undir beinni umsjón konungs. Þar var saltkaup- mönnum skylt að selja vöm sína og viðskiptavinum að kaupa. Brouage missti smám saman mikilvægi sitt þegar Brouage-saltið mætir aukinni samkeppni frá Bretagne, Spáni og Portúgal (salt- skatturinn lifði þó byltinguna af og var fyrst lagður af 1945) og höfnin fyllist smátt og smátt upp. Hemað- arlegt mikilvægi borgarinnar flutt- ist síðar til Rochefort undir stjórn „sólkonungsins" og það markar endalok borgarinnar. Þegar salt- verslun leggst af í lok 18. aldar var saltvinnslan hætt. Brouage var breytt í fangelsi á tímum byltingar- innar en árlega dó um þriðjungur íbúa hennar vegna óheilnæms lofts- lags við mýrarnar. Það er ekki fyrr en á 19. öld sem mýrarnar vora þurrkaðar upp og breytt í beitilönd. Ekki er ýkja langt síðan að fyrrum saltmýrar fengu nýtt hlutverk í ostrurækt. Saltframleiðslan er ekki ennþá úr sögunni í Charente-Maritime því ennþá er framleitt salt á eyjunum Ré og Oléron. í dag á sér stað end- urnýjun í þessari atvinnugrein: ungir saltverkamenn hafa flust til héraðsins og framleiða gæðasalt. Þessir framleiðendur taka tillit til viðkvæmrar náttúrunnar og afurðir þeirra eru til marks um það besta sem héraðið hefur upp á að bjóða: sól og skjólsælar strendur. Þessi afurð er líka þáttur í umfangsmikl- um viðskiptum t.d. með saltfisk og er því hluti af nútímalegu hagkerfi. Sýningin tekur saman þessa sögu Brouage og saltsins, en gefur líka innsæi í nútíma Charente Ma- ritime, sem hefur valið einkennis- orðin „Land og haf, sigur í samein- ingu“. Höfimdur er verzlunarfuUtrúi í franska sendiráðinu. Slóðir saltsins fyrr saltið færði valdamönnum þess tíma. Alkunnugt er að salt hefur haft mikilvæg áhrif í mörgum samfélög- um, jafnvel verið undirstaða þeirra eins og í Sahara-eyðimörkinni, þar sem heilir þjóðflokkar byggðu af- komu sína á saltverslun milli norð- urs og suðurs. „Hvíta gullið“ eins og saltið var kallað í eina tíð var ómissandi fyrir lífið sjálft. Á norð- urslóðum var saltverslun löngum einokuð af Hansakaupmönnum, að- allega frá Hamborg og Lúbeck, eða þar til síldin varð svo mikilvægur hluti af afla norðurlandaþjóðanna. Útgerðarmenn fóra þá að sækja saltið sjálfir til Brouage. Minjar ferða þeirra er enn að finna í Brou- age: borgarvirkið er byggt á grjóti, sem kom úr lest skipanna og var hent við Brouage þegar saltinu var skipað um borð. Vísindi nútímans gera okkur kleift að sjá hvaðan þetta grjót er upprannið en skrifað- ar heimildir frá þessu tímabili era af skomum skammti. Hansakaup- menn neyddust því til að láta einok- unarverslun af hendi smám saman. Þótt, eins og fyrr segir, slóðir salts- ins hafi ekki legið beint frá Brouage til Islands, sennilega vegna þess að Islendingar söltuðu ekki fiskinn en verkuðu í skreið á þeim árum eins og fram kemur í bók Valdimars U. Valdimarssonar og Halldórs Bjamasonar „Saltfiskm- í sögu þjóð- ar“, er athyglisvert að Englending- ar notuðu fyrstir salt til eigin nota til að verka fisk á Islandi í byrjun 14. aldar (fyrsti saltskatturinn er nefndur í lögum frá 1420) og að ekki er ósennilegt að í lestum kaupskip- MARGIR sem lagt hafa leið sína um Miðbakka Reykj avíkurhafnar undanfarið hafa litið inn í tjald, sem þar stendur og hýsir sýningu um salt og saltslóðir. Lítil umfjöllun hefur verið um þessa sýningu í fjöl- miðlum, en hún hefur vakið forvitni og áhuga þeirra sem hafa skoðað hana. Flestir spyrja þó hvert tilefnið sé og hvernig standi á því að salt er efni í heila sýn- ingu - þar að auki fransk-íslenska sýn- ingu. Hugmyndin að henni vaknaði fyr- ir um það bil ári, þegar umræður hófust um möguleika á samvinnu milli Charente Maritime héraðsins í Frakklandi og Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Þessar um- ræður leiddu til undirritunar sam- starfssamnings nú í byrjun júní. Tengsl þessara svæða í dag era einkum byggð á saltfiskverslun: SÍF á öflugt dótturfyrirtæki í hér- aðinu, nánar tiltekið í Jonzac, og einu beinu skipasamgöngur milli Frakklands og Islands era ferðir saltskipsins Hvítanessins, sem siglir til Rochefort. En Charente Ma- ritime, og einkum Brouage (áður hafnarborg en smáborg inni í landi í dag), hefur í aldaraðir verið mið- punktur saltframleiðslu og saltút- flutnings í Evrópu, allt frá fornöld til loka 18. aldar. Viðtæk þekldng minjavarðar Brouage borgar, Nat- halie Fouquet, og hönnuðarins Jean Marie Chauvet, svo og vilji Reykja- víkurhafnar til að setja upp þessa sýningu í tilefni af Ári hafsins, gerðu að verkum að sýningin sá dagsins ljós. Héraðsstjórn Charente-Maritime hefur átt í viðskiptum við Island í fjölda mörg ár, fiskimenn þaðan sóttu á Islandsmið strax á 16. öld. Þó að fortíðin gefi ekki tilefni til að ætla að slóðir saltsins hafi legið frá Charente-Maritime til íslands, gefur sýningin Á slóðum saltsins tæki- færi til að treysta þau bönd sem tengja þessi tvö svæði hvort sem það er í atvinnulífinu, umhverfis- eða menn- ingarmálum. Hafið hef- ur sterk áhrif á afkomu þessara svæða, því era fiskveiðar stór þáttur í samvinnu þeirra sem og matvælaframleiðsla og heilsulindir. Hin fræga bók Pierre Loti (fædd- ur í Rochefort) „Á ís- landsmiðum" endur- speglar menningararf hafsins. Saintonge flóinn við Frakkland hefur gegnt lykilhlutverki í sögu Salt, segír Dominique Plédel-Jónsson, hefur haft mikilvæg áhrif í mörgum samfélögum. saltsins: sögufrægur staður mikillar saltframleiðslu og gríðarlegs gróða hennar, þekkt siglingaleið og skipa- lægi meðal sjófarenda, var hann miðpunkturinn í eflingu menningar, efnahags og stjórnmála svæðisins í þúsundir ára. Brouage, alþjóðleg viðskiptahöfn, dæmigerður verslun- arstaður endurreisnartímabilsins, síðar ósigrandi virkisborg, var byggð, styrkt og endurbætt af auði þeim sem af þessari verslun hlaust. Frá þessum flóa, í hjarta frönsku strandlengjunnar við Atlantshafið, lágu slóðir saltsins til allra átta í Evrópu. Þegar sagt er að „lífið sé saltfisk- ur“ á Islandi, hafa Brouage menn líklega getað svarað að „lífið væri salt“. í dag liggur Brouage í dvala. Þessi merkilega og mikilvæga hafn- arborg í 600 ár liggur nú af náttúr- unnar hendi langt inni í landi. Virk- isborg sem ber vitni auðæfum sem Dominique Plédel-Jónsson Spurning 23 Hvaða titil bar Grease á Ítaiíu? Léttir störf og fjölgar frístundum • Verb fm 14.900 kr. • Afl 0,8 til 2,5 hestöfl Eigum hörkutæki fyrír erfidustu aðstædurnar Hamraborg I -3 (norðanmegin) Kópavogur • Sími 564 1864 mmmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.