Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vísdómur Hellisbúans Gamanleikurinn „Hellisbúinn, okkar mað- ur“ eftir Rob Becker í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar verður frumsýndur í Is- lensku óperunni í kvöld. Verkið er einleik- ur sem fjallar um samskipti kynjanna á broslegan hátt. Morgunblaðið/Golli „HELLISBÚINN er ekki með neinn áfellisdóm um konur eða karla heldur að lýsa mismuninum á þeim,“ segir Bjami Haukur Þórsson, einleikari kvöldsins. „ÞAÐ er komið inn á fjölmargt eins og heimsmeist- arakeppnina í fótbolta, poppara, laxveiði, svefn- herbergið, kynlífið, stjórnmálamenn..." HALLGRÍMUR Helgason rithöf- undur hefur þýtt og staðfært verkið og Bjarni Haukur Þórsson leikari túlkar allar persónur, kon- ur og karla í sýningunni. Sigurður Sigurjónsson, sem leikstýrir Bjarna í „Hellisbúanum", segir að ekki sé til nein nákvæm skilgrein- ing á verkinu. „Þetta er allt í senn farsi, gamanleikrit og uppistand og því nær að kalla þetta leikhús- skemmtun,“ segir Sigurður. Hann leikstýrði Erni Arnasyni fyrr á ár- inu í einleiknum Gamansama m harmleiknum og segir það tilviljun að annað leikstjórnarverkefni sitt á ferlinum sé leikstjórn eins leik- ara. Konur og aumingjar Verk Rob Beckers heitir á frummálinu „Defending the Ca- veman“ og hefur verið sýnt við góða aðsókn í sex ár í Bandaríkj- unum. „Verkið er aðlagað íslensk- um aðstæðum og ýmislegt tekið út sem á eingöngu við í Ameríku, en grunnhugsunin virðir engin landa- mæri og er sú að skipta mannkyni í tvo flokka, konur og aumingja! Útgangspunktur höfundarins er síðan sá hvort það sé sanngjarnt að hafa þetta svona. Hann bendir á að frekar sé um að ræða frekar ólíkar tegundir sem geti alveg unnið saman,“ segir Sigurður. Hann segir að þótt verkið endur- spegli karlleg viðhorf og sé jafn- framt gamansöm málsvörn karl- mannsins megi líta svo á að verkið sé um leið lofsöngur um konuna. „Það mætti halda að það væri karlrembutónn í verkinu, en svo er alls ekki, heldur opinberast lof- söngur um konuna í vísdómi hell- isbúans," segir hann. Aðstandendur „Hellisbúans" fullyrða að kvöldstund með hellis- búanum muni auðvelda skilning á því flókna samskiptamynstri sem hegðun og atferli karla og kvenna lýtur. „Það er þó ekki ætlast til að fólk læri í eitt skipti f'yrir öll vís- dóm hellisbúans, heldur er þetta hugsað sem innlegg í hina sígildu umræðu um karla og konur og ég held að áhorfendur geti lifað á því þónokkuð lengi. I verkinu eru sett- ar upp aðstæður sem allir sjá sjálfa sig í og á æfingum með áhorfendum að undanförnu hefur maður tekið eftir olnbogaskotum úti í sal þegar atriðin kalla fram fyndnar minningar um eitthvað úr hversdagslífinu.“ Bjarni Haukur Þórsson leikari leikstýrði „Master Class“ í Is- lensku óperunni fyrir tveim árum og „Trainspotting" í Loftkastalan- um fyrr á árinu, en sótti menntun íslensk framleidsla síðan 1972 MÚRFLEX Á SVALIR OGÞÖK Sl steinprýði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777 sína til Bandaríkjanna þar sem hann lærði leiklist og leikstjórn. Um „Hellisbúann“ sagði Bjarni að um væri að ræða hinn venju- lega meðaljón, kvæntan föður, sem tekur að velta fyrir sér tilver- unni. „Hellisbúinn er ekki með neinn áfellisdóm um konur eða karla heldur að lýsa mismuninum á þeim og sækir myndmálið til hellisbúans til að undirstrika grunnþarfir annars vegar veiði- mannsins, karlsins, og hins vegar safnarans, konunnar," segir Bjarni. Komið inn á alþekkt svið mannlífsins „Það er komið inn á fjölmargt eins og heimsmeistarakeppnina í fótbolta, poppara, laxveiði, svefn- herbergið, kynlifið, stjórnmála- menn, hvernig konur og karlar horfa á sjónvarpið, hvernig hjón era þegar þau fara út að skemmta sér og hvernig konur og karlar tala, bæði hvort við annað og vin- ina eða vinkonumar og margt annað.“ Bjarni segir að samspil áhorfenda og leikarans sé mikil- BIRGIR Schiöth myndlistar- kennari sýnir pastelmyndir sín- ar í Ráðhúsinu í Reykjavík dag- ana frá og með 11.-30. jiilf. Myndefnið er fjölbreytt, frá síldarsöltun á Siglufírði á árum áður, hraunmyndir, portrett, hestamyndir og fleira. Birgir er fæddur á Siglufirði 1931, hann stundaði nám við gagnfræðaskólann þar, Mennta- skólann á Akureyri og í Kenn- araskóla Islands. Hann kenndi verkmennt og vægt fyrir heildaráhrif sýningar- innar og hefur á æfingum með áhorfendum verið að vinna með viðbrögð þeirra. „I fyrsta skipti sem við renndum verkinu með áhorfendum voru gestirnir frá 35 ára aldri. Þá tók ég eftir því að fólk hló mikið að alls konar að- stæðum sem koma upp milli karla og kvenna. Fólk á þessum aldri samsamar sig með hjónum eða pörum í kátlegum aðstæðum því það þekkir sambúðarformið út og inn. Kvöldið eftir voru áhorfendur yngri og þá tók ég eftir því að þeir hlógu frekar að beinum bröndur- um.“ Bjarni segir að skilji verkið eingöngu eftir sig hlátur í huga áhorfenda sé hann harla ánægður og enn ánægðari ef pör og hjón geti rifjað upp atriði síðar meir sem áttu sérstaka skírskotun í þeirra samband. Aðrir aðstandendur „Hellisbú- ans“ eru Vignir Jóhannsson leik- myndahönnuður, Jóhann Bjarni Pálmason ljósahönnuður, Ari Magg, sem sér um ljósmyndir í sýningu og Hjörtur Howser sem sá um umhverfishljóð. myndlist við gagnfræðaskólann á Siglufirði í tuttugu ár en síðan kenndi hann við grunnskólana í Garðabæ meðfram kennslunni. Hann hefur verið í myndlist- arnámi í Myndlistarskólum í Reykjavík, einnig hlotið einka- kennslu í málun. Birgir hefur haldið margar einkasýningar víða um land. Nú hefur hann hætt kennslu fyrir nokkrum árum, er búsettur á Spáni og sinnir eingöngu mynd- listinni. CZ I Þú átt eftir að ná laagt Auktu notkunarmöguleika OG LANGDRÆGNI FARSÍMANS. Úrvdl loftneta og aukabúnaðarfyrir GSM og NMT í bústaðinn, bílinn og bátinn. SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt BIRGIR við eitt verka sinna. Birgir sýnir í Ráðhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.