Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stutt á milli andláts Abachas og Abiolas í Nígerfu Algert uppnám í stjórnmálum landsins Lagos. Reuters. Reuters MÓTMÆLENDUR í Nígeríu héldu í gær á Iofti myndum af hinum látna stjórnarandstæðingi Moshood Abiola og hrópuðu slagorð gegn stjórnvöldum. SKYNDILEGT andlát Moshoods Abiolas, helsta stjórnarandstæð- ings í Nígeríu, í íjrrakvöld hefur valdið miklu uppnámi og kemur í kjölfar fráfalls Sanis Abacha, ein- ræðisherra í landinu, fyrir einungis mánuði. Deilur þessara tveggja manna undanfarin fjögur ár höfðu skilgreint stjórnmál í Nígeríu og því þykir nú talsvert tómarúm hafa myndast sem ekki er ljóst hvernig verður fyllt. Kom til óeirða víðs vegar í Nígeríu og féll fjöldi manna í þeim átökum, en í gærkvöld var gert ráð fyrir að Abdusalam Abu- bakar, einræðisherra í landinu, mynda ávarpa almenning, en hann hafði fyrr um daginn leyst upp stjórn sína. Thomas Pickering, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í Nígeríu, sagði í gær að þarlend stjórnvöld vildu nú að öllum pólitískum fóngum í Ní- geríu yrði þegar sleppt lausum. Fréttaskýrendur óttast hins vegar að andlát Abiolas geti orðið til að hægja á lýðræðisþróun í landinu sem Abubakar hefur lofað að beita sér fyrir. Óttast fréttaskýrendur jafnframt að andlát Abiolas verði til að magna enn átök í landinu. Nokkrir stjórnarandstæðingar, sem aðsetur hafa í London, sögðust í gær þrumu lostnir vegna dauða Abiolas og áttu erfítt með að ímynda sér hver gæti leyst Abiola af hólmi ef og þegar Abubakar ákveður að láta verða af því að setja á fót borgaralega stjórn í landinu. Lausn Abiolas var yfírvofandi Abacha varpaði Abiola í fangelsi árið 1994 eftir að sá síðarnefndi lýsti sjálfan sig réttkjörinn forseta landsins, en í forsetakosningum ár- inu áður virtist Abiola vera að vinna auðveldan sigur áður en herfor- ingjastjórnin í landinu ógilti þær. Eftir fráfall Abachas í síðasta mán- uði jukust væntingar um að Abu- bakar, arftaki Abachas í embætti, myndi leysa Abiola úr haldi. Gerðu stjórnarandstæðingar í landinu kröfu um að Abiola yrði sleppt laus- um og að hann myndi síðan stýra borgaralegri ríkisstjórn. Þessu vildi Abubakar ekki ljá máls á og reyndi hann á fundi sín- RYUTARO Hashimoto, forsætis- ráðherra Japans, lofaði í gær að beita sér fyrir skattalækkunum þeg- ar stokkað yrði upp í skattkerfinu en ummæli hans höfðu lítil áhrif á fjármálamörkuðunum þar sem erfítt þótti að henda reiður á þeim. „Ég vil skattalækkanir á næsta ári, sem almenningur myndi styðja, og að það verði niðurstaða varan- legra umbóta á skattkerfinu," sagði Hashimoto, sem var á ferð um land- ið vegna kosninganna til efri deildar þingsins á sunnudag. Forsætisráðherrann gaf til kynna að skattalækkunin myndi ekki bitna á lágtekjufólki, sem hefur ekki þurft að greiða tekjuskatta. Hann sagði að sem stendur væri ekki ráðlegt að lækka skattfrelsismörkin til að mæta tekjutapi ríkisins vegna lækk- unar á hæsta skattþrepinu. Talið er að yfirlýsing um að skatt- frelsismörkin yrðu lækkuð myndi minnka fylgi flokks Hashimotos í kosningunum. Skattfrelsismörkin í Japan eru hærri en gerist víðast hvar annars staðar og Haruo Shimada, sem á sæti í skattanefnd stjómarinnar, sagði líklegt að ekki yrði hjá því komist að lækka þau. Hashimoto kvaðst vilja að ákvörð- um með Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, sem var í Nígeríu í síðustu viku, að fá SÞ til að sannfæra Abiola um að gera ekki kröfu til forsetaembættis í landinu. Einungis undir þeim kringumstæðum væri hægt að ímynda sér lausn Abiolas. Það var einmitt á fundi með Pickering, sendifulltrúa Bandaríkjanna, í fyrrakvöld, þar sem ræða ætti áð- urnefnd skilyrði Abubakars, sem Abiola fékk það sem talið er vera hjartaáfall og andaðist. Hver var Abiola? Það er harla kaldhæðnislegt að Abiola, sem stóð á sextugu, skyldi andast nú þegar einungis virtist vera tímaspursmál um það hvenær un yrði tekin um lækkun skatta á fyrirtæki fyrir árslok. Stjórnin hef- ur ítrekað lofað að lækka þá skatta og laga þá að því sem gerist í öðrum iðnríkjum innan þriggja ára. Mörgum spurningum ósvarað Gengi jensins hækkaði gagnvart Bandaríkjadollar fyrst eftir yfirlýs- ingu forsætisráðherrans en lækkaði aftur vegna óvissu um stefnu stjóm- arinnar í skattamálum. Mörgum spumingum er enn ósvarað og Has- himoto sagði t.a.m. ekkert um hversu mikil skattalækkunin yrði eða hvemig tekjutapi ríkisins yrði mætt. Orðalag Hashimotos þótti einnig hann yrði látinn laus úr haldi. Abiola átti rætur að rekja í suður- hluta Nígeríu og sótti sinn stuðning í stjórnmálum þangað á meðan flestir leiðtoga herforingjastjórnar- innai' koma úr norðurhluta lands- ins. Abiola lærði endurskoðun við Glasgow-háskóla í Skotlandi og hlaut góða stöðu við Pfizer-lyfjafyr- h-tækið í Nígeríu er hann sneri heim að námi loknu. Hann varð skjótt auðugur maður og eftir að hafa komið víða við í við- skiptaheiminum ákvað hann að bjóða sig fram i forsetaembættið er Ibrahim Babangida, þáverandi ein- ræðisherra, boðaði til borgaralegrar kosningar í júní 1993. Flestir em á einu máli um að Abiola hafi staðið vel að vígi í kosningunum þegar Ba- óskýrt og athygli vakti að hann kom sér hjá því að nota orðin „varanleg skattalækkun". „Það er erfitt að líta á ummæli hans sem skýrt loforð um varanlega lækkun tekjuskatta," sagði Mamoru Yamazaki, hagfræð- ingur í Tókýó. „Menn verða að giska á hvað hann á við og varanleg skattalækkun er h'klega það sem hann hefur í huga. Ef hann myndi nota orðin „varanleg skattalækkun" væri það til marks um skelegga for- ystu, en hann vill ekki segja þetta tæpitungulaust." Margir fiokksbræður Has- homotos hafa lagt fast að honum að lýsa yfir varanlegum skattalækkun- um og nokkrir þeirra sökuðu hann um að „flökta til og frá“ í skattamál- bangida ógUti þær án nokkurra út- skýringa. Fylgdu mikil mótmæli og óeirðir í kjölfarið og eftir að Ba- bangida hrökklaðist frá völdum náði Abacha, þá varnarmálaráðherra, að tryggja sér stjórn landsins. Abiola lét ekki mikið á sér bera meðan á þessu gekk, en á eins árs afmæli kosninganna, sem Ba- bangida hafði ógilt, lýsti hann sig réttkjörinn forseta landsins og tók Abacha þá til þess bragðs að varpa Abiola í fangelsi. Hafa þessir at- burðir síðan sett svip á öll stjórn- mál í landinu, en nú hafa semsé þessir andstæðingar í stjórnmálum báðir fallið frá með stuttu millibili. Er því kannski ekki furða þótt menn telji erfitt að spá um fram- haldið. um á fundi stjórnarflokksins um efnahagsmál í gær. Litlar líkur á meirihluta Kosningarnar á sunnudag gætu ráðið úrslitum um pólitíska framtíð Hashimotos, en þá verður kosinn helmingurinn af 252 þingmönnum í efri deild þingsins. Flokkur Has- himotos, Frjálslyndi lýðræðisflokk- urinn, hefur nú góðan meirihluta í neðri deildinni en vantar átta þing- sæti upp á hann í efri deild. Hefur það tafið fyrir lagasetningu og kem- ur sér illa nú þegar þörf er á skjót- um ráðstöfunum í efnahagsmálum. Flokkurinn hefur því vonast til þess að geta tryggt sér meirihluta í efri deildinni í kosningunum á sunnudag en nýjustu skoðanakann- anir benda til þess að það gerist ekki og stjórnarflokkurinn geti ver- ið ánægður haldist fylgi hans óbreytt. Hashimoto viðurkenndi í gær að það yrði jafnvel erfitt fyrir flokkinn að koma í veg fyrir fylgistap í kosn- ingunum. Stjórnmálaskýrendur telja að Hashimoto verði mjög valt- ur í sessi sem leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins aukist ekki fylgi stjórnarflokksins í kosningunum. Kynþátta- málin krauma undir með- al Astrala Canberra. Reuters. LJÓST þykir, að ekkert verði af nýjum þingkosningum í Astralíu í næsta mánuði eftir að John Howard forsætisráðheiTa og ríkis- stjórninni tókst að fá samþykkt lög, sem takmarka rétt frumbyggja til lands í eigu ríkisins, sem leigt hefur verið bændum. Tilgangurinn með lagasetning- unni var ekki síst að reyna að draga úr auknu fylgi við flokk Pauline Hanson, Eina þjóð, en hann berst gegn auknum innflytjendastraumi til landsins og gegn öllum sérrétt- indum frumbyggja. Hefði Howard boðað til kosninga í ágúst eins og hann hafði hótað, hefði Hanson hugsanlega komist í oddaaðstöðu á þingi. Stjórnmálaskýrendur og and- stæðingar Howards segja þó að kynþáttamálin verði áfram mikið hitamál svo lengi sem Hanson og flokkur hennar sjái sér hag í því. Lagasamþykktin gefur hins vegar Howard tíma til að vinna aftur á sitt band kjósendur, sem hafa flykkst yfir til Hanson. Kosningar fyrir árslok? Skoðanakannanir sýna, að stuðn- ingur við ríkisstjórnina er nú aðeins 35,5%, sex prósentustigum minni en við Verkamannaflokkinn, helsta stjórnarandstöðuflokkinn, og 7,5 prósentustigum minni en hann var um miðjan maí. Mismunurinn hefur farið beint yfir til Hanson og Einn- ar þjóðar eins og sést á því, að stuðningur við flokkinn hefur næst- um þrefaldast á hálfum öðrum mánuði eða farið úr 4,5% í 12,5%. Howard veit hvað þetta þýðir og komst að því í ríkisþingskosningun- um í Queensland í síðasta mánuði þegar Ein þjóð fékk næstum 23% atkvæða og velti þar með stjórn hægriflokkanna úr sessi. Að réttu lagi eiga almennar þing- kosningar að vera um mitt næsta ár, en þótt ekkert verði af ágúst- kosningum nú er ekki ólíklegt, að Howard boði til þeirra fyrir árslok. Flestir eru sammála um, að kyn- þátta- og innflytjendamálin verði þá eitt af kosningamálunum og ekki aðeins hjá Hanson og Einni þjóð. Foiystumenn meðal ástralskra frumbyggja ætla ekki aðeins að láta á nýju lögin reyna fyrir dómstólum, heldur ætla þeir að hefja alþjóðlega herferð gegn þeim. ----------------- Eiffel-turn- inn er og verður franskur FRÖNSK stjórnvöld tóku í gær af allan vafa um að Eiffel-turninn yrði eilíflega franskur og kæmist aldrei í eigu útlendinga. Frakkar ókyrrðust þegar stjórnvöld tilkynntu að til stæði að selja hlutabréf ríkisins í eign- arhaldsfélaginu Credit Foncier de France, sem á meirihlutann í fyrirtækinu sem sér um rekstur Eiffel-turnsins, og fregnir bárust af því að bandaríska stórfyrir- tækið General Motors væri hugs- anlegur kaupandi. í yfirlýsingu frá franska fjár- málaráðuneytinu kom fram að hinn frægi turn væri í eigu París- arborgar, sem væri óheimilt að selja hann. Hashimoto gagnrýndur fyrir óskýra stefnu í skattamálum Nagoya, Tdkýó. Reuters. Gefur óljós fyr- irheit um skattalækkanir t- [ . I i i í: i ♦ t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.