Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskulegi og hjartahlýi eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SIGURBJÖRNSSON hafnarstjóri, Borgarhlíð 6d, Akureyri, lést á heimili sínu, í faðmi eiginkonu og barna, þriðjudaginn 7. júlí. Bjarney Sigvaldadóttir, Einar Már Guðmundsson, Katrín Melstað, Bjarni Freyr Guðmundsson, Klara Guðmundsdóttir, Klara Guðmundsdóttir, Sigurbjörn Árnason, Kristjana Kristjánsdóttir, systkini, tengdaforeldrar og afabarn. Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, THELMA ÓLAFSDÓTTIR, Engihjalla 17, Kópavogi, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Einar Loftsson, Ólafur Jóhannesson, Trausti Örn Einarsson, Dagný Einarsdóttir, Þröstur Bjarnason, Elfa Eir Einarsdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÞÓRDÍS BERGSDÓTTIR, Arnarhrauni 44, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkort Barnauppeldissjóðs Thor- valdsensfélagsins, Austurstræti 4, Reykjavík, sími 551 3509. Guðbjörg Lilja Oliversdóttir, Jóhannes Örn Oliversson, Bergur Sigurður Oliversson, Sigríður Inga Brandsdóttir og barnabörn. RÓSA INGÓLFSDÓTTIR + Rósa Ingólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1911. Hún lést á Landspítalanum 27. júní siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 3. júlí. Látin er eftir stutta sjúkralegu elskuleg móðursystir mín, Rósa Ingólfsdóttir. Eg get ekki látið hjá líða að minnast hennar nokknim orðum þótt seint sé, en hún og fjölskylda henn- ar var svo stór hluti tilveru minnar síðan ég man eftir mér. Þau voru fimm systkinin, böm Ingólfs Lárassonar skipstjóra og Vigdísar Arnadóttur húsfreyju. Elstur var Arni, þá Láras og Orn og loks Rósa og Gyða, sem ein lifir systkini sín. Samheldni þessa hóps var alla tíð mikil þó vegir sumra þeirra lægju víða. Heimili fjöl- skyldunnar stóð lengst af innarlega við Bergstaðastræti eða frá 1917 og til þessa dags. Ingólfur og Vig- dís bjuggu þar til dauðadags, sömuleiðis Lárus og Örn, sem ekki kvæntust og enn búa þar þrír ætt- liðir, yngsta systirin, Gyða, ásamt manni sínum og Hjörtur sonur hennar og hans fjölskylda. Leikvöllur systkinanna var því Skólavörðuholtið, Vatnsmýrin og túnið í Félagsgarði sem var býli er stóð neðarlega í holtinu, neðan við Laufásveg. Það er undarlegt að skoða mynd af systranum prúð- búnum ásamt vinkonum þeirra, sem tekin var upp úr 1920, þar sem í baksýn er holtið, óbyggt að mestu, aðeins urð og grjót. Þetta var umhverfið, sem Rósa sleit barnsskónum í og þar bjó hún uns hún stofnaði sitt eigið heimili. Rósa stundaði nám í Miðbæjar- skólanum og síðan Verslunarskóla Islands, en þaðan útskrifaðist hún árið 1929 með sóma, því hún var góðum gáfum gædd og mikill námsmaður. Hún gaf sér líka tíma fyrir félagslífið, enda alla tíð mjög félagslynd, tók m.a. þátt í tveim leiksýn- ingum, sem settar vora upp á námsáran- um, Hlina kóngssyni og Mjallhvíti og dverg- unum sjö, en þar lék hún Mjallhvíti. Ef til vill hefur útlitið haft eitthvað að gera með það hlutverkaval, því Rósa var mjög lagleg og hafði mikið dökkt hár, þykkar flétturnar náðu langt niður á bak. Að námi loknu stundaði Rósa skrifstofustörf, lengst af hjá versluninni Geysi og unnu þær þar saman systurnar uns þær gengu í hjónaband. I sept- ember 1942 giftist Rósa Guðmundi I. Guðmundssyni, þá málafærslu- manni, síðar alþingismanni, ráð- herra og loks sendiherra og reynd- ist honum ávallt sá styrki bakhjarl, sem menn í hringiðu stjórnmál- anna þurfa á að halda. Þau hófu búskap í Reykjavík, en byggðu síð- an hús á Brekkugötu 13 í Hafnar- firði, þar sem heimili þeirra stóð uns Guðmundur tók við embætti sendiherra í London árið 1965. Þau hjón eignuðust fimm drengi, sem ég átti mikið saman við að sælda á æskuárunum og leit nán- ast á sem bræður mína, því sam- gangur systranna var mikill. Minnisstæðar eru vikulegar heim- sóknir okkar mæðgna í Hafnar- fjörð, í strætó, sem á þeim árum var töluvert meira ferðalag en í dag. Margt brölluðum við frændsystkinin á þessum árum, uppátækin mörg og ærslin oft töluverð. Aldrei man ég samt eftir að Rósa hafi skipt skapi við okkur, aðeins beint okkur á réttu braut- ina af mátulegum myndugleik. Samvistanna við frændurna, en sá elsti var fæddur á sama ári og ég, naut ég mjög, þar sem ég var ein- birni til níu ára aldurs og einka- bróðirinn fæddist ekki fyrr en tveim árum á eftir yngsta syni Rósu, Ævari. Húsið við Brekku- götu var í mínum huga sveipað ein- hverjum ævintýraljóma, staðsett beint undir Hamrinum, þar sem örugglega bjuggu bæði álfar og tröll, stórt og fallegt, með útsýni yfír höfnina. Heimilið var einstak- lega fallegt og smekklegt og alltaf voru móttökurnar þar jafn hlýleg- ar og myndarlegar, hvert sem til- efnið var. Árið 1965 flytja Rósa og Guð- mundur til London, er hann tók við starfi sendiherra þar. Ég heimsótti þau einu sinni meðan þau störfuðu þar og hafði nokkurra daga viðdvöl á leið lengra út í heim. Eins og endra nær vildu þau allt fyrir mig gera til að dvölin yrði sem skemmtilegust og er mér þessi heimsókn mjög minnisstæð. Þar varð ég svo vel vör við hina miklu umhyggju sem Rósa bar fyrir manni sínum og fjölskyldu allri, en það einkenndi hana til hins síðasta, umhyggjan, glaðlyndið og glettnin. Rósa var svo einstaklega gestrisin og hafði lag á að láta manni finnast að hún hefði einmitt verið að von- ast eftir manni í heimsókn og það einmitt núna. Eftir u.þ.b. 14 ára starf í utan- ríkisþjónustunni fluttu þau hjón aftur heim og stóð heimili þeirra þá á Sólvallagötu 8 í Reykjavík. Eftir lát Guðmundar í desember 1987, festi Rósa kaup á íbúð í Mið- leiti 7, þar sem hún bjó til dauða- dags. Énn var sama smekkvísin ríkjandi og þar leið henni mjög vel meðan heilsan entist. Samband systranna, Rósu og Gyðu, móður minnar, var alla tíð mjög náið og eftir að Guðmundur lést leið varla sá dagur að þær væru ekki í sam- bandi. Meðan heilsa Rósu var betri voru það bæjarferðir, vikulegar heimsóknir á Droplaugarstaði til Arna, elsta bróðurins, en hann lést á 90. aldursári 1992, fundir og ferðalög með eldri kvenskátum, sem þær höfðu báðar mjög gaman af, leikhúsferðir, utanlandsferð o.m.fl. Eftir að heilsu Rósu fór að hraka fækkaði samvistunum, en ég veit að móðir mín á eftir að sakna sárt daglegu símtalanna við Rósu systur. Við systkinin vottum sonum Rósu og fjölskyldum þeirra samúð okkar og þökkum henni samferð- ina og vináttuna við okkur og okk- ar fjölskyldur. Blessuð sé minning Rósu Ingólfsdóttur. Vigdís Sigurðardóttir. + Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, amma ''U' okkar og langamma, SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóðir frá Fossi á Skaga, sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu ""»"1|| Grund miðvikudaginn 1. júlí, verður jarðsungin ■ v+i Wjki. frá Háteigskirkju föstudaginn 10. júlí kl. 13.30. B -M:. Margrét Eggertsdóttir, Magnús Elíasson, Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, Vignir Ólafsson, Sigríður Jónsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Sigurður R. Ragnarsson og barnabarnabörn. + Faðir okkar, BENEDIKT KRISTJÁNSSON, fyrrum sjómaður og verkamaður frá Bolungarvík, elliheimilinu Grund, áður Barmahlíð 55, Reykjavík, andaðist á Elliheimilinu Grund fimmtudaginn 2. júlí sl. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 9. júlí, kl. 15.00. Kristján Benediktsson, Friðgerður Sigríður Benediktsdóttir, Ársæll Benediktsson. RAGNHILDUR HAFDÍS G UÐMUNDSDÓTTIR + Ragnhildur Haf- dís Guðmunds- dóttir fæddist á Sel- fossi 28. desember 1966. Hún lést á Landspítalanum 13. júní siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 23. júní. Hafdis var sannar- lega ljósgeislinn hans afa. Ég man þegar hún var að feta sín fyrstu spor hjá honum og ömmu í Kirkjuhúsi á Eyrarbakka. Það leyndi sér ekki að þar fór lítil manneskja með mik- inn vilja og ekki var alltaf hlaupið að því að ná sáttum um framgang mála eins og títt er um eldhuga á þessum aldri. Stund- um mátti lesa ósættið úr andlitinu litla stund, en það stóð ekki lengi. Innan skamms braust sólin fram og glettið brosið Ijómaði um litla andlitið. Eng- inn gladdist þá meir en afi, sem aldrei setti sig úr færi að fylgjast með litlu stúlkunni og gleðjast með henni við hvem unninn sigur. Þegar Hafdís fór að takast á við tilverana af eigin rammleik, þar sem fleiri hindranir biðu en margra samferðamanna, nýttust henni þessir eiginleikar, sem svo snemma birtust, viljafesta og lífslöngun með kímni sem aldrei var langt undan. Vcmdaðir legsteinar Varanle0 minning B AUTASTEINN Sími 568 8530 I Síöumúla 33 ♦ 108 Reykjavík ♦ Fax 568 8513 Hún eignaðist traustan mann, Pál Þórarinsson, og með honum þrjá augasteina, Inga Hrafn, Þór- arin Arna og Jón Guðmann, sem allir eru á barnsaldri. Það var unun að fylgjast með fjölskyldunni. Mamman setti alla piltana sína í hásæti og sparaði ekkert af eigin kröftum til að þeirra framgangur yrði sem mestur og uppeldi þeirra sem best. Hún gleymdi heldur ekki afa og ömmu fremur en öðram ná- komnum. Þangað lágu leiðir oft að færa ljós og líf í bæinn þeirra. Þá ljómaði afi einmitt alveg eins og forðum í Kirkjuhúsi þegar sigrar unnust og gleðin og kátínan ríkti. A síðasta kafla leiðarinnar háði Hafdís snarpa orastu við krabba- mein og varð að lúta í lægra haldi eins og móðir hennar fyrir rúmu ári. Við stöndum ráðþrota og horf- um yfir móðuna miklu. I fjarska sjáum við endurfundi Hafdísar við afa, sem kvaddi líka síðasta haust, og mömmu, sem vef- ur þau bæði sínum mildu móður- örmum. Þessa mynd berum við nú í brjósti fram til hversdagsins, sem bíður. Við Guðlaugur þökkum Haf- dísi samfylgdina og biðjum góðan Guð að milda sáran harm og stórt tóm þeirra sem sárast syi’gja. Hann leiði þau öll á Ijóssins veg um ókomin ár. Jónína Eiríksdóttir. , r 1 v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 554 4566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.