Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ r FRÉTTIR Kjaranefnd úrskurðar um launakjör prófessora Grunnlaun hækka um 50% og eru árangurstengd Jarðeðlisfræði frestað fyrir fótboltann Morgunblaðið/Halldór A sjötta tug gengur úr Alþýðubandalaginu KJARANEFND úrskurðaði í síð- ustu viku um kjör háskólaprófess- ora. Verða grunnlaun þeirra frá síð- ustu áramótum í lægsta flokki tæp- lega 212 þúsund krónur en þau voru að meðaltali um 145 þúsund árið 1996. Prófessorar geta með því að sýna árangur í starfí sínu flust upp um flokka og hækkað þar með grunnlaun sín. Byggist það á mati á starfsárangri þeirra sem fara á reglulega fram. Samkvæmt úrskurði kjaranefndar hækkuðu laun háskólaprófessora um 6,3% frá 1. maí 1997 en frá síðustu áramótum kemur fyrrgreind kerfís- breyting til. Verða launaflokkar þá fímm og eru grunnlaunin á bilinu 211.950 kr. til 269.661 kr. Pá er sett ákveðið hámark á kennsluyfirvinnu prófessora sem er 8-30 tímar eftir flokkum og ekki heimiluð í efsta flokknum. Laun verða metin eftir af- köstum við rannsóknir, kennslu og stjórnun og því einstaklingsbundin. Guðiún Zoéga, formaður kjara- nefndar, segir að kerfisbreytingin felist annars vegar í því að yfirvinna sé frá síðustu áramótum færð inn í grunnlaunin og hins vegar sé gerð sú grundvallarbreyting að hækkun milli flokkanna fimm ráðist af ár- FRAMKVÆMDASTJORN Evrópu- sambandsins telur að innheimta flugvallarskatta hér á landi brjóti gegn 36. grein samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið þar sem hærri skattur sé greiddur í milli- landaflugi en innanlandsflugi. Eftir- litsstofnun EFTA hefur málið nú til athugunar samkvæmt ábendingu framkvæmdastjómarinnar, að því er Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi- herra Islands í Brussel, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Gunnar Snorri sagði að fyrr á þessu ári hefði framkvæmdastjórn ESB hafist handa við athugun á inn- heimtu flugvallarskatta innan aðild- aiTÍkja Evrópusambandsins. Án þess að haft hafi verið samband við stjómvöld í löndunum hafi fram- kvæmdastjórnin ákveðið að láta kanna jafnframt framkvæmdina á Islandi og í Noregi þannig að könn- unin næði yfir allt Evrópska efna- hagssvæðið. Niðurstaða framkvæmdastjórnar- innar var sú að einungis í fjóram ríkjum sambandsins bryti innheimta flugvallarskatta ekki í bága við ákvæði 59. greinar Rómarsáttmál- ans, sem samsvarar 36. grein EES- angri í starfi. Allir prófessorar byrja í neðsta flokki þar sem mánaðar- launin eru tæplega 212 þúsund krón- ur. Kjaranefnd mun nú fljótlega meta árangur og starfsferil prófess- ora til hugsanlegrar hækkunar. Sér- stakar reglur um matið fylgja úr- skurðinum. Kerfisbreytingin háskólum og prófessorum til góðs Að sögn Guðmundar K. Magnús- sonar, prófessors og eins fulltrúa í viðræðunefnd prófessora, þýðir þessi kerfisbreyting að prófessorar, sem hafa jafnan tekið að sér auka- kennslu eða aðra yfirvinnu til að hækka laun sín, geti í stað hennar snúið sér í auknum mæli að rann- sóknum. Eru grunnlaunin ein í nýja kerfínu svipuð og grunnlaun voru áður að viðbættri yfirvinnu. Taldi Guðmundur að þessi kerfis- breyting yrði bæði háskólum og pró- fessorum til góðs þar sem hæfir menn myndu nú fást áfram til starfa og síður fara til útlanda. Hann taldi einnig að kerfið gæti hvatt menn til aukinna rannsóknastarfa, það væri í senn afkastahvetjandi og yrði til þess að prófessorar gætu nú helgað sig starfinu. samningsins. Mismununin felst í því að mismunandi gjald sé greitt eftir því hvort ákvörðunarstaður er inn- anlands eða utan. Gunnar Snorri sagði að fram- kvæmdastjórn ESB hefði ekki eftir- litshlutverk í þessum efnum gagn- vart íslandi og Noregi og þess vegna hefði hún farið þá leið að vekja at- hygli Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, á þessari stöðu mála. Ekki ólíklegt að ESA taki mark á framkvæmdastjórninni „I lok apríl fengum við bréf frá ESA þar sem þeir spurðust fyrir um hvernig þessum málum væri háttað á íslandi. Við svöraðum því bréfi í júní og sendum alla lagatexta og all- ar upplýsingar um framkvæmd mála á íslandi. ESA er með það svar til athugunar núna og við eigum eftir að fá nánari túlkun þeirra. Við vitum að framkvæmdastjórnin er búin að gera upp hug sinn hvað varðar aðildarríki Evrópusambandsins. Það er ekki ólíklegt að ESA taki talsvert mai-k á þvi hver túlkun framkvæmdastjórn- arinnar hefur verið,“ sagði Gunnar Snorri. Hann sagði að það hefði komið ÞÁTTTAKENDUR á Ólympíu- leikunum í eðlisfræði, sem lýkur í dag, voru ekki uppteknari af vís- indunum en svo að þeir gáfu sér tíma til að horfa á leik Króatíu og Frakklands í heimsmeistara- keppninni í fótbolta í Laugardals- höllinni í gærkvöld. Fyrir vikið var fyrirlestri Magnúsar Tuma upp í umræðunni að skattheimta er utan gildissviðs EES-samningsins. „Það gæti verið þáttur í málinu en á móti kemur að skattheimta er heldur ekki samræmd innan Evrópusam- bandsins. Samt hefur framkvæmda- stjórnin komist að þessari niður- stöðu. Það er því ekki víst að það sé hægt að taka skattheimtu sem slíka út fyrir sviga. Meginregla EES- samningsins er jú sú að ekki megi mismuna eftir þjóðerni, í þessu til- viki áfangastað flugvélar." Sendiherrann sagði að þegar ESA hefði lokið athugun gagna um málið frá íslandi og Noregi myndi stofnun- in væntanlega senda frá sér niður- stöður og þá gætu stjómvöld í lönd- unum tveimur tekið málið til form- legrar meðferðar enda væri ESA sá aðili sem væri formlega til þess bær að gera athugasemdir við málið. Um það hvort ástæða væri til að gera athugasemdir við það að málið kom upp að framkvæði fram- kvæmdastjómarinnar sagðist Gunn- ar Snorri ekki telja að neitt væri við þvi að segja þótt framkvæmdastjórn ESB fylgist með framkvæmd EES- samningsins innan EFTA, „rétt eins og við fylgjumst með því hvemig Guðmundssonar jarðeðlisfræð- ings um baráttu elds og íss frestað um stund. Fremstir við sjónvarpsskjáina sátu stuðnings- menn Frakka og Króata, sem voru stríðsmálaðir í tilefni leiks- ins og heldur ólíkir hinum alvöru- gefnu ungmennum, sem fyrr í vikunni grúfðu sig yfir prófblöð. framkvæmdin er innan Evrópusam- bandsins sjálfs,“ sagði hann. „Það hefði verið ástæða til að gera athuga- semdir ef framkvæmdastjórnin hefði haft samband beint við íslensk stjómvöld eða norsk. En þeir fóra rétta leið og vöktu athygli ESA.“ 165 kr. innanlands, 1.250 i millilandafiugi Flugvallarskattur í innanlands- flugi er 165 krónur, samkvæmt upp- lýsingum Flugmálastjórnar, en 1.250 krónur í millilandaflugi, nema til Grænlands og Færeyja 165 krónur. í samtali við Gunnar Snorra kom fram að viðhorfið hérlendis kynni að vera annað að einhverju leyti en á meginlandinu þar sem t.d. flug milli Parísar og Lyon annai's vegar og Parísar og Lúxemborgar hins vegar væri annars vegar innanlandsflug en hins vegar millilandaflug þótt svip- aða vegalengd væri að fara. Hann taldi hugsanlegt að hætt væri að réttlæta mismunandi gjaldtöku með því að binda hana við vegalengd eða flugvélartegund en erfitt væri að verja viðmiðun við það hvort áfanga- staðurinn er innan eða utan landamæra ríkis innan EES. Ursagnir for- ystumanna úr ungliðahreyf- ingu og á Austurlandi ÞRIR af helstu forystumönnum í ungliðahreyfingu Alþýðubandalags- ins sögðu sig úr flokknum í gær. Sama er að segja um tvo af þremur aðalmönnum og annan af tveimur varamönnum í framkvæmdaráði Al- þýðubandalagsins í Austurlands- kjördæmi. Aðalskrifstofu flokksins í Reykjavík höfðu í gær samtals borist 59 úrsagnir eftir aukalands- fundinn sem haldinn var um síðustu helgi, flestar þeirra frá Þórshöfn þar sem allir meðlimir Alþýðubanda- lagsfélagsins yfirgáfu flokkinn. Sigfús Ólafsson, ritari Alþýðu- bandalagsins og fulltrúi í fram- kvæmdastjóm, Steinþór Heiðars- son, formaður Drífanda, félags ungs Alþýðubandalagsfólks í Reykjavík, og Magnús Magnússon, varafor- maður Verðanda, landssamtaka ungs Alþýðubandalagsfólks, sendu í gærkvöldi frá sér fréttatilkynningu um að þeir hefðu sagt sig úr flokkn- um. Ástæðuna sögðu þeir vera þá að þeir væra ósammála þeirri stefnu sem samþykkt hefði verið í viðræðunefndum stjómarandstöðu- flokkanna um samfylkingu. Þre- menningarnir útilokuðu þó ekki að leiðir þeirra og Alþýðubandalagsins gætu legið saman að nýju. Á fundi í kjördæmisráði Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi í gær- kvöldi tilkynntu Guðmundur Beck, ritari ráðsins, stjórnarmaðurinn Hallveig Ingimarsdóttir og vara- maðurinn Magnús Stefánsson úr- sögn sína úr flokknum. Guðmundur var í þriðja sæti á framboðslista AI- þýðubandalagsins í síðustu Alþingis- kosningum. Þrír efstu menn á þeim lista - Hjörleifur Guttormsson, Þuríður Backmann og Guðmundur - hafa því yfirgefið flokkinn. Sérblöð í tiag Framkvæmdastjórn ESB hefur gert athugasemdir við ESA Telur innheimtu flugvallar- skatta brjóta gegn EES 8SmHt VIDSIOFn AIVINNULÍF VÍSINDI Hagnýting hugmynda Rannsóknastarf Háskólans/B3 SAMGÖNGUR Rútusam- eining Stærsta rútufyrirtækið/B6 Handknattleikslandsliðið herjar á Hiroshima/C4 Heimamenn mæta heimsmeist- urunum í úrslitum HM/C2 r t i i t i > ! \ I i : >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.