Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ ^46 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 SIGRÍÐUR SVAVA EINARSDÓTTIR + Sigríður Svava Einarsdóttir fæddist á Fremra- Hálsi í Kjós 16. des- ember 1911. Hún lést á Landspítalan- um 29. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Einar Ólafsson, f. 26.6. 1862, d. 8.1. 1919, og Jóhanna Þor- steinsdóttir, f. 28.7. 1878, d. 1.4. 1947. Sigríður átti sex al- systkini: Guðmund, f. 29.10. 1908, d. 18.9. 1988, Þóru, f. 20.7. 1909, d. 16.2. 1993, Lovísu, f. 16.12. 1910, d. 26.12. 1954, Jóhönnu, f. 20.6. 1913, d. 29.7. 1954, Ólavíu f. 1.10. 1915, og Sigrúnu, f. 16.7. 1918. Hálfsystkini hennar voru: Þórður Einarsson, f. 31.10. 1890, d. 12.12. 1961, Þorsteinn Eiríksson, f. 5.9. 1896, d. 23.3. 1952, Sigurmann Eiríksson, f. 17.10. 1897, d. 30.10. 1940, Kristvaldur Eiríksson, f. 12.1. 1899, d. 13.3. 1993, Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 7.9. 1900, d. 8.7. *"* 1995, Þuríður Eiríksdóttir, f. 1902, d. 1907, og Lúðvík Dal- berg Þorsteinsson f. 29.4. 1921. Sigríður giftist Bjarna Agústssyni Mæhle, f. 21.5. 1912, frá Mæhle á Osteröy í Noregi, árið 1935. Foreldr- ar Bjarna voru Bertha Maria Mæ- hle og Nikolai Aug- ust Mæhle. Sigríður og Bjarni settust að í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni: 1) Ágúst Bent, f. 19.5. 1935, d. 18.2. 1980, hann var þríkvæntur, dætur hans eru: Birna, f. 4.8. 1955, Sigríður, f. 26.11. 1957, Selma, f. 22.12. 1959, og Bryn- dís, f. 15.7. 1964. 2) Jóhann, f. 9.5. 1949, maki Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, f. 24.5. 1951, börn þeirra eru: Bjarni Ingvar, f. 4.3. 1977, Jökull, f. 16.8. 1983, og Svava Lind, f. 18.12. 1989. Barnabarnabörnin eru 11. Sigríður Svava verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag, fimmtudaginn 9. júlí, er til moldar borin tengdamóðir mín og vinkona Sigríður Svava Einarsdótt- ir. Ég kynntist Sigríði fyrir um 30 árum þegar ég tengdist fjölskyldu hennar. Sigríður var glæsileg kona, hreinskilin og ákveðin í skoðunum. Hún var einstaklega gestrisin og myndarleg húsmóðir og var alla tíð mjög gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, Sigríðar og Bjarna. Það var gott að eiga Sigríði að og reyndist hún mér sem og öðrum fjölskyldumeðlimum sem besta móðir. Þegar eitthvað stóð til í fjöl- skyldunni var hún ætíð reiðubúin að koma og aðstoða, hvort heldur var að gæta barna og bús eða undirbúa afmæli, skírnar- eða fermingarveisl- ur. Allt sem hún gerði, gerði hún af áhuga, kunnáttu og umhyggjusemi. Þegar Jóhann, eiginmaður minn, Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 þurfti að skreppa til útlanda vegna starfa síns bauðst hún gjarnan til að koma í Mosfellsbæinn og gæta barnanna svo að ég gæti farið með honum. Það var alveg sama hvemig stóð á hjá henni sjálfri, ef aðrir þurftu aðstoð lagði hún frá sér eigin verk til að rétta þeim hjálparhönd. Sigríður var gáfuð og víðsýn kona. Gaman var að heimsækja hana í Skipholtið, þiggja hjá henni ljúf- fengar veitingar og ræða við hana því aldrei skorti umræðuefnin, en aldrei heyrði ég hana þó hallmæla nokkrum manni. Það vakti oft undr- un mína og aðdáun hve börn hænd- ust að henni og þeim trúnaði sem þau sýndu henni. I staðinn fengu þau hvatningu og uppörvun sem er svo mikilvæg þeim sem eru að vaxa úr grasi. Mikið fannst börnunum í fjölskyldunni gott að heimsækja hana ömmu, létta á hjarta sínu og fá r Blómaúwðirí > öaúðshom ^ v/ Hossvogski^kjugai'ð a Sími: 554 0500 LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986 | LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. ÍK S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 MINNINGAR í leiðinni góðgæti í munninn og aur í vasann. Þótt ævi Sigríðar hafi verið löng og farsæl þurfti hún að ganga í gegnum þá þungbæru reynslu að lifa eldri son sinn, Ágúst Bent. Lát Bents var henni mjög þungbært og átti hún erfitt með að sætta sig við það. Nú 18 árum síðar var komið að henni sjálfri að kveðja þetta líf. í vor var ljóst að tími sá er við fengj- um að hafa hana hjá okkur væri að renna út. Það lýsir vel þessari óeig- ingjörnu konu, að þegar við rædd- um um að hætta við fýrirhugað sumarleyfi okkar núna í vor á ír- landi aftók hún það með öllu og sagðist mundu lifa þangað til við kæmum aftur. Á þjóðhátíðardaginn vorum við afkomendurnir vön að hittast heima hjá Sigríði og drekka hjá henni þjóðhátíðarkaffið og var svo einnig nú. Ég held að ekkert okkar, sem sátum þetta kveðjuhóf, hafi á þeim degi verið Ijóst hve veik hún var orðin og að kveðjustundin væri að renna upp. Ellefu dögum síðar var hún svo lögð inn á Land- spítalann og degi síðar kvaddi hún þessa jarðvist, með þeirri reisn sem einkenndi svo mjög allt hennar líf. Það voru umfram annað fórnfýsi og þjónusta sem einkenndu líf Sig- ríðar Svövu Einarsdóttur. Auðug af andlegum verðmætum hóf hún þetta líf og mun auðugri hverfur hún nú á braut. Frómt líf og farsæll dauði fylgjast með réttu að, af hveijum heimsins auði helst vilda’ ég kjósa það. (Hallgrímur Pétursson.) Nú þegar ég kveð mína ástkæru tengdamóður og vinkonu með sökn- uði finn ég fyrst og fremst til þakk- lætis fyrir að hafa fengið að vera henni samferða á lífsins vegi. Ég gleðst yfir farsælu lífi hennar þakk- lát íyrir að hún var sú sem hún var. Guð blessi minningu Sigríðar Svövu Einarsdóttir. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir. Elskuleg móðursystir mín er dá- in. Það er sárt til þess að hugsa að eiga ekki oftar eftir að sjá Siggu sparifrænku mína. Það er ríkidæmi að hafa átt slíka frænku sem Sigga var og hafa notið samvista við hana meira og minna í yfir 50 ár. Á heimili Siggu voru allir vel- komnir, jafnt háir sem lágir. Það var sama á hvaða tíma dags eða hvernig á stóð, öllum var fagnað og allt það besta borið á borð, og það voru kræsingar í lagi. Sigga var snillingur í bakstri og matargerð. Frænka mín var einstök kona. Hún vildi allt fyrir alla gera, en ætlaðist ekki til neins af öðrum. Það var sama hvað mikið hún lagði af mörk- um fyrir aðra, það tók því ekki að minnast á það, að henni fannst. Það er varla hægt að minnast Siggu án þess að nefna Bjarna mann hennar í sama orðinu, því svo einstakt var þeirra hjónaband sem byggðist upp á ást, virðingu og umhyggju þeirra hvors fyrir öðru. Ekki var umhyggjan og ástin síðri fyrir tveimur sonum þeirra og fjölskyldum þeirra. Sigga og Bjarni eignuðust tvo syni, Bent sem var hárskeri og Jóhann sem er raf- magnsverkfræðingur. Einnig ólu þau upp tvær dætur hans Bents, þær Birnu og Sússý. Benti var öll- um mikill harmdauði, þegar hann lést langt um aldur fram aðeins 44 ára gamall. Ég held að Sigga hafi aldrei náð gleði sinni að fullu eftir lát Benta. Henni fannst eitthvað af sér sjálfri deyja með honum. Jóhann, yngri sonurinn, hefur svo sannarlega staðið undir nafni sem sólargeisli foreldra sinna, ekki síður en Bent sem var 15 árum eldri. Jóhann hefur reynst foreldr- um sínum einstakur sonur og ekki hvað síst eftir að veikindi herjuðu á þau hjónin. Eins og hendi væri veifað var fótunum kippt undan Bjarna. Hann fékk heilablæðingu fyrir þremur árum og hefur síðan verið bundinn hjólastól. Það gekk mjög nærri Siggu frænku minni að vera sjálf orðin svo heilsulaus að hún gat ekki hjúkrað manni sínum. Það er þó ljós sem skín í gegn. Það er æðruleysi Bjarna. Þvílík geð- prýði, sálarró og ljúf lund er ein- stök hjá manni sem aldrei varð misdægurt en á nú allt sitt undir öðrum komið. Bjarni dvelur á hjúkrunarheimili við gott atlæti og var það Siggu mikil huggun að vita af Bjarna í svo góðum höndum. Ég veit að móðir mín hefur ekki aðeins misst elskulega systur held- ur líka sína bestu vinkonu. Þennan missi getur enginn bætt henni, svo einstök sem Sigga var. Mörg börn fengu að skarta fallegu útprjónuðu peysunum frá Siggu, ekki bara barnabörn og langömmuborn, heldur líka frænkur, frændur og vinir. Sigga mín. Bömin mín eni afar þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir „bestu frænku“ eins og þau kölluðu þig. Þú fylgdist alltaf með þeim af áhuga, hvar sem þau vora í heimin- um. Þegar þú hittir þau, hvattir þú þau í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Fyrir alla þá umhyggju þakka þau þér. Elsku Sigga mín, þú varst tilbúin að fara. Þú hefur nú fengið hvíldina og ert laus við allar þjáningarnar. Fyrir það erum við þakklát, en þín verður sárt saknað af öllum sem þekktu þig. Elsku frænka mín, takk fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Elsku Bjarni minn, missir þinn er mestur. Guð styrki þig í sorginni. Jóhann minn, Bima, Sússý og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurhanna og fjölskylda. Elsku amma. Núna ertu farin af jörðinni til betri heima og ég veit að þar mun þér líða vel. Við söknum þín auðvitað ótrúlega mikið en get- um alveg leyft þér að deyja, svo mikið elskum við þig. Þú varst alveg rosalega veik inni á spítala en samt gafstu okkur pening til að eyða á Spáni í ágúst. Æ, amma, við sökn- um þínum svo mikið. Það er svo skrítið að fara aldrei aftur í heim- sókn til þín í Skipholtið því þangað var alltaf svo gott að koma og við héldum að það tæki ekki enda. En núna eru allar þínar kvalir horfnar og þú ert farin upp til Guðs og getur þar verið bein í baki. Þetta er alltaf svo mikill söknuður fyrir okkur, sérstaklega afa, og við biðjum til Guðs að taka vel á móti þér og hugsa vel um þig. Þínar, Hildur Selma og Berta María. Elsku amma. Þetta samdi ég til þín. Stöðvið klukkumar. Dragið fyr- ir sólina. Takið stjörnurnar niður af himninum. Stöðvið allar skemmtan- ir og hátíðir því lífinu er nú búið að eyða og nú getur ekkert gott látið af sér leiða. - Því hún er dáin. Það dimmir, dauðinn kemur hverfur ljós, sólin skín skemur. Koma vind- ar, koma nætur, sit í sorg, hjartað grætur. Þú varst minn grátur, hlát- ur, minn sanni vinur. Nú þegar þú ert farin, mín veröld hrynur. Þú varst mín sunnudagshvíld og dagleg gleði, mitt farartæki, minn lífsins sleði. Þú varst mitt norður, suður, austur og vestur og í augum mínum manna mestur. Ég elska þig, amma mín. Þín, Svava Bjarney. Þegar ég minnist ömmu minnar, er mér efst í huga þakklæti, þakk- læti fyrir að hafa átt hana að öll þessi ár, fyrir ást hennar og stuðn- ing og nú seinni árin fyrir vináttu hennar. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku, í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. 0, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir Iifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr) Elsku amma, þakka þér fyrir allt og allt, og afi minn, þér sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður Ágústsdóttir (Sússý). Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefúr þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfúm - eins og þú. (Davíð Stefánsson). Sigríður Svava Einarsdóttir, mín kæra systir, kvaddi jarðneska lífið 29. júní, og er hennar sárt saknað. Hugljúfar minningar eru dýrmætur sjóður. Þær eru vel geymdar í fylgsnum hugans, og koma þegar við viljum. Hvert orð í ljóði Davíðs gæti átt við manngerð Sigríðar. Hún var ávallt fús að taka að sér erfið störf fyrir aðra, og vildi öllum gott gera. Sign'ður var dóttir hjón- anna Jóhönnu Þorsteinsdóttur og Einars Ólafssonar, bónda í Fremra- Hálsi í Kjós. Hún átti 13 systkini. Þegar Sigríður var átta ára göm- ul, andaðist faðir okkar. Þá brá móðir okkar búi, seldi jörðina og flutti að Eiði í Mosfellssveit, með sín 14 börn. Þetta sama ár var Thor Jensen að byrja að rækta upp Korpúlfsstaðina og fengu eldri bræður okkar vinnu um sumarið hjá þeim góða manni. Árið 1923 flutti móðir okkar til Viðeyjar með börn- in. Á þessum tíma var blómleg byggð á austureynni og traust at- vinna. Við áttum skemmtilegt heim- ilislíf í Viðey, sérstaklega meðan öll systkinin voru heima, þá var mikið sungið. Systir okkar og móðir spil- uðu á gamalt orgel, sem var til og einn bróðirinn spilaði á harmon- ikku. Svo var farið í alls konar inni- og útileiki. I Viðey kynntist Sigríð- ur systir mín eiginmanni sínum, Bjarna Ágústssyni. Bjarni Ágústs- son, glæsilegur ungur maður, bún- aðarskólagenginn frá Noregi, var ráðinn sumarlangt til að stjóma nýjum landbúnaðarvélum hjá Egg- erti Briem stórbónda og Iandeig- anda í Viðey. Kárafélagið var þar með togaraútgerð, sem skapaði mikla vinnu og góða afkomu heimil- anna. Það var mikið lán fyrir ekkju með 14 börn að flytjast til Viðeyjar á þessum tíma, í góð húsakynni, vinna handa öllum sem höfðu aldur til þess og þarna var líka góður bamaskóli og færir kennarar. Það er langur og strangur vinnu- dagur hjá móður með 14 börn. Ekki var Sigríður há í loftinu þegar hún fór að hjálpa móður okkar við heim- ilisstörfin. Hún hafði alltaf djúpan skilning á því, hvað kom sér best til þess að létta henni störfin. Eftir að Sigríður og Bjarni Ágústsson, mað- ur hennar, stofnuðu sitt eigið heim- ili, bakaði hún allar smákökur og tertur fyrir jól á hverju ári, og færði henni. Þetta kom sér vel, því móðir okkar var gestrisin og var oft fjöl- menni á heimili hennar. Eins var það þegar þau hjón keyptu sína íyrstu þvottavél, þá sótti Bjarni all- an þvott til hennar og fór svo með hann hreinan og fullfrágenginn til baka. Bjarni var móður okkar sem góður sonur. Þegar svo móðir okkar lagðist mikið veik, 68 ára gömul, og fyrirsjáanlegt af lækni að engin von væri um bata, lokuðu Sigríður og Bjarni heimili sínu í tvo mánuði og fluttu heim til hennar í Hátún 21, til þess að Sigríður gæti annast hana og hjúkrað fram í andlátið. Dvöl Bjama varð lengri á íslandi en hann hugði í fyrstu. Bjami og Sig- ríður gengu í hjónaband árið 1935. Þau eignuðust tvo syni, Ágúst Bent rakara og Jóhann rafmagnsverk- fræðing. Þau lifðu í farsælu hjóna- bandi, en urðu fyrir þeirri lífsreynslu að missa eldri son sinn, Ágúst Bent, 44 ára gamlan, lát hans var þeim þungbært. Heimili Bjama og Sigríð- ur stóð alltaf opið fyrir ættingjum og vinum, og hjá þeim vom höfðinglegar móttökur og vinátta. Aldrei gæti ég þakkað minni hjartkæm systur og manni hennai’, hvað þau vom mér og bömum mínum góð. Elsku systir mín, vertu blessuð og sæl og algóðum Guði falin. Sigrún Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.