Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Skíðadeild Leifturs
og Ferðamálaráð
Karl Hjaltason smíðaði báta fyrir siglingaklúbbiim Nökkva
Iðnþróunarfélag
Eyjafjarðar
Olafsfjarðar
Fjórar
gönguferðir
í sumar
SKÍÐADEILD Leifturs og Ferða-
málaráð Ólafsfjarðar verða með
skipulagðar gönguferðir í sumar líkt
og síðustu sumur og verða þær alls
fjórar að þessu sinni.
Fyrsta ferðin verður næstkom-
andi laugardag, 11. júlí, í Fossdal, en
hann er ystur af dölum Ólafsfjarðar
í vestanverðum fírðinum og af-
markast af hinu stórfenglega
Hvanndalabjargi að norðvestan.
Ferðin er létt og þægileg og tekur
3-4 klukkutíma. Lagt verður af stað
kl. 13 frá Kleifum.
Næsta ferð verður laugardaginn
1. ágúst, en þá verður gengið frá
Skeggjabrekkudal fyrir Héraðs-
fjarðarbotn til Siglufjarðar, svo-
nefnda botnaleið. Þetta er þægileg
leið en frekar löng, gera má ráð fyr-
ir 7-8 klukkustunda göngu. Gert er
ráð fyrir að fara með rútu til baka,
en eins er upplagt fyrir gesti Síldar-
ævintýrisins að ganga með og verða
eftir á Siglufirði.
Síðasta ferðin verður í tengslum
við svonefnda Tröllaskagatvíþraut 8.
ágúst næstkomandi. Gengið er frá
Dalvík yfir Reykjaheiði, að Reykj-
um sem er eyðijörð innst í Ólafsfirði
við rætur Lágheiðar.
Lokaferðin verður í Fossdal 5.
september. Skíðadeildin tekur auk
þessa að sér að lóðsa fólk um hinar
fjölmörgu gönguleiðir sem eru í og
við Ólafsfjörð.
Söngvaka
SÖNGVAKA verður í Minjasafns-
kirkjunni á Akureyri í kvöld,
fimmtudagskvöldið 9. júlí. Flutt
verða sýnishorn íslenskrar tónlistar-
sögu, s.s. rímur, tvíundarsöngur,
sálmar og eldri og yngri sönglög.
Dagskráin hefst kl. 21.
Hagkvæmni
fiskgelatín-
verksmiðju
könnuð
IÐNÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarð-
ar stýrir verkefni sem nú er að hefj-
ast, en það miðar að uppbyggingu
fiskgelatínverksmiðju sem sett yrði
upp á Eyjafjarðarsvæðinu. Verk-
efnið er unnið í samstarfi við Iðn-
tæknistofnun Islands, Útgerðarfé-
laga Akureyringa og Fiskiðjusam-
lag Húsavíkur. Greint er frá þessu
verkefni í Heillaráði, fréttabréfi
Iðnþróunarfélagsins.
Gerð verður hagkvæmniathugun
fyrir slíka verksmiðju, úttekt á mark-
aði í útlöndum, mat lagt á nauðsyn-
legar byggingaframkvæmdir og
stofnkostnað, sem og framleiðslutæki
og búnað. Áætlað er að þessi athug-
un taki 6-12 mánuði og að kostnaður
við hana nemi 2-3 milljónum króna.
Um 12 þúsund tonn af roði
og beinum
Gelatín er prótein sem aðallega er
notað við matvæla-, lyfja- og snyrti-
vöruframleiðslu en einnig í rafeinda-
og prentiðnaði. Árleg framleiðsla
gelatíns er um 250 þúsund tonn og
fer eftirspum vaxandi. Efnið er
fyrst og fremst unnið úr svína- og
nautgripahúðum og beinum slátur-
dýra, en vegna breytinga á neyslu-
mynstri fólks hefur hefðbundið hrá-
efni farið minnkandi. Hafa framleið-
endur því verið að svipast um eftir
öðru hráefni til vinnslu gelatíns og
kastljósið beinst að sjávarfangi, sér-
staklega roði og beinum. Hér á iandi
falla til um 12 þúsund tonn á ári af
roði og beinum og benda lauslegar
áætlanir til að nýta mætti 30-50%
þess til gelatínsframleiðslu.
Þegar stendur yfir samstarfs-
verkefni í Evi'ópu sem hefur að
markmiði að ná tökum á framleiðslu
gelatíns úr fiskúrgangi. Þá hefur
Útgerðarfélag Akureyringa að und-
anfórnu safnað fiskroði til útflutn-
ings fyrir fyrirtækið Norland ltd. í
Nova Scotia í Kanada, en það fram-
leiðir nú þegar gelatín úr fiskroði.
-----------------
Umferðarljós á
erfíð gatnamót
NÝ umferðarljós á mótum Hörgár-
brautar og Hlíðarbrautar á Akur-
eyri loguðu í fyrsta sinn um níuleyt-
ið á þriðjudagskvöld. Að sögn lög-
reglunnar á Akureyri hafa þessi
gatnamót hafa verið ein þau hættu-
legustu í bænum hingað til. Um-
ferðarhraði við þau hefur verið mik-
ill en þetta eru fyrstu gatnamótin
sem komið er að þegar keyrt er
norðanmegin inn í bæinn.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Andlát
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
KARL Iijaltason og Gunnar Hallsson með fríðum flokki barna í Siglingaklúbbnum Nökkva.
FÉLAGAR í siglingaklúbbn-
um Nökkva á Akureyri
efndu til siglingar á dögun-
um til heiðurs velunnara sín-
um, Karli Hjaltasyni, en
hann hefur á siðustu árum
smiðað 14 báta fyrir félagið.
Auk þess hefur hann einnig
smiða fjölda báta sem börn á
sumardvalarheimilinu Ás-
tjörn hafa til umráða. Félag-
ið hefur keypt efnið en Karl gefið
vinnu sina.
Karl lærði húsgagnasmíði hjá
föður sínum rétt fyrir seinni
heimsstyrjöld og starfaði við iðn-
ina til ársins 1964 þegar hann
hóf smíðakennslu við Barnaskóla
Akureyrar þar sem hann starfaði
alla tíð upp frá því.
„Það hefur verið mjög
skemmtilegt að smíða þessa báta,
maður er ekki ýkja lengi að
smiða hvern bát, ég var með tvo
til fjóra í takinu í einu,“ sagði
Karl. „Ég hafði afskaplega gam-
an af þessu, en sjónleysið hefur
Afskaplega
gaman að
smíða báta
sem síðar urðu félagar í
Nökkva smíðuðu hjá mér
skútur í skólanum."
háð mér síðustu tvö til þijú ár
þannig að ég get lítið gert núna.
Karl sagðist hafa verið viðloð-
andi siglingaklúbbinn um Iangt
skeið. Hann ólst upp í fjöruborð-
inu við Hafnarstræti á Akureyri
og varði drjúgum tíma niðri við
sjóinn. „Ég þvældist mikið á
bryggjunum og niðri í fjöru, undi
mér þar best,“ sagði hann.
Fjölmargir nemendur Barna-
skólans muna eflaust eftir skút-
unum sem Karl lét börnin gera,
en iðulega var farið með þær í
siglingar niður að sjó. „Þetta var
afskaplega vinsælt og margir
Stigvaxandi áhugi
Gunnar Hallsson hjá
Nökkva sagði gott að eiga
menn eins og Karl að en
hann hefði reynst félaginu
vel. Hann sagði báta hans af-
bragðsgóða og hefðu þeir
reynst mjög vel. Elstu bát-
arnir væru orðnir tíu ára gamlir,
en væru enn í fullu gildi.
Starfsemi Nökkva hefur farið
stigvaxandi og tengdi Gunnar
það m.a. betri aðstöðu, en fyrir
fjórum árum var reist lítið hús á
athafnasvæði félagsins og svæðið
umhverfis það malbikað á síðasta
ári. Nú vantar félagið tilfinnan-
lega geymsluhúsnæði fyrir búnað
sinn og hefur leyfi fengist til að
byggja 40 fermetra hús á svæð-
inu, en siglingamenn ætla að
freista þess að fá leyfí fyrir
stærra húsi.
Danskur
gullsmiður í
Deiglunni
LISBETH Nordskov gullsmiður
opnar sýningu í Deiglunni í dag,
fimmtudaginn 9. júlí.
Hún er fædd á Helsingjaeyri í
Danmörku 1944 og lauk gullsmíða-
námi 1966. Lisbeth dvelur nú í
gestavinnustofu Gilfélagsins. Hún
hefur sýnt verk sín víða um heim en
nú í fyrsta skipti á Islandi. Sýningin
samanstendur af nettum sýnishorn-
um af viðfangsefnum hennar að
undanförnu.
Sýningin er sölusýning og er opin
daglega frá kl. 14 til 18 til 26. júlí
næstkomandi, en um næstu helgi
verður einnig opið frá kl. 19 til 22.
Aksjón
Fimmtudagur 9.jtílí
21.00Þ-Sumarlandið Þáttur fyrir
ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í
ferðahug.
Fimmtudagskvöld
DKK
hita upp fyrir helgina
Föstudags- og
laugardagskvöld
Rúnar Júlíusson
ásamt Tryggva Hiibner
„með stuð í hjarta"
Frá Ólafs-
fírði til
Siglufjarðar
FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir
til gönguferðar næstkomandi laug-
ardag, 11. júlí. Gengið verður f'rá
Ólafsfírði og þaðan um Rauðskörð í
Héðinsfjörð og loks um Hestsskarð
til Siglufjarðar.
Brottför er kl. 8 frá skrifstofu fé-
lagsins í Strandgötu 23 en þar fást
nánari upplýsingar og skráning fer
þar fram.
A kaffi-
húsi í rign-
ingunni
EFLAUST hefur gróðrinum ekki
veitt af hellidembunum sem
gusaðist yfir Eyfirðinga í fyrra-
dag en skammturinn var nokkuð
stór að mati þeirra sem ekki eiga
sérstakra hagsmuna að gæta.
Þeir sem búa svo vel að eiga
regnhlífar spenntu þær upp fyrir
gönguferðina og létu veðrið ekki
hafa áhrif á útiveru sína, en í
rigningu er líka ósköp notalegt
að setjast inn á kaffihús og skrifa
vinum og kunningjum línu yfir
kakóbolla.
GUÐMUNDUR
SIGURBJÖRNSSON
GUÐMUNDUR Sigur-
bjömsson hafnarstjóri
lést á heimili sínu á
Akureyri síðastliðinn
þriðjudagsmorgun.
Hann var fæddur 22.
maí árið 1949. Foreldr-
ar hans eru Sigurbjörn
Árnason og Klara Guð-
mundsdóttir.
Guðmundur var
tæknifræðingur að
mennt. Hann starfaði
um skeið á tæknideild
Akureyrarbæjar en var
hafnarstjóri á Akureyri
í um tvo áratugi.
Guðmundur tók virkan þátt í fé-
lagsmálum, var félagi í
Lionsklúbbnum Hæng á
Akureyi-i og var ötull
liðsmaður íþróttafélags-
ins Þórs. Hann hefur
m.a. gegnt störfúm for-
manns knattspymu-
deildar Þórs, setið í
bygginganefnd vegna
byggingar félagsheimilis
þess, verið í aðalstjóm
og nú síðustu tæpu tvö
ár var hann formaður
íþróttafélagsins Þórs.
Eftirlifandi eigin-
kona hans er Bjargey
S. Sigvaldadóttir, en
þau eignuðust þrjú böm.