Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 29 Ur hljómskála- handraðanum TONLIST Iönó KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir 17 höfunda. Martyans Svégzda von Bekker, fiðla; Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Iðnó, þriðjudaginn 7. júlí kl. 20:30. Á SÍÐUSTU þriðjudagstónleik- um Iðnós, sem eftir daga- og tíma- vali að dæma virðist stefnt til höf- uðs þriðjudagstónleikum Sigur- jónssafns, sveif kaffihúsa- og hljómskálaandrúmsloft Vínar og Parísar frá aldamótaáratugunum yfir vötnum, þegar hinn ungi lit- heygski fiðluleikari Martyans Svégzda von Bekker steig á stokk með Steinunni Birnu Ragnarsdótt- ur sér til halds og trausts við flygil- inn. Dagskrárefnið var að yfir- gnæfandi leyti af því tagi sem áður fyrr var leikið undir borðum á betri veitingahúsum sunnai- í álfu hálfri til heilli öld áður en slikjuveggfóð- ur á við Richard Claydermann tók þar við, og hæfði tímans vegna hinu nýuppgerða aldamótahúsi við Tjörnina upp á hár. Það eina sem vantaði var borðhald og þjónar með hvítar svuntur. Eiginlega var dagskráin, séð aft- ur á bak, á hálfgerðu gráu svæði milli konsertefnis og bakgrunns- tónlistar, enda þótt þessi gömlu kaffihúsalög hafi í seinni tíð mörg hver farið svipaða leið og jassinn og færzt skör ofar við að missa upphaflegt hlutverk sitt. Dagskráratriðin voru 19 alls eft- ir nærri því jafnmarga höfunda. Sum voru útsett af sönglögum, pí- anólögum eða hljómsveitarverkum, og gerðu fæst þeirra miklar kröfur til flytjenda. Fyrir hlé voru tekin fyrir Kol Nidré (Bruch), Standchen (Schubert), Intermezzo og Trau- merei (Schumann), Melodía (Tsja- kovskíj), Ungverskur dans nr. 1 (Brahms) og Scherzo fantastique (Bazzini.) Eftir hléið komu La cinqu- antaine (Marie), Edith Piaf-glans- númerið Hymne a l’amour (Monnot), Caprí Catarína (Jón Jónsson frá Hvanná) sem Haukur Morthens gerði frægt fyrir 40 ár- um (hér setti fiðlarinn upp keilu- húfu, sem vakti nokkra kátínu þó að undiiT. næði ekki alveg tilgang- inum), Rumba (Benjamin), Kreisler-lögin Schön Rosmarin, Liebesleid og Liebesfreud, og að lokum fjögur klassísk verk í út- setningu Fritz Kreislers, Rondino (Beethoven), Slavneskur dans nr. 2 (Dvorák), hið sýndar-exótíska Chant Hindou (Rimskíj-Korsakoff) og hinn kastaníettu-gneistandi Danse Espagnol eftir M. De Falla. Rann flestallt Ijúflega niður, og þó að heyra mætti á stangli, eins og í Mozart, Bazzini-scherzóinu, Beethoven-rondínóinu og spænsk- um dansi De Fallas, að fiðluleikar- ann vantaði enn örfá prósent upp á fullkomið virtúósískt tækniöryggi í inntónun og bogatækni þegar á reyndi, var tilfinning hans fyrir mótun og dýnamík sannfærandi, sérstaklega í Kreisler-lögunum, sem voru strokin með hárréttu Vínar-rúbatói og „Schwung". Tví- gripin voru oftast mjög góð, svo sem t.d. í Slavneskum dansi Dvor- áks, og hin mjaðmahnykkjandi Rumba Benjamins var leikin af þeim félögum með töluverðum suð- rænum bravúr. Burtséð frá ívið of sterkum leik í Bazzini og De Falla var píanómeð- leikur Steinunnar í allgóðu jafn- vægi, og skartaði slaghörpuspil hennar ýmist fallega mjúkum syngjandi tóni eða sópandi snerpu eftir því sem við átti hverju sinni. Ríkarður Ö. Pálsson „FIuga“ á ferð um landið HJÖRLEIFUR Valsson fiðluleik- ari og Havard Öieroset gítarleikari halda tónleika á Norðurlandi og á Vestfjörðum næstu daga. Hjörleifur hefiir verið búsettur erlendis um árabil. Hann nam í Prag og hefur búið síðasta árið í Ósló. Þeir félagar hafa áður haldið tónleika hér á landi og nú hefja þeir tónleikana fyrir norðan. Tónleikanir bera yfirskriftina „Fluga“ og eru á dagskránni m.a. lög eftir Evert Taube, Bellman, Lenny Kravitz, Led Zeppelin o.fl., einnig lög frá Austur-Evrópu, sígaunatónlist, þjóðleg lög, popp, rokk, diskó og frumsamin verk. Tónleikar Hjörleifs og Havards verða í Safnahúsinu á Húsavík fimmtudaginn 9. júlí kl. 20.30 og sunnudaginn 12. júlí á sama stað á sama tíma. I sal Tólistarskólans á Akureyri föstudaginn 10. júlí kl. 20.30. og í samkomuhúsinu á Breiðumýri laugardaginn 11. júlí kl. 15 og á Isafirði þriðjudaginn 14. júlí. Tónleikar verða haldnir í Reykjavík í byrjun ágúst. LISTIR____________________ Fjölskylda í geimvillum KVIKMYNDIR Laugarásbfó, Stjörnubfó, Iturgarbíó Akureyri TÝND í GEIMNUM („LOST IN SPACE“) ★ ★ Leikstjóri Stephen Hopkins. Handrit Akiva Goldsman. Tónlist Bruce Broughton. Kvikmyndatökustjóri Ro- bert Levy. Aðalleikendur William Hurt, Gary Oldman, Mimi Rogers, Matt LeBlanc, Heather Graham, Lacy Chabert. 128 mín. Bandarísk. New Line. 1998. AKVARÐANIR kvikmyndafram- leiðenda eru oft á tíðum forvitnilegt rannsóknarefni. Hversvegna var t.d. þessi sjónvarpsþáttaröðin frá sjöunda áratugnum dubbuð upp í sparifötin? Ekki var hún svo spenn- andi né afgerandi vinsæl í „den“. Útkoman gerir heldur ekki betur en að slefa í slöku meðallagi. Söguhetjurnar eru meðlimir Robinson fjölskyldunnar, vísinda- menn sem eru sendir útí geiminn í náinni framtíð til að kanna heppi- lega plánetu fyrir homo sapien, sem er að kafna í eigin úrgangi á jarðríki. Þetta eru höfuðpaurinn, John (William Hurt), kona hans (Mimi Rogers), og börn þeirra þrjú. Kapteinninn á geimskipinu (Matt LeBlanc) og óboðinn gestur, spellvirkinn dr. Smith (Gary Oldm- an). Allskyns óáran herjar á skip og áhöfn. Vélmenni, skemmdar- vargar, óvinveitt geimskrýmsli, geimvillur og allt fer í strand. Um svipað leyti dettur botninn úr prýðilegri vísindaskáldsögudellu, langdreginn og óspennandi lokakafli tekur við. Tæknibrellurnar eru flottar en persónurnar hrikalegt samsafn, óspennandi og leiðinlegar upp til hópa. Vandræðaleg hliðarsaga um skort á föðurlegri umhyggju bætir ekki úr skák. Mimi Rogers, og William Hurt eru beinlínis fráhrind- andi, Heather Graham og Lacey Chabert, sem dætur þeirra, síst skám. Verstur allra er þó Matt nokkur LeBlanc, álíka tilgerðarleg- ur og nafnið. Illskástir eru Jack Johnson sem undrabarnið Will, yngsti meðlimur Robinsonfjölskyld- unnar, og Gary Oldman í hlutverki skúrksins. Þeir fá jafnan skástu línrnar í myndum sem þessari, og hann skilar þeim vel, á sinn spaugi- lega hátt. Leikstjórinn, Stephen Hopkins, lofaði góðu með Judgment Night, fínni og drífandi B-hasar- mynd. Hann hefur ekki staðið undir væntingum í úrvalsdeildinni (The Ghost and the Darkness, Blown Away. Sæbjörn Valdimarsson Lífið sjálft komið í Verð í lausasölu 499 kr. verslanir! Annað tölublað af tímaritinu LÍFIÐ SJÁLFT er komið í helstu verslanir landsins. Það er ávinningur að vera áskrifandi! Ef þú gerist áskrifandi fyrir 23. júlí áttu kost á sumarglaðningi. Bæði gamlir og nýir áskrifendur eiga sama möguleika. Verðlaun: 1. Helgaraevintýri undir jökli fyrir tvo! Slökun, heilnæmt fæði og ævintýraleg útivist f grænni ferðaþjónustu Snæ- fellsás samfélagsins á Brekkubæ, Hellnum. 2. Uttekt í Regatta búðinni Skerjabraut 1 að verðmæti kr. 5.000 3. Aðgöngumiði fyrir tvo á Mannræktarmót Snæfellsás sam- félagsins um verslunarmannahelgina. 4. Fimm einkatímar í yoga hjá Guðjóni j Bergmann. Krókamýri 80 j 5. -10. Matreiðslubókin Eldað undir jökli eftir Guðrúnu G. Bergmann og Guðríði Hannesdóttur. TiL OG uAttIÁT Ossur Skarphéðinsson, 1 9'smaður og ritsijóri, j rttuvíðtali á bls. 22-24 Brjóstin Eðli tilfinninga Agi og ytri mörk flp Lífsreglur Tiep Hien Bakverkir Álfar og annað fólk Vistvænt hvað? Stjörnuspá fyrir júfi og ágúst THvistarkreppa karlmanna Vinningar verða dregnir út mánudaginn 27. júlí. Vertu með írá byrjun. Áskriftartilboðið er: Eins árs áskrift og bók að eigin vali á 2.000 kr. Lífið sjálft Áskrift og drciting í sínui 544 8070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.