Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 27 Málverka- sýning á Café Riis Hólniavík. Morgunblaðið. NÚ stendur yfir málverkasýning Kára Sigurðssonar, myndlistar- manns frá Húsavík, á veitingastaðn- um Café Riis á Hólmavík. Sýning Kára ber yflrskriftina „A Ströndum“. A sýningunni eru 40 pastelverk öll af sömu stærð. Kveikjan að þessari sýningu sem nú stendur yfír á Café Riis var að Kári var á ferðalagi um Strandir sumarið 1996 og hafði að venju með- ferðis myndlistardót sitt til að skissa upp það sem fyrir augum bar. Hreifst hann mjög af þessu gamla uppgerða húsi sem þá var rétt búið að opna sem veitingastað og samdi við eigendur hússins um að opna sýningu þar með myndefni af Ströndum. Þetta er því fyrsta eigin- lega myndlistarsýningin sem haldin er í húsinu. Eins og komið hefur þeg- ar fram er myndefnið landslagið í sínum fjölbreytileika, ströndin, rek- inn þarinn klappir o.fl. Sýningin er sumarsýning hússins og stendur til 23. ágúst. Hádegistón- leikar í Hall- grímskirkju DOUGLAS A. Brotchie, aðstoðar- organisti Hallgrímskii-kju, leikur á hádegistónleikum Hallgrímskirkju í dag, fímmtudag, kl. 12-12.30. Á efn- isskrá hans er m.a. Annum per ann- um eftir eistneska tónskáldið Arvo Párt, Ave Maria og Te deum eftir franska tónskáldið Jean Langlais. Brotchie er fæddur í Edinborg í Skotlandi og hlaut doktorsnafnbót fyrir vísindarannsóknir á sviði skammtaefnafræði. Hann hefur ver- ið búsettur hérlendis síðan árið 1981 og lauk einleikaraprófi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Hádegistónleikarnir eru haldnir á vegum Sumarkvölds við orgelið og er norski orgelleikarinn Ivar Mæland næstur í þeirri röð á sunnu- dagskvöldið næstkomandi kl. 21.30, sem er breyttur tími vegna úrslita- leiks HM í knattspyrnu. ----:—---------- Spáir Ólafi Kjartani frama ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson, sem er í söngnámi í skosku tónlistaraka- demíunni, fær góða dóma fyrir söng sinn í Brúðkaupi Fígarós, sem nem- endur skólans sýndu í Edinborg fyrr í sumar. Gagnrýnandi tón- listartímaritsins Opera segir Ólaf, sem söng hlutverk Fígarós, vera allt að því atvinnu- mannslegan. Lýrísk barítón- rödd hans sé „lip- ur og óvenjulega jöfn (og góð á lægri tónsviðum), hann dansaði, söng og yppti öxlum af mikilli list“. Segir gagnrýnandinn, Raymond Monelle, ðlaf standa sig vel á sviði og spáir honum frama í söngheiminum. -------------------- Leif Segerstam nýr aðalstjórn- andi Þjóðar- óperunnar LEIF Segerstam verður nýr aðal- stjómandi Þjóðaróperunnar í Finn- landi þegar Okko Karnu lætur af því starfí, en samningur hans renn- ur út í byrjun ársins 2000. Ráðningarsamningur Segerstams gildir fyrir árin 2001-2003. Hann er nú bæði aðalstjómandi borgarhljóm- sveitarinnar í Helsingfors og Kon- unglegu ópemnnar í Stokkhólmi. Ólafur Kjartan Sigurðarson Morgunblaðið/Magnús Magnússon KÁRI Sigurðsson við eitt verka sinna. Nýjar bækur • MORÐINGI án andlits - glæpasaga er eftir Henning Mankell í þýðingu Vigfúsar Geir- dals. I kynningu segir: „Bókin hefst á því að bóndi á Skáni í Svíþjóð upp- götvar einn kaldan janúarmorgun árið 1990 að nágrannar hans hafa verið myrtir um nóttina með afar ógeðfelldum hætti. Hið eina sem lögreglan, undir stjórn Kurts Wallander, hefur til að byggja rannsókn sína á er hinsta orð kon- unnar: „útlenskir". Þegar þetta spyrst út veldur það úlfaþyt í sam- félaginu þar sem fjölmennir hópar innflytjenda og flóttamanna búa við vaxandi fjandskap öfgafullra kynþáttahatara. Leitin að morð- ingjanum leiðir því lögregluna um ýmis skúmaskot sænska fyrir- myndarþjóðfélagsins." Henning Mankell er einn vin- sælasti rithöfundur Svía og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyiúr bækur sínar. Morðingi án andlits var valin glæpasaga ársins 1991 í Svíþjóð. Mál og menning gefur út. Morð- ingi án andlits er 336 bls. og prent- uð hjá Nprhaven í Danmörku. Verð 999 kr. GRUNDLAGT 1873 /nuna . m I maivöruverslunum i ny [u m um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.