Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hversdags- sjáandinn UPPISTAJVP Háskólabfó JERRY SEINFELD Mario Joyner hitaði upp. 8. júlí. HÁSKÓLABÍÓ klukkan 20 og er.n tínist fólk í salinn. Allt í kring- um mig heyri ég talað á amerísku og það flögrar að mér augnablik hvort ég sé eini Islendingurinn í salnum. En svo sé ég kunnuglegt andlit og svo annað. Sviðið tjaldað svörtu og einn einmanalegur hljóðnemi á standi fyrir því miðju. Einsemd skemmtikraftsins undirstrikuð strax í upphafí - mínímalisminn uppmál- aður, hér treður einn maður upp, stendur berskjaldaður frammi fyrir áhorfendum sínum, leyfir sér ekki hjálparmeðul önnur en ljós og þenn- an eina hljóðnema, treystir ekki á aðra mótleikara en áhorfendur. Hann stendur einn - hann er ein- stæður standari en leitar um leið í sífellu eftir stuðningi áhorfenda. Það er eitt af einkennum standarans að spyrja áhorfendur sína sífellt: Hafíði aldrei velt því fyrir ykkur...? Þykir ykkur ekki undarlegt að...? Er ég einn um að þykja það fáránlegt hvemig...? Og áhorfendur svara honum með hlátri sínum eða þögn. Og hér bíður Háskólabíó fullt af fólki eftir að svara Jerry Seinfeld. Standarinn er sögumaður. Hann er arftaki þeirra sem forðum báru sögur á milli bæja, sögðu skemmti- lega frá, krydduðu með ýkjum og kerskni og þágu sögubita fyrir. Vin- sældir uppistandsins í seinni tíð hljótum við þó að rekja til Ameríku. Sæmdarheitið „Stand-up Comedi- an“ varð reyndar ekki til fyrr en á sjöunda áratugnum, en löngu fyrr áttu Ameríkumenn góða sögumenn sem áttu það skilið. Jafnvel þjóð- hetjur eins og Mark Twain og Abra- ham Lincoln voru annálaðir á sinni tíð fyrir langar sögur sem þeir ruddu úr sér frammi fyrir áhorfend- um sem ætluðu ekki að verða eldri af hlátri, og þetta var ekki einungis góð ræðumennska - þetta var góð sögumennska, uppistand. Og um það bil sem þessum hug- leiðingum lýkur dofna ljósin í saln- um. Eftir stutta upphitun birtist meistarinn sjálfur á sviðinu. Og strax í upphafi er ljóst að hér er galdur að gerast. Jerry Seinfeld er viðkunnanlegur náungi - maður sem allir vildu fá að sitja við hliðina á í flugvél - og það líða ekki nema nokkrar mínútur, kannski bara sek- úndur, áður en hann hefur sjarmer- að salinn uppúr skónum. Reyndar hefur hann forskot, drengurinn. Við þekkjum hann af sjónvarpsskjánum, þetta grandalausa bros, þessi spyrj- andi augu sem furða sig á öllu því óskiljanlega sem verður á vegi þeirra. En sama samt. Hér er svo miklu meira að gerast. Seinfeld á heima á sviðinu. Hann treður upp af einstöku öryggi, jafnvel kæruleysi á stundum, sem þó er þaulhugsaður hluti af þeirri persónu sem hann birtir okkur. Og eins og allur gam- anleikur nærist uppistand hans á viðbrögðum áhorfenda. Og þau láta svo sannarlega ekki á sér standa. Jerry Seinfeld er verðugur arftaki og raunar rökrétt framhald af stöndurum á borð við Woody Allen og Bill Cosby, sem gerðu sjálfa sig að meginskotspæni í spaugi sínu. Al- len kom sér upp ímynd hins sjálfs- upptekna, taugaveiklaða, menntaða naflaskoðara - Cosby varð hold- gervingur fjölskylduföðurins sem gerði smæstu vandamál bama sinna að aðhlátursefni. Arftakinn Jerry Seinfeld skopast áfram að sjálfum sér, en um leið fær hann áhorfand- ann til að horfa í eigin barm og hlæja að því sem þar leynist. Seinfeld er hversdagssjáandi. Hann fyllir hóp þeirra standara sem taka eftir því smáa og hversdags- lega. Þeir fjalla ekki um þjóðfélagsá- standið. Pólitík hvarflar aldrei að þeim, hvað þá spaug um nafngreind- ar persónur. Markmiðið með uppi- standi þehra er að hugga og gleðja og síst af öllu vilja þeir ögra nokkrum manni. En með því að veita því smáa í tilverunni athygli, því sem allir þekkja úr eigin um- hverfí, benda á það og spyrja: Hafiði velt því fyrir ykkur...? verða þeir þegar best lætur til þess að maður slær sér á lær og segir: Aha! Og Morgunblaðið/Arnaldur JERRY Seinfeld er afburða standari, um það þarf ekki að fjölyrða, segir Karl Agúst í dómi sínum. þetta Aha bendir til að standarinn hafi hitt í mark. Hláturinn sem á eft- ir fylgir tekur af öll tvímæli. Hvaða smáatriði sem er getur orðið hvers- dagssjáandanum efni í aðhlát- ursefni, og raunar er það oft fyndn- ara eftir því sem það er hversdags- legra. Flugfreyjur að störfum, efna- samsetning hóstamixtúru, sælgætis- sala í bíó, allt verður þetta óheyri- lega fyndið fyrir það eitt að hvers- dagssjáandinn spyr og svarar síðan sjálfum sér - afhjúpar fáránleikann. En einkum og sér í lagi verður það fyndið ef læraskellur og þetta eftir- sóknarverða Aha er með í kaupun- um. En vitaskuld þarf að spyrja réttu spurninganna á réttan hátt á réttum tima og svörin þurfa að koma okkur á óvart, svipta grímunni af áhorfendum um leið og fáránleiki hversdagsins er afhjúpaður. Og þetta tekst Seinfeld mætavel. Og þó er ef til vill einn hængur á. Einmitt vegna þess hve aðferð Sein- felds stólar á að áhorfendur þekki út og inn öll þau hversdagslegu smáat- riði sem ábendingar hans snúast um hendir það að íslenskir áhorfendur hvá. Um leið og skotmarkið er ekki lengur hluti af veruleika áhorfand- ans hittir spaugið ekki. Þannig ger- ist það af og tO í Háskólabíói að Am- eríkanarnir í salnum ætla að rifna en íslendingarnir hlæja þeim ein- ungis til samlætis. En þarna er um að kenna mismunandi menningar- bakgrunni og ekkert við því að segja, því við erum nú einu sinni að horfa á amerískan listamann flytja ameríska menningarafurð byggða á ameríski'i hefð. Jerry Seinfeld er afburða stand- ari, um það þarf ekki að fjölyrða. Persónulegur stíll hans er algjör- lega laus við rembing og átök, eng- inn hefur það á tilfinningunni að verið sé að neyða hann til að hlæja. Hann lýkur uppistandi sínu, tekur við fagnaðarlátum og þakkar áhorf- endum hlýlega. Sem áhorfandi vil ég líka þakka honum fyrir að hafa snúið hversdagleikanum á haus fyrir mig eina kvöldstund, þakka fyrir að fá að reka upp háværar hlátursrokur, segja Aha og slá rhér á lær. Karl Ágúst Úlfsson Mannlífskrufning Morgunblaðið/Golli BORGARSTARFSMENN sýndu Seinfeld liug sinn til hans í verki á túninu fyrir framan Hótel Sögu í gær. ÞAÐ KOM Jerry Seinfeld ekki að neinu gagni að hafa þénað milljónir ef ekki milljarða króna á sjónvarps- fyndni sinni þegar hann stóð frammi fyrir íslenskum áhorfendum í Há- skólabíói í gær, alvörugefnum, þung- brýnum, frostbitnum og vindbörðum í aldir - og, það sem meira er, algjör- lega ókunnugum uppistandi sem þessu. En ólíkt því sem búast mátti við hafði Seinfeld áttað sig á þessu ís- lenska alþýðueðli og skemmtunin varð fyrir vikið beinskeytt og ósvikin. Þessi brosmildi, vel greiddi og ei- lítið búlduleiti New York búi hefur greinilega óvenju næma tilfinningu fyrir mannlífinu, bæði hinu smáa og hinu stóra, og hinu stóra í hinu smáa. Eins og við þekkjum úr sjónvarps- þáttum hans verða brandararnir jú einmitt til þannig; með því að kryfja til mergjar einhvem örlítinn bút af tilverunni ög sýna okkur hann eins og í smásjá, stækkaðan hundraðþús- undfalt, afhjúpast fáránleiki tilvist- arinnar allrar. Hér er heldur ekki verið að klæmast heldur einfaldlega grínast; stíll Seinfelds er ekki að ausa fúkyrðum og klámyrðum yfir áhorfendur heldur sýna þeim lífið frá óvæntu sjónarhomi. Seinfeld fór víða; byrjaði í Kína og endaði - kannski á táknrænan hátt - í afturendanum á hrossi. Þama á milli rúmuðust sögur um þekkt þemu úr sjónvarpsþáttunum: konur og karla, ameríska stefnumótabrans- ann, störf flugfreyja, sjónvarpsgláp, lyfjabúðir, Flórídaöldungana og fleiri. En þótt efnin hafi mörg hver verið kunnugleg var hér ekki um neins konar endurtekningu að ræða; alltaf kom eitthvað á óvart. Hvernig fara menn annars að því að standa uppi á sviði í einn og hálf- an klukkutíma fyrir framan þúsund áhorfendur og vera fyndnir; þú ert einn á sviðinu, ert óvarinn, þetta fólk vill hlæja og þú ert eina von þess; ef þú klikkar hefurðu ekki af- hjúpað neitt nema sjálfan þig, hug- myndafæð þína og getuleysi. Aðferð Seinfelds er rósemi, yfirvegun. Kannski er þetta aðferð sem verður til með áralangri æfingu en maður- inn virðist, hvað sem því líður, hafa fullkomna stjórn á sjálfum sér í þessari þrúgandi aðstöðu; það dett- ur hvorki af honum né drýpur. Við þekkjum spaugara eins og Eddie Murphy og Robin Williams sem standa á blístrinu á sviðinu, hlaupa fram og til baka með ógurlegum hljóðum, fettum og brettum; ólíkt þeim stendur Seinfeld nánast í stað allan tímann, - í einn og hálfan klukkutíma stóð hann nánast kyrr á sviðinu, hann hækkaði ekki róminn svo heitið geti, beitti svipbrigðum og látbragði lítillega en að öðru leyti varð vart séð að hann hefði mikið fyrir þessu. Fyndni hans snýst ekki um ærsl heldur orð. Þær fáu mínút- ur sem maður hló ekki í gær dáðist maður að því hve faglega var staðið að verki og áreynslulaust. Vatnsglas stóð á háu borði fyrir miðju sviðinu. Þegar Seinfeld hafði tekið síðasta sopann úr því var sýn- ingunni lokið; eins og þetta ná- kvæma vatnsmagn gefur til kynna hefur vafalaust ekkert komið honum á óvart meðan á sýningunni stóð, jafnvel ekki tveir Ámeríkanar sem gengu niður að sviðinu og köstuðu til hans peysum að gjöf; Seinfeld þakk- aði kurteislega fyrir sig en kvaðst þó ekki í nauðum staddur hvað peysu- kaup varðaði, sjónvarpsþættirnir hefðu gefið ágætlega af sér. Þröstur Helgason Loftbrú í Langá HÓPUR tuttugu og þriggja Breta kom til landsins í gær til veiða í Langá á Mýrum. Koma þeirra er sérstök fyrir þær sakir að á Keflavíkurflugvelli beið þeirra floti sjö flugvéla og flutti að Langá. Hópurinn lenti rétt fyrir klukkan þrjú í dag og rúmri klukkustund síðar var lent á Stangarholtsflugvelli, sem er rétt við ána. „Þau ættu því að geta verið komin út í á að veiða um hálfsexleytið," sagði Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki ár- innar. „Flugvöllurinn er ekki nema 550 metrar svo við urð- um að búa til flota af tveggja og eins hreyfils vélum til að geta lent hér á vellinum," bætti hann við. Hann sagði að hópurinn hefði kosið þennan kost fremui’ en að keyra í Borgarfjörðinn, svo frá Keflavík yrði mynduð sannkölluð loftbrú yfir í Langá. Sameinuðu þjóðirnar Islendingar studdu aukinn rétt Palestínu ÍSLENDINGAR voru í hópi 124 ríkja sem greiddu atkvæði með tillögu um aukinn rétt áheyrnarfulltrúa Palestínu til þátttöku í starfi allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna sem var samþykkt í fyrradag. Fulltrúar fjögun-a ríkja greiddu atkvæði gegn tillög- unni, Bandaríkin, ísrael, Míkrónesía og Marshalleyjar, en tíu ríki sátu hjá. Fulltrúi Austurríkis kom fram fyrir hönd aðildarríkja Evrópusambandsins, íslands og nokkurra annarra Evrópu- ríkja og skýrði afstöðu þeirra. Hann sagði að breytingin á stöðu Palestínu hefði ekki for- dæmisgildi. Bandaríkin hafa gagnrýnt samþykktina á þeim forsendum meðal annars að hún muni leiða til þess að aðrir þeir sem hafa áheyrnarfulltrúa á allsherjarþinginu muni gera kröfur um sama rétt. Kuldalegt veður SNJÓKOMA og slydda voru á Mývatnsöræfum í gærkvöldi að sögn Sigurðar Aðalsteins- sonar fréttaritara Morgun- blaðsins á Jökuldal sem vai- þar á ferð. Einnar gi’áðu frost var og orðið grátt í rót og hvítt í fjöllum, að sögn Sigurðar. Hann sagði snjóinn ekki festa á veginum en búast mætti við að hann næði því við Möðru- dalsfjallgarðana. Lítil umferð vai- á Mývatnsöræfunum í vetrarveðrinu í gærkvöldi að sögn Sigurðar. Veðurstofa íslands hafði spáð slyddu og snjókomu norð- an til einkum inn til fjalla og er sú spá að ganga eftir. Spáð er svipuðu veðri næsta sólar- hringinn. Veðurstofunni bár- ust veðurskeyti frá Hveravöll- um og Grímsstöðum klukkan 21 í gærkvöldi og var þá til- kynnt um slyddu á báðum stöðum og hitastig við frost- mark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.