Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 15 LANDIÐ Minnisvarði um Víði- vallabræður vígður Kálfafellsstað - „Skín við sólu Skagafjörður“ kvað skáldið forð- um. Það var bjart yfir Skagafirði og bjart í hugum manna þegar vígður var minnisvarði um þá merku Víðivallabræður sl. sunnu- dag 5. júlí. Þeir voru sem kunn- ugt er Pétur biskup, Brynjólfur fjölnismaður og Jón háyfirdóm- ari, synir Péturs Péturssonar, prófasts að Víðivöllum og konu hans Þóru Brynjólfsdóttur, Hall- dórssonar Hólabiskups. Þeir bræður voru óvenjulegir atgervismenn og settu hver um sig mark sitt á íslenskt þjóðh'f á siðustu öld. Þeim hafa þegar ver- ið gerð skil í ágætum greina- flokki Aðalgeirs Kristjánssonar í Lesbók Morgunblaðsins nýverið. Minnisvarðann reistu ætt- menni þeirra bræðra og var hon- um valinn staður neðan vegar í landi Víðivalla, steinkeila með þremur stuðlabergssúlum um- hverfis granítstein. Sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur á Mikla- bæ, vígði varðann, hátíðarræðu hélt dr. Sturla Friðriksson, erfðafræðingur, sem bar að öðr- um ólöstuðum hitann og þungann af þessari framkvæmd. Að vígslu lokinni var haldið í samkomuhúsið að Héðinsminni þar sem fólk undi sér við kaffi- veitingar og ávörp fram undir kvöld. Ekki má heldur gleyma fjöldasöngnum í þessu héraði söngsins. Samkomustjóri var Pétur Jónsson, borgarfulltrúi. Um 90 manns sóttu þennan fagn- að. Morgunblaðið/Einar Jónsson MIKIÐ var sungið í þessu mikla héraði söngsins. 1 ■; í; j J ** Á:1 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson AUSTUR-húnvetnskir gæðamjólkurframleiðendur. Húnvetnskir gæðamjólkur- framleiðendur heiðraðir Blönduósi - Tíu mjólkurframleið- endur í A-Húnavatnssýslu fengu af- henta viðurkenningu Sölufélags A- Húnvetninga (SAH) fyrir fram- leiðslu gæðamjólkur á árinu 1997. Þetta var í ellefta sinn sem SAH veitir þessar viðurkenningar og hafa nokkrir mjólkurframleiðendur náð þessum árangri oftar en einu sinni. Það var mjólkurbússtjóri SAH, Páll Svavarsson, sem afhenti viður- kenningarnar í kaffisamsæti á Sveitasetrinu fyrir skömmu. Páll sagði að til að verðskulda þessar viðurkenningar þyrftu menn að uppfylla mjög strangar gæðakröfur, kröfur sem menn fá ekki greitt fyrir nema heiðurinn. Páll Svavarsson hafði vonir um það að í væntanleg- um búvörasamningi yrði tekið tillit til gæða mjólkurinnar í verðlagn- ingunni. Þeir bæir sem viðurkenningu hlutu eru Auðólfsstaðir, Blöndu- dalshólar, Brúsastaðir, Eyjólfsstað- ir, Helgavatn, Hlíð, Kagaðarhóll, Steiná III, Steinnýjarstaðir og Torfalækur II. þESSA VIKU STUTTERMASKYRTUR , STK 1 490 1980 2 STK GALLABUXUR 1980 DRESS MANN Ath Sendum í póstkröfu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730 Fax 562-973/ LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.