Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ I hóp okkar bestu gítarleikara TONLIST Lislasaln Sigurjóns Ölafssonar GÍTARTÓNLEIKAR Kristján Eldjárn, „debut“ tónleikar. Þriðjudaginn 7. júlí, 1998. UNGUR gítarleikari, sem nýlok- ið hefur framhaldsnámi í Finnlandi, hélt sína fyrstu tónleika í Listasafni Sigurjóns Olafssonar sl. þriðjudag og hóf tónleikana með svonefndum Marlborough tilbrigðum eftir Fem- ando Sor (1788-1839). Einhver mis- skilningur veldur því að nafn lags- ins hefur brenglast en það mun upphaflega vera Malbrouck og kemur það fyrst fyrir í „chansons de geste“ frá miðöldum. Lagið, sem nútímafólk þekkir sem „For he’s a jolly good fellow“, var þekkt sem bamalag og m.a. sungið fyrir böm Loðvíks XVI og Maríu Antoinette við textann „Malbrouck s’en va-t-en guerre“ og einnig, að vitnað var til þessa lags í niðurlagi leikritsins Le mariage de Figaro, eftir Beaumarchais. Þetta lag „kunna all- ir“ og tilbrigðin era skemmtilega samin og vora á margan hátt mjög vel flutt. Það er nokkur mælikvarði á hæfileika tónlistarmanns, ef hann hefur gott vald á tónmáli Johanns Sebastians Bachs en annað við- fangsefni tónleikanna var umritun á einleiksfiðlusónötu nr. 2 í a-moll, sem er í raun þriðja einleiksverkið eftir meistarann, í safni sex ein- leiksverka hans fyrir fiðlu. Fyrsti þátturinn (Grave) er eins konar tónles en annar, lengsti þáttur verksins, er glæsilega samin fúga, sérlega erfitt verk, sem Kristján lék mjög vel og af töluverðu ör- yggi. Andante þátturinn er í raun smá aría og þar vantaði nokkuð á sönginn í „melisma" laglínunnar en í lokaþættinum, sem er glæsi- legt „solfeggio" var leikur Krist- jáns sérlega tær og fallega mótað- ur. Þetta meginverk tónleikanna var sú eldskírn, er setur Ki-istján þegar í hóp okkar bestu gítarleik- ara. E1 Decamerón negro, eftir Leo Brouwer, var næst á efnisskránni. Þessi „kúbanski" gítarleikari og tónskáld lærði hjá Persichetti og var í tónsmíðum sínum um tíma, undir sterkum áhrifum af Nono og Henze. Verkið er í þremur þáttum, sem allir hafa tilvísandi titla um innihald, á sama hátt og tíðkaðist hjá frönskum „rókokkó“-tónskáld- um, t.d. Couperin á 18. öldinni og heita Harpa stíðsmannsins, Flótti elskendanna um bergmálsdal og Ballaða ástföngnu stúlkunnar. Verkið sveiflast nokkuð á milli þess að vera hefðbundið og nútímalegt, eins og t.d. ballaðan, þar sem söng- ur stúlkunnar myndar eins konar A-kafla í verkinu. Þetta fallega og vel samda verk var sérlega vel flutt og oft fallega leikið með ýmis blæ- brigði þess. Sama má segja um lokaviðfangsefni Kristjáns á þess- um „debut“ tónleikum hans, sem vora Fjórar stemmningar, eftir undirritaðan. Kristján Eldjárn er efnilegur gítarleikari, sem hefur þegar á valdi sínu töluverða tækni, svo sem heyra mátti í öllum viðfangs- efnunum. Mótun tónhendinga í Baeh, sérstaklega í fúgunni og lokaþættinum og útfærsla marg- víslegra blæbrigða í verki Brouwers, vora mjög fallega út- færð og tónleikarnir í heild fram- færðir af öryggi. Jón Ásgeirsson SÓLVEIG Birna við nokkur verka sinna. MorBunblaðlð/ó.B- Teddi sýnir í Perlunni MAGNIJS Th. Magnússon, Teddi, opnaði síðastliðinn mánudag sýningu í Perlunni á höggmyndum unnum í tré. Á sýningunni eru 60 verk og hef- ur Teddi sótt yrkisefni sín til ýmissa sviða mannlífsins, s.s. sjómennskunn- ar, trúarlífsins og stjórnmálanna. Teddi vinnur úr margs konar viði, allt frá gömlum biyggjustólpum til afrísks harðviðar og á meðal viðar- tegunda má nefna tekk, mahóní, eik, furu og bh-ki. Þetta er fjórða stóra einkasýning Tedda, en áður hefur hann sýnt verk sín m.a. í Perlunni, Ráðhúsi Reykja- víkur og víðar. Um þessar mundir tekur Teddi einnig þátt í samsýningu á Arcas á Spáni. Sýningu Tedda í Perlunni lýkur 5. ágúst. Dúkkukerran í leikferð um Norðurland Málverka- sýning opnuð í Kántrýbæ Skagaströnd. Morgunblaðið. HÚNVETNSK listakona, Sólveig Birna Stefánsdóttir opnaði nýlejga málverkasýningu í Kántrýbæ. A sýningunni eru 10 vatnslita- og akrflmyndir sem allar tengjast hestum og hestamennsku á einn eða annan hátt. Sólveig Bima er fædd 1967 og var við nám í Myndlista- og handíðaskól- anurn. Eftir það stundaði hún náin í Þrándheimi í Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin 6 ár. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Evrópu og var með á einni slíkri í Norræna húsinu f Reykjavík síðast liðið haust. Sýningin í Kántrýbæ er önnur einkasýning Sólveigar en sú fyrsta stendur nú yfir í Gamla bænum hjá blómaskálanum Vín í Eyjafirði. Sýning Sólveigar í Kántrýbæ er sölusýning og mun standa fram eftir sumri. BRÚÐULEIKHÚSIÐ Dúkku- kerran leggur í leikferð um Norð- urland vestra með „Ævintýri í Mararþaraborg.“ I kynningu segir: „Leikritið ger- ist neðansjávar og gefur bömum færi á að kynnast þeim ævintýra- heimi sem þar er að finna. Farið er í ferðalag með flyðrubræðranum Frakk og Fim sem villast til Mar- arþaraborgar og hitta þar ýmsar furðuverar og lenda í ýmsum ævin- týrum“. Leikritið er einkum ætlað böm- um á aldrinum 3-7 ára, aðgangs- eyrir er 500 kr. Að leikhúsinu standa; Lilja Sig- rún Jónsdóttir og Ásta Þórisdóttir. I þessari uppfærslu leika með þeim ungir leikendur, 14 og 6 ára, þær Sigrún Birta Viðarsdóttir og Silja Ingólfsdóttir. Leikstjóri er Kol- brán Erna Pétursdóttir. Sýnt verður á eftirtöldum stöð- um; Hvammstanga fós. 10. júh', kl. 14:00 í Félagsheimilinu, Siglufirði lau. 11. júh, kl. 14:00 og 17:00 í Al- þýðuhúsinu, Siglufirði sun. 12. júh, kl. 13:00 í Tónlistarskólanum, Dal- vík mán. 13. júh, kl. 13:00 í Tónhst- arskólanum, Árskógsströnd mán. 13. júlí, kl. 17:00 í anddyri Félags- heimilisins, Olafsfirði þri. 14. júh, kl. 14:00 í Grannskólanum, Hofsósi mið. 15. júlí, kl. 13:00 í Félagsheim- ilinu, Sauðárkróki mið. 15. júh, kl. 16:30 í Grannskólanum, Skaga- strönd fim. 16. júh, kl. 13:30 í Kán- trýbæ og á Blönduósi fim. 16. júlí kl. 16:30 í Félagsmiðstöðinni Skjóh. Eini lífeyrissjóðurinn sem býður allt þetta er ALVÍB: • val um verðbréf til ávöxtunar. • verðmæti inneignar uppfært daglega. • upplýsingar um inneign á nóttu sem degi á netinu. Inneign í ALVÍB er þín séreign en jafn- framt tryggir ALVÍB sjóðfélögum eftir- laun til æviloka samkvæmt nýjum lögum um lífeyrissjóði. Um allt þetta og fjölmargar tryggingar sem í boði eru í gegnum ALVÍB færðu allar upplýsingar í Litlu bókinni um lífeyrismál hjá VÍB á Kirkjusandi eða í útibúum Islandsbanka um allt land. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is LJÓSMYND eftir Nönnu Bisp Biichert. Lj ósmyndasýning Nönnu Bisp NANNA Bisp Buchert opnar ljós- myndasýningu í Listasafni ASI, Ásmundarsal á Skólavörðuhæð fimmtudaginn 9. júlí. Sýningin ber heitið „Suð-Suð- Vestan" og eru allar Ijósmynd- irnar teknar á íslandi, annars vegar á Skeiðarársandi 1997 og hins vegar á Reykjanesi og Snæ- fellsnesi árið 1996. Nanna er fædd í Kaupmanna- höfn árið 1937. Hún átti íslenska móður og ólst upp hér á landi fram til tvítugs er hún hélt til Kaupmannahafnar til náms í fornleifafræði. Brátt beindist áhugi hennar að ljósmyndun og hefur hún starfað sem ljósmynd- ari undanfarna áratugi. Nanna hefur tekið þátt í fjölda einka- sýninga, þar á meðal fimm í Reykjavík. Meðal verkefna Nönnu er fjöldi bókaskreytinga svo og ljósmyndabók hennar „Solid Light“ sem kom út í fyrra og verður hún til sölu á sýning- unni. Sýningin sem styrkt er af DCA (Danish Contemporary Art Foundation) verður opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 til 2. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.