Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS í DAG Verður kosið um málefnin? Frá Bjarka Má Magnússyni: FYRIR okkur sem búsett erum er- lendis er sem gull að komast í ís- lensk dagblöð, jafnvel þótt ekki sé um nýjustu tíðindi að ræða. Svo virðist á greinaskrifum hér í blaðinu að hugsanlegt sameiginlegt framboð á „vinstri væng“ sé ofarlega í umræðunni á íslandi. Greinamar eru margar skrifaðar af miklu kappi og er sjónum höfunda yfirleitt beint að hinu slæma starfi er núverandi stjómarflokkar hafa unn- ið fremur en að fjalla um hugsanlega kosti sameiginlegs framboðs. Það sem einnig vekur athygli lesenda er jákvætt viðhorf greinarhöfunda til R-listans er gerir þá ótrúverðuga í málflutningi sínum gegn Framsókn- arflokknum. Að mínu mati er mikilvægast að draga fram í dagsljósið málefni hugsanlegs framboðs því um málefn- in munum við kjósendur kjósa um á næsta ári. Við munum ekki kjósa „vinstra framboð" eingöngu vegna þess að núverandi stjórn hefur vegið að rétt- indum verkafólks og „sameiginleg- um auðlindum þjóðarinnar". Við kjósendur verðum að vera sannfærðir um að vænta megi veiga- mikilla breytinga á skiptingu þjóðar- auðsins ef „vinstra framboð" á aðild að næstu ríkisstjórn. Málefnalega umræðu vantar, að mínu mati og án hennar get hvorki ég né aðrir kjósendur tekið afstöðu með „vinstra framboði". BJARKI MÁR MAGNÚSSON, c/o Imnander, Sysslomansgatan 8, 4 tr, 112-41 Stokcholm. Um sérkennslu Frá Þorleifi Haukssyni: VIÐ lestur á greinaflokki Helgu Sig- urjónsdóttur hér í blaðinu rifjaðist upp fyrir mér eftirfarandi dæmi- saga. Fjölskylda mín bjó í Svíþjóð í rúm átta ár, og þar hófst skólaganga elstu dótturinnar. Það voru um 25 nemendur í bekknum og í stofunni við hliðina var annar 25 manna bekk- ur og kennaramir höfðu nána sam- vinnu sín á milli. En þriðji kennarinn tilheyrði líka hópnum. Sá, eða sú, þetta var allt kvenfólk, hafði htla stofu til umráða á milli hinna tveggja. Þar var þeim kennt að lesa sem áttu erfítt með það og þar var nemendum sinnt sem trufluðu venju- legt bekkjarstarf. Og þangað fengu hinir nemendumir stundum að koma. Það var alltaf mikið tilhlökk- unarefni, þau fengu næði fyrir látun- um í hinum krökkunum, fengu að lesa eitthvað skemmtilegt og þar var kennari sem gaf sér tíma til að sinna þeim persónulega. Þau tóku eftir að sumir nemendur fengu að vera þarna oftar en aðrir og þeir þóttu öf- undsverðir. Dóttir mín var fegin þegar hún var tekin þama inn í framburðarþjálfun reglulega í nokkra tíma en var útskrifuð vonum fyrr og gat þá sagt skær stjarna og sjö hundruð sjötíu og sjö sjóveikir hjúkrunarfræðingar á lýtalausri sænsku án þess að depla auga. Það liggur í augum uppi að ekki er nóg að veita fé tíl sérkennslu. það þarf að verja því rétt, standa vel að framkvæmdinni, gagnvart þeim nem- endum sem sérkennslunnar njóta og ekki síður gagnvart bekkjarsystkin- um þeirra. Við aðstæður eins og þær sem ég var að lýsa er óhugsandi að nemandi væri lagður í einelti og kall- aður „sérkennslufiíl". Greinilega eig- um við enn margt ólært, bæði að því er varðar áherslur og stefnumótun i skólastarfí og uppeldisfræðilega menntun kennara. ÞORLEIFUR HAUKSSON, Laugarásvegi 13, Reykjavík. Sumarbrids 1998 IJmsjón Arnór G. Ragnarsson SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 5. júlí var spilaður Mitchell-tvímenningur. Lauk hér sjöundu spilavikunni í sumar og varð staða efstu para þessi (meðalskor 216): NS EggertBergs.-ÞórðurSigfús. 265 Erlendur Jóns. - Þórður Bjöms. 264 Hrólfur Hjaltas. - Friðjón Þórhalls. 231 Hafþór Kristjáns. - Rafn Thorarensen 225 AV Erla Siguijónsd. - Eðvarð Hallgrímss. 267 Oskar Sigurðss. - Sigurður Steingrímss. 254 BaldurBjartmarss.-HalldórÞorvaldsson 241 Jens Jensson - Guðmundur Baldursson 240 Þórður vann vikuna. Röð efstu manna í liðinni viku varð svona: Bronsstíg Þórður Sigfússon 89 Gylfi Baldursson 70 Steinberg Ríkarðsson 60 Erla Siguijónsdóttir 45 Friðjón Þórhaflsson 42 Cecil Haraldsson 37 Að launum fyrir efsta sæti vik- unnar fær Þórður 3ja rétta kvöld- verð fyrir tvo á LA Café. Mánudagskvöldið 6. júlí mættu 32 pör til leiks. Spilaðar voru 14 um- ferðir, tvö spil á milli para. Meðal- skor var 364 og þessi pör urðu efst: NS Þórður Sigfússon - Torfi Ásgeirsson 427 SigurleifurGuðjónss.-LofturÞórPéturss. 412 Jón V. Jónmundss. - Baldur Bjartmarss. 400 Jón St Ingólfss. - Garðar Jónsson 399 AV Guðrún Jóhannesd. - Bryndis Þorsteinsd. 454 JóhannMagnússon-KristinnKarlsson 418 JónÞórKarlsson-SigurðurAmundason 407 Guðmundur Friðbjömss. - Kristinn Ingvas. 384 Spilað er öll kvöld nema laugar- dagskvöld og hefst spilamennskan alitaf kl. 19:00 Spilastaður er að venju Þönglabakki 1 í Mjódd, hús- næði Bridgesambands íslands. Út- sláttarsveitakeppni er spiluð að loknum tvímenningi á föstudags- kvöldum og hefst hún um kl. 23:00. Hægt er að mæta í hana eingöngu, en þá er betra að vera búinn að skrá sig símleiðis (S. 5879360). Allir eru hvattir til að mæta, hjálpað er til við að mynda pör og sveitir úr stökum spilurum. Norðurlandamót NORÐURLANDAMÓTINU í brids var að ljúka í Klækken í Nor- egi. I síðasta leiknum í opna flokkn- um léku Islendingar við Færeyinga og var leikurinn mjögjafn eða 16-14 fyrir Islendinga. Fyrri leikurinn í morgun við Norðmenn fór 23-7 fyrir ísland. Staðan í opna flokknum: 1. Noregur 188 2. ísland 172 3. Danmörk 168 4. Svíþjóð 152 5. Finnland 122 6. Færeyjar 88 í kvennaflokknum spiluðu ís- lensku konurnar við fínnsku kon- urnar og töpuðu 11-19 og enduðu mótið á yfirsetu og fengu 18. Staðan í kvennaflokknum: 1. Svíþjóð 176 2. Noregur 162 3. Danmörk 160 4. ísland 146 5. Finnland 136 í kvennaflokki spiluðu: Hrafn- hildur Skúladóttir, Soffía Daníels- dóttir, Amgunnur Jónsdóttir, Svala Pálsdóttir og fyrirliði er Stefanía Skarphéðinsdóttir. Spilarar í opnum flokki eru: Jakob Kristinsson, Jónas P. Erlingsson, Magnús E. Magnússon, Anton Har- aldsson og Sigurbjörn Haraldsson. VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Tilvist drauga og huldufólks ÉG VAR að horfa á þátt á Stöð 2 2. júm', þar var mað- ur að spyija bæði fullorðið fólk og börn hvort þau tryðu á drauga og forynjur. Ég varð undrandi á þessum menntaða manni að spyrja þannig. Ég hélt að allir tryðu á Guð. Það er að sjálfsögðu sitt hvað að trúa á eitthvað eða viðurkenna tílveru þess. Ég trúi ekki á þá sem ég umgengst dag- lega, en ég viðurkenni að sjálfsögðu tilveru þeirra. Eins er með það sem kallað eru draugar og huldufólk, ég trúi ekki á það en ég viðurkenni að þessar hulduverur eru til og allt í kringum pkkur, þó fæstir sjái þær. Ég hef orðið fyrir ásókn af verum sem yrðu sjálfsagt kallað- ar draugar, það hefur gengið misvel að losna við þessar verur en hefur þó tekist með Guðs hjálp. Það hafa líka á erfiðum stundum komið til mín yndislegar verur sem hafa umvafið mig ástúð og kærleika, mig vantar orð til að lýsa því en get að- eins þakkað Guði fyrir þær stundir. Það er svo margt í kringum okkur sem fæstir átta sig á og reyna ekki að skilja. Ég vara fólk við að gera grin að því sem það veit ekki hvað er en álítur sig vita. Við erum flest óþroskuð börn á þessu sviði og þurfum að fá hjálp hjá þeim sem lengra eru komnir á þroskabrautinni. Margrét Jónsdóttir frá Fjalli. Lága verðið frá Akur- eyri er himinhátt í Reykjavík NÝLEGA var sagt frá því í fréttum að lágverðsversl- un frá Akureyri ætlaði að hasla sér völl í Reykjavík. Mikil eftírvænting ríkti meðal íbúa hverfisins þar sem hin nýja verslun áttí að vera og allir biðu spenntir eftir að sjá hvaða kostakjör yrðu nú í boði. Loks þegar þessi norð- lenska „lágverðsverslun“ var opnuð um síðustu mán- aðamót kom í Ijós að allt var tóm blekking. Mjólkurlítrinn kostar þar 73 krónur sem er hærra en í næstu 10-10 verslun og 6 krónum hærra en í næstu Hag- kaupsverslun. Það munar nú um minna. Þar að auki hafði nýi eigandinn fellt niður 5% afslátt sem fyrri eigandi hafði veitt eldri borgurum. Það er eins og sumir kaupmenn haldi að hægt sé að bjóða við- skiptavinum hvað sem er, bara ef eigandinn kallar verslun sína lágverðsversl- un þá þyrpist fólk að í blindni og haldi að allt sé ódýrara en annars staðar. En það er mesti misskiln- ingur. Meira að segja eldri borgarar sjá i gegnum svona blekkingu. Þó að ekki séu allar vörur verð- merktar í hillunum er hægt að fara með kassa- kvittun heim og bera sam- an verð milli verslana. Og eitt er vist, eldri borgarar munu ekki fjölmenna í þessa nýju verslun. Það má nýi eigandinn bóka. Eldri borgari. Tapað/fundíð Farsími tapaðist MOTOROLA 7200 farsími í grænleitri tösku tapaðist á leiðinni frá Krókhálsi upp í Grafarvog. Uppl. í síma 5671953, GSM 897 9956. Karlmannsúr fannst CASIO karlmannsúr fannst í Rauðhólum á páskadag. Uppl. í síma 557 1438. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA fannst. Eigandinn var að skoða íbúð á Langholtsveginum á sunnudag og gleymdi lyklunum þar. Uppl. í síma 568 3361, Guðrún. Hjól fannst FJALLAHJÓL, fjólublátt og bleikt að lit, fannst í Vogahverfí. Uppl. í síma 553 5254 eða 568 6438. Dýrahaid Páfagaukur fannst PÁFAGAUKUR flaug inn um glugga á kaffistofu Haf- rannsóknastofnunar, Skúla- götu 4. Fuglinn er hvítur, með grátt og ljósblátt í vængjum og hvítan haus. Eigandi getur vitja fuglsins í Dýraríkinu, Grensásvegi. Kettlingar fást gefíns GÆFIR og góðviljaðir kettlingar óska eftir ást- ríku heimili. Kassavanir og algjör krútt. Uppl. í síma 552 0834. Geltur högni fæst gefíns DÓRI-NÓRI, svartur og hvítur högni, 3ja ára, fæst gefins til góðrar fjölskyldu vegna búferlaflutninga. Upplýsingar í síma 552 8878 eftir kl. 18. í dag. Morgunblaðið/ Sverrir VIÐ ELLIÐAVATN Víkverji skrifar... VÍKVERJI lagði land undir fót fyrir skömmu og brá sér norð- ur í land. Var þetta fyrsta fór hans út á þjóðvegina eftir að lögreglan hóf sérstakt átak gegn hraðakstri. Er skemmst frá því að segja að átak lögreglunnar hefur þegar borið ár- angur, ef miðað er við fyrri ferðir Víkverja um þjóðveg númer eitt. Það er áberandi að mjög hefur dregið úr ökuhraða. Flestum bílum var ekið á 90-100 km hraða miðað við klukkustund og á leiðinni Reykjavík-Akureyri voru það að- eins tveir bílar sem brunuðu fram- hjá á ofsahraða, á að giska 120-130 km hraða. Sama var uppi á teningn- um þegar sama leið var ekin til baka. Að mati Víkverja er hér um mikið framfaraspor að ræða. Um margra ára skeið hefur ökumönnum liðist að vanvirða lög um hámarkshraða á þjóðvegunum. Lögreglan virðist hafa verið með málamyndaeftirlit og varla um að ræða að ökumenn hafi mætt lögreglunni nema í ná- grenni við Blönduós. xxx SEM BETUR fer hafa yfirvöld lögreglumála séð að við svo búið mátti ekki standa. Slysin á þjóðveg- unum hafa verið óhugnanlega tíð og helsta leiðin til að sporna við þeim er að draga úr umferðarhraðanum. Mikilvægt er að ekki verði bara um tímabundið ástand að ræða og að allt fari í sama farið aftur. Eftirlit- inu þarf að halda áfram af fullum krafti allan ársins hring. xxx OTRÚLEGUR munur er að aka þjóðvegina nú til dags miðað við ástandið fyrir nokkrum árum þegar langir kaflar á þjóðvegi númer eitt voru ómalbikaðir. Nú er hægt að aka vegina á jöfnum og góðum hraða. Verstu staðirnir hafa verið lagaðir, s.s. á Öxnadals- heiði, og tvíbreiðum brúm fer fjölgandi. Aðeins þar sem unnið er að vega- bótum þurfa ökumenn að draga um- talsvert úr hraða. Ekki virða allir ökumenn þær hraðatakmarkanir og nokkrum sinnum fékk Víkverji grjótdrífu yfir bílinn sinn. Hver ber ábyrgðina ef umtalsverðar skemmdir verða á lakki bíla við slík- ar aðstæður? Fróðlegt væri að fá svar við því. Víkverja finnst einkennilegt að ekki skuli finnast hentugri aðferð til að setja slitlag á vegi en sú að bera á veginn tjöru og fínkoma möl þar ofan á. Bílamir eru síðan látnir þjappa mölinni í tjömna með til- heyrandi grjótflugi. Hvers vegna eru vegimir ekki malbikaðir eins og gert er í borgum og bæjum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.