Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 31 LISTIR Sagan og daglega lífíð Inga Lára Baldvinsdóttir. BÆKUR Sagnfræði MARGURí SANDINN HÉR MARKAÐI SLÓÐ Eyrarbakkahreppur 1897-1998 eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur. 124 bls. Prentun: Oddi hf. MARGIR hafa komið að vinnslu bókar þessarar. Myndefni er geysi- mikið, aðallega gamlar ljósmyndir. Efninu er þannig fyrir komið að á opnu hverri er annars vegar texti, hins vegar mynd. Allar tengjast myndirnar með einhverjum hætti lífínu í þorpinu. Kaflamir eru jafn- margir myndunum. Peir eru því svo til jafnir að lengd. í hverjum þeirra er tekinn fyrir einn þáttur byggða- sögunnar. Þannig gefa þeir, allir saman, hina gleggstu og prýðileg- ustu hugmynd um daglega lífíð á þessum merkasta verslunarstað ís- landssögunnar síðustu hundrað ár- in, það er að segja frá því er þorpið varð sérstakur hreppur 1897 þar til það var nýverið sameinað ná- grannasveitarfélögum. Eyrarbakki nýtur sérstöðu með- al íslenskra þéttbýlisstaða, og það fyrir margra hluta sakir. Um alda- mótin síðustu stóð verslun þar með hvað mestum blóma. Fjögur þús- und manns voru í fóstum reikn- ingsviðskiptum hjá Lefolii-verslun. Útgerð var þá öflugri en bæði fyrr og síðar. Margir þorpsbúar studd- ust og við kvikfjárrækt eftir því sem svigrúm og tími leyfði. Miðað við íslenskan mælikvarða var Eyr- arbakki stórstaður. Þess er getið að árið 1904 hafí verið ákveðið að reyna hvernig Thomsens-bíllinn, nýkominn til landsins, dygði til langferða. Ekið var frá Reykjavík austur á Eyrarbakka. Fagnandi tóku þorpsbúar þessu tækniundri 20. aldarinnar. Hrifning þeirra hefði þó verið trega blandin ef þá hefði mátt gruna að einmitt þetta tæki ætti eftir, með ýmsu öðru, að kippa stoðunum undan þessum gróna og ævaforna verslunarstað. En með bílaöld og stækkandi skip- um um 1920 var sýnt að þunga- miðjan hlyti að færast til annarra staða sem betur lágu við verslun og samgöngum. Tók þá við kyrrstöðu- tímabil sem ekki var augljóst hvernig lykta mundi. Þar til síð- ustu árin og áratugina að nýjum stoðum hefur verið rennt undir at- vinnulífið sem stendur nú á traust- um grunni. En einmitt sakir hinnar langvar- andi kyrrstöðu tókst að verðveita gömlu bæjarmyndina, þar með talið Húsið, sem reist var 1765 og telst því með elstu húsum á landinu. »Fyrsta markvissa endurgerð á húsi hérlendis var gerð á Húsinu á árunum 1932-35,« segir í þættinum Húsavernd. Þessi ágæta bók Ingu Láru er að því leyti frábrugðin öðrum ritum, sem út hafa komið um byggðasögu á undanfórnum árum, að minna er sagt frá stjómunarþættinum en þeim mun meiri áhersla lögð á dag- lega lífið. Kartöfluræktin og kvenfé- lagið fá þannig hvort um sig jafn- mikið rúm og verslunarsagan sem getur þó hvergi talist léttvæg! í menningarlegu tilliti stóð Eyrar- bakki löngum framarlega. Þar var um tíma prentsmiðja, og jafnframt nokkur blaða- og bókaútgáfa. Leik- félag, sem lyfti andanum og skemmti heimamönnum og ná- grönnum, starfaði með glæsibrag ef hliðsjón er höfð af fámenninu. Tón- listarskóli var starfræktur um tíma við góða aðsókn. Bindindisfélag var stofnað nokkru fyrir aldamót og þótti ekki vanþörf á »þar sem drykkjuskapur var almennur í þorpinu og hafði færst í vöxt«, eins og segir í kaflanum þar að lútandi. En annaðhvort hefur boðskapurinn borið svo góðan árangur að félagið fann sig vera óþarft eða stúkubræð- ur hafa ekki haft erindi sem erfiði því síðasti stúkufundurinn var hald- inn 1956 »og síðan hefur ekki starf- að bindindisfélag á Eyrarbakka«. Skömmu eftir aldamótin var svo stofnað ungmennafélag í anda þeirrar hreyfíngar sem þá lét svo mjög að sér kveða um land allt. Upplýst er að það starfi nú aðeins sem íþróttafélag og mun það vera í samræmi við þróun mála annars staðar á landinu. Er þá ótalið fyrr- nefnt kvenfélag sem stofnað var fyrir aldamót og starfar enn. Svo er að orði komist að það hafi »alltaf haldið reisn sinni í starfi og mun vonandi gera um langan aldur«. Upp úr miðri öldinni hófu Eyrbekk- ingar að safna gömlum munum með stofnun byggðasafns fyrir augum. Er fram í sótti þótti heppilegra að láta söfnunina sérstaklega taka til muna sem tengdust sjávarútvegi og var sjóminjasafn opnað á liðnum áratug. Sem að líkum lætur er fjöldi manns nefndur til sögunnar í bók þessari. Samt er þetta engin per- sónusaga, síður en svo. Manna er einungis getið vegna starfa sinna eða þátttöku í félagsmálum en ekki t.d. sakir þess að þeir hafi sett svip á bæinn. Ekki er heldur verið að hampa þeim fjölda frægðar- og áhrifamanna sem ólust upp á Bakk- anum en störfuðu í höfúðstaðnum og þóttu bregða ljóma yfir þetta hnignandi smáþorp sem Eyrar- bakki taldist vera á öðrum fjórðungi aldarinnar. Sumra þeirra er raunar getið í kaflanum Eyrbekkingafélag- ið, en svo nefndist félag brottfluttra Eyrbekkinga í Reykjavík. Upplýst er að það sé nú löngu hætt að starfa. Höfundurinn byggir mest á skjal- festum heimildum og víkur sjaldan út fyrir efnisrammann. Því síður er lagður dómur á menn og málefni. Textinn er klár og gagnorður en jafnframt notalegur aflestrar. Eftir lesturinn veit maður hvað Eyrbekk- ingar störfuðu á umræddu tímabili, hvemig þeir vörðu frístundum sín- um og umfram allt hvemig þeim tókst að laga sig að breyttum tím- um. Myndimar, flestar gamlar eins og fyrr segir, lýsa hversdagslífinu í fjölbreytileik sínum allar götur frá því er Eyrarbakki var miðstöð verslunar á Suðurlandi þar til nú að hann er orðinn hluti af miklu stærra sveitarfélagi. Erlendur Jónsson Islensk- bandarískur Ijóða- og tóndiskur MICHAEL Pollock, tónlistarmaður og skáld, vinnur nú að gerð geisla- disks með bandaríska rithöfundin- um Ron Whitehead ásamt Birgittu Jónsdóttur, skáldkonu, og Daniel Pollock, tónlistarmanni. Ljóðin á diskinum em eftir Whitehead en einnig verða á honum ljóð eftir Birgittu, Mike og Bandaríkjamann- inn W. Lawrence. Tónlistin er öll eftir bræðurna Mike og Daniel og verður hún af ýmsu tagi. Ron Whitehead starfaði lengst af sem prófessor í bókmenntum við háskólann í Louisville í Bandaríkj- unum en hefur síðari ár snúið sér að skáldskap en eftir hann liggja með- al annars Ijóðasafnið, Blood Filled Vessels Racing to the Heart og geisladiskur með upplestri sem nefnist Tapping my Own Phone. Nýlega kom svo út skáldsagan Bea- ver Dam Rocking Chair Marathon. Whitehead hefur einnig unnið að skipulagningu fjölda skáldahátíða í Bandaríkjunum og víðar. Diskurinn er væntanlegur á næsta ári. Bílaleigubílar og sumarhús í Danmörku Ódýrir bílaleigubílar fyrir íslendinga Opel Corsa Opel Astra Opel Astra station Opel Vectra Vikugjald dkr. 1.795 dkr. 1.995 dkr. 2.195 dkr. 2.495 3ja vikna gjald dkr. 4.235 dkr. 5.015 dkr. 5.530 dkr. 6.150 Fóið nónari verðtilboð. Nú til afgreiðslu m.a. ó Kastrup-flugvelli. Innifalið í verði ótakmarkaður akstur, tryggingar. (Allt nema bensín, stöðumælasektir, og sektir fyrir of hraðan akstur). Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Utvegum sumarhús, íbúðir og bændagistingu. Höfum íbúðir til leigu or- lofshverfum með skiptidögum samkvæmt samkomulagi. Fáið nánari upplýsingar hjá umboðsmanni okkar; International Car Rental ApS. Danmörk Fylkir Agústsson, sími 4563745. Warner’s Marilyn Monro Lepel Valentíno Lejaby Udy Collection Taubert Che Cosa o.fl., o.fl. tataverslun, ið Kringlunni li 553 7355 Útsala Utsala Cd 40-50% af s láttur Dœmi um verð: Dömujakki Bómullarpeysa Hlýrabolur Rifflaður bolur Bolur in/v iiúlsni. Rennd jakkapeysa Svartur gallujukki Sítt pils Dömubuxur Kjóll Tmiika toppur Áður kr. Ajm ðJm im xvm jm zjm zjm ium xm zjm Núkr. 2.490 2.490 490 690 390 2.390 1.390 1.790 1.990 2.390 1.690 Opið frá kl. 10.00-18.00 fRíeoöCes Síðumúla 13, sími 568 2870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.