Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGAR 1P TOLVU Vil iÐLU il Tölvumiðlun ehf. er 13 ára hugbúnaðarfyrirtæki, sem sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og þjónustu hugbúnaðar. Aðal áherslusvið fyrirtækisins er hugbúnaður fyrir launavinnslu, sjúkrahús og sveitarfélög. Þekktasta vara fyrirtækisins er launakerfið H-Laun. H-Laun er í notkun hjá rúmlega 500 launagreiðendum, þ.á.m. flestum sjúkrahúsum, sveitarfélögum og skólum landsins ásamt stórum jafnt sem smáum fyrirtækjum Meðal notenda eru mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins s.s. Eimskip, Samskip, Hagkaup, Nóatún, ÍSAL, Nói-Siríus og Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Vegna samstarfssamninga mun notendafjöldi tvöfaldast á næstunni. Tölvumiðlun er stærsta hugbúnaðarfyrirtækið hér á landi í gerð hugbúnaðar fyrir heilbrigðisgeirann, og systurfyrirtæki Tölvumiðlunar hefur náð góðum árangri í útflutningi á slíkum kerfum. Hjá fyrirtækinu starfa nú 20 manns. Áhugaverð störf hjá framsæknu fyrirtæki Þjónusta fyrir sveitarfélagakerfin Starfið felst í uppsetningu, kennslu og þjónustu við notendur sveitarfélagakerfa Tölvumiðlun ar. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með haldbæra menntun á sviði tölvutækni og/eða viðskipta. Jaíhffamt koma til greina aðilar með stjómunarreynslu hjá sveitarféiögum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og hæíni í samskiptum. Þjónusta fyrir H-Laun Starfið felst í uppsetningu, kennslu og þjónustu við notendur H-Launa og Starfsmannakerfis H-Launa. Hæfniskröfur eru haldbær menntun á sviði tölvutækni og/eða viðskipta. Aðilar með marktæka reynslu af þjónustu við einmenningstölvur koma einnig til greina. Áhersla er lögð á þjónustulund og fagmennsku í hvívetna. Forritun á heilbrigðiskerfum Starfið felst í forritun á LEGU, legudeildakerfi Tölvumiðlunar, sem er í notkun á mörgum sjúkrahúsum hér á landi. Einnig er unnið að gerð fleiri kerfa fyrir sjúkrahús ásamt því sem verið er að þróa útgáfur kerfanna fyrir markaði erlendis. Hæfniskröfur em að umsækjendur séu menntaðir á sviði hugbúnaðargerðar og hugbúnaðarþróunar. Kostur er marktæk reynsla á hugbúnaðarsviði. r I boði eru Áhugaverð og krefjandi störf hjá faglegu og framsæknu hugbúnaðarfyrirtæki. Vinnuaðstaða er þægileg, liðsandi góður og góð latm fyrir rétta aðila. Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí n.k. Ráðningar verða sem fyrst. Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar um ofangreind störf. Viðtalstímar eru frá kl. 10-13. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem er opin frá kl. 10-16 alla virka daga.. STRA ehf. STARFSRÁÐNINGAR GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR Mörkinni 3,108 Reykjavík, sími: 588 3031, bréfsími 588 3044 . Ritari óskast á umsvifamikla fasteignasölu. Framtíðarstarf. Uppl. sendist til afgreiðslu Mbl. sem fyrst og eigi síðar en 14. júlí, merktar; „Ritari — 5286". Múrarar óskast Múrarar óskast til starfa strax. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í síma 892 5106. Kristjan Sigurjónsson, múrarameistari Staða gjaldkera Staða gjaldkera í almennri afgreiðslu lögreglu- stjóraembættisins í Reykjavík er laus til um- sóknar. Um fullt starf er að ræða. Viðkomandi verður að vera skipulagður í vinnubrögðum, talnaglöggur, nákvæmur og hafa góða fram- komu. Reynsla af gjaldkerastörfum æskileg. Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk. Umsóknum sé skilað til starfsmannastjóra, sem gefur nánari upplýsingar. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Utanríkisráðuneytið Læknar Auglýst er eftir lækni til starfa í heilsugæslusveit innan friðargæslusveita Atlantshafsbandalags- ins (SFOR) í Bosníu-Hersegóvínu. Sveitin mun starfa undir verkstjórn breska hersins skv. samn- ingi milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í september nk. og að ráðningartíminn verði sex mánuðir. í ágúst 1998 mun heilsugæslu- sveitin gangast undir þjálfun í Bretlandi. Leitað er að duglegum og samviskusömum einstaklingi, sem getur unnið sjálfstætt við erfiðar aðstæður, á auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi gottvald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. Upplýsingar um kaup og kjörfást á alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur, sendist utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðu- blöðum. Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 1998. Litið verður svo á, að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, nema annað sé sérstaklega tekið fram í um- sókninni. HRÍSEYJARHREPPUR Sveitarstjóri Hríseyjarhrepps Starf sveitarstjóra Hríseyjarhrepps er laust til umsóknar. Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, situr á fundum sveitarstjórnar með málfrelsi og tillögurétt. Sveitarstjóri hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem sveitarstjórn tekur, er prókúruhafi sveitarsjóðs og æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitar- félagsins. í boði er krefjandi starf fyrir áhugasaman ein- stakling. Ráðningartími sveitarstjóra er hinn sami og kjörtímabil sveitarstjórnar, þ.e. 4ár. Áskilin er góð menntun og hagnýt starfs- reynsla. Starfskjör verða ákveðin í ráðningar- samningi. Húsnæði er í boði. Hríseyjarhreppur er sveitarfélag með um 230 íbúa. í sveitarfélaginu er rekin hitaveita, vatns- veita, leikskóli, grunnskóli og sundlaug. Þá er rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars í hönd- um sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um starfið veitir Narfi Björgvinsson, oddviti, í símum 466 1745 eða 898 7345. Umsóknirskulu berast á skrifstofu Hríseyjar- hrepps, Skólavegi, 630 Hrísey. Umsóknarfrestur til 20. júlí 1998. Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps. „Au pair" Sviss „Au pair" óskasttil Genfartil að annast fjögurra ára stúlku á skólaaldri. Reykingar óæskilegar. Upplýsingar í síma 553 2156, helst á morgnana eða kvöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.