Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ rt Stúlkan í ísbúðinni Islendingar eru að sálast úr minni- máttarkennd þegar tungumálið þeirra er annars vegar og kemur það glöggt fram í samskiþtum við erlenda ferðamenn rakkar tala ekki ensku ótilneyddir við ferðamenn. Af þeim sökum hafa þeir oft fengið orð fyrir að vera hrokafullir. Flest- ir vita þó hvemig í málinu ligg- ur. Frökkum fínnst franska vera fegursta tungumál heims og hafa ekki enn sætt sig við að enskan skyldi hafa náð yfír- höndinni í alþjóðlegum við- skiptum. Því er eina ráðið fyrir ferðamann sem vill þvinga Frakka til að tala ensku við sig að beita brögðum. Byrja á því að bjóða góðan dag á frönsku, gleyma ekki madame eða monsieur, rífa VIÐHORF síðan upp Eftir~KHstfnu vasaorðabók Marju Baldurs- °g stauta Slg dóttur áfram með að- stoð hennar eða allt þar til aðdáun viðmæl- andans er horfín en votts við- urstyggðar vegna meðferðar málsins farið að gæta í svip hans. Þá spyr hann eins og óvart hvort hann eða hún tali kannski pínulítið í ensku? Yfir- leitt gera þeir það, Frakkar læra nefnilega tungumál í skól- unum alveg eins og aðrar þjóð- ir. Islendingar eru aftur á móti að sálast úr minnimáttarkennd þegar tungumálið þeirra, þetta hljómfagra mál sem svo lítið hefur breyst í aldanna rás, er annars vegar. Það kemur glöggt fram í samskiptum þeirra við erlenda ferðamenn. Þeir láta þá ávarpa sig á ensku og svara að bragði á því máli eins og íslenska hafi aldrei nokkurn tímann verið töluð hér á landi. Þetta á þó reyndar ekki við um alla Islendinga svo maður sé nú sanngjarn, sumii’ hafa nú rænu á að humma aðeins á ís- lensku áður en þeir vinda sér yfír í enskuna. Þýskur ferðamaður sem hingað kom sagði að sölumenn sem hefðu selt honum farmið- ann á ferðaskrifstofunni ytra hefðu sagt að tungumálið væri ekkert vandamál á Islandi, þar töluðu allir ensku. Það eru svo sem engar nýjar fréttir fyrir okkur, fáar þjóðir tala líklega fleiri erlend tungu- mál en íslendingar, en það er ekki þar með sagt að allir séu jafnflinkir í að tjá sig á er- lendri tungu þótt þeir skilji hana og geti lesið. Og erlend- um ferðamönnum sem hingað koma er fullkunnugt um að ís- lenska er mál Islendinga en ekki enska. Það minnsta sem þeir geta gert er því að spyrja okkur fyrst hvort við tölum ensku, eða annað mál, áður en þeir láta dæluna ganga, og það minnsta sem við getum gert er að láta þá spyrja okkur þess. Ferðamaður sem kom í eina af sundlaugum Reykjavíkur vatt sér að afgreiðslustúlkunni og án þess að hafa á því nokkum formála, bað hann óðamála á ensku um upplýs- ingar. Stúlkan átti í erfiðleik- um með að skilja hann svo að samskiptum þeirra lauk með uppgjöf beggja. Það versta var þó að stúlkan roðnaði niður á háls af skömm því hún skildi ekki enskuna og aðrir horfðu upp á það. I rauninni var það ferðamað- urinn sem átti að roðna og skammast sín fyrir að kunna ekki nokkur orð í íslensku svona til að geta bjargað sér í útlöndum. Hefði hann til að mynda spurt hana kurteislega hvort hún talaði ensku, er ekki fráleitt að ætla að hún hefði í rólegheitum getað veitt honum þær upplýsingar sem hann óskaði eftir. Stúlkan í ísbúðinni gaf hins vegar ekkert eftir. Ferðamað- ur bað um tvo ísa á ensku og rétti svo fram kreditkort til að borga tæpar tvö hundruð krón- ur. Stúlkan renndi kortinu í gegnum vélina en þá vildi svo illa til að rúllan í kortavélinni var búin og því enga kvittun að hafa. Stúlkan átti í einhverju basli með vélina og sagði við mann- inn á íslensku að hann yrði að bíða aðeins, hvort það væri ekki í lagi og svo framvegis. Vélin var beint fyrir framan nefíð á manninum þannig að hann hefði nú átt að skilja um hvað málið snerist, en hann yppti bara öxlum og muldraði eitthvað á dönsku eða norsku eftir því sem maður best heyrði og þóttist ekkert skilja. En stúlkan hélt sínu striki og talaði áfram við hann á skýrri og fallegri íslensku. Það merkilegasta var að engum nærstöddum datt í hug að koma manninum til hjálpar og þýða íslenskuna þó svo að þeir hefðu getu til þess. Það var svo gaman að heyra loks Islending tala íslensku við útlending. Menn hlustuðu í þögulli að- dáun. Málum lyktaði svo á þann veg að stúlkan útskýrði rúllu- vandræðin á ensku. Hún talaði þá útlensku eftir allt saman. Vön rúllumanneskja mætti svo á staðinn, maðurinn fór út með sinn ís og sína kvittun og allir voru ánægðir. Við Islendingar erum miklir málamenn enda verðum við alltaf að tala annarra þjóða tungumál ef við förum út fyrir landsteinana. Við þurfum því ekkert að auglýsa þessa mála- kunnáttu hér heima. En við mættum gjarnan sýna, svona eins og Frakkarn- ir, að við berum virðingu fyrir tungumáli okkar með því að láta það heyrast oftar, hvort heldur það er nú í sundlaugum, ísbúðum eða annars staðar þar sem erlendir ferðamenn koma. Kannski langar þá líka að heyra hina hljómfögru íslensku og spreyta sig á nokkrum orð- um með aðstoð vasaorðabókar. ________AÐSENPAR GREINAR____ Um ókeypis málsverði og óréttlæti gjafakvótans Á FÖSTUDAGINN var (26.6.) fékk ég upp- örvun frá Jóhanni J. Ólafssyni, stórkaup- manni, sem lengi hefur verið í fremstu röð gjafakvótasinna og gull- tryggra markaðs- hyggjumanna. Jóhann skrifaði þrjár greinar í Morgunblaðið og hóf mál sitt á því að að vísu hefði þjóðin séð við Sverri Hermannssyni. Hins vegar sagði hann að 75% þjóðarinnar létu blekkjast af málflutningi á borð við þann sem ég og fleiri hefðu viðhaft um að með veiðigjaldi væri hægt að senda hverju manns- bami á íslandi heim 25 þúsund króna tékka árlega. Er nema von að menn fmni til sín þegar einhver ætl- ar þeim svo mikil áhrif og margfalt vægi á við frægustu berserki? Vanmat á tekjum Jóhann er síður en svo að gera mér upp skoðanir, enda væri það ólíkt svo beinskeyttum málflytjanda. Hann gerir mér þó upp hófsemi þeg- ar kemur að tölum. Eg hef giskað á að ef horft er fram hjá aðlögunar- kostnaði, - sem getur orðið mikill og í langan tíma - þá sé ekki fráleitt að ætla að við Island megi veiða sem svarar 600 þúsund tonnum af þorski (þ.e. „ígildum") á ári og að flinkir út- gerðarmenn geti grætt á að veiða, jafnvel þótt þeir borgi svo sem 30 krónur á hvert veitt kíló. Áætlanir um markaðsleigu á kvóta eru harla óvissar, enda er leigan viðkvæm fyr- ir fiskverði, olíuverði, launakjörum sjómanna og fleiru. Skásta ágiskun virðist þó samsvara veiðigjaldstekj- um upp á um 67 en ekki 25 þúsund krónur á ári á hvem Islending, skattfrjálst. Það er rétt hjá Jóhanni að með slíkum tölum er verið að veifa ókeypis málsverði framan í þjóðina, og ókeypis málsverðir eru fágætir. Það er helst að þá megi finna þar sem leiðréttar eru gloppur í löggjöf og markaðs- háttum. í kvótakerfinu felst slík leiðrétting. Fiskveiðisljórnun og arðdreifíng Jóhann hefur eftir Rögnvaldi Hannessyni, prófessor í Björgvin, að kvótakerfið sé merkasta uppfinning Islendinga, líklega íyrr og síðar. Það virðist hins vegar hafa farið fram hjá Jó- hanni að Rögnvaldur er yfirlýstur og eindreginn fylgismaður veiðigjalds, eins og komið hefur fram m.a. í skrifum hans í Morgunblaðið. Deil- urnar um fiskistofnana snúast nefni- lega um að minnsta kosti tvennt: 1) Aætlanir um markaðs- leigu á kvóta eru harla óvissar, segir Markús MöIIer, enda er leigan viðkvæm fyrir fískverði, olíuverði, launakjörum sjómanna og fleiru. Hvemig á að gera sem mest verð- mæti úr fiskistofnunum og 2) Hvern- ig á að dreifa þeim verðmætum. Jó- hann J. Ólafsson gerir engan grein- armun á þessum tveimur úrlausnar- efnum í fyrstu grein sinni og Þor- steinn Pálsson hefur löngum lagt sig sérstaklega fram um að ragla þeim saman. Slíkur ruglingur er frágangs- sök ef menn vilja láta taka sig alvar- lega í umræðunni. Langflestir hagfræðingar eru á því að kvótakerfið sé að minnsta kosti nokkuð gott til að gera mikil verðmæti úr fiskistofnunum, og Rögnvaldur tók enn dýpra í árinni í blaðaviðtalinu sem Jóhann vísar til. En ágæti kvótakerfisins í fiskveiði- stjórnun þýðir hins vegar ekki að það eignarhaldsfyrirkomulag sem nú viðgengst dugi til að koma afrakstr- inum til þjóðarinnar. Það tryggir reyndar ekki heldur að fiskiþorpin á landsbyggðinni muni standast þá hagræðingaröldu sem enn á eftir að ríða yfir útgerðina ef gjafakvótakerf- ið festist í sessi. Hvaðan kemur gróðinn? I annarri grein sinni fjallar Jó- hann um tilkall útgerðarinnar til arðsins af fiskistofnunum og segir m.a.: „Kvótahagnaðurinn kemur því ekki utan að, gefins á silfurfati, eins og sumir vilja halda fi’am, heldur myndast hann fyrst og fremst í rekstri sjávarútvegsins sjálfs“. Þessi setning Jóhanns er út í bláinn. Með þeim umbótum sem felast í bættri fiskveiðistjórnun er hægt að veiða sama afla og fyrr með færri skipum, færri mönnum og óbreyttri tækni. Þegar stórfelldar framfarir verða, þá er eina vitið að leita skýringa í því sem breytist, ekki hinu sem er óbreytt. Það er kvótakerfið, verk hins íslenska löggjafarvalds, sem veitir færi á að sækja afla með gróða meðan í frjálsri sókn var í besta falli hægt að skrölta á núllinu. Reyndar þurfti einu að fóma til að koma á kvótakerfinu. Það þurfti að afnema eða gelda aldagömul lagaá- kvæði um rétt allra manna til að veiða utan netalaga, sem á Islandi hefur verið snar þáttur í atvinnu- frelsinu. Um réttlæti skyldu menn ekki fjasa af léttúð, en þegar löggjaf- inn býr til gróðafæri án þess að nokkra þurfi til að fórna nema ef vera skyldi almennum mannréttind- um, þá hlýtur að vera skylt að tryggja eftir mætti að jafnræðis sé gætt við útdeilingu arðsins. Annað væri tilefnislaus mismunun og órétt- læti birtist sennilega ekki í öllu skýr- ari mynd en það. Slíka mismunun hafa íslensk stjómvöld þó til skamms tíma stundað í kvótamálinu, áreiðan- lega meir af vangá en illum vilja. Nú er kannski glæta með nefndinni sem skipuð vai’ á Alþingi í vor. Höfundur er hugfræðingur. Markús Möller Islenskt mál og ósannindi - II í FYRSTU grein minni af fjórum um sér- staka orðanotkun í þágu áróðurs gegn sjávarút- vegi, fjallaði ég um orðið eignatilfærsla. Að þessu sinni mun ég fjalla um orðið sægreifi, en síðar um orðin gjafakvóti og þjóð. Öfugt við orðið eignatilfærsla er sæ- greifi orð sem hljómar vel. Þetta er stílhreint nýyrði og hentar vel í áróðri gegn fiskveiði- stefnunni, enda óspart notað af „Þjóðvaka um þjóðareign“. Orðið greifi táknar háttsettan, kon- unglegan embættismann á miðöldum eða titil á aðalsmanni. Sægreifinn er þannig aðalsmaður sjávarins og táknar í hugum fólks eiganda kvót- ans. Hin almenna notkun á þessu orði hefur hins vegar falið í sér mikil ósannindi um íslenskan sjávarútveg. Orðið er ætíð notað til að gefa í skyn að handhafar fiskikvóta á Islandi séu fáir. Andrúmi orðsins fylgir jafn- framt að hinir fámennu sægreifar á Islandi séu þjófar. Staðreynd máls- ins er hins vegar önnur. Árlega eru veiddar yfir tvær milljónir tonna af fiski í lögsögu íslands. Þetta jafn- gildir um fjórum tonnum á hverri einustu mínútu, allan sólarhringinn, allt árið. Þau skip og bátar sem fá leyfi til að sækja þennan fisk eru tæplega tvö þúsund. Vissir þú að fjöldinn væri þetta mikill? Finnst þér þetta fá- mennur hópur miðað við það sem gengur og ger- ist í öðrum atvinnu- greinum á íslandi? Þessi háa tala er þó ekki mælikvarði á fjölda sæ- greifa á íslandi. Til þess að leita þá uppi þarf að fara í hluthafaskrár þeitra félaga sem gera út alla þessa báta. Á síð- asta ári gerði ég tilraun til að finna sægreifana að baki tíu stærstu út- gerðum á Islandi. Eg varð mér úti um hluthafaskrár og ræddi við fjölmarga aðila sem málinu tengdust. Síðan reyndi ég að reikna út eigendafjöldann. Þegar ég var kominn langt yfir hundrað þúsund manns gafst ég upp. Að baki fjár- festingafélögum, lífeyrissjóðum og fleiri aðilum í eigendahópi þessara tíu fyrirtækja er meirihluti íslensku þjóðarinnar. Og þetta vora aðeins tíu fyrirtæki af þeim gríðarlega fjölda sem hafði veiðiheimildir í lögsög- unni. Samt er því stöðugt haldið fram, að örfáir menn eigi allan fisk- inn í sjónum; sægreifarnir. Áróðurs- meistaramir hafa aldrei sagt þér hversu margir þessir sægreifar eru. Þú hefur aldrei heyrt neina tölu nefnda. Samt er stöðugt klifað á því Bjarni Hafþór Helgason /* Aróðursmeistararnir hafa aldrei sagt þér hversu margir þessir sægreifar eru, segir Bjarni Hafþór Helga- son. Þú hefur aldrei heyrt neina tölu nefnda. að þeir séu fáir. Kannski er bara átt við þá sem teljast eiga stóra hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum? Kannski nógu stóra hluti til að hægt sé að öf- unda þá? Hvar liggja þessi dularfullu mörk skilgreiningarinnar? Stað- reyndin er auðvitað sú að sægreif- arnir á Islandi skipta a.m.k. tugum þúsunda. Það er vandfundin sú per- sóna í þessu landi, sem ekki á hlut í kvóta. Þú átt vafalítið lífeyrisréttindi og það er meira en líklegt að sjóður- inn þinn eigi væna hluti í sjávarút- vegsfyrirtækjum. Og ég fullyrði að sjóðurinn þinn mun áfram fjárfesta í þessum fyrirtækjum. Ástæðan er sú að hér ríkir stjórnun á fiskveiðum sem skapar traust hjá fjárfestum, sjávarútvegurinn er loksins kominn í varanlegan farveg og farsælan. Lífeyrissjóðir tryggja framtíð sinna félagsmanna með fjárfestingum í íslenskum sjávarútvegi. Lífeyris- þegar framtíðarinnar eru sægreifar og munu njóta þess í fyllingu tím- ans, líka þeir sem eru í „Þjóðvaka um þjóðareign". Sægreifi er vel heppnað nýyrði sem á ekki að mis- nota til að blekkja skattfé af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.