Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Menningarborgir Evrópu árið 2000 Vilja meira fé frá ESB Borgirnar níu sem hafa verið til- nefndar sem Menningarborgir Evr- ópu árið 2000 telja sig þurfa meira fé frá framkvæmdastjórn Evrópu- sambandinu ef vel á að takast til. Auk Reykjavíkur eru borgirnar Björgvin, Kraká og Prag sem standa utan ESB þátttakendur í þessu stóra verkefni. Fimm borgir innan ESB taka einnig þátt, Helsinki, Avignon, Bologna, Brus- sel og Santiago de Compostela. Þegar borgirnar voru valdar lagði framkvæmdastjórn ESB sér- staka áherslu á að þær ynnu sam- an. „Ef við fáum engan fjárstuðn- ing geldur hugmyndin um margar evrópskar menningarborgir á sama árinu þess,“ segja stjórnendur Menningarborga Evrópu árið 2000 í sameiginlegu bréfi til Jacques Santer, formanns framkvæmda- stjómar ESB. „Þetta bréf var samið á sameig- inlegum fundi Menningarborganna í Prag í vor. Með því vildum við ít- reka nauðsyn þess að til að þetta umfangsmilda verkefni megi takast sem best þarf að leggja mikla fjár- muni í það. Við höfum hins vegar enga ástæðu til að ætla annað á þessu stigi en að framkvæmda- stjóm ESB bregðist vel við. Við viljum einnig fá að vita hvað ESB ætlar að leggja í verkefnið fyrir fjárhagsárið 2000, en á þessu ári hefur þegar verið veitt fé til undir- búnings verkefna þ.á. m. til undir- búnings verkefnis sem er undir okkar stjórn," sagði Þómnn Sig- urðardóttir stjórnandi Reykjavíkur Menningarborgar árið 2000. Aðspurð sagði Þómnn að kostnað- aráætlun fyrir Reykjavík Menning- arborg árið 2000 væri í burðarliðn- um, þar væri í mörg hom að líta áð- ur en endanleg tala liti dagsins ljós. „Við erum í samningaviðræðum við ýmsa aðila um framlög þeirra og hlutdeild og vonumst til að geta lagt fram kostnaðai'áætlun á næstu vikum,“ sagði Þómnn. klipptir út. Hvorki Gales né Riley vom miklir sólistar þó þeir væm sterkir rýþmaspilarar og sólóar Gales löngum aðeins göngubassa- línur, en þá gat Monk stigið sinn fræga dans umhverfis píanóið. Charlie Rouse lék lengur en nokkur annar með Monk (1958- 1970) og er oft og tíðum makalaus sólóisti sem skilur monkismann öðrum betur. Samt eru það sólóar Monks sem eru gimsteinar þess- ara diska. Makalaus snilli þarsem lýþmaskyn hans nýtur sín til fulls. Eg hef aldrei skilið þá sem fmnst snilidarverk Monks njóta sín betur í túlkun annarra, mér finnast þau aldrei njóta sín til fullnustu nema í túlkun hans sjálfs. Þó em þúsund- ir djassleikara um allan heim sí- fellt að spila lög á borð við Monks Dream, Straight No Chaiser, Well You Needn’t, Rhythm-a-ning, Ru- by My Dear, Ask Me Now að ég nefni ekki ‘Round midnight - og gera það vel. Live At The It Club er kjörgrip- ur fyrir alla sem vilja kynnast heimi eins stórbrotnasta djassleik- ara allra tíma: Thelonius Sphere Junior Monk. Afturámóti gegnir svolitlu öðru máli um Monk Alone. Þar er allt einleikssafn Monks á Columbia samankomið. Monk sendi ekki frá sér nema fjórar raunveralegar einleiksskífur um ævina og var Solo Monk á Col- umbia sú síðasta. Þarna má fínna ópusana tólf er vom á þeirri skífu auk ellefu ópusa er dreift var á sjö breiðskífur. Þar að auki eru fjórt- án áður óútgefnar tökur á diskun- um. Það era tveir einleikspíanistar sem ég get hlustað endalaust á: Art Tatum og Thelonius Monk. Þó getur varla ólíkari píanista. Tatum leikur einsog sá sem valdið hefur, fullkomin tækni og yfirferðin slík að maður grípur andann á lofti. Monk oft hikandi einsog bam. Þó er ótrúlega margt sameiginlegt með þessum snillingum: óvenjuleg hljómaskynjun og frábært takt- skyn - og báðir eru af skóla skálm- aranna frá Harlem. Afturámóti er Monk ekki fyrir þá sem vilja að pí- anóleikari leiki eftir bókinni. Þó hafði hann mikil áhrif á Bud Powell, sem hefur haft firnamikil áhrif á nær alla nútímapíanóleik- ara djassins. Þeir vora samstæður, ekld andstæður. Vernharður Linnet Munkurinn ómstríði mig á unglingsárunum þótti flest- um félögum mínum lítið til píanó- leiks Monks koma. Fáar nótur, stríðir hljómar, kantað spil einsog hjá Brubeck - jafnvel naívt. „Hann semur kannski góð lög en hann er enginn píanisti,“ var viðkvæðið. Það var líka sagt um annan af upp- áhaldspíanistunum mínum - Duke Ellington. Það var kannski ekkert skrítið því píanóleikur þeima var skyldur. Þeir áttu báðir upphaf sitt í búggí- og blúsmettuðum pí- anóleik, ragtæm og New York skálmi. James P. Johnsson og Fats Waller höfðu kennt þeim mikið. Þeir komust líka báðir á forsíðu Times þarsem djassmenn eru ekki vanir að skarta vangasvip sínum - en það er önnur saga. Á ámnum 1947 til 1971 hljóðrit- aði Monk verk sín fyrir ýmis hljómplötufyrirtæki: fyi-stu og frægustu upptökumar fyrir Blu- eNote, en þær síðustu fyrir Black Lion. Þær hafa verið gefnar út í heildarútgáfum af Mosaic. Allt sem Monk hljóðritaði fyrir Riverside hefur verið gefið út á fimmtán diskum og nú hefur Columbia hafið skemmtilega útgáfu á Monk. Tveir tvöfaldir diskar em komnii- út. Annar með öllu sem Monk lék tvö kvöld um mánaðamótin októ- ber/nóvember 1964 á It klúbbnum í Los Angeles og hinn með öllum pí- anóeinleik Monks fyrir Columbia. Eg vona bara að næst sendi þeir frá sér allar kvartettupptökur er Monk gerði í hljóðveri fyrir þá. Eg fékk Monk’s Dream og Criss- Cross sendar til Eyja er þær komu út - og nægði sú póstkrafa manni lengur en ýmsar aðrar. A Life At The It Club er allt sem Monk kvartettinn lék þar ut- an meingölluð upptaka á Sweet And Lovely fyira kvöldið og Epi- strophy, kynningarlag Monks, sem hann lék í lok hvers setts (en sett- in vora þrjú hvort kvöld), er aðeins notað í enda hvors disks. Theo, Bright Mississippi og Just You Just Me hafa aldrei verið gefin út áður og ellefu ópusanna hafa að- eins birst í styttum útgáfum áðm’. Kannski má deila um hvort stytt- ingarnar hafi verið til skaða, en þá voru bassa- og trommusólóar TÓJVLIST 111 jómdiskar THELONIUS MONK AT THE IT CLUB - COMPLETE Thelonius Monk píanó, Charles Rou- se tendrsaxdfdn, Larry Gales bassi, Ben Riley trominur. Hljóðritað á It klúbbnum í Los Angeles 31. okt. og 1. nóv. 1964. Útgáfa Columbia 1998. Dreifing Spor. Verð kr. 2.999. Diskur 1: Blue Monk, Well You’ll Needn’t, ‘Round Midnight, Rhythm- A-Ning, Blue Five Spot, Bemsha Swing, Evidence, Nutty, Epi- strophy. Diskur 2: Straight No Chaiser, Teo, I’m Getting Sentimental Over You, Mistcrioso, Gallop’s Gallop, Ba-lue Bolivar Ba-lues-are, Bright Miss- issippi, Just You Just Me, All The Things You Are, Epistrophy. Thelonius Monk piand. Hljdðritað í New York og Los Angcles 1962-68. Útgáfa Columbia 1998. Dreifing Spor. Verð kr. 2999. Diskur 1: Body And Soul, Just A Gigolo, Don’t Blame Me, Nicc Work If You Can’t Get It, Memories Of You, I Love You Sweetheart Of All My Dreams, I Surrender Dear, Sweet And Lovely, Everything Happens To Me, I Should Care, Nort h Of The Sunset, These Foolish Things, I Hadn’t Anyone Till You, Dianah, I’m Confessin That I Love You, Monk’s Point, Ask Me Now, Ruby Me Dear. Diskur 2: ‘Round Midnight, Between The Devil And The Deep Blue Sea, This Is My Story This Is My Song, Introspection, Darn That Dream, Body And Soul (tvær tökur), Don’t Blame Me, I Love You Sweetheart Of All My Dreams, Sweet And Lovely, Everything Happens To Me (þrjár tökur), I Ha- dn’t Anyone Till You, Dianah, I’m Confessin That I Love You, Ask Me Now, Introspection, Ruby My Dear, FÁIR djassleikarar hafa haft eins mikil áhrif á þessari öld og Thelonius Monk. Ásamt Jelly Roll Morton er hann trúlega það djass- tónskáld sem næst kemst Duke Ellington og þó verk þessara meistara séu sífellt á efnisskrá djassleikara hefur píanóleikur þeirra haft næsta lítil áhrif. Þar hafa menn á borð við , Earl Hines, Art Tatum og Bud Powell ráðið ríkjum. Þegar Monkæði heltók GIANFRANCO FERRE umartilboð frá Þegar þú kaupir tvo hluti að eigin vali frá GIANFRANCO FERRE færðu að gjöf glæsilega svarta FERRE hliðartösku. Stór-Reykjavík: Libia Mjódd, Holtsapótek, Snyrtivörud. Hagkaups Skeifunni og Kringl- unni, Brá Laugavegi, Sandra Smáratorgi, Snyrtivörud. Hagkaups Smáratorgi, Snyrti- höllin Garðatorgi. Landlð: Gallery föðrun Keflavík, Árnes apó- tek Selfossi, Miðbær Vestmannaeyjum, ísold Sauðárkróki, Krisma (safirði, Tara Ak- ureyri, Snyrtivörud. Hagkaups Akureyri, Húsavíkur apótek. Kristbjörg Guðmundsddttir Skálar, staup og minjagripir NÚ STENDUR yfir sýning á verkum Kristbjargar Guðmunds- dóttur leirlistakonu í listagallerí- inu Smíðar og skart. Kristbjörg Guðmundsdóttir er listamaður júlímánaðar í gallerí- inu. Hún er fædd árið 1954 og lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla Islands 1994. Kristbjörg lauk einnig námi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Is- lands árið 1995. Á sýningunni sem stendur til 23. júlí em leirmunir unnir á þessu ári. Skálar, staup og minjagripir. Kristbjörg hlaut hönnunarverð- laun frá Galleríi List árið 1994. Sýningin er opin á verslunar- tíma frá kl. 11-18 virka daga og 11-14 laugardaga. AXEL Eiríksson með verk sitt Syndil. Axel sýnir í Edin- borgarhúsinu AXEL Eirfksson opnar sýningu í Edinborgarhúsinu á Isafirði, laugardaginn 11. júlí kl. 15. Sýn- ingin er tvískipt, annars vegar myndverk mótuð í gips og járn ásamt vatnslitamyndum, hins vegar verk unnin í olíu og með blandaðri tækni. Axel er úrsmíðameistari sem starfrækir verslanir bæði á Isa- flrði og í Reykjavík. Hann sinnir myndlistinni í frístundum sinum en þetta er fyrsta einkasýning hans. Axel stundaði nám í kvöld- skóla Myndlistaskóla Reykjavík- ur, hefur sótt mörg námskeið tengd myndlist og var meðlimur í listahópi um nokkurra ára skeið. Heiti sýningarinnar „Fram- koma“ vísar til þess að á sýning- unni birtir hann verk sem hann hefur unnið með hléum undan- gengin ár, en koma nú fyrir al- menningssjónir í fyrsta skipti. Sýnignin verður opin daglega frá kl. 15-17 og lýkur 25. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.