Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 45*- Haraldsson, æðarbændum á brýn að þeir hatist við örninn. Ekki reynir hann á neinn hátt að færa rök fyrir máli sínu og virðist hann túlka málflutning Ævars Petersen með þessum hætti. Æðarræktarfé- lag Islands hefur tjáð sig um örn- inn og þau vandamál sem hann skapar fyrir æðarbændur. í grein í Tímanum 16. maí 1996 segir for- maður félags: „Þótt örninn valdi fyrst og fremst tjóni í varplöndum æðarbænda (annað tjón sem hann veldur er hverfandi) hefur það aldrei hvarflað að forystumönnum bændanna að leggja til að örninn væri drepinn eða varpstöðvum hans spillt". í sama anda hefur for- maðurinn talað á aðalfundum fé- lagsins án þess að nokkur hafi hreyft annarri skoðun. Fullyrðing- ar Jónasar eru því rangar og hann notar aðstöðu sína til að koma þeim stimpli á heila stétt manna að þeir séu óvinir náttúruverndar. Morgunblaðið gerir einnig fenemal að umræðuefni í ritstjórn- argrein hinn 2. júlí sl. Leiðarahöf- undar Morgunblaðsins og DV virð- ast trúa því bókstaflega að einstak- ar undanþágur, með ströngum skil- yrðum, til að nota fenemal stefni arnarstofninum í hættu. Slíkt er fjarri öllum sanni. Niðurlag Það sambýli milli manna og æð- arfugls, sem æðarvörpin eru til vitnis um, er einsdæmi og á sér varla hliðstæðu í öðrum löndum. Börn og unglingar njóta sín vel í æðarvörpum og komast þar í nán- ari snertingu við fuglalífið og hina óspilltu náttúru en víðast annars staðar. Vegna verndunaraðgerða æðarbænda eru æðarvörpin einmitt paradís fyrir hinar fjöl- breyttustu tegundir fugla. Má þar benda á viðtal við Þorvald Björns- son í Hvallátrum í Mbl. 28. júní sl. Bitur reynsla æðarbænda hefur kennt þeim að engin góð leið er til að verjast sumum vargfuglum, einkum hrafninum. Hvaða ráða á þá að grípa til? Hvað er gert ann- ars staðar á byggðu bóli við sam- bærilegar kringumstæður? Nú á tímum er beitt þeim gætilegustu vörnum sem nauðsynlegar eru til að halda í skefjum tjóni. Æðar- bændur eru hvorki hatursmenn arnarins né annarra fugla, þótt þeir geti neyðist til að grípa til að- gerða sem þeim eru á móti skapi til að forða tjóni eða eyðileggingu. Ævar Petersen kallar eftir vís- indalegum niðurstöðum um þann skaða sem vargfuglar valda. Hann getur ekki gert slíkar kröfur til bænda. Hins vegar er stofnun hans, Náttúrufræðistofnun Is- lands, kostuð af almannafé til að sinna rannsóknum af þessu tagi. í viðtölum við æðarbændur hef ég enn ekki fundið þann sem ekki myndi fagna því ef aðrar og ásætt- anlegri aðferðir fyndust en notkun fenemals. Eg hef áður tjáð mig í Morgunblaðinu (19. maí sl.) um að sýna skuli ýtrustu gát við notkun fenemals og þá ber auðvitað að taka sérstakt tillit til útbreiðslu- svæðis arnarins. A þeim tíma þegar fenemal var mest notað rfkti vandræðaástand í sorphirðumálum um land allt. Víða var óviðráðanlegt ástand í æðar- vörpum vegna flugvargs sem sótti í vörpin frá verstöðvum og sorp- haugum í nágrenninu. M.a. fyrir atbeina umhverfisráðuneytisins hefur orðið mikil breyting til batn- aðar í þessum efnum. Þeir bændur, sem ég hef talað við og fengu leyfí til að nota fenemal í vor, búa einmitt í nágrenni við sjávarpláss þar sem eyðing fæðuúrgangs er ófullnægjandi. 1 stað þess að munnhöggvast í fjölmiðlum vildi ég leggja til að Náttúruverndarráð og villidýra- nefndin tækju höndum saman við Æðarræktarfélag íslands og Um- hverfisráðuneytið til að berjast fyr- ir þeim nauðsynlegu úrbótum sem gera myndu deilu sem þessa óþarfa. Höfundur er yfírlæknir og formað■ ur Æðarræktarfélags íslands. SIG URBJÖRN ÞORBJÖRNSSON + Sigurbjörn Þor- björnsson fædd- ist í Reykjavík 18. nóvember 1921. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 28. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkj- unni 7. júlí. Við kvöddum eins og við vorum vön að kveðja afa og ömmu á Skúlagötunni, hvort sem framundan var langur eða stuttur aðskilnaður. Hlý faðmlög og kossar á kinn inni í forstofunni, síð- an fylgdi afi okkur að lyftunni og beið þar til dyrnar lokuðust. Sú hugsun sem ég síst vildi hugsa til enda þrengdi sér eitt andartak upp á yfirborðið, en ég ýtti henni undir eins frá mér um leið og ég kallaði „bless á meðan“, alveg eins og alltaf áður. Þetta var á annan páskadag og við vorum að leggja af stað til Noregs, þar sem heimili okkar Björns Þórs og yngstu sona okkar, Kjartans og Kolbeins, hefur verið undanfarin tvö ár. Að baki voru yndislegir dagar, þar sem við glöddumst saman á fermingardegi Kjartans og nutum þess að fjöl- skyldan var sameinuð, aldrei þessu vant - Kolbrún, Viðar og Þórdís litla komu frá Bretlandi og Kári frá Svíþjóð í tilefni fermingarinnar. Sunnudaginn 28. júní renndum við í hlað heima hjá Kolbrúnu og Viðari í Cardiff eftir langt ferðalag norðan úr Noregi. Ætlunin var að eyða nokkrum dögum með þeim og halda upp á útskrift Kolbrúnar úr háskólanum. En í þetta sinn var okkur ætlað að deila sárri sorg í stað gleðistunda. Andlátsfréttin hafði þá borist ungu hjónunum fá- einum klukkustundum áður. Sigur- björn hafði látist snögglega fyrr um daginn. Þá var aðeins ein hugsun sem komst að - að komast heim til ömmu Betty eins fljótt og auðið yrði. Eg kom fyrst á heimili Sigur- björns og Betty tæplega sextán ára gömul. Við höfðum ekki verið lengi saman, við Björn Þór, þegar hann bauð mér að borða með fjölskyld- unni. Ég held reyndar að hann hafi ekki boðað komu mína fyrirfram, en mér var tekið af ljúfmennsku og öll feimni var fljót að hverfa. Fyrsta tilfinning mín gagnvart manninum sem átti eftir að verða tengdafaðir minn var virðing, svo- lítið óttablandin kannski. Ottinn var fljótur að hverfa, en virðingin var alltaf sterkur þáttur í tilfinning- um mínum til hans. Ég held að hún hafi verið ósjálfráð hverjum sem kynntist honum, á hvaða vettvangi sem var. Það var ekki yfirborðs- kennd virðing vegna embættis hans og þjóðfélagsstöðu, heldur vegna þeirra mannkosta sem mótuðu allt hans líf og framkomu í stóru og smáu; óbifanlegum heiðarleika og réttsýni, örlæti, umhyggjusemi og kurteisi gagnvart hverjum þeim sem varð á vegi hans. Fjölskyldan sem ég var orðin hluti af var lítil og samheldin. Af bræðrunum fjórum höfðu aðeins Björgvin og Sigurbjörn kvænst og eignast börn. Anna, sem verið hafði ráðskona hjá Þorbimi afa, átti heimili sitt áfram hjá bræðmnum Sveinbirni og Þorsteini eftir lát hans. Það var komið saman á hátíð- isdögum eftir ákveðnum hefðum og reglum, jóladagur hjá Svenna og Steina, nýjársdagur hjá Betty og Sigurbirni, afmæliskaffi og heim- sóknir, afmælis afa minnst. Það var drukkið kaffi og borðaðar tertur og pönnukökur og aldrei leið á löngu áður en spilin voru tekin fram. Ég þekkti svo sem á spilin áður, en slíkt og þvílíkt sem að horfa á þá bræðurna spila bridge hafði ég aldrei séð - hvernig þeir mundu hvern einasta leik og sáu fyrir þá næstu, þannig að allt í einu lögðu þeir niðm' spOin að útkljáðu máli án þess að ég botnaði upp eða niður í neinu. Samband bræðranna var náið og innilegt, þótt enginn þeiiTa bæri tilfinningar sínar á torg sýndu þeir hver öðrum tryggð og vænt- umþykju með öðrum hætti. Aldrei var lagt af stað i ferð án þess að kveðja eða komið heim án þess að fyrsta verkið væri að heilsa. Öll samskipti innan fjölskyldunnar einkenndust af einstakri tillitssemi, kurteisi og hlýju, sem ég fann að umvafði mig frá fyrstu tíð og svo börnin okkar þegar þau komu í heiminn. I janúar 1974 fæddist Steinunn, dóttir Markúsar mágs míns og Kol- brún, dóttir okkar Björns Þórs rúmum mánuði síðar. Þá hófst nýr kafli í ævi tengdaforeldra minna. Það að vera afi og amma varð stór þáttur í lífi þeirra og ég held að fátt hafi veitt þeim meiri gleði en að horfa á börnin vaxa og dafna. Betty gætti eldri barnabarnanna mikið meðan þau voru lítil og heimilið á Austurbrún er umvafið sérstökum ljóma í minningum þeirra allra. Á meðan Sigurbjörn ferðaðist mikið í embættiserindum notaði hann stopular frístundir frá erfiðum fundasetum til að skjótast í búðir og kaupa föt á bömin. Hann gekk að því verki með sama hugarfari og öllu öðru sem hann kom nálægt, lærði á stærðir og gerðir og gæði. Þegar heim var komið var tekið upp úr töskunum og hver og einn fékk sinn skerf. Ef ekki var hægt vegna aldurs og kynja að kaupa það sama fyrir hvert og eitt var þess vandlega gætt að jafnmiklu hefði verið til kostað handa hverju barni, því réttlætiskenndin fylgdi alltaf gjafmildinni. Það var auðséð að hann naut þessara stunda ekki síð- ur en þiggjendurnir litlu. Yngri kynslóð barnabarnanna, Kolbeinn okkar, Ingunn Elísabet, Sigurbjörn og Þorsteinn Markúsar- börn og litlu langafastelpurnar tvær, Þórdís Ylfa og Bergljót Sunna, vom Sigurbirni ekki síður gleðigjafar. Sérstakur svipur færð- ist yfir andlit hans þegar hann hélt á þeim nýfæddum, svo óendanleg blíða þegar hann lagði stóru hend- urnar sínar á litla kollana. Um- hyggja Sigurbjörns afa var eins hlýtt faðmlag sem alltaf umlukti barnabörnin öll og barnabarna- börnin. Hann hafði vakandi auga með þeim öllum og tók virkan þátt í lífi þeirra, hvort sem þau voru nærri eða fjarri. Á skrifborði ungu hjónanna í Cardiff lá síðasta bréfið frá afa með hamingjuóskum og peningasendingu svo þau gætu gert sér glaðan dag í tilefni af útskrift- ardegi Kolbrúnar. Sigurbjörn var okkar stoð og stytta á allan hátt - alltaf búinn að bjóða fram aðstoð sína áður en við þurftum að bera fram bón sjálf, og alltaf með þeim hætti að okkur var gert auðvelt að þiggja. Heimilið á Austurbrún og seinna á Skúlagötu var griðastaður í dagsins önn, stað- ur þar sem gott var að koma, sitja saman og spjalla. Alltaf varð að þiggja góðgerðir, annað kom ekki til greina og ef við vorum ekki að flýta okkur allt of mikið teygði afi sig í spilastokkinn. Krakkarnir voru ekki háir í loftinu þegar afi kenndi þeim að spila. Heimili tengdaforeldra minna einkenndist af rósemi og reglu- festu, hver hlutur var á sínum stað og hver hlutur hafði sinn tíma. Samband þeirra Sigurbjörns og Betty var einstakt og einkenndist af gagnkvæmri aðdáun og virðingu. Hún var drottning heimilisins og hann konungurinn - starfsskipting þeirra var hefðbundin, en raun- verulegt jafnræði meira en í flest- um hjónaböndum sem ég hef kynnst. Umönnun þessa fallega heimilis var það starf sem Betty kaus sér og hún vakti yfir velferð Sigurbjörns á allan hátt. Eftir að hún fékk áfall fyrir nokkrum áram og hafði ekki lengur sama þrek og áður snerast hlutverkin að nokkru við, þá var það Sigurbjörn sem ann- aðist hana af stakri kostgæfni. Kveðjustundin er sár. Ég vildi geta endurlifað stundina í vor þeg- ar ég kvaddi síðast og fengið að hvísla einu sinni „takk fyi-ir allt“. En ég held að hann hefði ekkert viljað kveðja okkur á annan hátt þó svo að hann hefði vitað að þetta yrði hinsta kveðjan. Hlýtt faðmlag, koss á kinn, og lokaorðin sem hann notaði oftast: „Við sjáum nú til.“ Innan þeirra orða rúmaðist svo margt sem þurfti ekki að segja. Þessa síðustu daga hefur Betty tengdamóðir mín sýnt ótrúlegt þrek og borið sorgina með styrk og virðingu. Ég finn að henni er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að eyða langri ævi með manninum sem hún elskaði og dáði. Við, öll börnin hans, stór og smá, verðum líka að muna og þakka, gleðjast yfir að hafa átt hann og fengið að lifa í vernd hans, skjóli og kærleika. Við eram líka þakklát fyrir að Sigur- björn þurfti ekki að þjást eða verða ósjálfbjarga, heldur fékk að halda styrk og virðingu fram á hinsta dag. Við kveðjum elskulegan föður og afa með óendanlegu þakklæti fyrir allt sem hann var okkur og allt sem hann kenndi okkur. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður Gestsdóttir. Lítil rauðhærð langafastelpa horfir á mömmu sína og segir: „Hann afi er hjá Guði og englun- um. Það er enginn stigi og engin hurð.“ Þegar maður er bara tveggja ára eru skýringarnar ein- faldar. Fyrir mig er erfiðara að koma orðum að hlutunum en fyrir litlu dóttur mína. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um hann afa minn sem mér þótti svo innilega vænt um er ekki lengur hjá mér. Ég á ekki eftir að heyra rödd hans daglega og finna þá miklu um- hyggju sem hann bar fyrir mér og mínum. Það er sárt en að sama skapi svo mikils virði að hafa átt svo góðan að. Minningarnar eru margar. Hann kenndi mér að spila á spil þegar ég var barn og alltaf voru stigin í rússa og rommý ná- kvæmlega skráð á blað. Reyndar granar mig að hann hafi oft leyft mér að vinna þótt það hvarflaði aldrei að mér þá. Jólagjafir og af- mælisgjafir vora hvorki leikfong né fatnaður. Þær vora umslög með hlutabréfum eða spariskírteinum. •*- Ekki mjög spennandi fyrir litla stelpu en þeim mun verðmætari síðar enda var hann með framtíð mína í huga. Áhugi hans á fjármál- um var óþrjótandi, hann fylgdist grannt með hlutabréfamakarðin- um, hafði unun af bókhaldi og fjár- málaumsýslu. Begga Sunna, sem var tíður gestur með langafa sínum í Islandsbanka, er sannfærð um að hún og afi Sigurbjöm eigi íslands- banka. Gula íslandsbankahand- klæðið með merkinu þeirra er not- að sem rúmábreiða því það er svo flott. Hann afi minn var alltaf ftnn, fór ekki út úr húsi án þess að klæðast skyrtu og setja á sig bindi. Hattur- inn var ómissandi enda átti hann mikið úrval af höttum. Reglusemi, góðmennska, greiðvirkni og fyiir- hyggja í fjármálum vora eiginleikar sem öll fjölskyldan naut góðs af. Reyndar ekki bara fjölskylda mín í föðurættina heldur náði umhyggjan til móðurfjölskyldu minnar líka. Ásta Bjarndís leit á hann sem afa sinn og afi Ingvar gleymii- aldrei þeim vinarvotti sem hann sýndi honum þegar hann lenti í erfiðleik- um fyrir nokkram áram. Þannig var afi Sigurbjörn alltaf að hugsa k* um aðra. Afi og amma Betty áttu saman gott ævikvöld. Þau vora miklir fé- lagar og gerðu allt saman. Þau fóru daglega í göngutúra, spiluðu á spil og nutu þess að fá fjölskylduna í heimsókn. Hér áður fyrr þegar hann var störfum hlaðinn hugsaði hún um hann en eftir að hún missti heilsuna og hann kominn á eftir- laun sá hann um hana. Þau kunnu vel að meta hvort annað og fjöl- skyldu sína. Útbreiddur faðmur og-*^ bros mættu manni í útidyranum og hlýjan umlukti mann þegar inn var komið. Að sitja á milli afa og ömmu í stofunni, borða harðfisk með smjöri, horfa á Mr. Bean og dansa undir laginu um hann Eyjólf var stór þáttur í lífi okkar Beggu Sunnu. Afi Sigurbjöm fylgdist vel með öllum bamabörnunum sínum og bamabamabömunum og gladdist innilega yfir öllum afrekum þeirra stóram sem smáum, hvort heldur það var í námi, ballett, leiklist eða bara í þroska. Enginn gleymdist og öllum var gert jafnt undir höfði. Minningin um góðan afa mun fylgja mér alla ævi. Steinunn Guðrún Markúsdóttir. FINNBJÖRN FINNBJÖRNSSON + Finnbjörn Finn- björnsson fædd- ist á Isafírði 9. janú- ar 1931. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 22. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 2. júlí. Hvað á nútímamað- urinn þá að taka til bragðs á myrkustu stund lífs síns, mitt í eigin „krossfestingu“, eigin hrani? Hann á að kveðja til allan sinn vits- munalega kraft, svo að honum megi ljós verða vilji Guðs, tilgangur Guðs með þessum þjáningum. Gjöri mað- urinn þetta mun hann sigrast á myrkrinu eins og Jesús. Þeim, sem í dýpstu þjáningu lífs síns getur fórn- að eigin vilja fyrir Guðs vilja, verður ætíð sendur engill þegar neyðin er stærst. Og Guðs vilja er auðveldast að fylgja á þann hátt að afsala sér því sem framkallað hefur „Getsema- ne“. Það getm- verið missir lítils barns, andlát maka, tryggðarof og svik þeirra, sem heitast var unnað. „Getsemane“ birtist á margan hátt. En alltaf gildir það, að sigur fæst aðeins með því að beygja sig undir hið óhjákvæmilega. Ekk- ert, sem gerst hefur, verður aftur tekið. Sleppa verður þeinf vonum, sem bundnar voru því, er brast. Af öllum mætti verður að leita uppi þá mögu- leika, sem hin breyttu viðhorf búa yfir. Á sama andartaki og við leggjum alla þjáningu í Guðs hönd og losum okkur við ótt- ann og kvíðann við tærandi áhrif haturs og beiskju, þá kemur til okk- ar lýsandi engill, og við finnum ná- lægð Guðs svo greinilega, að kvíð- inn og sorgin hverfa úr huganum. v Lífsgleðin lifnar á ný í blóði og taugum, því í ljósi Guðs vilja breyt- ist jafnvel dýpsti sársauki, dýpsta auðmýkt, bráðlega í vermandi og lífgandi blessun sem er hinn guð- dómlegi ávöxtur sérhvers andlegs þróunarskeiðs, sem á enda er rann- ið. (Martinus.) Guðrún Flosadóttir og börn hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.