Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ betri svefn! GÓ9AR DÝNUR Solo 90x200 cm. Millistíf. Einfalt fjaörakerfi. Yfirdýna fylgir í verði. 12.360 cm President 90x200 c Strf. Náttúmleg efni. Latex yfirdýna fylgir í 63.980.- Skoðaðu, prófaðu j oq finndu l muninn! HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöföi 20-112 Rvík - S:510 8000 Maxi 90x200 cm. Pocketfjaðrir. Tvöfalt fjaðrakerfi. Þykk yfirdýna fylgir í 49.300.- cm Prima 90x200 ( Millistíf. Mjúk yfirdýna 19.200, SKOÐUN UM NOTKUN FENEMALS Ljósm. Árni Snæbj. UR æðarvarpinu að Litlu-Eyri við Bfldudal í byrjun júnímánaðar sl. ÞAÐ HEFUR líklega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með umræðu í þjóðfélaginu að umhveif- isráðherra hefur hlotið ámæli nokk- urra aðila fyrir að leyfa takmarkaða notkun á svefnlyfinu fenemali til að verjast vargfuglum. Æðarbændur hafa einnig hlotið ámæli fyrir að nota slíka aðferð. A Islandi eru 3-400 hundruð manns sem hafa einhverjar tekjur eða jafnvel allt sitt lífsviðurværi af æðarrækt. A síðasta ári var fluttur út dúnn fyrir 172 milljónir króna. Nánast engin erlend aðföng eru við framleiðslu á æðardún og því er hér um hreinar gjaldeyristekjur að ræða. Æðarvörpin eiga víða mikinn þátt í því að halda jörðum í byggð og öðrum jörðum er haldið við vegna varpnytjanna þótt búskapur sé af lagður að öðru leyti. Það tekur áratugi að rækta upp æðarvarp og árangur þess erfiðis er oft óviss. Að eyðileggja varp með vanhirðu tekur ekki langan tíma. Mér var nýlega sagt frá varpi sem enginn var til að verja í vor og fyrravor. Þar er ekkert eftir. Hefðbundnar aðferðir til að verja vörp eru skotveiðar en hund- ar eru hafðir við leit að minkum. I landvörpum hagar víða þannig til að nauðsynlegt er á vorin að vaka yfir varpinu allan sólarhringinn. Tófa gerir mikinn usla í vörpum, einkum ef henni fylgja flokkar af hröfnum. Skotveiðar hafa lítil áhrif á hrafninn. Eina aðferðin sem dugar er notkun fenemals í egg. I flestum tilfellum nægir þá að veiða nokkra hrafna því aðr- ir hafa vit á að forða sér og koma ekki aft- ur. Oft nægir að beita þessari aðferð einu sinni. Máva er auð- veldara að skjóta, en sé fjöldi þeirra mikill dugar slíkt þó ekki. I umræðunni hefur því óspart verið haldið fram að amarstofninn væri settur í stórfellda hættu með leyfisveitingu ráðherra. Þeir ágætu sérfræðingar sem hafa alið á þess- ari skoðun vita manna best að þetta er ekki svo. Jafnvel á þeim tíma sem fenemal var notað í samræmi við gildandi reglugerðir á árunum 1971-94 fjölgaði erninum meira en nokkru sinni. En á árunum sem ekkert fenemal hefur verið notað hefur amarstofninn staðið í stað. Afar ólíklegt er að nokkurt sam- band sé þama á milli. Fenemal var ekki aðeins notað í æðarvörpum, því að vargfugli var fækkað með þess- ari aðferð á sorphaugum kringum sjávarpláss. Áreiðanlega hefur stundum verið farið ógætilega við þessar veiðar, því dæmi er um það að hundur hafi drepist af að éta fenemal. Hann komst í kjöt sem fenemal var sett í. Slíkt er nú alger- lega bannað. Á þeim fjómm stöðum sem leyft var að nota fenemal í vor með ströngum skilyrðum hefur örninn aldrei komið í æðarvarp. Þó að slíkt myndi gerast er næsta auðvelt að hindra að hann komist í egg sem svefnlyf hefur verið sett í, því það fer ekki fram hjá neinum ef örninn flýgur yfir varpi. Þar að auki er talið að öminn taki aldrei egg. Þeir vargfuglar sem taka egg, sem fenemal hefur verið sett í, sofna flestir á staðnum. Nokkur munur er á mávum og hröfnum vegna mismunandi borðsiða. Máv- urinn svolgrar í sig eggið og sofnar fljótt, en hrafninn fer sér hægt og nýtur matarins. Hann er líka næm- ur á ef eitthvað er að matnum og skilur þá gjarnan eftir. Hann getur því frekar komist í burtu frá staðn- um, kannski allt að 3-400 metra áð- ur en hann sofnar. Aflífa þarf fugl- ana nema e.t.v. ef mjög kalt er í veðri. Það liggur í augum uppi að þótt örn æti fugla sem svæfu af fenemal þyrfti hann að éta a.m.k. þyngd sína í einni máltíð til að áhrif- in yrðu jafn mikil og á fuglana, sem hann át. Þáttur Ævars Petersen Þegar umhverfis- ráðherra veitir tíma- bundna undanþágu til að nota fenemal í egg þá styðst hann við lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og villtum spen- dýrum frá 11. maí 1994. I lögunum segir: „Umhverfisráðherra hefur yfirumsjón með aðgerðum er varða vernd, friðun og veiðar á villtum dýrum. Ráð- herra til ráðgjafar við umsjón þessara mála er ráðgjafarnefnd um villt dýr, sbr. þó 14. gr. að því er varðar hreindýr". Síðar í sömu grein segir: „Tillagna eða umsagn- ar ráðgjafarnefndar skal leitað við setningu reglugerða, leyfisveiting- ar, veitingar undanþágna og við önnur stjórnvaldsfyrirmæli um villt dýr“. Til þess að fjalla um þessi við- kvæmu mál af skilningi er nauðsyn- legt að setja sig vel inn í anda lag- anna um veiðar á villtum dýrum. Þeim er ætlað að tryggja almanna- hag á sviði dýraveiða og hyggja jafnframt að þeirri vemd sem sið- uðu þjóðfélagi ber að veita dýrarík- inu. Skírskotun til almannahags og dýraverndar gerir þó ekki ráð fyrir því að troðið sé að óþörfu á rétti ein- staklinga. Því eru undanþáguá- kvæði í lögunum. Lög nágranna- landa okkar um þetta efni munu vera í sama anda. Ævar Petersen sagði af sér for- mennsku í ráðgjafarnefndinni þegar nokkrir dagar voru eftir af skipun- artíma hans. Nefndin hefur fjallað um nokkrar undanþágubeiðnir fyrir fenemali án þess að eining væri í nefndinni. Meirihluti hennar hefur hafnað því að mæla með leyfisveit- ingum á þeim forsendum að tjón væri ekki sannað í viðkomandi er- indi, og Ævar segir í blaðaviðtali (Degi 26. júní 1998) að ekkert skil- greint tjón hafi orðið. Umsækjend- ur hafa sótt um undanþágur á eyðu- blöðum frá ráðuneytinu. Séu upp- lýsingar ófullnægjandi að mati nefndarinnar ber henni að afla þeirra eða a.m.k. að upplýsa hvaða upplýsingar skortir. Það liggur í augum uppi að bænd- ur geta ekki skilað vísindalegum niðurstöðum um það tjón sem þeir hafa orðið fyrir og því síður yfir það tjón sem þeir hyggjast koma í veg fyrir. Fyrir tveimur árum sam- þykkti Æðarræktarfélag íslands (ÆI) að láta fara fram rannsókn á ætisferli máva til að fá almennt yfir- lit yfir tjónið sem þeir valda í æðar- vörpum. Félagið snéri sér til Nátt- úrufræðistofnunar íslands með ósk um að hún ynni verkið. Með rann- sókninni hefði fengist betri þekking N áttúruverndarráð, villidýranefnd og aðrir viðkomendur ættu, að ______mati Davíðs_______ Gíslasonar, að taka höndum saman við Æðarræktarfélag ---------------- Islands og_______ Umhverfisráðuneytið um úrbætur sem allir gætu unað við. til að meta tjón eftir máva í einstök- um vörpum. Ég fékk svarbréf frá stofnuninni, undirritað af Ævari Petersen dags. 12. nóv. 1997, þar sem hann tjáði mér að stofnunin gæti ekki orðið við þessari beiðni. Hann veit því vel um áhuga á rann- sóknum á þessu sviði. I lok bréfs sem ég skrifaði um- hverfisráðherra 31. mars 1997 um fenemalmálið segir: „Ég vil taka það fram, að ég myndi fagna því ef heppilegri efni en fenemal fyndust til að veiða hrafna. Æðarræktarfé- lag íslands mun veita alla þá aðstoð sem unnt er til að rannsaka önnur efni ef fyrir því er vilji hjá ráðuneyt- inu“. Þegar ég skrifaði bréfið vissi ég að ráðherra hafði skipað nefnd til að finna aðra lausn sem gæti komið í staðinn fyrir notkun fenemals. Ævar Petersen var í þessum hópi. Engar nothæfar tillögur munu hafa komið frá hópnum. Ævar veit af því sem hér hefur verið rakið að bæði ráðherra og ÆÍ hafa sterkan vilja til að fá fram aðferðir til varnar vargfugli sem eining gæti skapast um. Hver og einn getur svo dæmt fyrir sig hvort drengilegt sé af emb- ættismanninum Ævari Petersen að skaða álit ráðherra og æðarbænda eins og hann hefur reynt með fram- göngu sinni. Bréf Náttúruverndarráðs Náttúruverndarráð sendi um- hverfisráðherra mótmæli vegna leyfisveitinganna. Það er í sér eðli- legt að ráðið hafí áhyggjur af notk- un fenemals og komi áhyggjum sín- um á framfæri við ráðherra. I við- tali á Stöð 2, hinn 28. júní sl., leggur formaður ráðsins áherslu á samráð ráðherra við ráðið vegna þeirrar miklu sérþekkingar sem ráðið búi yfir. Sú fullyrðing ráðsins kemur því spánskt fyrir sjónir að vafasamt sé að notkun fenemals komi í veg fyrir tjón í vörpum, því að reynsla bænda frá fyrri tíð er allt önnur. Því er ástæða til að spyrja hver sé reynsla ráðsins af notkun fenemals. Þrátt fyrir ströng skilyrði ráð- herra fyrir leyfisveitingum talar ráðið um handahófskenndan útburð eiturs og dregur sterklega í efa heimildir ráðherra fyrir þeim. Hvernig hyggst ráðið eyða þeirri réttaróvissu, sem þetta skapar? Það sem vakti mesta athygli mína í umfjöllun ráðsins voru eftirfarandi ummæli um dúnsölu: „Þegar það spyrst út fyrir landsteinana, að hér sé farið að beita jafnúreltum og handahófskenndum aðferðum til að drepa dýr sem eru mönnum ekki að skapi, mun það mjög líklega hafa áhrif á sölu æðardúns á erlendum mörkuðum“. Ég efa ekki að hér sé talað af mikilli alvöru. Sagt er að undan- tekningin sanni regluna, og ráðið veit að þau fjögur leyfi sem ráð- herrann hefur veitt eru strangar undantekningar á lögum sem gilda um þetta efni. Það er því óþarfi af ráðinu að láta eins og um eiturefna- hemað sé að ræða gegn dýraríki landsins. Venjulega eru mál er varða sam- skipti einstaklinga við einstök ráðu- neyti afgreidd án þess að þau kom- ist í almenna umræðu. Þegar ábyrg- ur aðili eins og Náttúruverndarráð beitir sér í fjölmiðlum fer ekki hjá því að það veki athygli. Það vekur einnig athygli þegar embættismað- ur beitir sér með þeim hætti sem Ævar Petersen hefur gert. Ég spyr því: „Gerði Náttúruverndaráð ráð fyrir því að umfjöllun þess í fjöl- miðlum yrði til að skaða erlenda dúnmarkaði? Ef ekki, með hvaða hætti öðram gerði ráðið ráð fyrir því að málið vekti athygli almenn- ings í útlöndum?“ Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins og DV í ritstjórnargrein DV hinn 26. júní ber höfundur hennar, Jónas Davíð Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.