Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 53 I I I ( ( ( ( I ( ( \ ( ( I ( ( I ( ( 4 < 4 1 ( i ( i í i FRÉTTIR Háskóli fslands mælir styrk ginsenósíða tveggja ginsengafurða Vinadagar Soroptim- istasystra á Akureyri HÁTT á þriðja hundrað Soroptim- istasystur frá Norðurlöndum tóku þátt í vinadögum á Akureyi-i helg- ina 19.-21. júní sl. Klúbburinn á Akureyri sá um vinadagana að þessu sinni. Foi-maður er Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Á vinadögunum voru samankom- ar margar þekktar Soroptimista- systur s.s Salome Þorkelsdóttir, sem er formaður klúbbanna á ís- landi, og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyri-verandi forseti íslands, sem var verndari vinadaganna. Einnig Helen Van Temsche, forseti Evr- ópusambands Soroptimista, ásamt öllum forsetum Soroptimistasam- bands Norðurlandanna. Á fundi þar sem fundarefnið var: Barnið, samfélagið, framtíðin flutti Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar, framsöguerindi og einnig tóku fleiri konur til máls og fjölluðu um þennan málaflokk. I hádegisverðarhléi var tískusýning á unnum vörum bæði frá Foldu hf. á Akureyri og frá Tískuvöruverslun Sigríðar Sunnevu. Kynnir var Ragnheiður Olafsdóttir. Á laugar- dagskvöld var hátíðarkvöldverður í íþróttahöllinni undir stjórn veislu- stjóra, Þóreyjar Aðalsteinsdóttur, Akureyri. Úndir borðum söng Björg Þórhallsdóttir sem nemur söng í Englandi. Á sunnudagsmorgun gengu syst- ur til Soroptimistamessu í Akureyr- arkirkju þar sem sr. Hulda Hrönn Helgadóttir predikaði. Þá var einnig farið í skoðunarferð um Akureyri og í Laufás þar sem sr. Pétur Þórarinsson og frú Ingibjörg Sigurlaugsdóttir tóku á móti gest- um og sýndu staðinn. Að endingu var keyrt í íþróttahöllina og snædd- ur hádegisverður og þar með lauk velheppnuðum vinadögum hjá Soroptimistaklúbbi Akureyrar, sem voru þeim til sóma, segir í tilkynn- ingu. Styrkur til uppgræðslu við Dimmuborgir -Z.V9 „ ___ ■a», ** - *M,p ^ * -■ ..ms JÓHANNES Jónsson í Bónus afhendir fyrsta vinningshafanum, Ástu Árnadóttur, matarkörfu að verðmæti 10.000 krónur. Með þeim á myndinni er dóttir Ástu, Eva Mjöll Sigurjónsdóttir. Glöggar konur í Bjöllu- leik Bónuss og Bylgjunnar 11. UMDÆMISÞING Inner Wheel var haldið 20. júní sl. í Reykjavík. Inner Wheel er félag eiginkvenna Rotary-manna og eru klúbbamir níu talsins í landinu. Félagskonur era kringum 350. Inner Wheel var stofnað árið 1924 í Englandi og starfar nú í 37 löndum og er heildarfjöldi félaga í kringum 100.000. í tilefni af tíu ára afmæli umdæmisins var ákveðið að beita sér fyrir sameig- inlegu átaki allra klúbbanna og stefna að því að gefa til Land- græðslu ríkisins álitlega fjárupp- hæð. Inner Wheel-konur um allt land hafa frá upphafi stuðlað að ræktun landins, svo þetta verkefni þótti mjög við hæfi á þessum tíma- mótum, segir í fréttatilkynningu. Einkunnarorð ársins eru „Sam- staða leiðir til styrks". AIls söfn- uðust 200.000 kr. og verður þeirri upphæð varið til uppgi-æðslu og heftingar sandfoks við Dimmu- borgir. HLUSTENDUR Bylgjunnar hafa undanfamar fjórar vikur fengið tækifæri til að vinna fullar mat- arkörfúr frá Bónus með því að hringja og giska á rétt verð á ákveðnum vörutegunum í Bón- usverslunum. Það vekur athygli að konur virðast fylgjast betur með verð- Iagi en karlar, því þær hafa hreppt allar körfurnar hingað til. Enn geta þó karlar bætt hlut sinn, því eftir er að draga um þrjár matarkörfur, auk þess sem allir sem giska á rétt verð lenda í Bjöllupottinum. Úr Bjöllupottinum verður dregið föstudaginn 31. júlí um aðal- vinninginn, nýja Volkswagen- bjöllu. „FYRIR skömmu var hafinn inn- flutningur og sala á rauðu eðal- ginsengi frá Gintec í Þýskalandi. Vara þessi hefur verið auglýst sem þrefalt sterkari en rautt eð- alginseng frá Kóreu og er tilgreint á umbúðum að hvert hylki inn- haldi a.m.k 24 mg af ginsenósíð- um. Þetta hefur verið staðfest af erlendum rannsóknafyrirtækjum, svo sem Addipharma sem hefur sérhæft sig í mælingum á náttúru- lyfjum. I samanburðarrannsókn þess fyrirtækis kom í ljós að styrkur ginsenósíða í rauðu eðalg- insengi frá Gintec var þrefalt meiri en í rauðu eðalginsengi frá Kóreu. Til að fá enn frekari stað- festingu voru umræddar afurðir sendar Háskóla Islands til magn- mælingar. í rannsókn Háskólans voru 7 mismunandi ginsenósíðar magngreindir í extröktum beggja afurða og var notuð svokölluð HPLC-aðferð. Ekki voru til sam- anburðarstaðlar fyrir fleiri gin- senósíða. Þeir sem voru mældir hafa þó verið mest rannsakaðir í gegnum árin og almennt verið taldir virkastir. I rannsókn þessari kom í ljós að rautt eðalginseng frá Kóreu inni- hélt 14,7 mg af þessum 7 ginsenó- síðum í 1 g af muldri rót.Til saman- burðar mældist rautt eðalginseng frá Gintec með 33,2 mg, eða 123% meira magn,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Lyfju. Bæklingur um móttökustaði sorps á Suðurlandi SORPSTÖÐ Suðuriands hefur ný- verið gefið út bækling þar sem far- ið er yfir flokkunarmöguleika og móttökustöðvar sorps á Suður- landi. Um er að ræða landakort af svæðinu þar sem móttökustaðir og flokkunarmöguleikar era merktir inná, einnig er farið yfir hvernig staðið er að sorphirðu í hverju ein- stöku sveitarfélagi. Að lokum eru nokkrir fróðleiksmolar um jarð- gerð, spilliefni og hvernig best sé staðið að flokkun. Bæklingurinn liggur frammi í verslunum KA og flestum bensín- stöðvum á svæðinu. Ibúar, sumar- bústaðaeigendur og ferðamenn á Suðurlandi eru hvattir til að kynna sér bæklinginn. LEIÐRÉTT Tvær konur hafa synt Viðeyjarsund í FRÁSÖGN hér í blaðinu í fyira- dag var ranghermt að ein kona hefði synt Viðeyjarsund. Konurnar sem synt hafa eru tvær: Helga Haraldsdóttir sundkennari, sem greint var frá í fréttinni í fyrradag, og-Ásta Jóhannesdóttir, sundkona úr KR, sem þreytti sundið árið 1928. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Höfundarnafn féll niður NAFN höfundar, Halldórs B. Runólfssonar féll niður með myndlistargagnrýni hans um sýn- inguna „Fimmt“ í Listasafni Kópavgos í blaðinu á miðvikudag. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Utivist yfir Leggjarbrjót FEÐÐAFÉLAGIÐ Útivist býður upp á næturgöngu á Leggjarbrjót fóstudagskvöldið 10. júlí. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni kl. 20 og ekinn Hvalfjörð- ur í Botnsdal þar sem tækifæri gefst til að líta á Glym einn hæsta foss landsins. Frá Botnsdal verður hin forna þjóðleið, Leggjarbrjótur, gengin yfir í Svartagil á Þingvöll- um. Áætluð heimkoma er kl. 4 að nóttu. Síðdegistón- leikar á Ingólfstorgi MOLD frá Færeyjum, Maus og Feedback frá íslandi spila á síð- degistónleikum á Ingólfstorgi á morgun, fóstudaginn 10. júlí, kl. 16.30. Tónleikarnir era samstarfsverk- efni Hins hússins og vest-norrænu ráðstefnunnar sem fram fer yfir helgina. Smábfla- keppni ÞRIÐJA umferð í íslandsmóti Smábílaklúbbsins og Aðalskoðunar hf. 1998 í akstri fjarstýrðra bíla verður laugardaginn 11. júlí. „Keppt verður við skoðunarstöð Aðalskoðunar hf. við Helluhraun í Hafnarfirði og hefst keppnin með undanrásum kl. 11.14. Úrslita- keppnir hefjast svo kl. 12.30 að loknu hádegishléi. Keppt er í þremur flokkum; flokki bensínknúinna, 4WD flokki og opnum 2WD flokki. Áætlað er að keppni ljúki kl. 15 og fer verð- launaafhending fram að því loknu,“ segir í fréttatilkynningu. ST0RUTSALA í Kópavogi er hafin • Dömuskór • Herraskór • Barnaskór • Auk þess miklð úrval af íþróttaskóm 30-8«^° afsVátt*11* Laaersala á fatnaði Bolír, skvrlur, peysur og viiuuifatnaður á heildsöluverði. Skemmuvegi 32L, sími 557 5777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.