Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 43 það stærsti hópur þeirra sem vitað er um í heiminum. Samkvæmt Ramsar-sáttmálanum um verndun votlendis, sem íslend- ingar hafa undirritað, og skilgrein- ingu alþjóðlega fuglavemdarráðs- ins, em svæði talin hafa alþjóðlegt verndargildi ef 1% eða meira af ein- hverjum stofni vatnafugla nýtir þau í lengri eða skemmri tíma. Eyja- bakkasvæðið hefur því ótvírætt verndargildi á heimsvísu. e) Spendýr. Hreindýr hafa nýtt sér Eyjabakkasvæðið til beitar, einkum seinni part sumars, og virð- ast nú sækja þangað um miðsumar í auknum mæli. Samkvæmt júlítaln- ingum áranna 1992-97 vora að með- altali 38% allra hreindýra á Snæ- fellsöræfum austan Snæfells, en að- eins um 9% á árunum 1979-91. Nokkur tófugreni eru á jöðrum Eyjabakkasvæðis. Eyjabakkasvæð- ið er verulegur hluti afréttarinnar „Undir Fellum", þar sem sauðfé Fljótsdælinga gengur á sumrum. I tveimur talningum í ágúst 1975 og 1977 voru skráðar 110 og 118 kind- ur á svæðinu. Beitargildi þess gróð- urlendis sem færi undir vatn hefur Rannsóknastofnun landbúnaðarins áætlað að svari til 1.280 ærgilda, miðað við 2,5 mánaða beit. f) Jökulgarðar (jarðfræðiminjar). Eyjabakkajökull hefur nokkram sinnum hlaupið fram á síðustu 110 áram, og vanalega ýtt upp mikilfeng- legum jökulgörðum (endamórenum) í þeim hlaupum. í hlaupinu 1890 gekk jökullinn lengst fram, og skófl- aði þá upp votlendisjarðvegi í allt að 20 m háa hryggi, sem kallaðir era Hraukar, en þá er aðallega að fínna á bogalínu austur frá Eyjafelli. Fram- an við þessa hrauka hefur jarðvegur- inn á nokkrum stöðum lagst í felling- ar, sem líkjast vatnsöldum, og ná allt að Vz km fram á sléttuna, en styttast smám saman og fara lækkandi. Þessar einkennilegu jökulöldur eiga ekki sinn líka hér á landi, og líklega ekki heldur í öðram löndum. Þær myndu hverfa í Eyjabakkalónið. (Jökulgarðar þessir hafa verið sér- staklega rannsakaðir af próf. Emmy Todtmann frá Hamborg.) h) Söguminjar. Tveir gangna- mannakofar: Hálskofi og Eyja- bakkakofí (Bergkvíslakofi) fara á kaf í lónið, og jafnvel rúst Sjónar- hólskofa, ef vatnsborð verður hækk- að við Hraunavirkjun. 2. Snæfell Hið mikla og fagra útsýni af Snæ- felli, þar sem Eyjabakkasvæðið er eitt helsta djásnið, myndi bíða mik- inn hnekki við Fljótsdalsvirkjun, einkum framan af sumri, þegai- lítið er í lóninu. Ef sá hluti virkjunaráætl- unar verður framkvæmdur, að veita Hafursá, Hafursárkvísl og Laugará, 29. Ólympíuleikarnir í eðlisiræði Dagskrá dagsins 9.7. Lokaathöfn Ólympíu- leikanna fer fram í dag í Háskólabíói. Þar fá tííii&fðíVítiÍt keppendur að vita um árangur erfiðis síns í keppninni og að taka við viðurkenningar- skjölum fyrir þátttökuna. Heimilistæki gefa samtals um 100 gull-, silfur- og bronsverðlaunahöfum vörur frá CASIO í verðlaun og fulltrúi Landsbankans ávarp- ar hátíðina fyrir hönd stuðningsaðila. í kvöld halda þátttakendur og starfsmenn til Hótel Arkar í Hveragerði þar sem keppendur leggja sjálfir til skemmtiatriði frá heimahögum sínum. Á morgun flýgur hver til síns heima, reynslunni ríkari úr náttleysi íslenska sumarsins eftir lær- dómsrík og vel samin verkefni. BOMRG Jarðvegsþjöppur og hopparar Gæði á góðu verði! Skútuvogi 12A, s. S68 1044. ásamt upptakakvíslum Hölknár, Grjótár og Sauðár, inn í miðlunarión eða göng, verður Snæfell umkringt stíflum og skurðum í hálfhring að norðanverðu og aðgengi að fjallinu stórlega skert, íyrir utan þau hrika- legu lýti, sem af þessum mannvirkj- um myndu leiða. Þetta hæsta fjall landsins utan jökla, sem margir telja eitt hið fegursta og tignarlegasta hér á landi, og er auk þess í hugum Aust- fírðinga umvafið sérstökum helgiljóma, yrði þá saurgað og sví- virt. Þangað gæti enginn litið nema hugsa með hryllingi til skammsýni og tillitsleysis mannanna. 3. Jökulsárfossar og gljúfur í Jökulsá í Fljótsdal er mikið fossaval. Af jökulsám landsins er það líklega aðeins Jökulsá á Fjöllum sem býr yfir meira fossaskrúði, enda fell- ur áin um 600 m á um 30 km vega- lengd. Á bilinu frá Kleif í Fljótsdal upp að Eyjabökkum era um 15 foss- ar og fossasyrpur. Nokkrii- þessara fossa era í tölu hinna stærstu og veg- legustu hér á landi, svo sem Faxfoss (um 20 m) og Kirkjufoss (um 30 m). Fossunum hafa verið gerð ýtarleg skil í jólablaði Austra 1990 og í 16. og 17. hefti Glettings, þar sem birtar eru litmyndir af þeim. (Af Faxa bh-t- ist vegleg kápumynd á ársskýrslu Orkustofnunar 1989.) Eftir virkjun yrðu efri fossamir varla til lengur, og þeir neðri ekki nema svipur hjá sjón. Á tveimur stöðum myndar Jök- ulsá nokkurra km löng og allt að 70 m djúp gil eða gljúfur. Neðra gilið er í botni Norðurdals og er ákaflega fagurt og með ríkulegum gróðri, m.a. teygir birkiskógurinn Kleifar- skógur sig ofan í það, og fossar era ofantil í því. (Kápumynd á Glettingi 16.) Efra gilið endar í Kh’kjufossi. Við virkjun Jökulsár myndu þessi árgil breyta veralega um svip. 4. Aðrar ár a) Keldá og Sauðár. I Keldá era margir fagrir en lítt þekktir fossar, sumir í mjög gróðurríku og fógra umhverfi (Keldárgili/Þorgerðar- staðaskógi). Við ármót Keldár og Ytri-Sauðár eru háir og tignarlegir fossar í báðum ánum. Allir þessir fossar myndu breytast veralega ef Sauðái-veita í Eyjabakkalón yrði framkvæmd. b) Hafursá og Laugará. I Haf- ursá er snotur foss, og í Laugará era tveir undurfagrir fossar: Slæðu- foss og Stuðlafoss. Þessir fossar myndu hverfa við Fljótsdalsvirkjun, skv. núverandi áætlun. c) Grjótá og Hölkná. Grjótá leggur til mest af vatni Þuríðar- staðadalsár (Þuru), en í henni eru nokkrir fossar. í Hölkná er einn myndarlegur foss í Hölknárgili í „Hölknárdal". 5. Hraunasvæðið í öllum áætlunum um Fljótsdals- virkjun síðan um 1980 hefur verið gert ráð fyrir að veita upptakakvísl- um Keldár og Sauðár ytri og fremi (sem falla í Keldá), vestur í Eyja- bakkalón, með tilheyrandi skurðum og stíflum. í síðustu tillögum um Hraunavirkjun er ráðgert að mynda „Keldárlón“, um 8 km2, er tengjast myndi Eyjabakkalóni, þannig að fyrirhugað vatnsborð beggja yrði um 670 m y.s. Þetta lón myndi kaf- færa Folavatn og gróðurlendið um- hverfis það, eða um 5 km2 af algrónu landi. Ef Hraunavirkjun verður framkvæmd hefur hún áhi’if á marg- ar ár í Fljótsdal, Skriðdal og á Suð- urfjörðum, og fjöldi fagurra fossa verður vatnslítill eða hverfur, þar á meðal Strútsfoss í Strútsá, sem er einn af hæstu fossum landsins, Hofsárfossar í Hofsdal o.fl. 6. Gönguleiðir Gönguleiðin milli Fljótsdals og Lóns, yfir Eyjabakkajökul, með við- komu í skálum Ferðafélags Fljóts- dalshéraðs við Snæfell og Geldinga- fell, er nú orðin ein vinsælasta gönguleið landsins. Ljóst er að Fljótsdalsvirkjun myndi hafa vera- leg áhrif á hana, sérstaklega á leið yfir jökulinn, þar sem Eyjabakkalón myndi blasa við sjónum. (Ferða- skrifstofa sem skipuleggur og selur gönguferðir á þessari leið hefur ný- lega lýst yfir að hún muni hætta því ef til virkjunar kemur.) Að sjálf- sögðu spillist einnig gönguleiðin upp á Snæfell og umhverfis það, að ógleymdri hinni fögru gönguleið upp með Jökulsá, til fossaskoðunar o.fl, 7. Áfok og landbrot Eyjabakkalón er tiltölulega grannt og víðfeðmt, og myndi að lík- indum tæmast í flestum áram seinni hluta vetrar. Ef snjóalög era ekki því meiri gæti orðið umtalsvert áfok af jökulleir úr lónbotninum, einkum til austurs og norðurs. Þar sem hæsta vatnsborð lónsins liggur á jarðvegi og grónu landi, má ætla að geti orðið veralegt landbrot af völd- um vatns og íss, og jafnvel uppblást- ur út frá bökkum. 8. Efnistaka, úrgangur Ráðgert er að grjótnám í Eyja- bakkastíflu fari aðallega fram við stíflustæðið austan Jökulsár, þar sem allþykkt stuðlabergslag yrði brotið upp. Jökulraðningur í þéttiefni yrði tekinn á ýmsum stöðum í nágrenni stíflnanna. Fyrirhugað er að nema steypuefni niðri í Fljótsdal, á Melum innan við Bessastaðaá, og hefur þar verið opnuð náma og harpað efni. Grjótmulningur úr göngunum er ekld talinn nothæfur sem byggingar- efni, og verður honum komið fyrir í lægðum nálægt aðkomugöngum. 9. Vegir og raflínur » Uppbyggður vegur hefur þegar verið lagður inn Fljótsdalsheiði, að Laugarfelli, og bílfærar slóðir þaðan í ýmsar áttir. Framlengja verður þennan veg að stíflustæðinu ef til virkjunar kemur, og áfram austur á Hraun, vegna Sauðárveitu. Haustið 1991 óskaði verktakinn (Hagvirki hf.) eftir því að leggja fullkominn bíl- veg inn Norðurdal og gegnum Kleif- arskóg, til að tengja saman vinnu- búðir og vinnusvæði við Öxará (Að- komugöng III). Þessari hugmynd var mótmælt af ýmsum aðilum, og - mun Náttúruverndarráð einnig hafa lagst gegn henni. Vegur inn dalinn að austanverðu er hins vegar talinn koma til greina. Þá var fyrirhugað að leggja bráðabirgða-raflínu um Norð- urdal upp að vinnslusvæðunum. Gert var ráð fyrir að tengja núverandi „Byggðalínu“ við Fljótsdalsvirkjun, með 132 Kv línu, sexfaldri, á um 20 m háum járngrindastaumm, með 30 m breiðum þverslám, og leggja hana út miðjan Fljótsdal. Þessu var mót> mælt af stjóm NAUST og Fljótsdæl- ingum í júlí 1991. (Að öðra leyti verð- ur hér ekki fjallað um raflínur er tengjast þessari virkjun.) Höfundar eru líffræðingar. Kcerar þakkir tilfjölskyldu okkar og allra, sem glöddu okkur með gjöfum, skeytum og heimsókn- um á gullbrúðkaupsdegi okkar 17. júrú sl. Guð blessi ykkur öll, sem gjörðu okkur daginn ógleymanlegan. Inga Asgrímsdóttir og Páll Pálsson frá Borg, Hraunbœ 103, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.