Morgunblaðið - 09.07.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 09.07.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 43 það stærsti hópur þeirra sem vitað er um í heiminum. Samkvæmt Ramsar-sáttmálanum um verndun votlendis, sem íslend- ingar hafa undirritað, og skilgrein- ingu alþjóðlega fuglavemdarráðs- ins, em svæði talin hafa alþjóðlegt verndargildi ef 1% eða meira af ein- hverjum stofni vatnafugla nýtir þau í lengri eða skemmri tíma. Eyja- bakkasvæðið hefur því ótvírætt verndargildi á heimsvísu. e) Spendýr. Hreindýr hafa nýtt sér Eyjabakkasvæðið til beitar, einkum seinni part sumars, og virð- ast nú sækja þangað um miðsumar í auknum mæli. Samkvæmt júlítaln- ingum áranna 1992-97 vora að með- altali 38% allra hreindýra á Snæ- fellsöræfum austan Snæfells, en að- eins um 9% á árunum 1979-91. Nokkur tófugreni eru á jöðrum Eyjabakkasvæðis. Eyjabakkasvæð- ið er verulegur hluti afréttarinnar „Undir Fellum", þar sem sauðfé Fljótsdælinga gengur á sumrum. I tveimur talningum í ágúst 1975 og 1977 voru skráðar 110 og 118 kind- ur á svæðinu. Beitargildi þess gróð- urlendis sem færi undir vatn hefur Rannsóknastofnun landbúnaðarins áætlað að svari til 1.280 ærgilda, miðað við 2,5 mánaða beit. f) Jökulgarðar (jarðfræðiminjar). Eyjabakkajökull hefur nokkram sinnum hlaupið fram á síðustu 110 áram, og vanalega ýtt upp mikilfeng- legum jökulgörðum (endamórenum) í þeim hlaupum. í hlaupinu 1890 gekk jökullinn lengst fram, og skófl- aði þá upp votlendisjarðvegi í allt að 20 m háa hryggi, sem kallaðir era Hraukar, en þá er aðallega að fínna á bogalínu austur frá Eyjafelli. Fram- an við þessa hrauka hefur jarðvegur- inn á nokkrum stöðum lagst í felling- ar, sem líkjast vatnsöldum, og ná allt að Vz km fram á sléttuna, en styttast smám saman og fara lækkandi. Þessar einkennilegu jökulöldur eiga ekki sinn líka hér á landi, og líklega ekki heldur í öðram löndum. Þær myndu hverfa í Eyjabakkalónið. (Jökulgarðar þessir hafa verið sér- staklega rannsakaðir af próf. Emmy Todtmann frá Hamborg.) h) Söguminjar. Tveir gangna- mannakofar: Hálskofi og Eyja- bakkakofí (Bergkvíslakofi) fara á kaf í lónið, og jafnvel rúst Sjónar- hólskofa, ef vatnsborð verður hækk- að við Hraunavirkjun. 2. Snæfell Hið mikla og fagra útsýni af Snæ- felli, þar sem Eyjabakkasvæðið er eitt helsta djásnið, myndi bíða mik- inn hnekki við Fljótsdalsvirkjun, einkum framan af sumri, þegai- lítið er í lóninu. Ef sá hluti virkjunaráætl- unar verður framkvæmdur, að veita Hafursá, Hafursárkvísl og Laugará, 29. Ólympíuleikarnir í eðlisiræði Dagskrá dagsins 9.7. Lokaathöfn Ólympíu- leikanna fer fram í dag í Háskólabíói. Þar fá tííii&fðíVítiÍt keppendur að vita um árangur erfiðis síns í keppninni og að taka við viðurkenningar- skjölum fyrir þátttökuna. Heimilistæki gefa samtals um 100 gull-, silfur- og bronsverðlaunahöfum vörur frá CASIO í verðlaun og fulltrúi Landsbankans ávarp- ar hátíðina fyrir hönd stuðningsaðila. í kvöld halda þátttakendur og starfsmenn til Hótel Arkar í Hveragerði þar sem keppendur leggja sjálfir til skemmtiatriði frá heimahögum sínum. Á morgun flýgur hver til síns heima, reynslunni ríkari úr náttleysi íslenska sumarsins eftir lær- dómsrík og vel samin verkefni. BOMRG Jarðvegsþjöppur og hopparar Gæði á góðu verði! Skútuvogi 12A, s. S68 1044. ásamt upptakakvíslum Hölknár, Grjótár og Sauðár, inn í miðlunarión eða göng, verður Snæfell umkringt stíflum og skurðum í hálfhring að norðanverðu og aðgengi að fjallinu stórlega skert, íyrir utan þau hrika- legu lýti, sem af þessum mannvirkj- um myndu leiða. Þetta hæsta fjall landsins utan jökla, sem margir telja eitt hið fegursta og tignarlegasta hér á landi, og er auk þess í hugum Aust- fírðinga umvafið sérstökum helgiljóma, yrði þá saurgað og sví- virt. Þangað gæti enginn litið nema hugsa með hryllingi til skammsýni og tillitsleysis mannanna. 3. Jökulsárfossar og gljúfur í Jökulsá í Fljótsdal er mikið fossaval. Af jökulsám landsins er það líklega aðeins Jökulsá á Fjöllum sem býr yfir meira fossaskrúði, enda fell- ur áin um 600 m á um 30 km vega- lengd. Á bilinu frá Kleif í Fljótsdal upp að Eyjabökkum era um 15 foss- ar og fossasyrpur. Nokkrii- þessara fossa era í tölu hinna stærstu og veg- legustu hér á landi, svo sem Faxfoss (um 20 m) og Kirkjufoss (um 30 m). Fossunum hafa verið gerð ýtarleg skil í jólablaði Austra 1990 og í 16. og 17. hefti Glettings, þar sem birtar eru litmyndir af þeim. (Af Faxa bh-t- ist vegleg kápumynd á ársskýrslu Orkustofnunar 1989.) Eftir virkjun yrðu efri fossamir varla til lengur, og þeir neðri ekki nema svipur hjá sjón. Á tveimur stöðum myndar Jök- ulsá nokkurra km löng og allt að 70 m djúp gil eða gljúfur. Neðra gilið er í botni Norðurdals og er ákaflega fagurt og með ríkulegum gróðri, m.a. teygir birkiskógurinn Kleifar- skógur sig ofan í það, og fossar era ofantil í því. (Kápumynd á Glettingi 16.) Efra gilið endar í Kh’kjufossi. Við virkjun Jökulsár myndu þessi árgil breyta veralega um svip. 4. Aðrar ár a) Keldá og Sauðár. I Keldá era margir fagrir en lítt þekktir fossar, sumir í mjög gróðurríku og fógra umhverfi (Keldárgili/Þorgerðar- staðaskógi). Við ármót Keldár og Ytri-Sauðár eru háir og tignarlegir fossar í báðum ánum. Allir þessir fossar myndu breytast veralega ef Sauðái-veita í Eyjabakkalón yrði framkvæmd. b) Hafursá og Laugará. I Haf- ursá er snotur foss, og í Laugará era tveir undurfagrir fossar: Slæðu- foss og Stuðlafoss. Þessir fossar myndu hverfa við Fljótsdalsvirkjun, skv. núverandi áætlun. c) Grjótá og Hölkná. Grjótá leggur til mest af vatni Þuríðar- staðadalsár (Þuru), en í henni eru nokkrir fossar. í Hölkná er einn myndarlegur foss í Hölknárgili í „Hölknárdal". 5. Hraunasvæðið í öllum áætlunum um Fljótsdals- virkjun síðan um 1980 hefur verið gert ráð fyrir að veita upptakakvísl- um Keldár og Sauðár ytri og fremi (sem falla í Keldá), vestur í Eyja- bakkalón, með tilheyrandi skurðum og stíflum. í síðustu tillögum um Hraunavirkjun er ráðgert að mynda „Keldárlón“, um 8 km2, er tengjast myndi Eyjabakkalóni, þannig að fyrirhugað vatnsborð beggja yrði um 670 m y.s. Þetta lón myndi kaf- færa Folavatn og gróðurlendið um- hverfis það, eða um 5 km2 af algrónu landi. Ef Hraunavirkjun verður framkvæmd hefur hún áhi’if á marg- ar ár í Fljótsdal, Skriðdal og á Suð- urfjörðum, og fjöldi fagurra fossa verður vatnslítill eða hverfur, þar á meðal Strútsfoss í Strútsá, sem er einn af hæstu fossum landsins, Hofsárfossar í Hofsdal o.fl. 6. Gönguleiðir Gönguleiðin milli Fljótsdals og Lóns, yfir Eyjabakkajökul, með við- komu í skálum Ferðafélags Fljóts- dalshéraðs við Snæfell og Geldinga- fell, er nú orðin ein vinsælasta gönguleið landsins. Ljóst er að Fljótsdalsvirkjun myndi hafa vera- leg áhrif á hana, sérstaklega á leið yfir jökulinn, þar sem Eyjabakkalón myndi blasa við sjónum. (Ferða- skrifstofa sem skipuleggur og selur gönguferðir á þessari leið hefur ný- lega lýst yfir að hún muni hætta því ef til virkjunar kemur.) Að sjálf- sögðu spillist einnig gönguleiðin upp á Snæfell og umhverfis það, að ógleymdri hinni fögru gönguleið upp með Jökulsá, til fossaskoðunar o.fl, 7. Áfok og landbrot Eyjabakkalón er tiltölulega grannt og víðfeðmt, og myndi að lík- indum tæmast í flestum áram seinni hluta vetrar. Ef snjóalög era ekki því meiri gæti orðið umtalsvert áfok af jökulleir úr lónbotninum, einkum til austurs og norðurs. Þar sem hæsta vatnsborð lónsins liggur á jarðvegi og grónu landi, má ætla að geti orðið veralegt landbrot af völd- um vatns og íss, og jafnvel uppblást- ur út frá bökkum. 8. Efnistaka, úrgangur Ráðgert er að grjótnám í Eyja- bakkastíflu fari aðallega fram við stíflustæðið austan Jökulsár, þar sem allþykkt stuðlabergslag yrði brotið upp. Jökulraðningur í þéttiefni yrði tekinn á ýmsum stöðum í nágrenni stíflnanna. Fyrirhugað er að nema steypuefni niðri í Fljótsdal, á Melum innan við Bessastaðaá, og hefur þar verið opnuð náma og harpað efni. Grjótmulningur úr göngunum er ekld talinn nothæfur sem byggingar- efni, og verður honum komið fyrir í lægðum nálægt aðkomugöngum. 9. Vegir og raflínur » Uppbyggður vegur hefur þegar verið lagður inn Fljótsdalsheiði, að Laugarfelli, og bílfærar slóðir þaðan í ýmsar áttir. Framlengja verður þennan veg að stíflustæðinu ef til virkjunar kemur, og áfram austur á Hraun, vegna Sauðárveitu. Haustið 1991 óskaði verktakinn (Hagvirki hf.) eftir því að leggja fullkominn bíl- veg inn Norðurdal og gegnum Kleif- arskóg, til að tengja saman vinnu- búðir og vinnusvæði við Öxará (Að- komugöng III). Þessari hugmynd var mótmælt af ýmsum aðilum, og - mun Náttúruverndarráð einnig hafa lagst gegn henni. Vegur inn dalinn að austanverðu er hins vegar talinn koma til greina. Þá var fyrirhugað að leggja bráðabirgða-raflínu um Norð- urdal upp að vinnslusvæðunum. Gert var ráð fyrir að tengja núverandi „Byggðalínu“ við Fljótsdalsvirkjun, með 132 Kv línu, sexfaldri, á um 20 m háum járngrindastaumm, með 30 m breiðum þverslám, og leggja hana út miðjan Fljótsdal. Þessu var mót> mælt af stjóm NAUST og Fljótsdæl- ingum í júlí 1991. (Að öðra leyti verð- ur hér ekki fjallað um raflínur er tengjast þessari virkjun.) Höfundar eru líffræðingar. Kcerar þakkir tilfjölskyldu okkar og allra, sem glöddu okkur með gjöfum, skeytum og heimsókn- um á gullbrúðkaupsdegi okkar 17. júrú sl. Guð blessi ykkur öll, sem gjörðu okkur daginn ógleymanlegan. Inga Asgrímsdóttir og Páll Pálsson frá Borg, Hraunbœ 103, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.