Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Oraníumenn á Norður-Irlandi hitta Tony Blair í London Óeirðir í Belfast Belfast. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, á í dag fund í London með fulltrúum Oraníureglunnar á N-írlandi vegna Drumcree-deil- unnar sem nú er á fimmta degi en fréttaskýrendur vom í gær ekki bjartsýnir á að lausn fyndist á fundinum. Afstaða deiluaðila hefur tekið að harðna á síðustu dögum og er nú svo komið að enginn vill gefa eftir. Óeirðir hafa blossað upp á götum Belfast síðustu nætur en engin meiriháttar meiðsl hafa enn orðið á fólki. Talsmenn Tonys Blairs ítrekuðu í fyrradag að ekki væri til umræðu að endurskoða ákvörðun „göngu- nefndar" breskra stjómvalda um að skrúðganga Óraníumanna fái ekki að halda niður Garvaghy-veg- inn í Portadown, þar sem búa nán- ast eingöngu kaþólikkar. Átta hundruð hennenn til við- bótar koma í vikunni til Drumcree þar sem meðlimir í Óraníureglunni hafast við í tjöldum í mótmæla- skyni. Um þúsund Óraníumenn hafa einnig hafst við í tjöldum síð- ustu tvo dagana fyrir framan opin- ber híbýli Mo Mowlam N-írlands- málaráðherra í Hillsborough-kast- ala nærri Portadown. Er gert ráð fyrir fleiri slíkum uppákomum næstu daga. Óraníumenn segja einungis eina lausn mögulega í máhnu, nefnilega að þeim verði leyft með einum eða öðrum hætti að halda fylktu Uði niður Garvaghy-veginn eins og þeir höfðu hugsað sér síðastliðinn sunnudag. Ibúar Garvaghy-vegar taka þetta hins vegar ekki í mál og segjast afar ósáttir við að Óraníu- reglan skuli ekki hafa reynst til- leiðanleg til að ræða beint við íbú- ana um lausn málsins. Segjast íbú- amir nú óttast að yfirgefa heimili sín því mótmælendur í Portadown geri aðsúg að þeim er þeir hætta sér burt af Garvaghy-vegi. Er þessi „einangrun‘‘ að þeirra mati liður í áætlun Óraníumanna að þvinga þá til að hleypa göngunni í gegn. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, upplýsti í gær að hann hefði ritað fulltrúum Óraníureglunnar fyrir um tveimur vikum og óskað eftir viðræðum til að koma mætti í veg fyrir deilur vegna Dmmcree-göng- unnar. Haft er eftir talsmanni Ad- ams í The Belfast Telegraph í gær að Óraníumenn hefðu ekki virt Ad- ams viðlits. Hvatti Adams í gær David Trimble, forsætisráðherra N-írlands, til að hefja viðræður við íbúa Garvaghy-vegar. „Hann getur stöðu sinnar vegna ekki neitað að ræða við þetta fólk.“ Jafnframt er sagt frá því í The Belfast Telegraph að Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, hugleiði nú að heimsækja Irland og N-Irland í september. Enn vandræði á Chek Lap Kok EFTIRMYND Farman-tvíþekju hangir í brottfararsal flugstöðv- arinnar á Chek Lap Kok, nýja flugvellinum í Hong Kong, sem tekinn var í notkun sl. mánudag. Síðan hafa tölvubilanir og önnur vandræði valdið gífurlegum töf- um á farþega- og flutningaflugi til og frá vellinum. I gær kröfð- ust heildsalar bóta fyrir tjón sem þeir hefðu orðið fyrir vegna þessa. Fyrir utan má sjá Boeing 747- 400 þotu, nýjustu gerð 747 þotna, koma inn til lendingar á vellin- um. Farman-tvíþekjan var smíð- uð 1909 af Henri Farman, einum mesta flugkappa Frakka í upp- hafi flugvélaaldar. Ekkert lát á fjármálakreppunni í Rússlandi Bill Clinton sagður óttast efnahagshrun Efnahagsmálin sögð meginástæða ferðarinnar til Moskvu HUNDRUÐ rússneskra kola- námamanna héldu áfram að hindra lestaferðir í Síberíu í gær, sjötta daginn í röð, og ekkert benti til þess að lát yrði á fjármálakrepp- unni í Rússlandi á næstunni. Norska dagblaðið Aftenposten birti í gær grein þar sem því var haldið fram að hættan á efnahags- hruni í Rússlandi væri meginá- stæða þess að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hyggst fara þangað í byrjun september. Ásakanir um svik á loforðum Kolanámamennirnir kröfðust þess að vangoldin laun þeirra yrðu greidd tafarlaust og sögðu að rúss- neska stjórnin hefði ekki staðið við loforðin sem hún gaf til að binda enda á svipaðar mótmælaaðgerðir í maí. Hermenn og starfsmenn varn- armálaráðuneytisins efndu til mót- mæla í Moskvu og Vladívostok og kröfðust þess að laun þeirra, sem hafa ekki verið greidd í mai’ga mánuði, yrðu borguð strax. Rússneska stjómin hefur lagt fast að gasfyrirtækinu Gazprom að gera upp skattskuld sína og fyrir- tækið hefur svarað með því að hætta að sjá helstu skuldunautum sínum, m.a. orkufyrirtækjum í Pét- ursborg, fyrir gasi. Nokki’ar raf- veitur hafa einnig gripið til þess ráðs að loka iyrir rafmagnið til við- skiptavina, sem hafa ekki staðið í skilum. Heimili, verksmiðjur, skól- ar og sjúkrahús voru því án raf- magns á nokkrum svæðum í gær. Rússneska hlutabréfavísitalan RTS lækkaði um 6,57% í gær og hefur lækkað um tvo þriðju á ár- inu. Rússl andsstj órn leitar samninga Stjórnin í Moskvu leggur nú mikið kapp á að ná samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og Alþjóðabankann um ný lán til að binda enda á fjármálakreppuna og kvaðst búast við því að stjóm IMF tæki ákvörðun um aðstoðina innan mánaðar. „Við ljúkum samninga- viðræðunum í vikunni,“ sagði Oleg Vjúgín, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands. Lánveitingin, sem Rússar sækjast eftir, er þó háð því að þingið samþykki áætlun stjórn- arinnar um efnahagsumbætur í næstu viku. Fjármálasérfræðingar sögðu að fengi rússneska stjórnin ekki meira fé fyrir lok næsta mánaðar gæti hún ekki staðið í skilum við lánardrottna sína. Aftenposten sagði að hættan á efnahagshruni í Rússlandi væri meginástæða þess að Clinton ákvað að fara til Moskvu eftir tvo mánuði. Forsetinn hefði fallið frá þeirri kröfu sinni að rússneska þingið staðfesti fyrst Start II samninginn um fækkun kjama- vopna og það benti til þess að Clinton teldi mjög brýnt að ræða við Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Clinton sagður taka mikla áhættu Blaðið hefur eftir bandarískum embættismönnum að stjómin í Washington hafi miklar áhyggjur af efnahagsvanda Rússa, verðhran- inu á hlutabréfamarkaðnum, fjár- magnsflóttanum og lækkandi olíu- verði. Stjómin óttist að þetta geti magnað efnahagskreppuna í Asíu og stefnt efnahag alls heimsins í hættu. Clifford Gaddy, hagfræðingur við Brookings-stofnunina í Was- hington, segir að Clinton taki mikla áhættu með því að fara til Rúss- lands í september vegna nættunn- ar á efnahagshrani og allsherjar- verkfóllum fyrir þann tíma. Talsmaður Clintons vildi aðeins segja að forsetinn hygðist „ræða ýmis vandamál við rússneska for- setann, frá Kosovo til rússneska efnahagsástandsins“. Athyglisvert þykir að talsmaðurinn nefndi þessi tvö mál sérstaklega og kyndir það undir vangaveltum um að Clinton vilji semja um efnahagsaðstoð við Rússa gegn því að Jeltsín knýi Slobodan Milosevic, forseta Jú- góslavíu, til að leysa deiluna um Kosovo með samningum. Reuters Bandarískur áfrýjunardómstóll urskurðar Starr í vil Lífvörðum Clintons gert að bera vitni Washington. Reuters. BANDARISKUR áfrýjunardóm- stóll úrskurðaði á þriðjudag að líf- verðir Bills Clintons Bandaríkjafor- seta væra ekki undanþegnir vitna- skyldu vegna rannsóknarinnar á ásökunum þess efnis að forsetinn hefði haldið við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, og hvatt hana til að bera Ijúgvitni um samband þeirra. Urskurðurinn er mikill sigur fyr- ir Kenneth Starr saksóknara, sem rannsakar ásakanimar á hendur Clinton. Dómstóllinn hafnaði beiðni bandarísku stjórnarinnar um að líf- vörðunum yrði ekki gert að bera vitni um það sem þeir sjá og heyra við skyldustörf. Ekki talið skaða trúnaðarsambandið Samkvæmt úrskurði dómstólsins verða því tveir lífverðir Clintons og lögfræðingur, sem yfirheyrði þá, að koma fyrir kviðdóm, sem á að skera úr um hvort ákæra verði heimiluð vegna málsins. Starr vill að þeir skýri kviðdómnum frá því sem þeir vita um tengsl forsetans við Lewin- sky. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði þeim röksemdum yfirmanna lífvarð- anna að vitnaskylda myndi skaða trúnaðarsamband þeirra við forset- ann og torvelda þeim að vernda hann. Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að það væri hlutverk Bandaríkjaþings að ákveða hvort slík undanþága væri viðeigandi til að tryggja öryggi forsetans og skil- greina hvenær hún gæti átt við. Dómararnir drógu í efa að þörf væri á því að lífverðimir yrðu und- anþegnir vitnaskyldu. „Hvað þörf- ina varðar er forsetinn í mestri hættu þegar hann er á almanna- færi, en undanþágan myndi að öll- um líkindum hafa mest áhrif þegar hann er í Hvíta húsinu eða á einka- fundum," segir í greinargerð dóm- aranna. Dómararnir sögðu að lífverðir í Hvíta húsinu hefðu áður borið vitni um hvernig hljóðritunum er háttað á skrifstofu forsetans og nokkrir þeirra hefðu skýrt frá atvikum, sem þeir hafa orðið vitni að við skyldu- störf, í bókum. Það virtist þó ekki hafa orðið til þess að forsetarnir hefðu reynt að halda sér í fjarlægð frá lífvörðunum. Dómararnir töldu einnig líklegt að forseti, sem gerð- ist sekur um ólöglegt athæfi, myndi þá forðast lífverðina jafnvel þótt þeir nytu undanþágna frá vitna- skyldu. Ennfremur væri mikilvægt að lífvörðunum væri ekki gert að undirrita samninga um þagnar- skyldu þegar þeir væra ráðnir. Úrskurðinum áfrýjað? Talsmaður Clintons vildi ekkert segja um úrskurðinn og vísaði fréttamönnum á dómsmálaráðu- neytið. Bert Brandenburg, talsmað- ur ráðuneytisins, sagði að úrskurð- urinn ylli vonbrigðum. Lögfræðing- ar ráðuneytisins væra að fara yfir úrskurðinn og engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort málinu yrði úr- skurðað til hæstaréttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.