Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 7 Doktor í guðfræði •SÓLVEIG Anna Bóasdóttir varði doktorsritgerð í siðfræði 16. maí sl. frá guðfræðideild Uppsalaháskóla. Doktorsverkefni hennar fjallar um hvernig forma má nýja kristna sið- fræði hjónabandsins út frá reynslu kvenna af ofbeldi innan hjónabands og sambúðar. Leiðbeinendur henn- ar voru dr. Carl- Henric Gren- holm, prófessor í siðfræði, og dr. Eva Lundgren, prófessor í fé- lagsfræði, bæði starfandi við há- skólann í Uppsöl- um. Andmælandi við vömina var dr. Mary E. Hunt, guðfræðingur og siðfræðingur frá Washington DC Bandaríkjunum. Sólveig Anna Bó- asdóttir er önnur í röð íslenskra kvenna sem lokið hafa doktorsprófi í guðfræði. í fyrsta hluta verkefnisins er fjallað um hvernig útskýra má og skilja það ofbeldi, líkamlegt, kyn- ferðislegt og andlegt, sem félagsleg- ar rannsóknir sýna að kariar beita konur í hjónabandi og öðrum nán- um samböndum. Hversu útbreitt er ofbeldið og hver eru líkamleg, and- leg, félagsleg og fjárhagsleg áhrif þess á konur? Feminískar kenning- ar um ofbeldi eru ræddar, kenning- ar sem tengja ofbeldi karla gegn konum því kerfísbundna ójafnvægi og óréttlæti sem ríkir varðandi stöðu karla og kvenna í nútíma þjóðfélögum svo og menningarleg- um hugmyndum um t.d. mismun- andi eðli kvenna og karla. í öðnim hluta verkefnisins er spurt hvemig kristin hjónabandssið- fræði bregðist við vitneskjunni um ofbeldi karla gegn konum innan hjónabandsins. Gagmýnd er hjóna- bandssiðfræði þriggja þekktra karlguðfræðinga, Helmut Thielicke, James Nelson og Bemard Háring, sem byggir á mjög jákvæðri sýn á manneskjuna og gengur út frá jafnri stöðu kvenna og karla svo og öryggi kvenna innan hjónabands. Af þessu leiðir að ofbeldi karla gegn konum er lítill sem enginn gaumur gefinn. Höfundur setur upp fjögur skil- yrði þess að kristin hjónabandssið- fræði geti kallast viðunandi í fram- setningu sinni. Þessi skilyrði eru 1) að hlustað verði á reynslu kvenna af ofbeldi karla innan hjóna- bands/sambúðar, 2) að kenningin um að konur og karlar séu jöfn í hjónabandi og samfélagi sé höfð að leiðarljósi, en ekki gengið út frá því sem veruleika, 3) að viðhaft sé gagnrýnið viðhorf til Biblíu og kristinnar hefðar, og 4) að kristin siðfræði setji sig inn í umræðu ann- arra fræðigreina um hjónabandið, s.s. femínískra fræða, félags- og sál- fræði, sem varpað geta Ijósi á sam- skipti kynjanna í dag. I þriðja hluta verkefnisins er lagt til að kristin hjónabandssiðfræði setji réttlætið í fyrirrúm, byggi á raunsærri sýn á manneskjuna, hafi félagslega og sögulega sýn á kynja- hlutverkin og hafi sem leiðarljós að konur og karlar verði jöfn í hjóna- bandinu og samfélaginu. Sú kristna hjónabandssiðfræði sem setur rétt- lætið í fyrirrúm hlustar á konur og reynslu þeirra af ofbeldi og kúgun. Slík siðfræði er þar með fær um að bjóða konum siðferðilega vernd gegn ofbeldi karla. Sólveig Anna Bóasdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1979. Hún útskrifað- ist frá guðfræðideild Háskóla Is- lands 1985. Hún starfar nú sem kennari í siðfræði við guðfræðideild Uppsalaháskóia. Foreldrar hennar eru Bóas Gunnarsson og Kristín Sigfúsdóttir frá Stuðlum í Mývatns- sveit. Hún er gift Baldri T. Bald- urssyni húðsjúkdómalækni sem starfar við sjúkrahúsið í Gávle, Sví- þjóð. Þau eiga tvö börn. Morgunblaðið/Ásdís Sjó- birtings- veiðar BJÖRN Runólfsson virtist hafa það notalegt við sjóbirt- ingsveiðar á strönd- inni milli Eyrar- bakka og Þorláks- hafnar í vikunni. Hefur hann það gott meðan hann lætur stöngina eina um veiðarnar. ' Flowers (myn« Ofl Tractors Fyrir ungbörn. 47-50cm/51-54 cm. Einstaklega djúpir og verja því allt höfuðið mjög vel. Tvær stærðir tveir litir. Kr. 2.993,- stgr. TPFM’ Racing Stripe Fyrir börn og unglinga, með öryggisskyggni, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstiilismellu fyrir festibönd. Kr. 2.993,- stgr. Stillanleg Hnakkaspenna heldur hjálminum mun stöðugri á og því vandaðri því betri. Bandarísku TREK hjálmarnir eru með þeim betri. Vapor trek Fyrir unglinga og fullorðna, með öryggisskyggni, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd. Litir: Svart, blátt og hvítt Kr. 3.252,- stgr. Tempest trek ^ Fyrir fullorðna, með öryggisskyggni, 15 loftræstigötum, stillanlegri hnakkaspennu, hraðstillismellu fyrir festibönd. Litur: Gult. Kr. 6.455,- stgr. Inertia Fyrir fullorðna, með öryggisskyggni, 15 loftræstigötum, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd Litir: Blátt, mango-gult Kr. 4.376,- stgr. m Scribble trek ^ Fyrir börn og unglinga, með öryggisskyggni, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstiliismellu fyrir festibönd. Kr. 2.993,- stgr. hjálmarnir eru ekki aðeins með CE öryggisstimpil heldur einnig ASTM, sem tryggir enn frekar gott öryggi að margra mati. ferð og truflar því ekki stýrigetu. Opið laugardaga frá 10-16 _ ÖRNINNu SKEIFUNNI 1 1 • SÍMI 588 9890 VERSLAÐU VIÐ FAGMANNINN - ÞAÐ BORGAR SIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.