Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 49 MINNINGAR GUÐMUNDUR ÓLAFSSON + Guðmundur Ólafsson fæddist í Hnífsdal 26. mars 1922. Hann andaðist á heimili sínu á Isa- firði 27. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Isa- ijarðarkirkju 4. júlí. Elsku afi, það var mjög erfitt að missa þig svona snögglega. Sam- verustundirnar með þér voru ekki svo margar því undanfarin tvö ár hafa tvær okkar verið búsettar í Danmörku. Það var gott að við vorum búnar að vera hér á ísafirði í viku og hitta þig áður en þú lést. Það var alltaf svo gott og líka gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu á Hh'ðarveginn. Þú hlustaðir alltaf á það sem við höfðum að segja og svo sagðir þú okkur sögur. Þá fengum við að kíkja í gegnum kíkinn þinn út um gluggann. Þaðan sást yfir alla byggðina og mannlífíð á Eyrinni. Við minn- umst þess líka þegar þú ókst okkur í gamla og lúna bflnum þínum nið- ur á höfn. Þar sagðir þú okkur sögur af Voninni, trillunni þinni, og talað- ir um vinnuna þína í fískverkunarhúsinu á hafnarbakkanum. Elsku afí, það er erfitt að kveðja þig. Þú fórst svo skyndilega. En svona er gangur lífsins. Elsku amma, við vonum að þú komist fljótt yfir sorgina og söknuð- inn sem er svo mikill. Við sendum þér okkar bestu kveðjur og þökkum fyrir það að vera alltaf velkomnar á Hlíðarveginn. Þar er ævinlega vel tekið á móti okkur, með hlýju og ást. Ástarkveðjur, Anna Lára, Bryndís og Svava Hrönn Sigurðardætur. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests. til brúðargjafa 30% afsh^ , Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Bóli, Biskupstungum, andaðist í Hollandi aðfaranótt þriðjudagsins 7. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Hinrik Guðmundsson. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaíi Skólavörðustíg 21, Heykjavík, sími 551 4050 + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, systur, tengda- móður og ömmu, ÖNNU SÆBJÖRNSDÓTTUR. Rúrik Haraldsson, Björn Rúriksson, Haraldur Steinn Rúriksson, Ragnhildur Rúriksdóttir, Elín Sæbjörnsdóttir og fjölskyldur + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ÞÓRDISAR JÓHANNESDÓTTUR, Glaðheimum 16, Reykjavík. Helga Bergþórsdóttir, Haraldur Bergþórsson, Guðlaug Bergþórsdóttir, Hjördís Bergþórsdóttir, Helgi J. Bergþórsson, Guðjón Guðjónsson, Guðrún Magnúsdóttir, Magnús Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sjöfn Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR E. EINARSSONAR fyrrv. aðalbókara, Hagamel 35, Reykjavík. Sigurjóna Steingrímsdóttir, Gylfi Örn Guðmundsson, Marta Sigurðardóttir, Edda Jóna Gylfadóttir, Guðlaugur Viktorsson, Þórunn Heiða Gylfadóttir, Guðmundur Ö. Gylfason, Valgerður Erlingsdóttir, Viktor Örn, Gylfi Bragi og Agnes Edda. Ásta Beck Þorvarðsson, Þór Aðalsteinsson, Bjarnsteinn Þórsson, Guðfinna Björnsdóttir, Brynjólfur Þórsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Þröstur Þórsson, Ásta Þórsdóttir, Thomas Kjeldahl og barnabörn. ATVINNUAUGLÝSINGA Útgáfustörf Hjá Námsgagnastofnun eru eftirtalin störf laus til umsóknar nú þegar: 1. Staða útgáfustjóra Starfið felst í yfirumsjón með námsefnis- gerð, áætlanagerð og þátttöku í yfirstjórn Námsgagnastofnunar. Útgáfustjóri annast samningagerð við höfunda og hefur eftirlit með framvindu þeirra. Leitað er eftir háskólamenntuðum starfs- manni með kennslureynslu og reynslu af stjórnun og útgáfustarfssemi. 2. Staða ritstjóra Leitað er eftir starfsmanni til að annast rit- stjórn námsefnis fyrir grunnskóla, einkum efnis í dönsku, ensku, samfélagsfræði og íslensku fyrir 1.—7. bekk. Aðrar námsgreinar geta einnig komiðtil greina í stað þessara. Viðkomandi þarf að hafa háskólapróf og kennslureynslu Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu á reyklaus- um vinnustað. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri, í síma 552 8088. Umsóknir sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, pósthólf 5020,125 Reykjavík, fyrir 20. júlí 1998 Flugmálastjórn Laust starf Flugmálastjórn óskar eftir að ráða byggingar- verkfræðing til starfa hjá stofnuninni. Starfið felur í sér gerð verk- og kostnaðaráætlana, skipulagningu framkvæmdaverkefna, þátttöku í hönnun, mat á umhverfisáhrifum og eftirliti með framkvæmdum. Umsækjendurskulu hafa lokið framhaldsprófi í byggingarverkfræði, hafa staðgóða þekkingu og reynslu á sviði mannvirkjagerðar og verkefnisstjórnunar og gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli. Laun samkvæmt kjarasamningi verk- og rækni- fræðinga. Umsóknum, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila á skrif- stofu Flugmálastjórnar eigi síðar en 24. júlí 1998. Nánari upplýsingar veitir Anna Dagný Halldórsdóttir í starfsmannahaldi Flugmála- stjórnar, sími 569 4100. Öllum umsóknum verður svarað. H| Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Aðstoðarskólastjóri Laus er staða aðstoðarskólastjóra Fellaskóla í Reykjavíkfrá 1. ágúst nk. Fellaskóli er grunn- skóli með um 550 nemendur í 1.—10. bekk. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Stjórnunarhæfileikar. • Kennaramenntun. Framhaldsmenntun æski- leg, t.d. á sviði stjórnunar eða í uppeldis- og kennslufræðum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Þekking á sviði rekstrar æskileg. Upplýsingar veita Örlygur Ricther, skólastjóri, í heimasíma 566 6718 og Ingunn Gísladóttir á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í síma 535 5000, , netfang ingunng@reykjavik.is. Umsóknarfrestur ertil 30. júlí nk. og ber að skila umsóknumtil Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.