Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.07.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1998 47^r I I I I I I I I I I 1 I \ I I I i I \ BENEDIKT KRIS TJÁNSS ON + Benedikt Krist- jánsson var fæddur í Bolungar- vík 21. ágúst 1910. Hann lést á Elli- heimilinu Grund hinn 2. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján Gísla- son, f. 26. júlí 1865, d. 14. júlí 1941, sjó- maður í Bolungar- vík, og kona hans Sigríður Hávarðar- dóttir, f. 3. desem- ber 1873, d. í sept- ember 1950. Systk- ini Benedikts voru: Salóme, f. 7. apríl 1896, d. 6. mars 1912; Hávarður, f. 26. nóvember 1897, d. í desember 1920; Krist- ín, f. 10. maí 1900, d. 25. maí 1900; Árni Bárður f. 26. júní 1901, d. 18. júní 1911; Borghild- ur, f. 30. desember 1903, d. 13. apríl 1909; Gísli Sveinn, f. 25. nóvember 1906, d. 22. október 1978, fyrrverandi sundhallar- forstjóri á ísaflrði, kvæntur Guðrúnu Vigfúsdóttur vefnað- arlistakonu; Salómon Borgar, f. 29. nóvember 1913, d. 3. sept- ember 1945, sjómaður í Reykja- vík. Eiginkona Benedikts var Gyða Guðmundsdóttir, f. 7. janúar 1917, d. 29. nóvember 1991, frá Skjaldvararfossi á Barðaströnd. Þau gengu í hjónaband 25. jan- úar 1944. Börn þeirra eru Kristján, f. 3. febrúar 1943, rafverkfr. í Reykja- vík, hann á eina dóttur, Ástu Sól, f. 26. júní 1975; Frið- gerður Sigríður, f. 16. nóvember 1946, börn hennar eru Bryndís, f. 14. des- ember 1965, Gyða Björk, f. 15. júlí 1967, og ísak, f. 13. júlí 1972. Bama- barnabörnin em fjögur. Benedikt fór fyrst á sjóinn fjórt- án ára og var sjómaður í Bol- ungarvík til 1935. Hann var sjó- maður í Reykjavík 1935-1945 og verkamaður hjá Eimskip í Reykjavík 1945-1982. Hann var sérstakur áhugamaður um skák, söng og íslenska glímu og fylgd- ist vel með fram á efri ár. Hann var um skeið formaður Taflfé- lags alþýðu og tefldi á fyrsta borði fýrir Eimskip í sveita- keppni í skák árið 1964. Hann söng í Kirkjukór Bolungarvíkur, Karlakór Bolungarvíkur, Hörpukómum og Barðstrend- ingakómum og var einsöngvari með Kirkjukór Bolungarvíkur. títför Benedikts fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Mig langar til að minnast Bene- dikts Kristjánssonar frá Bolungar- vík, afar kærs fóðurbróður míns, með nokkrum orðum. Þegar ég fæddist var Benedikt eina eftirlif- andi systkini fóður míns og báðir foreldrar þeirra látnir. Þeir bræð- urnir voru því tveir eftir og afar sterk bönd á milli þeirra og talaði faðir minn oft um „Bensa bróður“ með mikilli hlýju og virðingu. Þeir fæddust og ólust upp í Bolungarvík og voru ætíð miklir Bolvíkingar og stoltir af uppruna sínum. Þeir bræður voru mjög líkir í útliti og áttu margt sameiginlegt. Báðir tóku virkan þátt í starfsemi Ung- mennafélags Bolungarvíkur og voru meðal annars glímumenn góð- ir, liðtækir í taflmennsku og fylgd- ust alla tíð vel með heimsviðburð- um í skák og sund var báðum eftir- lætisíþrótt. Ekki má gleyma áhug- anum á sönglistinni og ágætum sönghæfileikum sem báðir fengu í vöggugjöf. í ættinni voru söng- menn góðir og söngur í hávegum hafður í Bolungarvík þegar þeir bræður uxu úr grasi. Þeir tóku síð- ar virkan þátt í kórsöng þar og víð- ar og nutu þess alla tíð að hlusta á flutning á íslenskum sönglögum. Þeir bræðurnir áttu það til að taka lagið saman og hafa gaman af. Það gat endað í miklum hlátursrokum ef annar hvor þeirra fór út af lag- inu. Benedikt missti því mikið þegai' faðir minn lést fyrir tæpum tuttugu árum. Hann talaði oft um bróður sinn við mig sem skapaði sterkt samband á milli okkar. Benedikt hélt minni sínu í einu og öllu og ef vöknuðu spurningar af minni hálfu um uppvaxtarár þeirra í Bolungar- vík eða líf og starf framan af ævi þá gat ég ætíð leitað í minningasjóð Bensa frænda. Þetta var mér afar dýrmætt og á hann miklar þakkir skildar fýrir. Gísli, sonur minn, sem ber nafn fóður míns, fann fyrir sér- stakri væntumþykju af hálfu Bene- dikts vegna nafnsins sem tengdist minningunni um kæran bróður. Mér eru mjög minnisstæðar heimsóknir Benedikts og Gyðu til ísafjarðar þar sem fjölskylda mín bjó. Fastur liður var ferð til Bol- ungarvíkur til að heimsækja æsku- stöðvarnar. Það var ákveðin helgi yfir þessum ferðum, sem um pfla- grímsferð væri að ræða. I þá daga þótti vegurinn til Bolungarvíkur mjög hættulegur og mér fannst þetta vera heilmikið ferðalag. Lögð var leið að Gnmdarhóli, þar sem æskuheimili bræðranna hafði stað- ið, farið upp að kirkjunni og hún skoðuð og farið í kirkjugarðinn til að votta látnum ættingjum virð- ingu. Mér eru mjög minnisstæðar sögurnar sem þeir bræðurnir sögðu af atvikum úr uppvexti sínum, m.a. erfiðum lífskjörum og láti systkina sinna vegna veikinda eða af slysför- um. Benedikt stundaði sjómennsku framan af og vann síðar við upp- skipumn. Hann settist að í Reykja- vík og kvæntist Gyðu Guðmunds- dóttur, ættaðri frá Barðaströnd, sem lést fyrir nokkrum árum. Hún var mér og fjölskyldu minni sér- staklega kær fyrir margra hluta sakir og var gestrisni hennar og hjálpsemi við aðra einstök. Heim- sóknir okkar á heimili þeirra í Barmahlíð 55 voru orðnar margar og matarboð og veislur ófáar. Eg var meðal annars heimagangur þar á meðan ég stundaði nám við Kenn- araskóla Islands. Þau Benedikt og Gyða eignuðust þrjú börn, Ki'ist- ján, Friðgerði Sigríði og Ársæl. Benedikt dvaldist síðustu árin á Elli- og hjúkrunarheimilinu Gnmd. Hann hafði áður notið þess að fara í langar gönguferðir og fannst miður þegar fótamein kom í veg fyrir að hann gæti farið ferða sinna um bæ- inn sem fyrr. Eg man frá fyrri ár- um eftir daglegum gönguferðum hans og lá leið hans m.a. oft um Öskjuhlíðina. Hann sagði mér að hann hefði sundskýluna sína ætíð í vasanum og skellti sér í laugamar þegar hann gæti komið því við. Þegar líða tók á ævi var Bensi frændi misvel upplagður til að fá heimsóknir eða til að fara á manna- mót. Honum leið oft betur annan daginn og var þá í essinu sínu og H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H H H H H H H H H H ^ Sími 562 0200 .. rx i x 111 ixixxj lék á als oddi. Hinn daginn kaus hann fremur að hafa hægt um sig og hvflast. Þrátt fyrir vanlíðan og hrakandi heilsu var honum mikil- vægt að halda reglulegu sambandi og fannst gaman að líta inn eða koma í afmæli, fermingar o.fl. þeg- ar hann hafði heilsu til. Með Benedikt er horfinn á braut kær fóðurbróðir og um leið hlekk- urinn minn dýrmæti við ættarupp- runa í foðurætt. Ég átti eftir að ræða svo margt við Bensa frænda og spyrja hann svo margs. Ég og fjölskylda mín erum þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum með honum og varðveitum þær í minn- ingunni. Ég færi mínar innilegustu samúðarkveðjur til barna og barna- barna og fjölskyldna þeirra. Þar sem ég er stödd vestan hafs get ég því miður ekki fylgt frænda síðasta spölinn en verð nálæg í huga. Eyrún ísfold Gísladóttir. í dag kveðjum við afa okkar Benedikt Kristjánsson, sem við alltaf kölluðum afa Bensa, hinstu kveðju. Afi náði háum aldri og var við góða líkamlega heilsu lengstum, þökk sé því hve hann var duglegur að ganga og meðvitaður um mátt og heilbrigði hollrar hreyfingar. Hann bjó á elliheimilinu Grund frá því skömmu eftir að ævifélagi hans, amma Gyða, dó árið 1991. Avallt er við komum í heimsókn þurfti hann margs að spyrja því hann vildi fylgjast vel með því sem var að ger- ast í nánustu fjölskyldu hans. Afi var Vestfirðingur, fæddur og upp alinn í Bolungarvík og var hann stoltur af uppi-una sínum. Lífsbaráttan á fyrstu áratugum aldarinnar var hörð og af átta systkinum náðu aðeins tveir bræð- urnii' miðjum aldri, afi og Gísli bróðir hans sem hann var tengdur nánum böndum. Aðeins 14 ára gamall fór afi á sjóinn og stundaði hann sjómennsku í 20 ár. Afi fluttist suður til Reykjavíkur árið 1935 og byggði ásamt ömmu íbúð í Barmahlíð 55. I Reykjavík vann hann sem verkamaður starfsævina á enda, lengst af hjá Eimskip. Þar ólust upp móðir okk- ar, Friðgerður Sigríður, og tveir bræður hennar, Arsæll og Krist- ján. Afi var nægjusamur og dug- legur og vildi ekki skulda neinum neitt. Helsta yndi afa var tenór- söngur og var söngvarinn Caruso í mestu uppáhaldi. Hann tók þátt í kórstarfi bæði fyrir vestan og eins eftir að hann fluttist suður. Einnig hafði hann mikla ánægju af tafl- mennsku og tefldi á mörgum mót- um. Undir það síðasta var afi orðinn lasburða og við þökkum það hve hann fékk hvfldina fljótt og átaka- laust með dóttur sína sér við hlið. Við systkinin þökkum elskulegum afa okkar samfylgdina og óskum þess að vel verði tekið á móti hon- um hinum megin. Langafastelpurn- ar fimm sem alltaf löðuðu fram bros hjá langafa kveðja hann með söknuði. Það verður erfitt fyrir þær að skilja að hann er ekki lengur á sínum stað og þær yngstu munu einungis muna hann af frásögnum okkar. Guð blessi minningu afa okkar. Bryndís, Gyða Björk, ísak og Qölskyldur. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sótarhringinn. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, GUNNAR FREYSTEINSSON, lést af slysförum sunnudaginn 5. júlí. Freysteinn Sigurðsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Ragnhildur Freysteinsdóttir. t Ástkær móðir mín, amma og langamma, KRISTJANA ÞORKELSDÓTTIR, Vesturgötu 7, sem lést fimmtudaginn 2. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 10. júlí kl. 13.30 Fyrir hönd aðstandanda, Skúli Einarsson, Ingifríður R. Skúladóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Austurbrún 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju á morgun, föstudaginn 10. júlí, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Barnaspítala Hringsins. Sigrún Jónsdóttir Kundak, Magnús Skarphéðinsson, Reynir Skarphéðinsson, Helga Guðmundsdóttir, Adda C. Kundak, Jón-Ali Kundak, Benedikt B. Ægisson, Yrsa R Magnúsdóttir, Stefán K. Magnússon og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður, sonur minn og bróðir, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRKELL GUNNAR BJÖRGVINSSON, Eyravegi 5, Selfossi, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. júní, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju á morgun, föstudaginn 10. júlí, kl. 13.30. Friðsemd Eiríksdóttir Sigrfður Þórðardóttir, Sigurður Björgvin Björgvinsson, Þórður Þórkelsson, Lilja Hjartardóttir, Sigurvin Þórkelsson, Sveinbjörn Þórkelsson, Halla Thorlacius, Eirikur Þórkelsson, Unnur Lísa Schram, Kristrún Þórkelsdóttir, Anton Örn Schmidhauser, Helga Þórkelsdóttir, Arnar Halldórsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JANE PETRA GUNNARSDÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 10. júlí kl. 14.00 Gunnar Þór Jónsson, Theodór Guðjón Jónsson, Guðbjörg Irmý Jónsdóttir, Örn Stefán Jónsson, Rúnar Már Jónsson Inga Marfa Ingvarsdóttir, Ragnheiður St. Thorarensen, Róbert Þór Guðbjörnsson, Ása Kristín Margeirsdóttir, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.