Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Snjólaust í suðurhlíð- SÁ orðrómur komst á kreik í september árið 1996 að Esjan væri snjó- laus en mynd Siguijóns Einarssonar frá þeim tíma afsannaði það. Morgunblaðið/Siguijón Einarsson ÞESSI mynd var tekin í gær en þá var enginn snjór í Esjunni. Starfsemi fslenskrar erfðagreiningar 1 Ndatúni 17 Tölvunefnd hafnar til- lögum um persónuvemd TÖLVUNEFND hefur hafnað tillögum ís- lenskrar erfðagreiningar að nýju skipulagi á starfsemi fyrirtækisins í Nóatúni 17. Telur nefndin tillögumar engan veginn til þess fallnar að tryggja nauðsynlega persónuvemd við erfða- rannsóknir á mönnum. Samkvæmt skilmálum Tölvunefndar áttu þeir læknar sem fá að gera erfðarannsóknir á mönnum í samvinnu við íslenska erfðagrein- ingu að ábyrgjast trúnað um öll nafngreind gögn um sína sjúklinga og bera ábyrgð á að slík gögn berist hvorki íslenskri erfðagreiningu né öðmm óviðkomandi aðilum. Við eftirlitsferð fulltrúa Tölvunefndar í Nóatún 17 27. maí sl. kom í ljós að vinna með nafngreind gögn, sem átti að vera á vegum samstarfslækna, fór í reynd fram á vegum íslenskrar erfðagreining- ar. í framhaldi af því var ákveðið að stöðva starfsemi Islenskrar erfðagreiningar í Nóatúni 17. Samkomulag náðist 9. júní sl. um að fyrir- tækið fengi að halda áfram þessari starfsemi með skilyrðum sem sérstakir tilsjónarmenn Tölvunefndar höfðu sett. Fá bráðabirgðaleyfi til 1. október Samdægurs lagði íslensk erfðagreining fram tillögur um framtíðarlausn og ósk um lengingu á bráðabirgðastarfsleyfi. Sú lausn sem lögð er til er í stuttu máh sú að starfsmenn Islenskrar erfðagreiningar vinni áfram með nafngreind gögn í húsakynnum fyrirtækisins í Nóatúni 17 undir stjóm þriggja manna sem verði tilnefndir af íslenskri erfðagreiningu og Tölvunefnd eða dómsmálaráðherra og njóti fyrir það þóknunar sem Islensk erfðagreining greiði. „Tölvunefnd telur framkomnar tillögur engan veginn til þess fallnar að tryggja nauðsynlega persónuvemd við framkvæmd umræddra rann- sókna. Hefur nefndin því ákveðið að hafna þess- um tillögum og hverfa ekki frá þeim skilmálum sem hún hefur sett íyrir framkvæmd erfðarann- sókna á mönnum í samvinnu við íslenska erfða- greiningu hf.,“ segir í bréfí Tölvunefndar til ís- lenskrar erfðagreiningar. í lok bréfsins segir að bráðabirgðaleyfí, sem Tölvunefnd hafi gefið, gildi til 1. október nk., en eftir þann tíma verði starfsemin óheimil. Erlendir ferða- menn aldrei fleiri Ferðamálastjóri metur aukninguna á 1,7 milljarða í viðbótargjaldeyristekjur Komur erlendra ferðamanna janúar-júlí 1997 og 1998 Heimaland ferðamanna Bandaríkin Þýskaland //□□□□□ ---O 1997 1998 19.118 18.518 23.193 20.319 Danmörk 12.862 14.778 l j 14,9 ( Svíþjóð 12.009 12.232 1,9 0 l Aukning (%) 21,3 9,7 Noregur Ítalía Önnur lönd Heildarfjöldi 10.036 2.410 34.595 11.198 3.468 38.053 123.855 140.924 Norðurlöndin þrjú 34.907 38.208 UM 17.000 fleiri erlendir ferðamenn komu til íslands á fyrstu 7 mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra, en það er aukning um 14%. Ferðamála- stjóri segir marga samverkandi þætti orsaka þessa fjölgun. í júlímánuði sl. komu alls 48.488 erlendir ferðamenn til landsins en í sama mánuði í fyrra komu 41.666. Aukningin í júlí miðað við síðasta ár er 16,3%. Aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn heimsótt ísland í einum mánuði. Flestir hinna erlendu gesta komu ffá Þýskalandi eða 9.481, frá Banda- ríkjunum komu 5.566, ffá Bretlandi 4.517 og 4.268 frá Danmörku. Fjölmiðlaumfjöllun hefur áhrif Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að margir samverkandi þættir hafi áhrif á þessa aukningu. „Fyrst ber kannski að nefna að það hefur verið unnið geysilega mikið markaðsstarf sem skilar sér í góðri og jafnri aukningu ferðaþjónustunn- ar,“ segir hann. „í öðru lagi þá er um aukna tíðni ferða að ræða auk þess sem Flugleiðir hafa opnað nýja áfangastaði bæði vestan hafs og í Evrópu, sem auðveldar fólki að ferð- ast til íslands. Þeirri aukningu fylgir alltaf aukin markaðsvinna á viðkom- andi stöðum. Einnig má nefna þá auknu fj ölmiðlaumfj öllun sem við höfum notið á undanfomum árum, og ekki síst á síðasta ári. Þá komu hing- að milli sex og sjö hundruð erlendir fjölmiðlamenn á vegum ferðaþjónust- unnar. Ég held það sé engin tilviljun að við erum að sjá mestu aukninguna ffá þeim svæðum sem fengu mestu umfjöllun fjölmiðla, og þess má geta að á síðasta ári voru hér stórir hópar breskra, bandarískra, og ítalskra fjölmiðlamanna.“ Magnús segir að auk þessara at- riða hefðu einstaka stórviðburðir sérstakt aðdráttarafl. Þannig mætti nefna landsmót hestamanna, sem hafi dregið að sér þúsundir erlendra ferðamanna fyrr í sumar. Hann segir að ef miðað væri við upplýsingar Seðlabankans um gjald- eyristekjur af erlendum ferðamönn- um og þær reiknaðar til meðaltals af hverjum gesti ætti þessi aukning ferðamanna að skila 1,7 milljörðum í viðbótargjaldeyristekjur það sem af er þessu ári. „Þetta hlýtur að vekja okkur vonir um aukna arðsemi ferðaþjónustufyrirtækja á árinu, en á hana hefur verulega skort að und- anfómu.“ um Esju ALLUR snjór er horfinn úr sunnanverðri Esju og er það í fyrsta skipti frá árinu 1966 að það gerist, segir Páll Bergþórs- son veðurfræðingur, en árið 1966 eru til óljósar heimildir um að Esjan hafí verið snjólaus. Páll flaug í gær yfír Esjuna með Siguijóni Einarssyni flug- manni sem fylgst hefur með snjó í Esjunni til margra ára. Síðasti skaflinn til að hverfa var skafl í Gunnlaugsskarði við brún Esjunnar vestan við Kistu- fell. Páll segir engar heimildir um að þessi skafl hafí horfíð fyrir 1930, þá hófst hlýinda- skeið sem stóð í þijátíu ár og hvarf skaflinn þá af og til. Um miðjan sjöunda áratuginn hófst kuldatímabil og hefur skaflinn ekki horfið á því tímabili fyrr en nú. Páll segir hvarf skaflsins skemmtilega vísbendingu um að það sé að hlýna í veðri eins og mælingar bendi reyndar til. Rolling Stones Koma til Islands að ári TÓNLEIKUM þeim sem fyrir- hugaðir voru með Rolling Sto- nes í haust hefur verið frestað til mánaðamótanna júní-júlí á næsta ári. í fréttatilkynningu frá Ragnheiði Hanson, tón- leikahaldara, segir að þetta sé gert í samráði við umboðsmenn Rolling Stones, hljómsveitar- meðlimi og Listahátíð í Reykjavík. Staðsetning tón- leikanna verður óbreytt, þeir verða haldnir á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn. Frestað vegna veikinda og röskunar á tónleikahaldi Ástæða frestunarinnar er sögð sú röskun sem orðið hefur á tónleikahaldi sveitarinnar í sumar auk veikinda tveggja hljómsveitarmeðlima. Þá segir einnig að eftir að ljóst var að ekki var yrði af fyrirhuguðum tónleikum þann 22. ágúst hefði verið stefnt að 19. september en sökum mikils flutnings- kostnaðar frá Suður-Evrópu hefðu þeir tónleikar aldrei get- að staðið undir sér. Tekið er fram í tilkynning- unni að hér sé aðeins um frest- un að ræða, ekki afboðun, enda búið að skrifa undir samninga og greiða helming af þeirri þóknun sem hljómsveitin fór fram á. Sérblöð í dag asfew Á FÖSTÍÍDÖGÚM émdestX^i Nýfæddur á Netinu **r *» *: Ljósakróna með gullhúð Frábær leikur kylfinga á fyrsta degi Landsmótsins í golfi/C1 Leiftursmenn mæta Eyjamönnum í úrslitum bikarkeppninnar / C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.