Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ NÚ ER borgar- stjórn í sumarfríi að af- Ioknum fjórum árum undir stjórn R-listans. Kjósendur töldu rétt að gefa borgarstjóra annað tækifæri til að stjóma borginni næstu fjögur ár til viðbótar. Það er því rétt í hálf- leik að líta yfír farinn veg og meta hvað gert hefur verið og hvert stefnir. Reikningshald Reykjavíkurborgar er með ágætum og gefa ársreikningarnir glögga mynd af þróun mála. Þar eru birtar tölur um stöðu borgar- sjóðs og borgarfyrirtækja fyrir árið 1997 sem og síðustu ára. Tölurnar sýna svart á hvítu, segir Eyþór Arn- alds, að rekstur borg- arinnar er farinn úr böndunum. Halli í góðæri Síðasta vetur voru R- og D-listar með ólíkai' skoðanir á fjármálastöðu borgarinnar. Nú þarf ekki írekari vitnanna við, einfaldast er að fletta í ársreikningum borgarinnar og lesa greinargóða skýrslu borgarendur- skoðanda. Þar kemur fram að heild- arskuldir borgarinnar hafa aukist um tæpa 7 milljarða á síðustu fjórum ár- um og það í góðæri. Úr 12.705 millj- ónum 1993, sem var síðasta heila ár sjálfstæðismanna, í 19.686 milljónir í árslok 1997. Þetta gerist þrátt fyrh- að árlegar skatttekjur vaxi úr 11.287 milljónum 1993 í 14.783 milljónir nú 1997. Til að bæta um betur hefur R- listinn sótt á áttunda milljarð í arð- greiðslur frá veitustoínunum á tíma- bilinu 1994-1997. Hagnaður þeirra fyrirtækja sem greiða áttu var 1.060 milljónir en arðsemiskrafa borgar- sjóðs 1.499 og mismunurinn þvf nær hálfur milljarður á síðasta ári einu saman. Vegna þessarar gjaldtöku hefur eigið fé þessara stöndugu fyrir- tækja rýmað stórkostlega á kjör- tímabilinu. „Salan“ Til að bæta stöðu borgarsjóðs fyrir kosn- ingar var staðið að „sölu“ á félagslegum íbúðum í nýtt hlutafé- lag og staðan þannig bætt á pappírunum. Seljandi var borgar- sjóður, en kaupandinn var borgin sjálf. Til- flutningurinn lagaði slæmar tölur í uppgjöri borgarsjóðs um millj- arða króna á pappírun- um. Peningaleg staða borgarsjóðs hefur versnað um rúma þrjá milljarða á síðustu fjór- um árum, þótt ekki sé tekið tillit til „sölunnar". Borgarendurskoðandi segir meðal annars í skýrslu sinni að þessi tala væri enn hærri ef ekki kæmi til sala til Félagsbústaða hf. þar sem borgarsjóður flutti til sín 2.668 milljónir. Staða borgarsjóðs hefði þá verið neikvæð um 11.793 milljónir. Til samanburðar má geta þess að peningaleg staða borgar- sjóðs var jákvæð um 1.369 milljónir árið 1990. Salan var fegrunaraðgerð á lykiltölum á kosningaári. Aukin skuldsetning veitir minna svigrúm til fjárfestingar. Útgjöld hafa vaxið í nær öllum málaflokkum auk þess sem greiðslubyrði lána hefur stóraukist. Svo vitnað sé í skýrslu borgarendurskoðanda: „Fjárfestingar hafa dregist saman jafnt og þétt allt umrætt tímabil, enda hefur tekjuafgangur, sem unnt er að verja til fjárfestinga, ekki ver- ið mikill." Fjárfestingar eru því fjármagnaðar fyrir lánsfé. Það er því von að menn spyrji hvernig nú- verandi meirihluti ætli að fjár- magna þær framkvæmdir sem hann lofaði kjósendum þegar svona er. Hvað verður um yfirbyggðan knatt- spymuvöll, tónlistarhús og barna- spítala svo nokkur loforð séu nefnd? Þegar tölurnar koma í ljós er hætt við að þolinmæði borgarbúa bresti þó að þeir hafi gefið borgarstjóra annað tækifæri. Vinstrimenn hér á landi sem annars staðar hafa tileinkað sér tungumál nútímans og tala fjálg- lega um þjónustusamninga, hluta- félög og atvinnurekstur. Ný ímynd breska Verkamannaflokksins, sem kölluð er „New Labour", á sér hlið- stæðu hjá R-listanum. Báðir hafa kastað fortíð sinni fyrir róða og leggja áherslu á „nútímalega" ímynd án þess að hafa til þess grunn. Það á jafnt við um R-listann í Reykjavík sem Verkamannaflokk- inn í Bretlandi að menn úr atvinnu- lífinu verða hvumsa þegar þeir átta sig á vanþekkingu og grunnhyggni þeirra sem eru í lykilstöðum. Reiknikúnstir forsvarsmanna R- listans eru þess eðlis að jafna má við blekkingar. Það merkilegasta er að þeir virðast trúa þessum kúnstum sjálfir. Það veldur áhyggjum. Höfundur er varaborgarfulltrúi. Þróun lykilstærða ■ Peningaleg staða borgarinnar ■ Skuldir borgarinnar □ Skattekjur nettó 0^2 [Lii Tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar Staðan í hálfleik Eyþór Arnalds Áhrif föður á brjóstagjöf HVAÐA áhrif getur faðir haft á brjósta- gjöfina og hvaða áhrif hefur hún á hann? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör en segja má að almennt vanmeti nýbakaður faðir hlutverk sitt á brjóstatíma barnsins. Honum fmnst hann vera utangátta, áhrifa- laus og vanmáttugur auk þess að fá ekki sömu athygli og fyrir fæðinguna. Þetta er í raun ekki rétt þar sem mikilvægi föður hefst strax við meðgöngu barnsins og heldur áfram eftir fæð- ingu þess þar sem hann deilir ábyrgðinni og umönnuninni og er þátttakandi í lífi barnsins frá fyrstu mínútu. Eitt af hlutverkum hans er að vera til staðar og veita mikilvæga aðstoð í uppbyggingu sambands móður og barns fyrstu mánuði þess. Hann þarf að veita hinni nýbökuðu móður ást og hlýju en umfram allt skilning, því mikið tilfinningaflóð fylgir brjóstagjöf og því nána sam- bandi sem myndast milli móður og barns. Einnig getur hann stuðlað að því að móðirin hvílist vel og nærist á réttan hátt, en það tryggir betri næringu fyrir barnið. Meðan bamið er á brjósti myndast ein- stakt samband milli móður og bams sem er grundvöllurinn að framtíðartengslum bamsins við móður og föður. Þessi þróun er nauðsynleg til að barn- ið verði öruggt og líði vel tilfinningalega auk þess sem þetta byggir upp traust þess á fram- tíðinni. Bæði móðirin og bamið þarfnast þess að faðirinn taki þátt í daglegu lífi barnsins til að eðlileg tilfinningatengsl geti þróast í fjölskyldunni. Brjóstagjöfin getur leitt til þess að faðirinn verði óöruggur með til- finningar sínar og stöðuna á heimil- inu þar sem hann getur ekki, þrátt fyrir einlægan vilja, sinnt þeirri grannþörf bamsins að fá næringu. Faðirinn hefur stundum tilhneig- ingu til að draga sig í hlé tilfinn- ingalega sem leiðir oft til aukinnar óánægju og afbrýðisemi auk þess Hildur Ruth Markúsdóttir sem hann verður oft áhugalausari um þátttöku í umönnun bamsins. Jafnframt virðir faðirinn ekki þær takmarkanir sem brjóstagjöfin leið- ir til í daglegu lífí fjölskyldunnar. Þessi eigingjarna afstaða föðurins hefur djúpstæð áhrif á móðurina og leiðir til aukinna árekstra og erfið- leika sem bitna alltaf á barninu. Faðirinn verður að skilja að nýtt líf Jákvætt viðhorf og stuðningur föður, segir Hildur Ruth Markús- dóttir, skiptir máli varðandi lengd brjósta- gjafar. er komið á heimilið og það hefur mikla þörf fyrir athygli og umönnun og því er óraunhæft að draga sig út úr daglegum fjölskyldumálum og auka þannig álagið á móðurina. Aukið álag á móðurina leiðir til minnkaðrar mjólkurframleiðslu og eykur líkur á að barnið sé skemur á brjósti en ella. Það að hafa fullan stuðning föður, að finna fyrir já- kvæðu viðhorfi hans, umhyggju og þolinmæði, skiptir í raun öllu máli varðandi lengd brjóstagjafar. Faðir sem er virkur í umönnun barnsins síns hefur meiri skilning á þörfum bamsins, sem skilar sér í meiri ánægju við að upplifa undrið sem nýtt líf vekur almennt hjá fóður. Höfundur er leikskólakennari, móð- ir og félagi í Barnamáli. Mikil þörf fyrir kennara MARGIR skóla- stjórnendur gera nú úrslitatilraun til að ráða kennara til starfa. Öll höfum við orðið vör við auglýsingar, þar sem gripið er til ým- issa úrræða til að ná athygli þeirra, sem hafa réttindi til að kenna í grunnskólum og framhaldsskólum, í því augnamiði að fá að njóta starfskrafta þeirra. Af hálfu menntamálaráðuneyt- isins skal stuðlað að því að unnt sé að starf- rækja skóla. Sæki enginn grann- skólakennari eða framhaldsskóla- kennari um auglýst kennslustarf þrátt fyrh’ ítrekaðar auglýsingar getur skólastjóri eða skólameistari sótt um heimild til undanþágu- nefnda grunnskóla eða framhalds- skóla við menntamálaráðuneytið um að lausráða tiltekinn starfs- mann til kennslustarfa til bráða- birgða, þó aldrei lengur en til eins árs í senn. Undanþágunefnd metur umsóknir og úrskurðar hvort heim- ila skuli að lausráða umsækjanda. Unnt er að skjóta ákvörðun undan- þágunefndar til menntamálaráð- herra, sem tekur lokaákvörðun í málinu. Nauðsynlegt er að leggja mat á þörfina fyrir kennara á kom- andi árum segir Björn Bjarnason og meta störf þeirra að verð- leikum. Nokkrar umræður hafa orðið um, hvort of strangar kröfur um menntun í kennslufræðum hafi fælt menn frá því að starfa í skólum, einkum framhaldsskólum. Ný lög um þetta efni voru samþykkt á Al- þingi síðastliðið vor. Samkvæmt þeim er krafist færri eininga í kennslufræðum en áður, 15 eininga í stað 30, ef menntun í faggrein eða á fagsviði í framhaldsskóla jafngild- ir að minnsta kosti 120 einingum ásamt fullgildum lokaprófum. Þetta á einnig við, þegar einstaklingur hefur lokið námi í tæknifræði eða meistaranámi í iðngrein, enda hafi hann starfsreynslu og hafi haft nema í samningsbundnu námi hjá sér. Nú eru gerðar kröfur um 15 einingar í kennslufræði hjá þessum einstaklingum í stað 30 eininga áð- ur. Ættu þessar breytingar að auð- velda að fá fólk með góða fram- haldsmenntun til starfa í skólunum. í samræmi við hin nýju laga ákvæði er nú unnið að því að setja nánari reglur um framkvæmd þeirra, þar með starfsreglur fyrir undanþágunefndirnar, sem fjalla um óskir skólastjórnenda um heimild til að ráða einstaklinga án kennsluréttinda til starfa. Við meðferð mála þurfa nefndirnar að sjálfsögðu að fara að stjórnsýslu- lögum. Mat vegna grunnskóla Töluverðar umræður hafa verið um skort á kennurum með full réttindi, einkum í grunnskólum. Til þess að meta stöðuna eftir miklar breytingar á rekstrarum- hverfi grunnskólans hef ég ákveð- ið að skipa nefnd sem er ætlað að kanna hve marga kennara þurfi í grunnskólunum fram til ársins 2010. Er það von mín, að nefndar- skipanin leiði til þess að umræður um skort á grunnskólakennurum fari í þann farveg að fram komi til- lögur er leysi vandann til langs tíma. Þrátt fyrir að menntamála- ráðuneytið hafi heim- ilað Háskólanum á Akureyri að taka upp kennaranám og þótt fjarnám kennara fari vaxandi eru enn of fá- ir sem útskrifast ár- lega til að hægt sé að mæta vaxandi þörf fyrir kennara á grunnskólastigi. Þessi þörf helgast meðal annars af lengri skóla- degi og því að ýmis sveitarfélög eru að fækka nemendum í bekkjum. Nefndinni verður meðal annars ætlað að hafa hliðsjón af eftirfar- andi í störfum sínum: 1. Ný grunnskólalög komast að fullu tU framkvæmda á næstu ár- um, meðal annars með einsetningu í öllum skólum. 2. Sveitarfélög hafa nú rekið grunnskólann í tvö ár og eftir ný- legar sveitarstjórnarkosningar liggur stefna þeirra betur fyrir en áður, m.a. að því er varðar hagræð- ingu og sameiningu skóla og fjölda nemenda í bekkjum. 3. Næsta haust líta nýjar námskrár fyrir grannskóla og framhaldsskóla dagsins ljós. 4. Reynsla hefur fengist af kenn- aranámi við Háskólann á Akureyri. 5. Kennaraháskóli Islands tók til starfa undir nýjum formerkjum 1. janúar 1998. 6. Fyrir liggur úttekt á kennara- námi, þar sem rík áhersla er lögð á gildi endurmenntunar. Auk þess að leggja mat á áhrif ofangreindra atriða er þess óskað að nefndin kanni raunverulega þörf fyrir nýmyndun í kennarastétt; ár- lega þörf á endurnýjun að meðal- tali; hve stórt hlutfall réttinda- kennara er við kennslu; hve stór hluti útskrifaðra kennara fer í kennslu á hverju ári; þróun nem- endafjölda; aldursdreifingu í kenn- arastétt og hvaða áhrif hár meðal- aldur kennara hefur á fjölda stöðu- gilda. Menntamálaráðuneytið hefur beitt sér fyrir auknu eftirliti með gæðum skólastarfs en fyrir utan fulltrúa ráðuneytisins hefur verið óskað eftir tilnefningum um nefnd- armenn frá Kennaraháskóla Is- lands, Háskólanum á Akureyri, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samtökum kennara, en í störfum sínum mun nefndin að sjálfsögðu einnig fjalla um öll önnur atriði, sem hún telur koma til álita við mat á kennaraþörfínni. Mikilvægi kennarastarfsins í nýrri skólastefnu, sem ég kynnti síðastliðið vor, er lögð mikil áhersla á mikilvægi kennarastarfs- ins og skilvirkt innra starf í skólum, svo að menntun íslenskra nemenda standist strangar körfur. Stefnunni verður ekki hrundið í framkvæmd nema menntun kennara taki mið af henni. Þá er brýnt að gera skipu- lagt átak í endurmenntun kennara í samræmi við stefnuna og hinar nýju námskrár, sem birtast nú í haust. Ný upplýsingatækni á einnig eft- ir að setja mikinn svip á starfið í kennslustofu framtíðarinnar og hafa áhrif á vinnubrögð og sam- skipti kennara og nemenda. Þegar litið er fram til ársins 2010 er nauð- synlegt að hafa þetta í huga. Þörf fyrir vel menntaða kennara er mikil. Störf þeirra á að meta að verðleikum og auðvelda þau með góðu námsefni, skýrum markmið- um og skilgreindum kröfum um árangur. Höfundu r er menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.