Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ptangtiiiMftMí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LÉTT Á ERLENDRI SKULDABYRÐI TVENNT VEKUR sérstaka athygli í niðurstöðum ríkis- reiknings fyrir árið 1997. Annars vegar er tekjuafgangur á ríkissjóði í fyrsta sinn í þrettán ár, 700 milljónir króna, en hins vegar er niðurgreiðsla á skuldum ríkisins um rúma 2,6 milljarða. Vonandi er þetta ekki aðeins merki um betri tíð heldur einnig um breyttan hugsunarhátt í fjármálastjórn ríkisins. Batinn í ríkisfjármálum var umtalsverður á síðasta ári. Hallinn á ríkissjóði árið 1996 nam 8,7 milljörðum króna og með tekjuafganginum á síðasta ári er afkomubatinn samtals 9,4 milljarðar. Miðað við mikinn og langvarandi ríkissjóðs- halla eru þetta umtalsverð tíðindi. Bætt staða ríkissjóðs sést einna bezt á því, að hrein lánsfjárþörf lækkaði milli ára um 14,8 milljarða. Lánsfjárþörfin sem hlutfall af landsfram- leiðslu nam 2,5% árið 1996, en á síðasta ári var afgangur sem nam 0,5%. Lántökur ríkissjóðs á innlendum lánamarkaði, umfram af- borganir, námu 3,9 milljörðum króna árið 1997. Hins vegar greiddi ríkissjóður niður erlendar skuldir um 6,5 milljarða króna. Þetta er vissulega fagnaðarefni, því skuldir þjóðar- búsins við erlenda lánardrottna eru alltof miklar. Vextir, af- borganir og annar kostnaður af þessum lánum eru þung byrði fyrir landsmenn. Bezt er að nauðsynlegar lántökur rík- issjóðs fari fram innanlands að svo miklu leyti sem kostur er, enda séu vextir og annar fjármagnskostnaður sambærilegur og erlendis. Hann rennur þá til íslenzkra lánastofnana, líf- eyrissjóða og annarra fjármagnseigenda. Ríkissjóður skuldaði samtals 241,6 milljarða króna í lok síðasta árs, en 172 milljarða að frádregnum lánveitingum. Erlendar skuldir námu 126,6 milljörðum en innlendar 114,9 milljörðum. Hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu var 52,4% í árslok 1997 og hafði lækkað úr 55,4% frá árinu áður. Ríkisstjórnin hefur lýst þeirri stefnu að halda þurfi áfram að greiða niður erlendar skuldir. Geir H. Haarde, fjármála- ráðherra, sagði í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að fyrirhugaðri sölu ríkiseigna sé ekki ætlað að fjármagna neyzlu þjóðfélagsins heldur til að grynnka á skuldum og létta á óheyrilegri byrði, sem stafi af vaxtagreiðslum. Þetta er verðugt takmark í ríkisfjármálum og svo sannarlega tíma- bært. Góðærið ber að nýta til að létta á skuldabyrðinni og þá fyrst og fremst erlendum skuldum. LÉTTÚÐLEG AFSTAÐA TIL LAGA UMMÆLI Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra í Morgunblaðinu í gær hljóta að vekja fólk til umhugsun- ar um það hvaða augum ráðherrann líti löggjöf þá, sem starfa ber eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komizt að þeirri niður- stöðu að ákvörðun ráðherrans um flutning Landmælinga Is- lands til Akraness sé ekki ólögmæt, þótt ekki sé sérstaklega kveðið á um heimild ráðherra til að ákveða slíkan flutning í lögum. Við þessa niðurstöðu dómsins sættir stefnandinn í málinu, sem er starfsmaður Landmælinga, sig ekki og er lík- legt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. í samtali við Morgunblaðið segist Guðmundur Bjarnason ekki hafa áhyggjur af því þótt dómnum verði áfrýjað, því að hann hafi fullan þingmeirihluta fyrir málinu. „Flutningurinn var auðvitað samþykktur af hálfu ríkisstjórnarinnar og með fullri vitund stjórnarflokka þannig að ef niðurstaða Hæsta- réttar yrði að leita þyrfti samþykkis Alþingis þá tel ég mig hafa fulla möguleika á að fá þá heimild hjá þinginu.“ Nú má auðvitað segja sem svo að hér sé ráðherrann að velta fyrir sér fræðilegri spurningu - hann vann málið í und- irrétti og ómögulegt er að segja hvernig fer, verði málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Það er hins vegar fremur léttúðleg afstaða til laganna að gera ráð fyrir því að falli dómur ekki ráðherranum í vil, megi bara fá Alþingi til að kippa því í lið- inn. Þótt til séu fordæmi fyrir slíku, er þetta a.m.k. ekki kostur, sem stendur hinum almenna borgara til boða þegar hann telur sig hafa verið órétti beittan af dómstólunum. Dómsniðurstöður breyta svo auðvitað engu um það, að ákvörðun umhverfisráðherra um flutning Landmælinga er geðþóttaákvörðun, sem ekki hefur verið rökstudd með full- nægjandi hætti og mun ekki þjóna hagsmunum stofnunar- innar, skattgreiðenda eða þeirrar byggðastefnu, sem ráð- herrann þykist vera að framkvæma. KREPPAN í ASÍU KNÝR Á DYR Ókyrrð á verðbréfamörkuðum undanfarna daga hefur valdið því að spár um niður- sveiflu í efnahagsmálum Vesturlanda hafa fengið byr í seglin. íslendingar hafa orðið varir við As- íuvandann. Marel hefur selt minna af búnaði til fiskvinnslufyrirtækja en vænst hafði verið og fisksölufyrirtæki beina nú ekki sjónum til Japans í sama mæli og áður enda spáð fram- haldi á hnignun efnahagslífs Japana á næstu mánuðum. Hiksti í Wall Street Hikstinn sem olli nokkrum ótta á þriðjudag var ekki af þeirri stærð- argráðu að verðbréfasalar færu þegar að ráðieggja aukna varkárni í fjár- festingum, lækkunin á Dow Jones- vísitölunni var aðeins 3,4%. Fjölmargt veldur verðbreytingum á mörkuðun- um og því skoðanir á orsökunum oft jafnmargar og sérfræðingarnir. Verk- fall hjá General Motors, sem nýlega leystist, er ein af ástæðunum sem nefndar hafa verið fyrir stöðnun á mörkuðunum síðustu vikurnar og nú segja sumir að þegar verksmiðjurnar fari aftur í gang muni framleiðsla og neysla taka nýjan kipp. Frá árinu 1925 hafa orðið 22 dag- sveiflur á Dow Jones þar sem lækk- unin var meira en 10%, að sögn Wall Street Journal. Þetta svari til þess að svonefnd leiðrétting, þ.e. að mark- aðslögmálin sjái um að lækka óeðli- lega hátt verð á hlutabréfum, verði að jafnaði á þriggja til fjögurra ára fresti. Því má samt ekki gleyma að önnur hver leiðrétting verður til þess að verðið á bréfunum lækkar um allt að 20% sem merkir að margir tapa stórfé, að minnsta kosti í bili. Fyrir nokkrum vikum varð breyt- ing á verðþróun á fjármálamörkuðum vestra, stöðnun hófst eftir stöðuga blómatíð um nokkuira ára skeið og jafnvel nokkur lækkun þótt ekki væri hún mikil. Frá 17. júlí hefur Dow Jo- nes lækkað um rúmlega 9%. „Það er eins og markaðurinn hafi hrunið undan eigin þunga,“ sagði einn af sérfræðingunum á miðvikudag. Flestir töldu að ekki væri ein augljós ástæða fyrir verðfallinu heldur væri fremur um óljósa tilfínningu fyrir því að verðbréfin væru ofmetin. „Við höf- um séð verðtilboð sem voru fáránleg þegar haft var í huga hver hagnaður umrædds fyrirtækis var,“ sagði Elaine Hahn hjá Hahn Capital Mana- gement í San Francisco. „En enginn vildi hlusta." Skorður við frelsinu Rafræn viðskipti valda því að hraði sveiflunnar er nú mun meiri en áður, verðbréfasali getur á örskotsstundu keypt eða selt bréf fyrir svimandi Reuters VERÐBRÉFASALI í Frankfurt klórar sér í höfðinu og virðir fyrir sér línurit DAX-vísitölunnar um verðþróun í kauphöllinni á miðvikudag. Verðið lækkaði um rúm þrjú prósent í kjölfar svipaðrar lækkunar á Dow Jones-vísitölunni í New York daginn áður. ekki einir um að spá óhjákvæmilegu verðfalli og tímabundinni kreppu. Rit- stjórar Economist og annarra hag- fræðirita hafa lengi talið að hækkanir á verðbréfamörkuðum vestanhafs væi-u að nokkni leyti eins og sápukúla. Þörf væri á leiðréttingu - og nýlega gaf Greenspan í skyn að hann væri sömu skoðunar. Hann telur samt efna- hag landsins vera í betra horfi en hann hafi verið í hálfa öld. Aðrir benda á mikilvægan veikleika; hallinn á utan- ríkisviðskiptum sé hratt vaxandi. Efnahagskreppan í Asíu hefur þeg- ar valdið því að dregið hefur úr spurn eftir bandarískum vörum og þjónustu. Mikill styrkur dollarans hefur valdið bandarískum útflutningsfyrirtækjum búsifjum. Mál Clintons forseta og Monicu Lewinsky hefur svo aukið á óvissuna í stjórnmálum sem aldrei er gott fyrir efnahagslífið. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að bjartsýnin hefur dvínað hjá mörgum fjárfestum og fyrir gruninum um að óveður gæti verið framundan er samt að hagnaður fyrirtækja hefur minnk- að, einnig hjá stærstu og öflugustu samsteypum bandarísks atvinnulífs. Sjálfur grundvöllur þenslunnar er sennilega ekki jafntraustur og fyrr. Kreppa í Bretlandi? Economist fjallaði nýlega um bresk efnahagsmál en þar í landi eru nú teikn um erfiðari tíma framundan þótt víðast annars 'staðar í álfunni sé upp- gangur. Framleiðsla á breskum iðnaðarvör- um hefur minnkað vegna þess hve pundið er sterkt, einnig hafa markað- ir í Asíu brugðist. Tiltrú ráðamanna í atvinnulífinu og almennings hefur minnkað og dregið hefur úr hagnaði fyrirtækja. Ritið segir að stjórn Tony Blairs megi alls ekki fara á taugum og gifpa til örþrifaráða, líta beri svo á að um hefðbundnar sveiflur í efnahagn- um sé að ræða. Ekki megi gleyma að atvinnuleysi í Bretlandi verði líklega minna í kom- andi kreppu þar en hjá Frökkum og Þjóðverjum er þeir búi við góðæri. Auk þess sé breskt atvinnulíf nú bet- ur búið undir að takast á við tíma- bundna kreppu en áður, fyrirtækin séu betur rekin og þau ekki jafn skuldsett og oft áður. EFTIR nær stöðugan og mikinn uppgang í efna- hag iðnríkjanna í nokkur ár varð skyndilega aftur- kippur í Asíu í fyrra. Spáð var að áhrif vandamálanna þar hlytu fyrr eða síðar að draga úr þrótti efnahagslífsins á heimsvísu og þá einnig í sjálfri eimreiðinni, Bandaríkj- unum. Á þriðjudag varð skyndilega verðfall á fjármálamörkuðum, fyrst í New York. Töldu margir að spárnar væru nú að rætast, Asíukreppan væri fyrir alvöru byrjuð að knýja dyra á Vesturlöndum. Spurningin er hvort aukin neysla á Vesturlöndum muni vega upp vand- ann sem skapast hefur vegna ki-epp- unnar í Asíu. Ekki má gleyma að ýmsar útflutningsvörur frá Ásíu fást nú á lægra verði en áður og þessi þró- un bætir kjör þjóðanna utan Ásíu, eykur efnahagsumsvifin. Flestir hagspekingar eru í raun bjartsýnir og telja að frekar hafi verið um skammtímaóþægindi að ræða á þriðjudag en upphaf kreppu. En vand- inn er að lítið er um trausta spámenn þegar uppsveiflur og dýfur efnahags- lífsins eru annars vegar. Alan Green- span, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sjálfur gott dæmi. í október 1990 sagði hann að ekki væri hafin kreppa i Bandaríkjunum en sérfræðingar voru sammála um það síðar að hún hefði hafist þegar í júlí! „Menn héldu að vandamálin í Asíu myndu ekki standa lengur yfir en þrjá rnánuði," sagði Charles Hill, tals- maður fjáiTnálafyrirtækisins First Call í Boston í samtali við Financial Times í vikunni. „Nú eru menn farnir að skilja að vandinn er illvígari en talið var. Ef tapið er á við hagnaðinn í eitt ár er erfitt að sjá fyrir sér að upp- gangurinn á fjármálamörkuðum haldi áfram.“ Danska blaðið Jyllands-Posten seg- ir að dönsk útflutningsfyrirtæki búi sig nú undir að kreppan í Asíu verði langvarandi og verði alvarlegri en fyrst hafí verið gert ráð fyrir. Sam- steypan FLS Industries segist nú ekki vænta þess að gera samninga um byggingu sementsverksmiðja í Asíu fyrr en í fyrsta lagi árið 2001. Að sögn forstjóra fyrirtækisins, Birgers Riisa- gers, hefur starfsmönnum þess verið fækkað um 1.000 manns vegna ástandsins í Asíu. 0K, sem er mjög öflugt í útgerð flutningaskipa, gerir nú ráð fyrir að halli á rekstrinum á þessu ári verði allt að 2500 milljónir íslenskra króna sem eru mikil um- skipti. fjárhæðir. Settar hafa verið reglur í New York sem stöðva viðskiptin um hríð, hálftíma í senn, til að draga úr óeðlilegum sveiflum ef ljóst þykir að þær séu í aðsigi. Oftast þykja menn greina augljósar og röklegar ástæður fyrh' því að snöggar breytingar verða á mörkuð- unum en hinu má ekki gleyma að um er að ræða ákvarðanir geysilegs fjölda einstaklinga. Þeir geta látið stjórnast af fréttum sem ekki reynast eiga við rök að styðjast eða misskiln- ingi í fjölmiðlum. Loks má bæta við hjarðhvöt, þegar margir selja bréf fylgja aðrir í humátt á eftir. Þótt flestir hagfræðingar mæli með sem mestu frelsi á fjármálamörkuðum eru sumir þeirra farnir að viðra hug- myndir um að takmarka óvænta fjár- magnsflutninga milli markaða með al- þjóðlegum aðgerðum. Hafa þeir bent á að niðurstaðan hafi stundum orðið mikið tjón á viðkvæmum efnahag ein- stakra ríkja og kreppan í Mexíkó fyrir fáeinum árum stundum nefnd sem dæmi. Breska vikuritið The Economist hefur þó varað við þessum skoðunum og sagt að til langs tíma yrði tjónið af stýringu enn meira. Rétta lausnin sé að stjórnir ríkjanna auki viðskiptafrelsi og sýni ábyrgð í ríkisfjármálum. Þá verði umrædd lönd ekki jafn berskjölduð fyrir svipt- ingunum. Allt leikur í lyndi en ... Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 5,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en aðeins 1,4% á öðrum ársfjórðungi. Enn er samt hagvöxtur þar og upp- gangur er í efnahag flestra Vestur- Evrópuríkja. Verðbólga og vextir eru með lægsta móti vestra, atvinnuleysið hefur ekki verið minna í 25 ár. Ef marka má kannanir er tiltrú banda- rískra neytenda á efnahagslífið meiri en verið hefur í þrjá áratugi. Hvernig er hægt að tala um kreppu við þessar aðstæður? Alan Greenspan velti því fyrir sér opinberlega í fyrra hvort tölvubyltingin og aðrar grund- vallarbreytingar í efnahagsmálum hefðu valdið því að uppsveiflur myndu nú ekki rísa og hníga á nokkrum árum heldur gæti uppsveiflan staðið í nokkra áratugi. En atvinnu-bölsýnisýnismenn eru Milli vonar og ótta TITRINGUR fer um efnahagslíf heimsins þegar Dow Jones vísitalan í New York lækkar skyndilega eins og gerðist sl. þriðjudag. Verðbréfa- eign hefur orðið mun almennari síðustu áratugina í iðnríkjunum en áður gerðist, fjórði hver Banda- ríkjamaður á nú hlutabréf. Oftast er að sjálfsögðu um litlar Ijárhæðir að ræða en hvort sem fjárfestar eru stórir í sniðum eða litlir fylgjast þeir vandlega með fréttum af NASDAQ, FTSE, Nikkei og Dow Jones sem er þekktust. En hvað er Dow Jones? Verðið á hlutabréfum í 30 stórum bandarískum fyrirtækjum er notað til viðmiðunar þegar Dow Jones- vísitalan er reiknuð út. Verslað er með hlutabréf þeirra í kauphöll New York-borgar og Ijóst er að verulegar breytingar á verði bréf- anna hljóta að endurspegla nýtt mat fjárfesta og spákaupmanna á markaðnum og horfum í efnahags- lífinu. Önnur þekkt vísitala er NASDAQ en inn í grunn hennar er tekið verð mun fleiri fyrirtækja og eru sum þeirra tiltölulega lítil. Verðsveiflur á verðbréfum, gjaldmiðlum og gulli eru að jafnaði talsverðar á hveijum degi en það sem menn bíða gjarnan eftir er staðan þegar kauphöllinni er lokað á kvöldin. Vegna tímamismunar geta þeir sem stunda umfangsmikil viðskipti með verðbréf í New York reynt að bæta sér upp tap eða hagnast á fyrirhugaðri hækkun með því að kaupa eða selja á öðrum stórum fjármálamörkuðum, t.d. í London eða Tókýó. Aðrir taka áhættuna og vona að um stundar- fyrirbæri sé að ræða, markaðurinn muni fljótt jafna sig. Verðið féll um tæp 300 stig á þriðjudag sem svarar til rúmlega 3,4% lækkunar. Þetta telst þó ekki mikið áfall og Ijarri því að um hrun hafi verið að ræða. Breytingin er innan marka þess sem kallað er „leiðrétting". Er þá átt við að verð á mörkuðum hafi verið orðið óeðli- lega hátt, bréfin hafi verið ofmetin. Klifrað hærra Uppruna Dow Jones má rekja til þess að árið 1884 var birt í eins konar fréttabréfi, sem síðar varð að hinu virta Wall Street Journal, verð á hlutabréfum í 11 þekktum stórfyrirtækjuin. Var einkum um að ræða járnbrautarfyrirtæki. Ári síðar var farið að birta vísitöluna reglulega við lokun kauphallarinn- ar og þá var vísitalan 62,76 stig. Hún fór yfir 100 stig árið 1906, 500 stig árið 1956, 1.000 stig 1972 og 2.000 stig í ársbyijun 1987. Um haustið sama ár féll hún um rúm- lega 500 stig á einum degi og hafði aldrei áður hrapað jafnmikið á ein- um degi. í prósentum var áfallið mikið; verðmæti bréfanna í kaup- höllinni lækkaði um 22,6%. Uppgangurinn hefur verið mikill á verðbréfamörkuðum undanfarin ár. Dow Jones fór í 5.000 stig haustið 1995 og 8.000 stig sumarið 1997. Um haustið hófst efnahags- kreppan í Asíu og vísitalan féll á einum degi í október um 554 stig eða 7,2%. Daginn eftir hækkaði hún um 337 stig og verslað var með rúmlega milljarð verðbréfa þann daginn. í apríl sl. fór vísitalan í 9.000 stig en hefur síðustu vikurnar sigið heldur niður á við. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 31* Má rekja aukna beitingn ofbeldis til nýrrar kvenímyndar? NIÐURSTÖÐUR sálfræð- ingsins Antoinette Hardy, sem hún kynnti nýlega á þingi breska sálfræðingafé- lagsins, sýna fram á að fjöldi ung- lingsstúlkna sem hlaut fangelsisdóm fyrir ofbeldisglæpi hefur tvöfaldast frá árinu 1991. Hardy kemst að því að unglingsstúlkur beita ofbeldi í auknum mæli til að sýna fram á að þær geti séð um sig sjálfar, til að standa vörð um ímynd sína og til að sýnast öðrum fremri. Þær virðast vera að endurskilgreina kvenímynd- ina með því að taka upp hegðun sem hingað til hefur þótt „karlmannleg“. Það sem áður hefur þótt í hæsta máta „ókvenlegt", eins og að kýla og sparka fellur nú að kvenímynd ungra stúlkna, segir Hardy og bendir á að samfélagsgerðin hafi hingað til séð til þess að slíkar tilhneigingar væru bældar niður hjá stúlkum. Hardy tekur þó fram að stúlkurnar séu ekki að reyna að vera eins og karlmenn, heldur séu þær mjög kvenlegar, með sítt hár og noti andlitsfarða. Niðurstöðurnar fékk Hardy eftir að hafa tekið djúpviðtöl við 40 stúlkur á aldrinum 14 til 18 ára. 32 þeirra höfðu a.m.k. einu sinni tekið þátt í slag þar sem sparkað var og kýlt af öllu afli, og jafnvel beitt brotnu gleri. Einungis fjórðungur stúlknanna sá eftir því sem þær gerðu og 15% þeirra sögðust hafa komist í „sælu- vímu“ á eftir. Niðurstöður könnunai- sem Þórólf- ur Þórlindsson og Jón Gunnar Bern- burg gerðu á vegum Rannsóknar- stofnunar uppeldis- og menntamála meðal íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla í janúar 1995 sýnir að 12% stúlkna hafi kýlt einhvern einu sinni eða oftar sl. 12 mánuði. Aftur á móti höfðu 38% drengja kýlt ein- hvem á sama tímabili. 36% stúlkna höfðu hrint einhverjum, en 66% drengja. Alls höfðu 23% stúlkna sparkað í einhvern, á móti 42% drengja og 25% stúlkna slegið ein- hvern á móti 34% drengja. Af þessu má dæma að ofbeldi er algengara meðal drengja á Islandi, þó stelpur beiti því einnig töluvert. Ekki eru til tölur hér á landi sem sýna fram á breytingar á fjölda fangelsisdóma unglingsstúlkna vegna ofbeldisverka, þótt einstök atvik séu landsmönnum eflaust í fersku minni. Afbrot kvenna tvöföld Annadís G. Rúdólfsdóttir félagssál- fræðingur telur hæpið að hægt sé að útskýra ofbeldi unglingsstúlkna ein- ungis út frá kynferði. Hún telur lík- legt að þessar stúlkur, eins og ungir menn sem sýni ofbeldi með þessum hætti, tilheyri frekar neðri lögum samfélagsins. Þar ríki atvinnuleysi og um leið ákveðið vonleysi og þetta unga fólk hafi því ekki sömu tækifæri og fólk úr efri lögum samfélagsins til að sýna „vald“ sitt og getu, til dæmis með velgengni og frama í starfi eða skóla. „Þessi hegðun er því að mínu mati fremur viðbrögð við þessum að- stæðum en dæmi um eðlislæga of- beldishneigð. Hvað snertir breyting- ar á kvenímyndum þá lifa hinar gömlu hefðbundnu kvenímyndir enn góðu lífi en það hafa fleiri bæst við. Skilin sem dregin hafa verið milli karlmennskunnar og kvenleikans virðast oft ekki jafn skörp og þau voru áður. Við sjáum fleiri dæmi þess t.d. í kvikmyndum að konur sýni hegðun sem talin hefur verið karl- mannleg án þess að það storki kven- leika þeirra," segir Annadís og tekur sem dæmi nýjustu James Bond myndina. „Þó svo að þessar ungu stúlkur taki upp hefðbundin einkenni hinnar kvenlegu kynveru þarf ekki að vera mótsögn í þeirra huga milli þess að nota andlitsfarða og að beita sömu neikvæðu leiðum og karlar til að fá útrás fyrir gremju og reiði. Hefð- bundnar ímyndir hafa hins vegar greinileg áhrif þegar verið er að fjalla um þessa glæpi í blöðum. Glæpir kvenna þykja hræðilegri og óskiljan- legri en glæpir karla. Eins og einhver afbrotafræðingurinn benti á er þeirra afbrot tvöfalt. Þær brjóta bæði gegn þeim hugmyndum sem eru til staðar um kven“eðli“ og lagabókstafnum," FYLGIR það nýrri kvenímynd að beita ofbeldi? Myndin er sviðsett. Ofbeldi í sam- hengi við félags- legt umhverfí Niðurstöður rannsóknar bresks sálfræðings sýna fram á að ofbeldishneigð sé stúlkum jafn eðlislæg og piltum og breytingar á við- teknum kynímyndum geri það að verkum að unglingsstúlkur beiti ofbeldi í auknum mæli. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér álit ís- lenskra sérfræðinga á niðurstöðum rann- sóknarinnar og hugmyndir þeirra um orsak- ir ofbeldishneigðar. segir Annadís en hún kennir inngang að kynjafræðum í Háskóla Islands. Ofbeldi fylgir breyttri kveníinynd Erlendur S. Baldursson afbrota- fræðingur hjá Fangelsismálastofnun telur að aukið ofbeldi meðal kvenna sé einn af fylgifiskum breyttrar kvenímyndar. „Þegar kynhlutverkin breytast á þann veg að þau eru ekki lengur eins skýr og þau voru áður, er viðtekið í auknum mæli að konur hegði sér eins og karlar. Því fylgir að þær eru farnar að drekka meira og ofbeldið fylgir með. Það sem ég á við er að stelpur eru farnar að vinna strákastörf í auknum mæli, þær eiga lagalegan rétt á sömu launum, það er orðið miklu minna sagt við því ef stelpa er full heldur en fyrir 30-40 ár- um, þær eru orðnar meiri hluti af þjóðfélaginu öllu og eru hættar að vera bara heima að passa börnin. Þessum breytingum á kvenímynd fylgja kjaftshögg, spörk og fleira, því þær læra þetta líka. Stelpur slást til dæmis á útihátíðum í dag, í gamla daga hefði það þótt ákaflega skrýtið að sjá stelpur vera fullar og slást. Það að afbrot kvenna aukist al- mennt séð, er hugsanlega hægt að líta á sem jákvæðan þátt í jafnréttis- baráttunni þó að það sé ljótt að segja það. Það sýnir að þær eru á sama stalli og karlmenn. Á móti get ég hins vegar sagt að ef við myndum ala alla upp eins og stelpur voru aldar upp hér áður fyrr samkvæmt þessum eldgömlu gildum, gæti vel verið að það væri minna af óróa, hasar og of- beldi í samfélaginu," segir Erlendur. Erlendur segir að aukin notkun áfengis og fíkniefna meðal stúlkna hafi einnig áhrif á ofbeldishneigð þeirra en slík efni séu eins og vitað er ofbeldishvetjandi. „Stúlkur geta vafalítið upplifað sig ekkert síður „kvenlegar“ þótt þær sýni ofbeldishegðun," segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og telur að sú aukna ofbeldishegðun stúlkna sem verið sé að vísa til í umræddri rannsókn hafi fremur lítið að gera með kvenímynd þeirra. Kolbrún bendir á að ofbeldishegðun beggja kynja hafi færst í vöxt undanfarinn áratug og hún tengist meðal annars aukinni vímuefnaneyslu unglinga. „Hjá stúlkunum er þetta því engin undantekning og sumar rannsóknir sýna að stúlkur beita nú ofbeldi oft af sömu hörku og drengir. Að minu mati þarf að varast að álykta að ein- hver ein ástæða liggi þarna að baki, slíkt er of mikil einföldun. Þessa þró- un þarf að skoða í félags- og menn- ingarlegu samhengi," segir Kolbrún. Hún bendir á að í mörgum vest- rænum þjóðfélögum hafi kvenhlut- verkið tekið gífurlegum breytingum, og segja megi að það hafi breyst mun meira en hlutverk karla ef hægt væri að setja einhverja mælistiku á þau. „Konur hafa jú verið að hasla sér völl á æ breiðari vettvangi náms og starfa sem áður einungis karlmenn fylltu. Því þarf það ekki að koma á óvart að stúlkur hafí einnig tileinkað sér ákveðið hegðunai-mynstur sem al- gengara hefur verið meðal pilta,“ segir Kolbrún og telur að þessar breytingar þurfi að skoða, eigi að álykta um hvers vegna unglings- stúlkur beiti ofbeldi í auknum mæli. Hún segir að aðrh- uppeldisfræðileg- ir þættir hafi þó einnig áhrif, og megi þar nefna samskipti unglinga við for- eldra og hvernig börnum sé kennt að leysa ágreiningsmál. Unglingar sem leysi þau með ofbeldi kunni ef tO vill ekki aðrar leiðir til að tjá reiði og vonbrigði og auk þess hafi sum þeirra verið vitni að eða séu þolendur heimilisofbeldis. Kolbrún nefnir einnig að sýnt hafi verið fram á samband milli ofbeldis hjá unglingum og hversu mikið þau horfa á ofbeldi í sjónvarpi og kvik- myndahúsum. Að auki tengist ýmis skapgerðareinkenni og persónuleika- þættir eins og til dæmis ofvirkni, hvatvísi, lágt sjálfsmat og sjálfstraust auknum líkum á ofbeldishegðun beggja kynjanna. Hvort ofbeldis- hneigð sé stúlkum jafn eðlislæg og piltum eins og Hardy ályktar, segir Kolbrún að erfitt sé að fullyrða um hvort ofbeldi sé einhverjum eðlis- lægt. „Þær aðstæður og atlæti sem einstaklingurinn elst upp við hlýtur að skipta höfuðmáli hvað varðar við- brögð hans til ólíkra umhverfis- áreita.“ Unglingsstúlkur eflaust. ekki meðvitaðar um ímynd sína Sigríður D. Benediktsdóttir sál- . fræðingur hjá Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans segir neyslu áfengis og annarra vímuefna hafa aukist hjá unglingsstúlkum og í kjöl- far þess sé vitað til að tilfellum þar sem stúlkur beiti ofbeldi hafi fjölgað. Hún telur þó hæpið að draga ályktan- ir um hegðun unglingsstúlkna út frá viðtölum við 40 þeirra. Hún telur að nauðsynlegt hefði verið að skoða aðra hópa stúlkna til að kanna hvort ímynd unglingsstúlkna af sjálfum sér sé að breytast auk þess sem úrtakið hefði þurft að vera stærra. „Eg velti því fyrir mér hvernig Hardy hafi fengið þær upplýsingar hjá stúlkunum að þær beittu ofbeldi til að sýna fram á að þær geti séð um - sig sjálfar, til að standa vörð um ímynd sína og til að sýnast öðrum fremri. Mér þykir það nefnilega ólík- legt að þessar stúlkur hafí ímynd sína á hreinu, hvað þá að þær séu meðvit- að að skapa nýja ímynd,“ segir Sig- ríður. Hún segir það ekki koma sér á óvart að umræddar stúlkur séu „mjög kvenlegar, með sítt hár og noti andlitsfarða" því vitað sé að stúlkm- sem eni óöruggar með sjálfsmynd sína leggi mikið upp úr þvi að líta vel út. „Margar stúlkur sem eiga við • vandamál að etja, jafnvel alvarleg vandamál, geta litið vel út.“ Sigríður segir mikilvægt að hafa það í huga að unglingar endurspegli með hegðun sinni það samfélag sem þeir lifi í. „En alhæfingar eins og mér finnst koma fram í þessari grein geta gert meiri skaða en gagn.“ Samspil margra þátta Þórólfur Þórlindsson jirófessor í félagsfræði við Háskóla Islands seg- ist telja að túlkun á niðurstöðum um- ræddrar rannsóknar einfaldi mikið það sem hefur áhrif á ofbeldishneigð unglinga. Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýni að málið sé mun flóknara. „Ofbeldi er vissulega að breytast frá því sem það var áður og langflestar rannsóknir benda til að um sé að ræða að félagslegt taum- hald sé minna en var í hefðbundnu samfélagi, stöðugleiki samfélagsins sé minni og það sé styttra í upplausn- ina. Á sama tíma hafa margir staldrað við það að miklu meira sé um íyrir- myndir hvað ofbeldi varðar í fjölmiðl- um en áður. Eg hef sjálfur trú á því að ástæðurnar liggi meira í félags- legu umhverfi heldur en í áhrifum fjölmiðla en þarna er samspil á milli. Einstaklingar sem eru tiltölulega lausbeislaðir í samfélaginu mynda ákveðinn áhættuhóp sem síðan verð- ' ur jarðvegur fyinr fjölmiðla og ýmiss konar áróður. I þessu sambandi má einnig nefna að ofbeldi tengist mjög oft vímuefnaneyslu ungs fólks,“ segir Þórólfur. „I allri umræðu um ofbeldi í samfé- lagi okkar í dag er mikilvægt að hafa í huga að umburðarlyndi samfélags- ins gagnvart ofbeldi fer minnkandi. Ofbeldi meðal unglinga fær meiri um- fjöllun en áður, meðal annars vegna þessa. Þannig má e.t.v. segja að skil- greining á því hvað sé ofbeldi, sé víð- ari en hún var. Við þurfum að gera _ skýran greinarmun á alvarlegu of- beldi og ryskingum eða áflogum sem eru einfaldlega hluti af leik ung- linga,“ segir hann. Það skal tekið fram að allir þeir sem hér að ofan veittu sérfræðiálit tóku fram að þar sem þeir hefðu ekki séð rannsóknina í heild sinni væri erfitt að alhæfa um niðurstöður. hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.