Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 21
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 21 ERLENT „Ofur-aspirín“ á markað innan skamms LYFJAFRAMLEIÐENDUR binda nú miklar vonir við endurbætta útgáfu hins gamalkunna verkjalyfs aspiríns, sem virð- ist svo til laust við aukaverkanir. Þýzka fréttatímiritið Focus greindi frá þvi á dögunum að lyfjafræðingum hefði tekizt að endurbæta lyfið þannig, að það hafi engar mælanlegar neikvæðar auka- verkanir. Aðeins séu nokkur ár síðan menn hafi komizt til botns í því hvernig aspirín verkar. Virka efnið í lyfinu, asetýlsalicylsýra, geri tvö ensím sem lík- aminn framleiðir óvirk. Annað þeirra, COX-2, orsakar sársauka og bólgur, þar á meðal þær sem liðagigtarsjúklingar þjást af, en hitt, COX-1, ver nýrun og magaslímhúðir. Hefðbundið aspirín haml- ar gegn virkni beggja ensíma og hindrar því þessa vernd. Þannig þjást um 10-15% allra þeirra sem taka aspirín í langtíma- meðferð af magasári og blæðingum í melt- ingarveginum. Aspirín og sambærileg verkjalyf valda árlega dauða um 7.600 manns í Bandaríkjunum, að mati banda- rísku meltingarsjúkdómasamtakanna (American Gastroenterological Associ- ation). Með tilkomu nýja „ofur-aspirínsins“ eiga þessar neikvæðu hliðar á notkun lyfs- ins að hverfa. Lyfjafræðingar hafa nú breytt sameindabyggingu virka efnisins í lyfinu þannig, að það hemur markvisst COX-2-ensímið, en hefur engin áhrif á COX-1. Með þessu eiga hinar þekktu aukaverkanir hefðbundins aspiríns að hverfa. Jákvæð áhrif langtímameðferðar með aspiríni sem komið hafa fram við rann- sóknir eru meðal annars stórlega minnkuð áhætta á krabbameini í meltingarvegi og jafnvel minni hætta á alzheimer-sjúk- dómnum. Lyfjaframleiðendur stefna að því að koma „ofur-aspiríninu“ sem fyrst á mark- að, en hagnaðarhorfur eru taldar ekki síð- ur miklar en af hinu fræga getuleysislyfi Viagra. Undir framieiðslunafninu Celebra hyggst bandaríska lyfjafyrirtækið Mos- anto verða fyrst til að setja nýja lyfið á markað, í byrjun næsta árs. Ut af braut í Seoul ÁTTA slösuðust, þar af einn al- varlega, þegar Boeing 747 þota suður-kóreska flugfélagsins Kor- ean Air Lines fór út af braut eft- ir lendingu á flugveilinum í Seoul í fyrrakvöld. Vélin var að koma frá Tókýó. Engar fregnir hafa borist af orsökum óhappsins. Nú er eitt ár síðan rúmlega tvö hundruð manns fórust er þota frá KAL fórst á eynni Guam í Kyrrahafi. Deilt um afdrif togara sem fórst í N-íshafí Njósnaði Gaul um flotaumsvif Sovetmanna? Reuters BRESKI togarinn Gaul. STJORNVÖLD í Bretlandi hafa fallist á að senda rann- sóknarskip í þriggja daga leiðangur til að kanna flak togarans Gaul frá Hull, sem fórst í Norður-íshafi í febrúar árið 1974, að því er BBC skýrði frá. Sporlaust hvarf togarans með 36 áhafnarmeðlimum undan ströndum Norður-Noregs hefur löngum þótt gi-unsamlegt. Umfram allt hafa ættingjar þeirra sem fórust með Gaul viljað komast að því hvað olli því. að hann sökk. Málið komst í hámæli á ný eftir að þáttagerðarmenn frá sjónvarpsstöð- inni Channel 4 fundu flakið á 270 metra dýpi 60 sjómílur norður af Nordkap, nyrsta odda Noregs, síð- astliðið sumar. Úrskurðað var árið 1974 að togar- inn hefði farist í ofsaveðri og stórsjó, og ári síðar komst rannsóknarnefnd að þeirri niðurstöðu að lestai'lúga hefði verið skilin eftir opin, og skipið hefði því fyllst af sjó. Bent hefur ver- ið á að þessi skýring sé ótrúverðug, þar sem Gaul hafi verið óvenju stöðugt skip. Við fund flaksins kom einnig í ljós að brú togarans reyndist ólöskuð og gluggar í henni óbrotnh-. Vangaveltur um njósnir Tregða breskra stjórnvalda til að freista þess að finna flakið og upp- lýsa um afdrif togarans ýtti undir hvers kyns vangaveltur um að hann hefði verið í leynilegum leiðangri. Ein kenningin er sú að Gaul hafi verið að vinna við kapal í leynilegu hiustunarneti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fylgdist með ferðum sovéskra kafbáta í Norður-íshafi. Önnur kenning gerir ráð fyrir að togaran- um hafí verið sökkt af rússneskum kafbáti, er hann var að veiða upp og eyðileggja rússneskan kafbátahler- unarbúnað, sem fylgdist með ferð- um kafbáta NATO, er njósnuðu í Barentshafi um skipaferðir sovéska flotans til og frá Múrmansk og Arkangelsk. Bresk stjórnvöld hafa alla tíð neit- að því að nokkur breskur togari hafi tekið þátt í njósnum. En nú hefur Sir Ray Halliday, sem var yfirmaður njósnadeildar flotans er Gaul fórst, staðfest að togarar hafi á þessum tíma verið notaðir til njósna. Fyrr- verandi togaraskipstjórar hafa einnig skýrt frá því að þeir hafi tekið myndir af ferðum sovéskra skipa, skráð ferðir þeiira og hraða fyrir bresku leyniþjónustuna. Whp% hewlett B"HM PACKARD DeskJet 670 4 síður á mín í svörtu 1.5 síður á mín í lit 600x300 pát í svörtu 600x300 pát í lit Tvö prenthylki Þeir sem kaupa myndavél fá mynd af sér með genginu úr Lethal Weapon i iljim I Með tOO fyrstu ! prentunum fylgja | prentaratengl A, og SOO arhir af \ j Brlght Whlte / pappir Fuji Fotonex 10 Sjálfvirkt flass • Sjálfvirkur fókus • APS filmukerfið • Nett og skemmtileg vél. DOEWOO^S Arc130A Ferðatæki með kassettu 28" Black Matrix tæki með íslensku textavarpi, Nicam Stereo, allar aðgerðir á skjá ofl. ofl. Með SO fyrstu tölvunum fylgja 2 bíámlOar á Lethal Wempon 4 ■ Enterprize turn ■ Intel Pll 266 Mhz örgjörvi ■ 64 MB SDRAM innra minni ■ 4,3 GB harður diskur ■ 17" skjár með aðgerðum á skjá ■ 32 hraða geisladrif ■ 8MB Matrox Prod AGP skjákort ■ Soundblaster 16 hljóðkort ■ 280W hátalarar ■ 33.6 bás mótald m/faxi & símsvara ferO * 4 niánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun eða Islandia Hjk ■ Windows 95 uppsett og á CD W ] ■ Windows lyklaborð og mús BT • SKEIFAN 11 • SIIVII 550-4444 • PÓSTKRÚFUSÍMINN 550-4400 9 i r * ; H Hj| 1' JSI J ■ ; I. , 1 j M. 1 •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.