Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 175. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Annan segir Iraksstjórn hafa brotið samkomulag við sig Samstarfsslitin sög’ð algjörlega óviðunandi New York. Reuters. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sagði í yfirlýsingu í gær að samstarfsslit íraksstjómar við vopnaeftirlitsnefnd SÞ „væru algjörlega óviðun- andi“. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur Iraksstjóm hafa brotið samkomu- lag um fullt samstarf við vopnaeftirlitsnefnd SÞ, sem hann sjálfur gekk frá við Saddam Hussein í febrúar síðastliðinn, auk þess að brjóta gegn sam- þykktum öi'yggisráðsins með slitum á samstarft við SÞ. Bandaríkjastjóm lýsti því yfir að hún myndi beita íraksstjóm þrýstingi svo að hún færi eftir gerðu samkomulagi um vopnaeftirlit í landinu. Stjómin í Bagdad hefur hins vegar farið fram á að eftirlitsnefnd SÞ verði „endurskipulögð" þannig að bandarískra áhrifa gæti ekki í henni. Talsmaður Hvíta hússins, P.J. Crowley, sagði Iraksstjórn hins vegar verða að fara eftir gerðu samkomulagi. „Við getum ekki leyft stjórnvöld- um í Irak að hefja framleiðslu gjöreyðingarvopna á ný,“ var haft eftir Crowley. Skýr skilaboð Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti í gær yfir stuðningi sínum við yfirlýsingu örygg- isráðsins og sagði skilaboð öryggisráðsins til íraks vera skýr og skjót: Að samfélag þjóðanna liði ekki að Iraksstjórn stæði ekki við gerða samninga um vopnaeftirlit SÞ. „Sé það einlægur vilji Saddams Husseins að refsiaðgerðum gegn írak verði hætt, verður hann að lúta vilja alþjóðasamfélagsins," sagði enn fremur í yfirlýsingu Cooks. Forseti öryggisráðs- ins, Danilo Turk, hvatti til þess að viðræður hæfust svo fljótt sem verða mætti á milli Iraks- stjómar og vopnaeftirlitsmanna. Uppi eru getgátur um að Saddam Hussein hafi ákveðið að slíta samstarfinu við vopnaeftirlits- nefndina nú vegna erfiðleika Bills Clintons Bandaríkjaforseta heima fyrir og meti það sem svo að pólitísk staða Bandaríkjaforseta sé veik og því litlar líkur til þess að hann láti til skarar skríða gegn Hussein. I febrúar síðastliðnum, þegar Saddam rak vopnaeftirlitsmenn úr landi, hótaði Bandaríkjaforseti að gera loftárásir á írak og sendi herskip til Persaflóa. Dow Jones hækkar London, New York. Reuters. VERÐBRÉF á mörkuðum í Evrópu lækkuðu talsvert í gær og var FTSE-vísitalan í London nær 2% lægri en á miðvikudag. Dow Jones vísitalan hækkaði á hinn bóginn annan daginn í röð og að þessu sinni um 30,9 stig áður en kauphöllinni í New York vai' lokað í gær og NASDAQ- vísitalan um 41,3 stig eða 2,3%. Dow Jones endaði í 8.577,68 stigum í gær. Hún lækkaði skyndilega um nær 300 stig eða 3,4% á þriðjudag og þótt hún hafi náð sér á strik á nýjan leik gera sérfræðingar ráð fyrir ókyrrð á fjármálamörkuðum Vesturlanda næstu vikurnar. Spár um kreppu em þó ekki áberandi en bent á að slakt efnahagsástand í flestum Asíu- löndum geti farið að draga úr uppgangi iðnríkja viða um heim. ■ Kreppan í Asíu/30 Kabila spáir langvinnum átökum í Lýðveldinu Kongó Rúanda kalli hersveitir sínar til baka Kinshasa, Lusaka. Reuters. LAURENT Desire Kabila sakaði stjómvöld í grannríkinu Rúanda um að vera í stríði við Lýðveldið Kongó og hvatti þegna sína til þess að verja fullveldi landsins, á blaða- mannafundi í gær. Hann spáði lang- vinnum átökum ef stjómvöld í Rú- anda kölluðu hersveitir sínar ekki til baka. Kabila sakaði einnig fyrr- um bandamann sinn Yoweri Mu- seveni, forseta Úganda, um að draga taum Rúandastjórnar og kynda undir átökum í landinu. Laurent Kabila hyggst nota tæki- færið á leiðtogafundi ríkja í suður- hluta Afríku, sem haldinn er í Zimbabwe nú um helgina, og krefj- ast þess af Museveni og Paul Kagame, varaforseta Rúanda, að þeir láti af stuðningi sínum við upp- reisnarhermenn. Bizima Karaha, fyrrum utanrík- isráðherra í stjóm Kabilas sem genginn er til liðs við uppreisnar- menn, hvatti hins vegar leiðtoga í Afríku til þess að knýja Kabila til afsagnar, ellegar stæði hann and- spænis allsherjarstríði í Lýðveldinu Kongó. Uppreisnarmenn ná Muanda á vesturströndinni Uppreisnarmenn hafa náð Mu- anda á vesturströnd Lýðveldisins Kongó á sitt vald. Hörð átök munu einnig hafa verið á milli stjórnar- hermanna og uppreisnarmanna við flotastöðina í Banana í nágrenni Muanda. Muanda er miðstöð olíu- iðnaðar í landinu og mörg erlend ol- íufyrirtæki rækja starfsemi sína þar. Látlaus flóð í Kína Reuters Jiujiang. Reuters. KINVERSKUR maður syndir með eiginkonu sína í trébala f til- raun til þess að komast á brott frá þorpinu Jiujiang í Jiangxi- héraði í gær. Óttast er að felli- bylurinn Ottó, sem gengur yfir í dag, muni enn auka á neyð Kín- verja, sem milljónum saman hafa þurft að flýja heimili sín vegna flóðanna. Monica Lewinsky bar vitni í gær „Eldraunin senn á enda“ Reuters MONICA Lewinsky yfirgefur dómhúsið að lokinni yfirheyrslu. Washington. Reuters. LEWINSKY og fjölskyldu hennar er létt, svo virðist sem eldraunin sé senn á enda,“ sagði talskona Monicu Lewinsky að lokinni yfir- heyrslu yfir Lewinsky í gær. Lewinsky, sem er fyrrverandi nemi í Hvíta húsinu, kom fyrir rannsóknarkviðdóm í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gær til þess að bera vitni um samband sitt við Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Yfirheyrslan, sem fór fram fyrir luktum dyrum, stóð í sex klukkustundir. Talskona Lewinsky sagði enn fremur að Monica hefði svarað öllum spurn- ingum, sem bornar voru fram af kviðdómi og saksóknara, sannleik- anum samkvæmt og ekki dregið neitt undan. Hátíð fréttamanna Ekki varð þverfótað fyrir frétta- mönnum og ljósmyndurum fyrir utan dómhúsið í Washington í gær. Nítján útsendingarbílum sjón- varpsstöðva hafði verið lagt þar fyrir utan. Þótt geri megi því skóna að Monicu Lewinsky hafi ekki reynst léttbært að bera vitni í gær ein síns liðs fyrir kviðdómn- um, var andrúmsloftið meðal þeirra 200 fréttamanna og ljós- myndara sem tróðust hver um annan þveran í biðinni fyrir utan dómhúsið létt og afslappað. Innan veggja dómhússins stóð rannsókn- arkviðdómur, sem Kenneth Starr, sérstakur saksóknari í málinu, kallaði saman, frammi fyrir því verkefni að ákveða hvort Lewin- sky hefði átt í kynferðislegu sam- bandi við Bandaríkjaforseta og hvort hann hefði beðið hana um að ljúga til um sambandið. Ashrawi segir af sér Ramallah. Reuters. HANAN Ashrawi, sem verið hefur einna mest áberandi af palestínskum stj ómmálamönn- um á alþjóðavett- vangi, sagði af sér ráðherraembætti í gær og gagnrýndi harðlega forráð Yassers Arafats, forseta heima- stjórnar Palest- ínumanna. Ashrawi gagn- rýndi uppstokkun í stjórninni og sagði breytingamar alls ekki nægilegar. Ashrawi hafði verið boðið að taka við embætti ferðamálaráðherra í nýju stjórninni, en hafði áður verið framhaldsmenntunarráðherra. Hún tjáði fréttamönnum í gær að hún hefði ákveðið að taka ekki sæti í nýrri stjórn, þar eð slíkt myndi eng- um árangri skila í umbótaátt. ■ Staða Arafats/20 Hanan Ashrawi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.