Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 51 FÓLK í FRÉTTUM reynsla Mads Mikkelsen er einn af aðalleikurunum 1 dönsku myndinni Vildspor en almennar sýningar á henni hefjast í dag. Hildur Loftsdóttir hringdi í kappann og spurði hvort hann ætlaði ekki að mæta. Jimmy er áhugaverður En leist Mads vel á „Vildspor“ frá upphafi? yósmynd/Úr Vildspor OSSY heimsækir gamlan vin sinn Jimmy til íslands. Nicolas Coster Waldau og Mads Mikkelsen í hlutverkum sínum. - Dananum-,EgiUÓ'af8SOn’ tó^S'^Sj^0n0EaM,'b“kke,“Þ”“8 að Wð * töluðum um handritið á hverjum „Handritið var fyrst allt öðruvísi, en breyttist þeg- ar Nicolas fór að vinna með Simon að því. Svo unnum við allir þrír að þeim atriðum sem ég er í. Það var nefnilega mjög snemma á þróunar- ferlinu ákveðið að við Nicolas myndum leika aðalhlutverkin. Við vorum í sama leikriti á því tímabili degi.“ - Fannst þér Jimmy áhugavert hlutverk? „Já, á allan hátt. Hingað til þekkti fólk mig frekar sem harðan töffara eins og í „Pusher“ þar sem ég er mjög ofbeldishneigður. Nú fékk ég tækifæri til að leika rólynd- is fjölskyldumann og það fannst mér áhugavert. Persónan var lika eitthvað til að takast á við, því Jimmy hef- ur haldið sannleikanum leyndum svo lengi, og hefði getað haldið þannig áfram ef Ossy hefði eklri komið að heimsækja hann.“ - Hvort ertu líkari fjöl- skyl dumíinninum eða harða töffaranum? „Báðum og mörgum fleirum sem ég hef leik- ið. Sum persónuein- kenni eru mjög augljós í fari manns og önnur eru faldari. Leikarinn þarf alltaf að grafa inn í sig og draga ýmislegt fram í dagsljósið sem hann vissi ekki einu sinni að hann ætti til.“ ísland alveg magnað - Var ekki sérstæð reynsla að vinna á íslandi? „Jú, það var mjög sérstök reynsla og ólík öllu öðru sem ég hef komið nálægt. Ég hef ferðast um allan heiminn og aldrei komið til lands sem hefur haft jafndjúpstæð áhrif á mig. Þetta var mjög dramatísk reynsla fyrir mig. Þessi eyja hefur hreinlega allt að bera þegar að nátt- úru kemur, og er einstaklega mögn- uð. Öll þessi hægð var dásamleg." - En að vinna með íslendingum? „Það var líka frábært. Stundum áttum við þó við nokkur samskipta- vandamál að stríða, því fólk var mis- lagið við ensku tunguna sem réð ríkjum á upptökustað. Annars var það fullkomið, því allir voru svo ákafir og áhugasamir um kvik- myndina og að gera vel. Það er mjög ólíkt því sem gerist í Dan- mörku. Danir fara úr vinnunni eftir tvo klukkutíma hvort sem þeir eru beðnir um að vinna lengur eða ekki. Á íslandi ríkti mikil samstaða um að gera vel. Ég verð samt að viður- kenna að það var stundum mjög erfitt.“ - Ertu ánægður með „Vildspor“ ? „Já, einstaklega. Það er alltaf þannig þegar maður sér loksins myndina að maður óskar þess að geta breytt ýmsu smáu, en í heild- ina er ég mjög ánægður.“ EG VISSI ekki að það ætti að fara að sýna myndina á íslandi. Mig sem langaði svo mikið að koma og sýna konunni og bömunum þetta frá- bæra land,“ sagði þessi vinsæli danski leikarí. Mads útskrifaðist frá danska leikhstarskólanum 1996 og hefur unnið mikið við leikhús síðan. Áður en hann kom til Islands til að leika aðalhlutverkið á móti Nicolas Coster Waldau í „Vildspor" eftir Simon Sta- ho, lék hann í dönsku stutt- myndinni „Blomsterfangen“ og kvikmyndinni „Pusher" eftir Nicolas Winding Revn sem Háskólabíófarar voru al- mennt mjög hrifnir af. Mads er einmitt nýbúinn að leika í „Bleader", nýrri kvikmynd eftir sama leikstjóra. Mörg skemmtileg verkefni bíða hans eins og Rómeó í frumlegri uppsetningu á klass- ísku leikriti Shakespeares sem sett verður upp í stóru húsnæði sem áð- ur var gastankur. Mjög dramatísk FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Sjónvarpið ► 20.35 Sá gamli (Old man, ‘95), er sjónvarpsmynd um fanga sem kallaður er til björgunar- stai’fa á Mississippi. Það sem vekur áhuga er að myndin er byggð á sögu eftir Suðurríkjaskáldjöfurinn William Faulkner og handritsgerð- in er í traustum höndum leikrita- og kvikmyndahandritahöfundarins góðkunna, Hortons Foote. Með Jeanne Tripplehorn og Arliss Howard. IMDb gefur 7,9. Sýn ► 21.00 Harry og Hender- son-fjölskyldan (Harry and the Hendersons, er fjölskyldumynd sem átti að feta í fótspor E.T., en brást gjörsamlega. Fjölskylda finn- ur hinn þjóðsögulega „Bigfoot - Stórafót" og tekur með sér heim til aðhlynningar. Leiðigjörn della og alltof löng. Með John Lithgow í furðu góðu formi, miðað við efni og aðstæður.(‘87). ★‘/2 Stöð 2 ► 21.00 Spánska sjón- varpsmyndin Styttri leiðin til Paradísar (Shortcut to Paradise, ‘95), segir af húsverði sem kemur til Puerto Rico á fölskum forsendum. Með breska leikaranum Charles Dance, sem á það til að sýna tilþrif, og IMDb gefur 5,4. Sjónvarpið ► 22.15 Næturævin- týri (Into the Night, ‘85). Sjá um- sögn í ramma. Stöð 2 ► 22.55 Vellauðugur kaup- sýslumaður (Mel Gibson), sem kom- ist hefur til álna af eigin áræði og dugnaði tekur til sinna ráða er syni hans er rænt og útlitið er orðið dökkt í Lausnargjaldinu (Ransom, ‘96). Dæmigerð, klæðskerasniðin Gibson-mynd, sem ber hana létti- lega uppi og tekur naglalega á mál- unum. Spennandi, skemmtileg, Gary Sinise fyllir uppí sem þrjótur- inn, og Lili Taylor lítið síðri sem hjálparkokkur hans. Rene Russo í sínu venjulega, afspyrnulélega formi. ★★★. Ron Howard keyrir hlutina áfram af kunnri fag- mennsku og útsjónarsemi með fínni hjálp frá tónskáldinu James Horn- er. Sýn ► 23.10 Sjónvarpsmyndin Ör- lagarík ökuferð (The Wrong Man, ‘93), er lítil, illa leikin og heldur ómerkileg vegamynd af manni í kröggum (Kevin Anderson), sem lendir í vondum félagsskap hjóna á grunsamlegu ferðalagi (Rosanne Arquette og John Lithgow). Flokk- ast undir tímasóun. Jafnvel Lith- gow er óbærilegur. ★ Stöð 2 ► 1.00 I bráðri hættu (Outbreak, ‘95). Endursýning á spennumyndinni um Eboli-veiruna. Með pi-ýðilegum og óvenjulegum Dustin Hoffman, þokkalegum Morgan Freeman og Rene Russo, steingerðri að venju. ★★★ Sýn ► 1.20 Goðsögnin 2 (Candyman 2, ‘95). Framhald aumr- ar hrollvekju, nú spókar draugsi sig í New Orleans. Einhver hrollur hef- ur þó hríslast um Ebert karlinn hjá Chicago Sun-Times, sem gefur ★★ Stöð 2 ► 3.05 Ljóti strákurinn Bubbi (Bad BoyBubby, ‘94) Endursýning á þessari einstöku og ógeðfelldu, kolbikasvörtu gaman- mynd sem þú annaðhvort hefur mikið gaman af eða forsmáir. ★★★ Sæbjörn Valdimarsson MICHELLE Pfeiffer og Jeff Goldblum leika aðalhlutverk- in í myndinni Margt býr í myrkrinu. Margt býr í myrkrinu Sjónvarpið ► 22.25 Næturævintýri (Into the Night), ★★★, er e.k. vegamynd um dáð- lausan og kokkálaðan eiginmann (Jeff Gold- blum), sem lendir í morðum og meiðingum eftir að hann tekur uppí bíl sinn unga og fagra konu (Michelle Pfeiffer) á flugvellinum í Los Angeles, þangað sem hann hefur ekið í ráfugangi. Skrautlegur og bráðskemmtileg- ur gamanþrilier um íýndinn, en jafnframt grimman og miskunnarlausan eltingaleik franski-a krimma við skötuhjúin um nátt- svarta Los Angeles-borg. Stúlkan lúrir á eð- alsteinum án þess að vita það. Hellingur af frægum leikstjórum (sem erfitt er að þekkja) kemur fram í smáhlutverkum (þ.á m. David Cronenberg, Jonathan Demme, Paul Mazm'- sky, Roger Vadim og Lawrence Kasdan). Goldblum og Pfeiffer pluma sig ágætlega í aðalhlutverkunum. ★★★ Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi Erum að bóka í ágúst- námskeiðin Upplýsingar og bókanir í S 486 4444. Reiðskólinn Hrauni þar sem hestamennskan hefst! Sigrún Eva og Stefán Jökulsson halda uppi fjörinu með léttri sveiflu á Mímisbar. -þín saga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.