Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 51
FÓLK í FRÉTTUM
reynsla
Mads Mikkelsen er einn af aðalleikurunum
1 dönsku myndinni Vildspor en almennar
sýningar á henni hefjast í dag. Hildur
Loftsdóttir hringdi í kappann og spurði
hvort hann ætlaði ekki að mæta.
Jimmy er áhugaverður
En leist Mads vel á „Vildspor“ frá
upphafi?
yósmynd/Úr Vildspor
OSSY heimsækir gamlan vin sinn Jimmy til íslands. Nicolas
Coster Waldau og Mads Mikkelsen í hlutverkum sínum.
- Dananum-,EgiUÓ'af8SOn’
tó^S'^Sj^0n0EaM,'b“kke,“Þ”“8 að Wð
* töluðum um handritið á hverjum
„Handritið var
fyrst allt öðruvísi, en breyttist þeg-
ar Nicolas fór að vinna með Simon
að því. Svo unnum við allir þrír að
þeim atriðum sem ég er í. Það var
nefnilega mjög snemma á þróunar-
ferlinu ákveðið að við Nicolas
myndum leika aðalhlutverkin. Við
vorum í sama leikriti á því tímabili
degi.“
- Fannst þér Jimmy áhugavert
hlutverk?
„Já, á allan hátt. Hingað til
þekkti fólk mig frekar sem harðan
töffara eins og í „Pusher“ þar sem
ég er mjög ofbeldishneigður. Nú
fékk ég tækifæri til að leika rólynd-
is fjölskyldumann og það fannst
mér áhugavert. Persónan
var lika eitthvað til að
takast á við, því Jimmy hef-
ur haldið sannleikanum
leyndum svo lengi, og hefði
getað haldið þannig áfram
ef Ossy hefði eklri komið
að heimsækja hann.“
- Hvort ertu líkari fjöl-
skyl dumíinninum eða
harða töffaranum?
„Báðum og mörgum
fleirum sem ég hef leik-
ið. Sum persónuein-
kenni eru mjög augljós í
fari manns og önnur
eru faldari. Leikarinn
þarf alltaf að grafa inn í sig og
draga ýmislegt fram í dagsljósið
sem hann vissi ekki einu sinni að
hann ætti til.“
ísland alveg magnað
- Var ekki sérstæð reynsla að vinna
á íslandi?
„Jú, það var mjög sérstök reynsla
og ólík öllu öðru sem ég hef komið
nálægt. Ég hef ferðast um allan
heiminn og aldrei komið til lands
sem hefur haft jafndjúpstæð áhrif á
mig. Þetta var mjög dramatísk
reynsla fyrir mig. Þessi eyja hefur
hreinlega allt að bera þegar að nátt-
úru kemur, og er einstaklega mögn-
uð. Öll þessi hægð var dásamleg."
- En að vinna með íslendingum?
„Það var líka frábært. Stundum
áttum við þó við nokkur samskipta-
vandamál að stríða, því fólk var mis-
lagið við ensku tunguna sem réð
ríkjum á upptökustað. Annars var
það fullkomið, því allir voru svo
ákafir og áhugasamir um kvik-
myndina og að gera vel. Það er
mjög ólíkt því sem gerist í Dan-
mörku. Danir fara úr vinnunni eftir
tvo klukkutíma hvort sem þeir eru
beðnir um að vinna lengur eða ekki.
Á íslandi ríkti mikil samstaða um
að gera vel. Ég verð samt að viður-
kenna að það var stundum mjög
erfitt.“
- Ertu ánægður með „Vildspor“ ?
„Já, einstaklega. Það er alltaf
þannig þegar maður sér loksins
myndina að maður óskar þess að
geta breytt ýmsu smáu, en í heild-
ina er ég mjög ánægður.“
EG VISSI ekki
að það ætti
að fara að
sýna myndina
á íslandi. Mig sem
langaði svo mikið að
koma og sýna konunni
og bömunum þetta frá-
bæra land,“ sagði þessi
vinsæli danski leikarí.
Mads útskrifaðist frá
danska leikhstarskólanum
1996 og hefur unnið mikið
við leikhús síðan. Áður en
hann kom til Islands til að
leika aðalhlutverkið á móti
Nicolas Coster Waldau í
„Vildspor" eftir Simon Sta-
ho, lék hann í dönsku stutt-
myndinni „Blomsterfangen“
og kvikmyndinni „Pusher"
eftir Nicolas Winding Revn
sem Háskólabíófarar voru al-
mennt mjög hrifnir af. Mads
er einmitt nýbúinn að leika í
„Bleader", nýrri kvikmynd
eftir sama leikstjóra.
Mörg skemmtileg verkefni
bíða hans eins og Rómeó í
frumlegri uppsetningu á klass-
ísku leikriti Shakespeares sem sett
verður upp í stóru húsnæði sem áð-
ur var gastankur.
Mjög
dramatísk
FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA
Sjónvarpið ► 20.35 Sá gamli (Old
man, ‘95), er sjónvarpsmynd um
fanga sem kallaður er til björgunar-
stai’fa á Mississippi. Það sem vekur
áhuga er að myndin er byggð á
sögu eftir Suðurríkjaskáldjöfurinn
William Faulkner og handritsgerð-
in er í traustum höndum leikrita-
og kvikmyndahandritahöfundarins
góðkunna, Hortons Foote. Með
Jeanne Tripplehorn og Arliss
Howard. IMDb gefur 7,9.
Sýn ► 21.00 Harry og Hender-
son-fjölskyldan (Harry and the
Hendersons, er fjölskyldumynd
sem átti að feta í fótspor E.T., en
brást gjörsamlega. Fjölskylda finn-
ur hinn þjóðsögulega „Bigfoot -
Stórafót" og tekur með sér heim til
aðhlynningar. Leiðigjörn della og
alltof löng. Með John Lithgow í
furðu góðu formi, miðað við efni og
aðstæður.(‘87). ★‘/2
Stöð 2 ► 21.00 Spánska sjón-
varpsmyndin Styttri leiðin til
Paradísar (Shortcut to Paradise,
‘95), segir af húsverði sem kemur til
Puerto Rico á fölskum forsendum.
Með breska leikaranum Charles
Dance, sem á það til að sýna tilþrif,
og IMDb gefur 5,4.
Sjónvarpið ► 22.15 Næturævin-
týri (Into the Night, ‘85). Sjá um-
sögn í ramma.
Stöð 2 ► 22.55 Vellauðugur kaup-
sýslumaður (Mel Gibson), sem kom-
ist hefur til álna af eigin áræði og
dugnaði tekur til sinna ráða er syni
hans er rænt og útlitið er orðið
dökkt í Lausnargjaldinu (Ransom,
‘96). Dæmigerð, klæðskerasniðin
Gibson-mynd, sem ber hana létti-
lega uppi og tekur naglalega á mál-
unum. Spennandi, skemmtileg,
Gary Sinise fyllir uppí sem þrjótur-
inn, og Lili Taylor lítið síðri sem
hjálparkokkur hans. Rene Russo í
sínu venjulega, afspyrnulélega
formi. ★★★. Ron Howard keyrir
hlutina áfram af kunnri fag-
mennsku og útsjónarsemi með fínni
hjálp frá tónskáldinu James Horn-
er.
Sýn ► 23.10 Sjónvarpsmyndin Ör-
lagarík ökuferð (The Wrong Man,
‘93), er lítil, illa leikin og heldur
ómerkileg vegamynd af manni í
kröggum (Kevin Anderson), sem
lendir í vondum félagsskap hjóna á
grunsamlegu ferðalagi (Rosanne
Arquette og John Lithgow). Flokk-
ast undir tímasóun. Jafnvel Lith-
gow er óbærilegur. ★
Stöð 2 ► 1.00 I bráðri hættu
(Outbreak, ‘95). Endursýning á
spennumyndinni um Eboli-veiruna.
Með pi-ýðilegum og óvenjulegum
Dustin Hoffman, þokkalegum
Morgan Freeman og Rene Russo,
steingerðri að venju. ★★★
Sýn ► 1.20 Goðsögnin 2
(Candyman 2, ‘95). Framhald aumr-
ar hrollvekju, nú spókar draugsi sig
í New Orleans. Einhver hrollur hef-
ur þó hríslast um Ebert karlinn hjá
Chicago Sun-Times, sem gefur ★★
Stöð 2 ► 3.05 Ljóti strákurinn
Bubbi (Bad BoyBubby, ‘94)
Endursýning á þessari einstöku og
ógeðfelldu, kolbikasvörtu gaman-
mynd sem þú annaðhvort hefur
mikið gaman af eða forsmáir. ★★★
Sæbjörn Valdimarsson
MICHELLE Pfeiffer og Jeff Goldblum leika aðalhlutverk-
in í myndinni Margt býr í myrkrinu.
Margt býr í
myrkrinu
Sjónvarpið ► 22.25 Næturævintýri (Into
the Night), ★★★, er e.k. vegamynd um dáð-
lausan og kokkálaðan eiginmann (Jeff Gold-
blum), sem lendir í morðum og meiðingum
eftir að hann tekur uppí bíl sinn unga og
fagra konu (Michelle Pfeiffer) á flugvellinum
í Los Angeles, þangað sem hann hefur ekið í
ráfugangi. Skrautlegur og bráðskemmtileg-
ur gamanþrilier um íýndinn, en jafnframt
grimman og miskunnarlausan eltingaleik
franski-a krimma við skötuhjúin um nátt-
svarta Los Angeles-borg. Stúlkan lúrir á eð-
alsteinum án þess að vita það. Hellingur af
frægum leikstjórum (sem erfitt er að þekkja)
kemur fram í smáhlutverkum (þ.á m. David
Cronenberg, Jonathan Demme, Paul Mazm'-
sky, Roger Vadim og Lawrence Kasdan).
Goldblum og Pfeiffer pluma sig ágætlega í
aðalhlutverkunum. ★★★
Reiðskólinn Hrauni
Grímsnesi
Erum að
bóka í
ágúst-
námskeiðin
Upplýsingar og bókanir í
S 486 4444.
Reiðskólinn Hrauni þar sem
hestamennskan hefst!
Sigrún Eva og
Stefán Jökulsson
halda uppi fjörinu
með léttri sveiflu
á Mímisbar.
-þín saga!