Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Óður til fjörunnar SÝNING á nýjum höggmyndum Kristínar Guðjónsdóttur mynd- listarmanns verður opnuð í Gerð- arsafni í Kópavogi á morgun, laugardaginn 8. ágúst. Yfirskrift hennar er Frá steinum til steina (íslenskir steinar í nýju ljósi) og eru verkin unnin úr íslensku fjörugrjóti og ryðfríu stáli. Petta er önnur einkasýning Kristínar hér á landi, sú fyrri var haldin í Stöðlakoti fyrir tveimur árum, en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum sl. 7 ár þaðan sem hún lauk prófi frá glerlistadeild og skúlptúrdeild Cali- fornia College of Arts and Crafts árið 1995. „Ætli það sé ekki heimþráin sem brýst út í formum verka minna sem ég sæki í fjörur Is- lands,“ segir Kristín. Kuðungur, bátalag og sorfnir fjörusteinar, sporöskjur og hring- form, - sömu formin koma endurtekið fyrir og einfaldleikinn er alls- ráðandi. Titlarnir binda verkin enn nánar við ís- lensku sjávarsíðuna. Nöfn eins og Steinnaðra, Steinnökkvi og Kjölur. „Ég hef lengi haldið mig við sömu formin vegna þess að ég er þeirrar skoð- unar að þau búi hvert um sig yfir óendanlegum möguleikum sem ég vil halda áfram að rannsaka," seg- ir Kristín. Og töfrar formanna eru slíkir að þungir steinar virðast stundum svífa eins og fis. í námi lærði hún að meðhöndla ýmis efni eins og gler, leir og málm, en Kristín segist alls ekki líta á sig sem glerlistamann eða leirlistamann. Pvert á móti hafi hún kosið að hagnýta sér aðferðir ýmissa list- og listiðnaðargreina í nálgun sinni við skúlptúrinn. „Með því að grípa til fjörugrjóts- ins nú í stað glersins sem ég hef lengi verið að vinna með hef ég sýnt og sannað fyrir sjálfri mér að ég get hagnýtt mér öll hugsanleg efni sem umhverfið býður mér upp á til listsköpunar hveiju sinni,“ segir Kristín. „Og þó að ég hafi nú kosið að nota íslenska fjörugrótið og málminn þá er ekki þar með sagt að ég hafi snúið baki við glerinu.“ Þannig segir Kristín hugmyndina að nýju steinverkun- um sínum hafa kviknað þegar hún heimsótti Sjóminjasafnið í Hafn- arfirði og rakst þar á gamla akk- erissteina. „Ég byggi verk mín í raun á landinu mínu, menningu þess og fortíð.“ Kristín hefur haldið sýningar í Morgunblaðið/Ásdís MYNDLISTARMAÐURINN Kristín Guð- jónsddttir og skúlptúr úr íslenskum fjörusteinum. Kalifomíu, Idaho og Washington- fylki og hlotið margvislegar viður- kenningar og styrid Hún hefur haldið áfram að bæta við sig tækni- þekkingu að námi loknu og dvaldi t.d. sem gistilistamaður við Pilchuck-glerlistaskólann og við málmsmíðadeild Kohler-verk- smiðjunnar í Wisconsin. Á næsta ári verður Kristín vera hálft ár við endurvinnslustöðina NORCAL í San Francisco þar sem hún hyggst einbeita sér að notkun endurunn- ins efnis við gerð verka sinna. Seg- ist hún lengi hafa notað endurunn- ið gler og jafnvel málm í verk sín og það er greinilegt að slík nálgun heillar hana. „Það sem ég er m.a. að sækjast eftir er að sýna hráleika efnisins í samhengi við fínleika for- manna og kalla þannig íram sterk- ar andstöður og spennu innan verksins." Sýningu Kristínar verður einnig hægt að skoða á vefnum og net- fangið er: www.art.net/istina. Sýn- ingin í Gerðarsafni stendur yfir til 30. ágúst. Listin og veruleikinn MALVERKASYNING fimm Usta- manna frá Slésvík-Holtsetalandi verður opnuð í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, á morgun, laugardaginn 8. ágúst, kl. 14. Á síðasta ári ferðaðist öldungaráð landsþings Slésvíkur- Holtsetalands hingað til íslands og í sýningarskrá segir forseti lands- þingsins, Heinz-Wemer Arens, að sýningin nú sé eins og þakklætis- vottur þeirra fyrir ánægjulega heimsókn en Heinz-Wemer verður viðstaddur opnunina. Listamennirnir fimm, þau Ilse Ament, Brigitta Borchert, Mich- ael Arp, Johannes Duwe og Peter Nagel eru öll þekkt á heimaslóð- um sínum og hafa hlotið margs konar viðurkenningar fyrir list sína. Sýningarstjóri er Pétrún Pétursdóttir. „Verk þeirra listamanna sem valdir hafa verið til sýningarinnar tengjast öll þýska raunsæismál- verkinu,“ segir Pétrún. „Þetta eru hlutbundin málverk sem beina jafnvel sjónum okkar að því sjálf- sagða í umhverfinu og opna okkur nýja sýn á veruleikann." Um verk sín segir Ilse Ament í sýningarskrá að viðfangsefni henn- ar, sem er að mála vinnustofur ásamt verkum annarra listamanna, gefi henni möguleika á að sameina hlutbundna og abstrakt málaralist. „...ég mála það sem ég sjálf á ekki en myndi gjaman vilja eiga.“ Michael Arp málar myndir af ákaflega venjubundnum og hvers- dagslegum mófífum, hlutum sem við höfum vanist svo mjög að sjá TINA með keilu eftir Peter Nagel. Eggtempera á striga, 98x94 cm, 1992. að þeir renna nánast saman við umhverfið. „Með viðbótum og úr- fellingum breyti ég hlutum og um- skapa þá í uppfundin, tilbúin myndrými, þannig að þeir öðlast nýja merkingu í stað hinnar upp- runalegu," er haft eftir Michael. Brigitta Borchert segist hafa vanist því að synda á móti straumnum allt frá námsárum sín- Vatnslita- myndir í Sverrissal MYNDLISTARKONAN Ásta Árnadóttir opnar á morgun, laugardaginn 8. ágúst, sýningu á vatnslitamyndum í Sverrissal Hafnarborgar. Ásta hefur áður haldið nokkr- ar einkasýningar, bæði hér heima og erlendis. Hún er fædd árið 1922 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- VATNSLITAMYND frá sýn- ingu Ástu Árnadóttur í Sverris- sal Hafnarborgar. lands og í „Baðstofunni" í Kefla- vík hjá Eiríki Smith. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18 og stendur til 24. ágúst. um í Berlín á sjöunda áratugnum, þegar tachisminn naut mikillar hylli en hún ein sýndi viðleitni til klassískra tæknibragða við vinnu. „Auk vinnu minnar í náttúrunni, innanhúss, við landslag og sér í lagi við gerð mannamynda, hefi ég teiknað og málað fólk aftur og aft- ur, í vinnustofu minni, á ferð og á sýningum, - fólk sem er á hreyf- ingu í rými eða að skoða list og verður þannig sjálft hluti upplif- unarinnar í rýminu.“ Johannes Duwe segir málverkið möguleika sinn til að tjá það sem hann skynjar og koma því á fram- færi við samfélagið. „Ég mála vegna þess að ég lifi og get aðeins lifað með því að mála.“ „Myndir mínar fjalla um fólk okkar tíma,“ segir Peter Nagel sem einnig fæst við gerð fígúra- tífra mynda. „Vera má, að í þeim birtist viss efahyggja sem undir- stöðuviðhorf, sem lýsir spennu og mótsögnum í lífi okkar í æpandi litum, en gagnrýni og nautn þurfa alls ekki að útiloka hvor aðra.“ Sýningin stendur til 24. ágúst og er opin alla daga nema þriðju- daga frá kl. 12-18. Fyrstu tón- leikarnir Sópransöngkonan Berglind Björg- úlfsdóttir heldur sína fyrstu tón- leika hér á landi í Listasafni Sigur- jóns sunnudaginn 9. ágúst kl. 17.. Undirleikari hennar er Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanóleikari og munu þær flytja íslensk og ítölsk ástarljóð og aríur. Á efnis- skrá eru meðal annars verk eftir Pál ísólfsson, Eyþór Stefánsson, Leif Þórarinsson, Vivaldi, Mozart og Puccini. Berglind Björgúlfsdóttir hóf söngnám hjá Snæbjörgu Snæbjam- ardóttur í Tónlistarskóla Garðabæj- ar. Hún lauk BA-prófi í söng frá Mills College í Kalifomíu og sótti síðan einkatíma hjá Blanche The- bom í San Francisco. Hún hefur starfað með Berkeley-óperunni og stofnaði söngdúett ásamt Joyce Liu og hafa þær komið fram víða á tón- leikum í San Francisco og nágrenni. Steinunn Birna Ragnarsdóttirr lauk meistaragráðu frá New Eng- land Conservatory of Music í Boston árið 1987, undir handleiðslu Leonards Shures. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér á landi og erlendis og hlotið viður- kenningar fyrir leik sinn. Steinunn Bima er listrænn stjómandi Tón- listarhátíðar í Reykholtskirkju. Barokk með Bach- sveitinni í Skálholti BACHSVEITIN, tmdir stjóm hol- lenska fiðluleikarans Jaaps Schröders fiðluleikara, leikur á Sumartónleikum í Skálholti um helgina. Þetta er fimmta og síðasta tónleikahelgi sumarsins, en í sumar hafa erlendir og innlendir listamenn komið fram og nokkur verk verið frumflutt eins og venja er til á Sumartónleikum. Tónleikahelgin hefst á morgun, laugardag, kl. 14 með erindi Kára Bjamasonar, handritasérfræðings um rannsóknir Collegium Musicum á íslenskum söngarfi og kl. 15 kem- ur Bachsveitin fram og leikur verk eftir T. Ame, C. Hacquart, J.H. Roman og Telemann. A síðdegis- tónleikum á morgun kl. 17 flytur Bachsveitin síðan ítölsk barokkverk eftir Scarlatti, Vivaldi, Albinoni og Locatelli. Á sunnudaginn verður ítalska dagskráin endurtekin á tón- leikum kl. 15 og kl. 17 verður messa í Skálholtskirkju með þátttöku tón- listarmannanna, en tónlistarflutn- ingur hefst í kirkjunni kl. 16.40 með flutningi á verkum eftir Th. Arne og J.H. Roman. í messunni verður m.a. sungið stólversið Sálmur úr fomu íslensku handriti í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar. Flytj- endur em Margrét Bóasdóttir, sópran og Nora Komblueh, selló- leikari. Sænska barokkið Jaap Schröder er tónleikagestum Sumartónleika að góðu kunnur, því hann er tíður gestur í Skálholti og kemur nú þar fram í sjötta sinn. Hann er einn helsti frumkvöðull þess að flytja tónlist 17. til 19. aldar á þann hátt sem tíðkaðist á hverj- um tíma á hljóðfæri þess tíma. Hann stofnaði Quartetto Ester- házy, sem var fyrsti kvartettinn til að leika á uppranaleg hljóðfæri og stofnaði einnig Smithson Quartett sem leikið hefur víða um heim og hljóðritað verk eftir Haydn, Mozart og Beethoven. Jaap sagði í spjalli að á laugardagstónleikunum með Bachsveitinni yrðu leikin verk eftir tónskáld ólíkra þjóðerna og meðal þeirra væri Sinfónía fyrir strengi eftir sænska tónskáldið Johan Heimlich Roman, sem fæddur var í Stokkhólmi árið 1694 og varð eitt helsta tónskáld Svía 18. aldar. Mestan sinn feril vann hann hjá sænsku konungshirðinni uns hann var leystur frá störfum vegna heyrnar- og heilsuleysis fimmtugur að aldri. Á námsárum sínum í Englandi var hann, rúmlega tvítug- ur, konsertmeistari í hljómsveit undir stjórn Hándels og nam hjá öðram tónskáldum jafnframt. Jaap segir hann hafa verið frábæran fiðluleikara og bera margar tón- smíðar hans einkenni skandinav- ísks alþýðustíls. Bachsveitin leikur sem endranær á barokkhljóðfæri, sem tíðkuðust fyrir 250 áram. Þetta er þrettánda starfsár sveitarinnar, en stofnun hennar er viðamesta verkefni sem ráðist hefur verið í á Sumartónleik- um. Bachsveitin hefur verið braut- ryðjandi hér á landi í flutningi barokktónlistar á þann hátt er tíðk- aðist á barokktímanum. Fyrsti geisladiskur sveitarinnar kom út ár- ið 1993 og í fyrra hélt sveitin til Frakklands í tónleikaferð. Einleik- arar Bachsveitarinnar um helgina era Jaap Schröder og Rut Ingólfs- dóttir fiðluleikarar og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Sumartónleik- ar í Isafjarð- arkirkju HJÓNIN Inga Rós Ingólfsdótt- ir sellóleikari og Hörður Áskels- son orgelleikari halda tónleika í ísafjarðarkirkju sunnudags- kvöldið 9. ágúst kl. 20.30. á veg- um Tónlistarfélags ísafjarðar. Á efnisskránni verða flutt verk eftir íslensk og erlend tón- skáld. Inga Rós stundaði sellónám í Reykjavík og Diisseldorf og lauk prófi frá Tónlistarháskól- anum þar árið 1981. Inga Rós hefur verið fastráðin við Sinfón- íuhljómsveit Islands frá árinu 1982 en hefur einnig verið virk í flutningi kammertónlistar. Hörður Áskelsson stundaði tónlistarnám á Akureyri og í Reykjavík og framhaldsnám í Diisseldorf, en þaðan lauk hann organista- og kantorsprófi árið 1981. Ári síðar var hann ráðin organisti og kantor við Hall- grímskirkju. Hörður hefur kom- ið fram á tónleikum jafnt sem organisti og stjórnandi bæði innan lands sem utan. Síðustu sumartónleikar Tón- listarfélagsins í kirkjunni verða 12. ágúst og þar kemur fram Kammersveit Kaupmannahafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.