Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaoio/Arnalaur SILFURGATA 7 fær andlits- lyftingu á næstu dögum en Sæ- mundur Guðmundsson, Halla Halldórsdóttir og Guðmundur Sæmundsson voru þar kappsöm við málningarvinnu og mátti sjá fagmennsku í hveiju pensilfari. Mannlíf með blóma á ísafirði BÆJARLÍFIÐ á ísafirði er fjöl- skrúðugt og var þar margt um manninn þegar Ijósmyndari Morg- unblaðsins átti leið þar hjá í vik- unni. Ungir jafnt sem gamlir nutu þar blíðviðrisins og notuðu fjöl- margir daginn til að sinna garð- yrkjustörfum. Ný sund- laug í Gnúpverja- hreppi Hrunamannahreppi - Gnúpverj- ar tóku formlega í notkun nýja sundlaug 31. júlí að viðstöddu fjölmenni. Þetta mannvirki er staðsett við gististaðinn Nón- stein rétt við félagsheimilið Ár- nes. Sundlaugin hefur verið í byggingu síðan 1996 og byggð úr steinsteypu, burðarvirki í búningsklefum eru úr límtré frá Flúðum en klæðning frá Yleiningu í Reykholti. Dennis Jóhannesson arkitekt teiknaði húsið ásamt konu sinni Hjördísi Sigurbergsdóttur en Verk- fræðistofa Suðurlands annaðist útreikning á burðarvirkjum. Byggingaverktakafyrirtækið Byggðasel í Hveragerði annað- ist öll byggingastörf en Bfla- skemman í Ölfusi sá um frá- gang lóðar. Heildarkostnaður við þetta myndarlega mannvirki er um 36 millj. kr. en af þeirri upp- hæð greiðir jöfnunarsjóður ~ /1 ■' Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson SUNDLAUGIN í Gnúpverjahreppi. sveitarfélaga um helminginn. Það kom fram í ávarpi odd- vitans, Bjarna Einarssonar á Hæli, að sundlaugin væri mikil lyftistöng fyrir sveitina. Sund- kennsla við barnaskólann hefur farið fram á Flúðum til þessa en breytist nú. Hann sagði einnig að sundlaugin yrði vænt- anlega mikið notuð af ferða- mönnum en veruleg fjölgun þeirra sem og aukning þjón- ustu við þá hefur verið í sveit- inni á síðari árum. í Gnúpverjahreppi hefur heitt vatn verið leitt á flesta bæi og til byggðakjarnans við Árnes. Er það sótt í borholu við bæinn Þjórsárholt. Fremstu bæir sveitarinnar hafa þó heitt vatn frá Reykjum á Skeiðum. ÞÆR Herdís Mjöll Eiríksdóttir, Karen Björnsdóttir, Mar- grét Þórdís Aradóttir og Fanney Dóra voru í sólskins- skapi í miðbænum. Á túninu við Seljaland voru menn í óða önn að klára hey- skap og fór þar saman gamla handverkið og nútímatækni. HVORT þeir voru að ræða heimsmálin, ný framboð eða eitthvað annað fer ekki sögum af en ekkert fékk raskað ró þessara eldri íbúa staðarins. Arnór bakari í nýtt og stærra húsnæði Vestmannaeyjum - Arnór bakari í Vest- mannaeyjum flutti starfsemi bakarís síns fyr- ir skömmu í nýtt og stærra húsnæði. Bakaríið sem rekið er af hjónunum Arnóri Hermanns- syni og Helgu Jónsdóttur var stofnað 1. apríl 1996 og hefur starfsemi fyrirtækisins þanist út síðan. f samtali við Morgunblaðið sagði Helga að þegar þau hófu starfsemina þá hafi þau endurbyggt tvö útihús á baklóð íbúðar- húss síns við Vestmannabraut og þar hafi bakarnð verið rekið í rúm tvö ár. Húsnæðið var ekki stórt, ekki nema 55 fermetrar, enda renndu þau blint í sjóinn með hvernig myndi ganga þegar þau hófu starfsemina. Kökur og brauð frá Arnóri fengu strax góðar viðtökur hjá Vestmannaeyingum og höfðu þau ekki undan í framleiðslunni. „Við höfum hvergi nærri getað annað eftirspurn og húsnæðið sem við vorum í var löngu sprungið. Það var því ekki um annað að velja fyrir okkur en að stækka við okkur til að geta sinnt viðskiptavinum okkar,“ sagði Helga. Þau keyptu húsnæði við Hólagötu 28, þar sem verslunin Eyjakjör var til húsa, og end- urbyggðu það sem fullkomið bakarí og veisluþjónustu en Helga sagði að ekki væri á döfinni hjá þeim að opna verslun sjálf. Stefn- an núna væri fyrst og fremst að einbeita sér að framleiðslu og láta verslanir um að selja afurðirnar. Bakaríið er standsett eftir ströngustu kröfum og er tvískipt. Annars vegar er brauðdeild þar sem allur brauð- bakstur fer fram og svo er kökubakstur og veisluþjónustan annars staðar í húsinu. Mikil bylting hefur orðið varðandi aðstöðu hjá Arn- óri því nýja húsnæðið er um 200 fermetrar, 145 fermetrum stærra en gamla húsnæðið. Sex starfsmenn eru hjá bakarunu og stefnt er að fjölgun því þau eru að leita að bakara til starfa. Helga sagðist vonast til að nú gætu Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HELGA Jónsdóttir og Arnór Hermannsson, eigendur bakarísins, við hlaðborð sem þau buðu upp á í tilefni af opnun nýja húsnæðisins. þau annað allri eftirspurn en hún sagði að nú væru þau einnig að auka framleiðslutegund- ir. Þau væru komin út í alla hefðbundna bak- arísframleiðslu og bökuðu samlokubrauð og formbrauð sem þau hefðu ekki haft aðstöðu til að gera til þessa. Hún sagði að nýjungar væru væntanlegar frá þeim á næstunni. Þau hefðu farið til Dan- merkur fyrir skömmu að kynna sér fram- leiðslu þar og á næstunni hyggðust þau hefja framleiðslu á dönskum rúgbrauðum. Þau væru að bíða eftir tækjabúnaði til framleiðsl- unnar en um leið og hann kæmi hæfist bakst- ur á þessum frábæru rúgbrauðum. Helga sagði að veisluþjónustan hefði notið mikilla vinsælda hjá þeim. Þau tækju að sér að sjá um veislur þar sem þau sæju um allt meðlæti, kökur, tertur, brauðtertur og fleira. vVið sjáum um svona veislur alveg frá A til 0,“ sagði Helga. Hún sagði að skreytingar Arnórs og tækifæristertur hefðu vakið mikla eftirtekt og verið afar vinsælar. Hún sagði að brúðartertur frá honum hefðu t.d. vakið mikla athygli og hefðu komið pantanir ofan af landi en þau hafi til þessa ekki getað sinnt þeim. Framleiðsla Arnórs hefur eingöngu farið á markað í Eyjum til þessa en Helga sagði að það væri spennandi að reyna að hasla sér völl á stærri markaði þó það væri ekki beint á döfmni hjá þeim. Hún sagði að þau hefðu fengið margar fyrirspurnir og pantanir frá ferðafólki sem hefði komið til Eyja og hefði verið svo hrifið að brauðum og kökum frá þeim. Það væri þeim hvatning og kveikti áhuga á að víkka út markaðssvæðið en fram- tíðin yrði að leiða í ljós hvað yrði í þeim efn- um. Helga sagðist bjartsýn á framhaldið. „Við- tökurnar hafa verið ótrúlegar og vil ég sér- staklega þakka viðskiptavinum okkar fyrir þær. Fyrirtækinu hefur hratt vaxið fískur um hrygg og við vonum að það dafni enn frekar með aukinni og betri þjónustu við viðskipta- vini okkar með nýju og stærra húsnæði fyrir reksturinn. Aðalmarkmið okkar hefur verið og verður árfram að reyna að verða við ósk- um viðskiptavina okkar og þjóna þeim sem allra best,“ sagði Helga. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson MAGNÚS Ólafsson Vestur- Islendingur heimsækir Halldórustofu Blönduósi - Magnús Ólafsson, Vestur-íslendingur frá N-Da- kóta, hefur verið í heimsókn á íslandi í boði utanríkisráðu- neytisins og á dögunum kom hann í heimsókn í Halldóru- stofu á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Magnús, sem hefur verið einn helsti heimildarmaður Vesturfarasetursins á Hofsósi, var á leiðinni á Hofsós og ákvað að líta inn í leiðinni. Magnús man eftir Halldóru Bjarnadótt- ur þeirri er stofan er kennd við, þegar hún heimsótti Islend- ingabyggðir í Kanada á árunum 1937 til 1938. Einnig minntist Magnús þess að móðir hans hefði keypt tímaritið Hlín sem Halldóra gaf út á sínum tíma. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er opið í sumar frá kl 14-17 fram til 20. ágúst og veit- ir Jóhanna Pálmadóttir safninu forstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.