Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Flateyjarkirkja á Breiðafirði MESSAÐ verður í Flateyjarkirkju á Breiðafirði laugardaginn 8. ágúst nk. kl. 15. Samkór Reykhólahrepps heldur söngskemmtun í kirkjunni eftir messu. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Bi- blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Erling B. Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Engin samkoma í . dag, laugardag. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Unnur Halldórsdóttir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Derek Beardsell. Safnaðarferð Nes- sóknar austur í Hruna HIN árlega safnaðarferð Nessóknar verður farin nk. sunnudag 9. ágúst og er ferðinni heitið um Suðurland og austur í Hreppa. Þar verður hald- in guðsþjónusta kl. 14 í Hrunakirkju þar sem kór Neskirkju syngur undir stjórn Reynis Jónassonar, organista Neskirkju, en Inga J. Backman syngur einsöng. Sr. Halldór Reynis- son prestur í Neskirkju og fyrrver- andi sóknarprestur í Hruna þjónar. Að lokinni guðsþjónustu verður svo boðið upp á messukaffi í Hruna. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 11 um morguninn og eru allir vel- komnir. Athygli er vakin á því að guðsþjónusta í Neskirkju fellur nið- ur fyrir vikið. Vinningaskrá 13. útdráttur 6. ágúst 1998. íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 76576 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 5307 52802 62215 66648 Ferðavinningur Kr. 50.000 2710 3295 21350 28533 46807 70460 2786 5830 23796 29804 70063 72918 Kr. 10.000 Húsbúnaðarvinningur 456 12213 21221 29591 38430 44892 64998 74555 1379 12835 21722 29844 38438 47594 66676 75404 2434 13737 22350 31600 39443 51072 69753 75610 3561 15040 22401 31642 39834 51506 70122 75959 4793 16725 22757 32195 40327 52313 70892 76875 4914 17484 22975 32245 40384 54258 70963 77924 5956 17877 24242 33742 41495 55956 71933 77945 7909 19677 24705 34321 42661 58475 72121 78617 8157 19681 25382 34470 43592 60258 72703 78743 9900 20212 25590 34664 43703 60674 72819 9933 20238 25633 34857 44459 60957 72904 10572 20651 25827 36110 44536 62478 73000 11036 20663 29397 37739 44646 63839 73389 Kr. 5.000 Húsbúnaðarvinningur 94 10933 20930 32151 39945 50228 61494 71557 440 11169 20967 32292 40337 50677 62049 71662 582 11597 22257 32435 40437 50796 62342 72190 771 11645 22292 32752 40797 51423 62533 72360 946 12780 22747 32802 40808 51659 64557 72737 1158 12816 22927 32817 41595 52045 64810 72774 1923 13510 23619 32873 41744 52425 64933 72863 3745 13802 23737 33069 42415 52784 64991 73315 4027 13931 23813 33299 42504 52836 65094 73875 4102 14090 24091 33337 43031 52988 65400 73926 5165 15423 25195 33605 43210 53314 65667 74378 5451 15473 25364 33627 43783 54058 65670 74600 5544 15651 26027 33733 43843 54565 65946 75218 6221 15666 26036 33904 44102 54686 66080 75271 6468 16027 26134 34054 44236 55247 66508 75584 6513 16037 26142 34437 44627 55706 66521 76181 6626 16332 26607 34753 44709 56054 66651 76297 6631 16432 27416 35001 44817 56457 66740 77705 6921 16478 27590 35106 45644 57205 67125 77748 7152 16712 27725 35594 45729 57459 67147 78760 7346 17286 28020 35683 46442 57625 67265 79156 7393 17287 28264 36792 46732 57655 67815 79368 7564 17463 28592 36855 47801 57823 68016 79773 7668 17695 28733 36984 48108 58063 68345 79781 7949 17769 28791 37028 48651 58573 68443 79805 8061 18982 30254 37501 48839 58811 68462 79806 8617 19052 30654 37915 48951 59015 68631 9262 19137 30879 38378 49208 59570 69280 9335 19690 30882 38607 49657 59957 70121 9505 20472 30943 38655 49731 60298 70405 9699 20595 31053 38959 49766 60702 70436 10325 20622 31431 39430 50197 61281 71020 Næsti utdráttur fer fram 13. ágúst 1998 Heimasíða á Interneti: www.itn.is/das/ Brúðhjón borðbúnaöur - GIæsi 1 eg gjafavara - Brúðhjönalislar \rpncr JJMTM v— VERSLUNIN Ltmgavegi 52, s. 562 4244. í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fostudags Grænmetis- verð og auglýsingar GUNNA í Garðabænum víkur að þessu í dálkum Velvakanda 1. ágúst sl. Ég get tekið undir það með Gunnu, að ég er ekki hrifínn af allri þess- ari auglýsingastarfsemi sem neytandinn greiðir auðvitað. Það er rétt hjá Gunnu að íslenskt gi-æn- meti, og reyndar allar landbúnaðarafurðir hér- lendis, eru með því besta á heimsbyggðinni, ef ekki tekst að skemma þær á leið til neytenda. Þessar vörur ætti því ekki að þurfa að auglýsa með málæði eða aula- fyndni. Allur slíkur kostnaður hefur áhrif á verðið og það er vel þekkt að milliliðir taka alltaf sitt og eftir situr bóndinn með minnsta hlutann, ef hann hefur ekki vald á sölu eða aug- lýsingum. Við sem unnum að af- urðasölu blómabænda um 30 ára skeið, þekkt- um vel þetta vandamál. Okkur tókst að halda heildsölukostnaði í 11- 12% allan þennan tíma, enda unnið fyrir bænd- ur. Á sama tíma vissi ég um allt að 40% heild- sölukostnað í New York og Hollendingar tóku allt að 8% fyrir að renna vörunni í gegnum upp- boðin í Aalsmeer. Ný- lega sá ég sagt frá því í New York Times, að ráðunautar eru farnir að kenna bændum að selja beint í verslanir, til að losna við milliliði. Hvaða leið sem valin er, hlýtur það að vera hagur beggja, bænda og neytenda, að bændur fylgi afurðum sínum sem lengst eftir til neyt- andans, til að tryggja gæði og hóflegt verð. Sveinn Indriðason, Árskógum 8. Sala Lands- bankans ÉG ER búsett í Svíþjóð og er viðskiptavinur SE-bankans þar. Ný- lega heyrði ég að SE- bankinn hefði áhuga á að kaupa Landsbank- ann. Mér líst ekki á að SE-bankinn kaupi Landsbankann því að sá banki er með mjög lé- lega þjónustu, en ís- lendingar gera miklar kröfur um þjónustu, og er þjónusta í íslenskum höndum yfirhöfuð mjög góð. En í bönkum t.d. í Svíþjóð er þjónustan ekki eins góð og íslend- ingar eiga að venjast. Vil ég vara eindregið við þessum áformum. Að iokum vil ég þakka starfsmönnum Lands- bankans fyrir mjög góða þjónustu. Viðskiptavinur Landsbankans og SE-bankans. Tapað/fundið Trek-fjallahjól týndist frá Skjólbraut í Kópavogi TREK-fjallahjól, grænt/ fjólublátt og svart með brettum og 18 gíra, týndist frá Skjólbraut 9, í Kópavogi, 29. júlí sl. Kolbrún, 10 ára, er eig- andi hjólsins og saknar hún hjólsins síns mjög mikið og biður hún alla um að hafa auga með því hvar hjólið sé og láta sig vita í síma 564 5684. Bensínlok týndist við OB BENSÍNLOK af Toyota Avenses týndist við OB-bensínstöðina við Snorrabraut sl. þriðjudag. Sá sem kynni að hafa fundið það vin- samlega hringi í síma 552 1922. Barnaúlpa fannst DÖKKBLÁ hettuúlpa með rauðri rönd í hand- vegi fannst við Syðri- Brú við Ljósafossvirkj- un um verslunarmanna- helgina. Upplýsingar í síma 552 9716. Barbie-dót týndist á Sauðárkróki FIMMTUDAGINN 30. júlí varð eftir á tjald- stæðinu á Sauðárkróki þó nokkuð af Barbie- dóti, svo sem nokkrar dúkkur, húsgögn, hestur og fleira smádót tengt Barbie. Allt var þetta í grænum plastkassa. Þeir sem hugsanlega hafa tekið eftir þessu og vonandi tekið til geymslu vinsamlega hringið í síma 554 0956, Þórunn. Dýrahald Tasja er týnd! TASJA er 10 vikna pek- ing tík, hún týndist föstudagskvöldið 31. ágúst frá heimili sínu á Hauganesi við Eyja- fjörð. Ef einhver hefur verið svo góð(ur) að taka hana upp í bfl vinsam- lega hafðu þá samband heim í síma 466 1024 eða við lögregluna á Dalvík eða Akureyri. Fundar- laun í boði. Læða týndist frá Stóragerði ÁRSGÖMUL læða, ómerkt, loðin, bnín- bröndótt með hvíta bringu og loppur, loðin, týndist frá Stóragerði 6 sl. föstudag. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 588 9383. Kettlinga vantar heimili FALLEGIR, kassavan- ir kettlingar, með silkí- mjúkan loðinn feld, sár- vantar heimili strax. Upplýsingar í síma 566 6467. Víkverji skrifar... HLYNUR Þór Magnússon, rit- stjóri og blaðamaður á ísa- firði, sendi Víkverja pistil, þar sem hann finnur að því, hvemig menn eru heimfærðir á þéttbýbsstaði á Vestfjörðum, nú eftir að menn sameinuðu sveitarfélög þar vestra. Hlynur Þór segir: „Ég var að lesa Morgunblaðið á Vefnum og sá þar m.a. í fyrirsögn að fjórir Isfirðingar væru í efstu sætum gjaldenda í Vestfjarðaum- dæmi. Þegar ég las nánar sá ég, að einn þeirra er Guðni Einarsson skipstjóri á Suðureyri við Súg- andafjörð („Guðni Albert Einars- son, Isafirði"). Gallinn er sá að Guðni er alls ekki ísfirðingur. Hann er Súgfirðingur. Þetta er ein af hinum hvimleiðu fylgifiskum þess þegar verið er að sameina sveitarfélög. Nafngiftum hinna nýju sveitarfélaga virðist einlægt fylgja vandræðagangur." xxx OG ÁFRAM heldur Hlynur Þór: „Þegar sex sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum voru sameinuð fyrir rúmlega tveimur árum varð niðurstaðan sú, að hið nýja stjómsýslusvæði skyldi kennt við stæsta byggðarlagið og heita Isafjarðarbær. Eitthvert nafn verður sérhver stjórnsýslu- eining vissulega að bera í opinber- um plöggum. Hins vegar mætti vel hugsa sér, að þessi eining hefði verið látin draga nafn sitt af Ön- undarfírði, sem er miðsvæðis. Nú eða Dýrafirði eða jafnvel Þingeyri. Það hefði samt ekki gert ísfirð- inga að Önfirðingum eða Dýrfirð- ingum. Og mér er það fullkunn- ugt, að ýmsum Suðureyringum og öðrum Súgfirðingum þykir nóg að sækja nú undir bæjarskifstofurn- ar á Isafírði í stað þess að hafa sína eigin hreppsskrifstofu og sinn eiginn sveitarstjóra, þótt ekki sé farið að titla þá Isfirðinga líka! Benda má á að byggðarlögin á norðanverðum Vestfjörðum eru eftir sem áður aðgreind í póstárit- unum. Nú em bráðum þrjátíu ár liðin frá því er Eyrarhreppur og Isa- fjarðarkaupstaður vom sameinað- ir með sama hætti. Kauptúnið í Eyrarhreppi hét og heitir Hnífs- dalur. Samt em Hnífsdælingar enn í dag Hnífsdælingar en ekki Isfírðingar.“ xxx LOKS segir Hlynur Þór: „Morg- unblaðið má vissulega eiga það, að jafnan em þar birtar leiðrétt- ingar á því sem miður fer. Nær óhugsandi er að gefa út blað, þannig að ekki séu þar einhverjar missagnir. í Morgunblaðinu em þær hins vegar langtum færri en í hinum smærri dagblöðum hérlend- is og vinnubrögðin í efnismeðferð og málfari langtum vandaðri. Ef önnur ónefnd dagblöð fæm að birta leiðréttingar á borð við það sem Morgunblaðið gerir, þá yrði væntanlega að stækka þau vem- lega. Það er í fersku minni, að Morgunblaðið leiðrétti fyrir viku eða svo notkun forsetningar með nafni Bolungarvíkur. Málvenjan er „í Bolungarvík“ á sama hátt og „í Reykjavík“en ekki „á Bolungarvík" eða „á Reykjavík“. Skyldu önnur ónefnd íslensk dagblöð hafa leið- rétt svona lagað?! Vestfirðingar (og væntanlega flestir aðrir) láta sér annt um mál- venjur í heimabyggð. Ríkisútvarp- ið fer mjög oft rangt með forsetn- ingar með nöfnum staða og byggða úti um landið. Ófá eru sím- tölin sem mér er kunnugt um, að fréttamenn og þulir hafa fengið héðan að vestan varðandi slíka hluti. En það er eins og að ausa vatni í hrip. Ég leyfi mér að hafa þá skoðun, að það sé fyrst og fremst fyrir áhrif og stöðugan heilaþvott Ríkisútvarpsins á þjóð- inni, sem hinn ágæti blaðamaður Morgunblaðsins sem var á ferð í Bolungarvík um daginn notaði ranga forsetningu. En blaðið sýndi hversu sómakært það er og hversu mjög ráðamönnum þess er annt um íslenzkt mál, að þetta skyldi leiðrétt. Ekki dettur út- varpinu slíkt í hug. Að minnsta kosti verður þess ekki vart. Samt eru vissulega til listar á útvarpinu um málvenjur í þessu efni um land allt, til afnota fyrir fréttamenn. Þeir virðast hins vegar ekki kynna sér hann sumir hverjir, og virðast auk þess ekki, sumir hverjir, bera neitt skynbragð á málvenjur og tilverurétt þeirra og láta einfald- lega kylfu ráða kasti.“ Víkverji þakkar Hlyni Þór til- skrifið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.