Morgunblaðið - 07.08.1998, Page 35

Morgunblaðið - 07.08.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ________AÐSENPAR GREINAR__ A að sökkva Eyjabökkum? UMRÆÐUR um Fljótsdalsvirkj- un eru aftur komnar í gang. Sem kunnugt er hafa verið uppi áform um virkjun þar um alllangt árabil, en framkvæmdum slegið á frest árið 1991, þar sem ekki reynd- ist þá markaður fyrir væntanlega orku. Nú hiliir aftur á móti undir álvers- drauma að mati stjórn- málamanna, og að þessu sinni er horft til bygg- ingar risaálvers í Reyð- arfírði, og því þarf að fara að huga að virkjun- arkostum á ný. Þá er Fljótsdalsvirkjun aftur inni í myndinni. Enginn þarf að velkj- ast í vafa um, að verði virkjað í Fijótsdal, með tilheyrandi stíflum og miðlunarlónum, munu meiri náttúruverðmæti fara forgörðum en dæmi eru til við nokkra aðra virkjun á Islandi fyrr og síðar, og er þá mikdð sagt. Þar ber vissulega hæst Eyjabakkasvæðið, eina fegurstu hálendisvin í landi okk- ar, með fjölbreyttu gróðurfari og fuglalífi, sem vart á sinn líka, og ná- lægð þess við Snæfell, sjálfan kon- ung Austurlands meðal fjalla, sem er Landsvirkjun á ekki landið, segir séra Qlaf- ur Þ. Hallgrímsson, og Guð, skapari heimsins, hefur ekki gefíð henni leyfi til að ráðskast með það. nánast heilagt fjall í augum okkar Austfirðinga. Ef af virkjun verður í þvi formi, sem nú er hugsað, færi mestallt undirlendi austan og suð- austan Snæfells undir Eyjabakka- lón, alls um 45 km2, að mestu leyti gróið land, en fjallið sjálft umkringt stíflum og skurðum til norðurs og aðgengi að því skert. Það yrði lítið augnayndi að horfa af tindi Snæfells yfir þau ljótu mannanna verk í ann- ars fogru og tilkomumiklu landslagi. Ymis önnur náttúruverðmæti munu spillast eða fara forgörðum við fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun, eins og greinilega kemur fram í ágætri grein líffræðinganna Helga Hall- grímssonar og Skarphéðins G. Þóris- sonar í Mbl. 9. júlí sl., en þar gera þeir grein fyrir þeirri umhvei-fis- röskun, sem virlqunin mun hafa í fór með sér. Ég hvet alla Austfirðinga til að kynna sér greinargerð þeÚTa vel, við hana er í rauninni litlu að bæta. Ókannað er hvaða áhrif virkjun í Fljótsdal kynni að hafa á lífrfld Lag- arfljóts og Héraðsflóa og raunar á allt umhverfi Lagarins. Hér er mörgum spumingum ósvarað, sem verða að fást svör við, áður en og ef til virkjunar kemur. Landsvirkjun fékk virkjunarleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun árið 1991, áður en lög um svokallað umhverfis- mat voru sett. Engu að síður hlýtur að verða að gera þá skilyrðis- lausu kröfu til Lands- virkjunar, þegar svo mikið er í húfi, að allar framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun fari í umhverfismat. Annað er aðeins sýndar- mennska. Að Lands- virkjun láti fram- kvæma sitt eigið um- hverfismat, eins og heyrst hefur, yrði ekki trúverðugt. Aðeins óháðir og til þess bærir sérfræðingar hljóta að koma að því verld. Umhverfisráðherra, Guðmundur Bjamason, hefur lýst vilja sínum til, að umhverfismat fari fram. í sama streng hefur tekið Ólafur Öm Har- aldsson, þingmaður Framsóknar- flokksins. En hvað segja þingmenn Austurlands? Öllum er kunn afstaða Hjörleifs Guttormssonar í þessu máli, en frá öðmm þingmönnum Austurlands hefur ekki heyrst, svo mér'sé kunn- ugt. Hvað dvelur orminn langa? A það mun reyna með hausti, hverjar lyktii' þetta mál fær hjá ríMsstjórn og Alþingi. Með því verður fylgst. Halldór Asgrímsson hefur verið einn helsti hvatamaður að byggingu ál- vers á Austurlandi. Hann virðist eins og fleiri stjórnmálamenn í dag sjá það helst til úrbóta í atvinnumálum landsmanna að byggja mengandi ál- ver sem víðast um land. En með því erum við ekki aðeins að spilla okkar eigin landi, heldur einnig ganga gegn alþjóðlegum sam- þykktum um að draga úr mengun á næstu árum, sbr. Kyoto-samkomu- lagið frá því í desember á síðasta ári. Stjómvöld íslensk virðast staðráð- in í að hafa Kyoto-samkomulagið að engu, heldur leggja áherslu á undan- þágu af okkar hálfu til að halda áfram að auka losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Það virðist svo sem móðir náttúra eigi sér fáa formæl- endur í ríkisstjóm þeirri er nú situr. Sem kunnugt er era uppi ýmsar hugmyndir um virkjanir norðan Vatnajökuls, m.a. virkjun Jökulsár á Dal með stíflu við Kárahnjúka, jafn- vel virkjun Jökulsár á Fjöllum, og með tilheyrandi miðlunarlónum og vatnsflutningum. Allar era þessar hugmyndir ógnvekjandi og sýna í hnotskum það virðingarleysi, sem Landsvirkjun sýnir íslenskri náttúra og umhverfi öllu. Landsvirkjunarmenn reikna út hagnað af virkjunum, en þá er ekki tekið með í reikninginn, hvaða verð- mæti fara forgörðum, ekki reiknað með að landið sem eyðileggst sé neins virði, ekki einu sinni í pening- um talið. Á Köldukvíslareyrum er verið að sökkva fögra hverasvæði undir miðlunarlón, svæði sem sumir álíta, að geti búið yfir miklum verð- mætum. Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrafræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessum verknaði á táknrænan hátt, og þökk sé honum. Og ég spyr: Er ekki nóg komið af svona vinnubrögðum, og hver ber ábyrgð á slíku? Landsvirkjun á ekki landið og Guð, skapari heimsins, hefur ekki gefið henni leyfi til að ráðskast með það. Landið á sig sjálft. Það er þjóð- ararfur, sem okkur ber skylda til að skila komandi kynslóðum. í óspilltri náttúra landsins era fólgin verð- mæti, sem era meira virði en virkj- anir, fyrir því er auðvelt að færa marvísleg rök. Að eyðileggja dýr- mætt og fagurt land til að framleiða rafmagn fyrir stóriðjuver er ekkert annað en skammsýni. Sem betur fer era viðhorf að breytast, fólk er orðið meðvitaðra um gildi þess að eiga ósnortið land. Það sem gilti fyrir ein- um eða tveimur áratugum, á ekki lengur við í dag. Það þurfa virkjun- araðilar að skilja. Virkjanir þurfum við að hafa, en þær á að byggja í sátt við landið og fólkið í landinu. Og sem betur fer era ýmsir virkjunarkostir, fyrir hendi, sem litlu spilla. Við sem höfum alist upp á Austur- landi með Snæfell fyrir augum, mun- um ekki fallast á að gersemi, sem Eyjabakkasvæðið er, verði sökkt undir vatn. Gegn öllum slíkum áfoi-mum munum við standa. Ki'afa okkar er, að ekki verði hróflað við Eyjabökkum og Snæfellsnesi, en annarra kosta leitað, ef virkjað skal á annað borð. Og illa þekki ég þá mína gömlu sveitunga í Fljótsdaln- um og aðra Héraðsbúa, ef þeir láta slíkt yfir sig ganga athugaseamda- laust. Ég hvet alla Héraðsbúa til að halda vöku sinni í þessu afdrifaríka máli og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Vilji og samstaða er allt sem þarf, en sundrang leiðir til ófarnaðar. Við sem burtflutt erum, munum ekki láta okkar hlut eftir liggja. Baráttan getur orðið hörð, en með samstöðu vinnst sigur. Við höf- um verk að vinna. Höfundur er sóknarprestur og býr á Mælifelli í Skagaúrði. Ólafur Þ. Hallgrímsson FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 35 íkki íuikó t & HH liHtýOýH Fákafeni 9 sími 5682866 Húsgögn, ljós og gjafavörur C' l-í < ía P5 > Munið brúðargjafalistann MORKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641 Súrefnfsvörur Karin Herzog • enduruppbyggja húðína • vinna á appelsínuhúö og sliti • vinna á unglingabóluni • viðlieldur ferskleika húðar* innar Ferskir vindar í <• umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Söndru, Smáratorgi, í dag kl. 14-18. Kynningarafsláttur fyrir steinsteypu. Léttir medfærilegir viðhaldslitlir. ) } Ávallt fyrirliggjandi. Góö varahlutaþjónusta. co Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, sími 553 8640 FYRIRLI6GJINDI: GÖLFSLfPIVÉLRR - RIPPER ÞJÖPPVR DJELUR STEYPUSRGIR - HRÆRIVÉLIR • SI61RBLÖB - Vnlul framleilsla. L ♦ KQMDU OG SJÁÐUl ÚTSöLUSKÓLATILflflfltN : - flott föt fyrir frábæra krakka ,**

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.